Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Qupperneq 18
18 | Fréttir 10.–14. júní 2011 Helgarblað Nokkuð hefur verið um það síðustu daga að útvegsmenn hafi kvartað und- an fyrirhuguðum breytingum á fisk- veiðistjórnarkerfinu. Hafa þeir tekið saman tölur yfir það hversu mikil áhrif fyrirhugaðar breytingar muni hafa á þann heildarafla sem veiddur er innan tiltekinna bæjar- og sveitarfélaga. Þannig héldu Útvegsbændafélag Vestmannaeyja og Útvegsmanna- félag Austurlands blaðamannafund á fimmtudag í síðustu viku þar sem það kom fram að ef fiskveiðistjórnarfrum- vörp ríkisstjórnarinnar yrðu að lög- um og kæmi að fullu til framkvæmda myndu hátt í 15,5 þúsund þorskígildis- tonn færast frá Vestmannaeyjum og 13,3 þúsund þorskígildistonn frá Fjarðabyggð og allt að 260 störf tapast. Á sunnudaginn sendi Útvegsmanna- félag Vestfjarða frá sér yfirlýsingu. Í henni kom fram að ef Alþingi sam- þykkti lög um breytingar á fiskveiði- stjórnarkerfinu myndu aflaheimildir á Vestfjörðum skerðast um 3.700 þorsk- ígildistonn og um 100 störf tapast við veiðar og vinnslu á Vestfjörðum. Þar af 45–50 hálaunastörf til sjós og um 50 störf í fiskvinnslu. 25 þúsund tonn leigð frá Fjarðabyggð Yfirlýsingar um slæm áhrif fyrirhug- aðra breytinga á fiskveiðistjórnar- kerfinu eru athyglisverðar ef þær eru skoðaðar í samhengi við hversu mik- ið tiltekin bæjar- og sveitarfélög leigja frá sér af aflaheimildum og senda ann- að til vinnslu. Finnbogi Vikar Guð- mundsson, laganemi á Bifröst, hefur tekið saman tölur yfir það hversu mik- ið útgerðir í Fjarðabyggð hafa leigt frá sér af aflaheimildum undanfarin átta ár. Í Fjarðabyggð hafa stórútgerðir eins og Eskja á Eskifirði og Síldarvinnslan á Neskaupstað leigt frá sér um 25 þús- und þorskígildistonn á undanförnum átta árum. Það er mun meira en þau 13,5 þúsund þorskígildistonn sem Út- vegsmannafélag Austurlands telur að Fjarðabyggð tapi komi fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu til framkvæmda. Þess skal auk þess get- ið að sá sem kynnti áhrifin á Fjarða- byggð var Gunnþór Ingvason, formað- ur Útvegsmannafélags Austurlands og framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupstað en Síldarvinnslan er eitt þeirra félaga sem hafa verið hvað dug- legust við að leigja frá sér aflaheimildir. „Fjarðabyggð ætti frekar að hugsa um að leigja ekki frá sér kvóta í staðinn fyr- ir að kvarta undan því að missa hann frá sér,“ segir Þórður Már Jónsson lög- fræðingur en hann og Finnbogi Vikar sendu frá sér skýrslu árið 2009 þar sem þeir gagnrýndu fyrirkomulag á flutn- ingi aflaheimilda á milli útgerða og til svokallaðra leiguliða. Einnig má geta þess að líkt og fram kemur í töflu með þessari um- fjöllun fer ekki allur afli sem kemur í land í Vestmannaeyjum til vinnslu þar. Þannig voru um 84 prósent af þeim 7.526 tonnum af þorski sem komu til Vestmannaeyja árið 2009 unnin þar og einungis 61 prósent af þeim 1.284 tonnum af ýsu. 55 prósent af þorski unnin á Vestfjörðum Það eru ekki einungis Vestmannaey- ingar sem senda hluta af afla sínum til vinnslu annars staðar. Útvegsmanna- félag Vestfirðinga telur að fjórðungur- inn muni tapa um 3.700 þorskígildis- tonnum og 100 störfum ef breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu ná fram að ganga. Í töflu með frétt má sjá að níu bæjarfélög á Vestfjörðum vinna ein- ungis um 55 prósent af þeim nærri 20 þúsund tonnum af þorski sem þar kemur í land en um 45 prósent fara til vinnslu annars staðar eins og á höfuð- borgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Hlutfallið er enn lægra í ýsu en ein- ungis 36 prósent af þeim tæplega 9.500 tonnum af ýsu sem koma í land í níu bæjarfélögum á Vestfjörðum fara þar til vinnslu. Mikið af afla til leiguliða Líkt og kom fram hér að framan voru útgerðarfélög í Fjarðabyggð dugleg að leigja frá sér kvóta. Slíkt er ekki einungis bundið við það sveitar- félag. Eins og sést með töflum í frétt er flutningur á aflaheimildum ansi algengur. DV hefur áður fjallað um það hversu vel er hægt að hagnast á slíku framsali. Þórður Már Jónsson lögfræðingur benti á það árið 2009 að félög tengd þingmanninum Ás- birni Óttarssyni hefðu hagnast um 18,5 milljónir króna árið 2008 með því að leigja frá sér aflaheimild- ir frá bátunum Herdísi SH-145 og Tryggva Eðvarðs. Í skýrslu Þórðar Más og Finn- boga Vikars sem þeir kynntu árið 2009 að núverandi handhafar afla- heimilda gætu hagnast gríðarlega á því að eiga aflaheimildir í van- nýttum aflaheimildum í tegundum eins og úthafsrækju undir höndum til þess að geta leigt út aðrar og dýr- ari tegundir í til dæmis þorski og ýsu til kvótalítilla útgerða. Þannig voru, sem dæmi, um tvö þúsund tonn af úthafsrækju flutt til frystitogarans Brimness sem Brim gerir út en skip- ið veiddi þó einungis 9,5 tonn eða 0,5 prósent af heildarkvóta í úthafs- rækju. Kvótastýring ekki náttúrulögmál „Umræðan er á villigötum. Menn eru farnir að líta þannig á að kvóta- stýring á aflaheimildum sé orðin eitthvert náttúrulögmál á meðan almennt frjálsræði til veiða með krókum, sem dæmi, er lítið rætt. Frjálsar veiðar krókabáta ætti ekki að takmarka þar sem veiðihæfni með krókum er langt innan við eitt prósent þannig að ómögulegt er að ofveiða nokkurn fiskistofn með krókaveiðum. Það er því óskiljan- legt að fella eigi slíkar veiðar undir kvótakerfið,“ segir Þórður Már Jóns- son. Hann segist ekki skilja af hverju fólkið í sjávarþorpunum einblíni ekki á það að það sé búið að taka frá því lífsbjörgina og réttinn til að veiða með ákveðnum aðferðum með því að kvótasetja þær. Sam- kvæmt stjórnarskránni megi ekki takmarka atvinnufrelsi nema við því liggi almannahagsmunir. „Tak- mörkun atvinnufrelsis í sjávarút- vegi er rökstudd með hættunni á of- veiði en hvað þá með veiðiaðferðir sem aldrei geta ógnað neinum fiski- stofnum eins og krókaveiðar,“ spyr Þórður Már. BYGGÐALÖG SEM FLYTJA KVÓTA OG FISK KVARTA n Útvegsfélög í Vestmannaeyjum, Fjarðabyggð og Vestfjörðum vara við afleiðingum fyrirhugaðra breyt- inga á fiskveiðistjórnarkerfinu n Leigja mikið af aflaheimildum frá sér og senda fisk annað til vinnslu Lítil nýting á úthafsrækju Frystitogarinn Brimnes veiddi einungis 0,5 prósent af aflaheimildum sínum í úthafsrækju en slíkar heimildir er hægt að leigja út í formi dýrari tegunda eins og þorski. Mynd Sigtryggur Ari JóHAnnSSon Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Unnin afli í Vestmannaeyjum og á Vestfjörðum 2009: Þorskur Ýsa Vestmannaeyjar 84% 61% Vestfirðir* 55% 36% *9 bæjarfélög á Vestfjörðum Unnin afli 2009 Flutningur aflahlutdeilda (%) milli fiskiskipa 2009-2010: Tegund % Þorskur 11,2 Ýsa 14,9 Ufsi 20,0 Karfi/gullkarfi 10,6 Langa 17,3 Keila 11,6 Steinbítur 9,4 Skötuselur 24,1 Grálúða 23,7 Skarkoli 12,5 Þykkvalúra 9,2 Langlúra 7,4 Sandkoli 15,2 Skrápflúra 11,8 Síld 29,6 Humar 27,2 Loðna 10,5 Úthafsrækja 6,6 Mest flutt af síld Milli skipa í Milli skipa í eigu Flutningur eigu sama óskyldra samtals aðila aðila Þorskur 31.856 29.218 61.073 Ýsa 26.053 23.806 49.859 Ufsi 25.649 18.205 43.854 Karfi/gullkarfi 19.959 7.067 27.026 Langa 4.119 2.220 6.339 Keila 3.417 1.130 4.547 Steinbítur 6.507 7.506 14.014 Skötuselur 993 1.869 2.861 Grálúða 5.289 5.172 10.460 Skarkoli 2.548 3.344 5.892 Þykkvalúra 1.193 939 2.132 Langlúra 1.523 1.132 2.654 Sandkoli 543 386 929 Skrápflúra 1.238 501 1.739 Síld 67 27 94 Loðna 40 7 47 Kolmunni 23 8 31 Humar 476 239 715 Úthafsrækja 3.581 9.213 12.794 Flutningur aflamarks 2009/10 Undrast viðbrögð útvegsmanna Þórður Már Jónsson lögmaður segir undarlegt að útvegsmenn í sveitarfélagi eins og Fjarðabyggð séu að kvarta undan fjárhags- legum afleiðingum vegna fyrirhugaðra breytinga á fiskveiðistjórnarkerfinu á meðan á sama tíma sé verið að leigja umtalsverðar aflaheimildir frá þeim.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.