Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Side 21
Fréttir | 21Helgarblað 10.–14. júní 2011
www.markisur.com
Veðrið verður ekkert vandamál.
Dalbraut 3, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar í síma
567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar
Viltu skjól á veröndina?
Eigum við ekki að hætta þessari þrjósku.
Mennirnir seM tæMdu sparisjóðinn
Ber mikla ábyrgð Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík, ber stóra ábyrgð á falli sjóðsins.
utan um hlut Gríms og annarra í fé
laginu Suðurnesjamönnum en Út
nesjamenn ehf. skuldaði sparisjóðn
um tæpar 103 milljónir í september
2008. Umrætt lán var með verðlaust
veð á bak við sig samkvæmt skýrslu
FME en það var vegna þess að veðin
voru í félaginu Suðurnesjamönnum
sem á þessum tíma var einskis virði
að mati FME. Í rannsóknarskýrslu
Alþingis kom fram að Bláa lón
ið hf. skuldaði Icebank, seinna
Sparisjóðabankanum, 334 milljón
ir og Bakvörður 305 milljónir þegar
hrunið skall á.
13 milljarða tap stofn
fjáreigenda
Stofnfjáraukning Sparisjóðs Kefla
víkur fór fram í lok árs 2007. Stofn
fjáreigendum var boðið að kaupa
bréf á grundvelli eignar sinnar í
sparisjóðnum. Mikill áhugi var á
stofnfjáraukningunni og seldi spari
sjóðurinn öll bréf sem í boði voru.
Stofnfjáraukningin nam um milljarði
króna en talið er að heildartap stofn
fjáreigenda vegna falls sparisjóðsins
nemi um 13 milljörðum króna. Þess
ber að geta að á næsta rekstrarári
eftir stofnfjáraukninguna skilaði
sparisjóðurinn rúmlega 17 milljarða
króna tapi.
Breyttu reglum bankans
Geirmundur Kristinsson var for
maður bankaráðs Sparisjóðabank
ans, síðar Icebank og að lokum aftur
Sparisjóðabankainn, um langt skeið.
Þeir Grímur Sæmundsen og Steinþór
Jónsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ,
komu inn í stjórn Sparisjóðabankans
í lok árs 2007. Í skýrslu rannsóknar
nefndar Alþingis kemur fram að
stjórn bankans á haustdögum 2007
ákvað að breyta reglum bankans svo
hægt væri að lána stjórnendum og
starfsmönnum fyrir hlutabréfakaup
um í bankanum. Fram kom í frétt DV
í maí síðastliðnum að fimm eignar
haldsfélög væru gjaldþrota sem
hefðu verið notuð til að fjárfesta í
bankanum af hálfu starfsmanna. Fé
lögin höfðu skuldsett sig fyrir meira
en fimm milljarða með lánum frá
bankanum sjálfum og tengdum fé
lögum.
Í september 2008 var stærsta ein
staka staða Sparisjóðs Keflavíkur í
Icebank. Sparisjóðurinn átti þá 28
prósent af verðbréfaeign sinni í Ice
bank. Þetta var eitt af því sem Fjár
málaeftirlitið gerði athugasemd við á
sínum tíma en aðeins 6 félög stóðu á
bak við 67 prósent af allri verðbréfa
eign Sparisjóðsins. Einnig var gerð
athugasemd við að sparisjóðurinn
þyrfti að kalla eftir auknum trygg
ingum vegna lána til félaga með veði
í hlutabréfum Icebank. Virðist sem
það hafi ekki verið gert.
Tók lán persónulega
fyrir sparisjóðinn
Bergið ehf. er eitt af þeim umdeild
um eignarhaldsfélögum sem hafa
vakið athygli á undanförnum mán
uðum. Félagið fékk tveggja millj
arða króna kúlulán frá Spron til
að kaupa 9,5 prósenta hlut í Ice
bank sem Spron átti og seldi Berg
inu á þrjá milljarða. Einn þriðji var
greiddur með eigin fé af hluthöf
um Bergsins. Steinþór Jónsson var
á meðal eigenda félagsins sem og
Jónmundur Guðmarsson, fyrrver
andi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og
núverandi framkvæmdastjóri Sjálf
stæðisflokksins. Í skýrslu Fjármála
eftirlitsins kemur fram að Bergið
skuldaði Sparisjóði Keflavíkur 370
milljónir, um er að ræða lán með
engum veðum. Þegar DV bar þetta
undir Steinþór kom fram að eng
inn í Berginu hefði komið að þessu
heldur væri um að ræða sambanka
lán á milli Spron og Sparisjóðs
Keflavíkur. Eftir stendur spurningin
hvers vegna sparisjóðurinn tók yfir
370 milljóna króna lán frá Spron
með engum veðum.
Lán upp á 107 milljónir er á nafni
Steinþórs sem var inni í Sparisjóði
Keflavíkur í september 2008. Sam
kvæmt Steinþóri tengist umrætt
lán einnig Berginu en snýst um að
komu Sparisjóðs Keflavíkur að fé
laginu. „Það voru margir hluthafar í
Berginu og einn af þeim stóð til að
yrði Sparisjóðurinn í Keflavík,“ segir
Steinþór sem segir að lánið hafi verið
fyrir eigið fé sparisjóðsins en að það
hafi verið skráð á hann tímabundið.
„Það sem var skráð á mig var 8 pró
sent af þessu eigin fé sem Bergið
lagði fram sem sparisjóðurinn átti að
leggja fram til þess að eignast hlut í
Berginu. Það var gerður samningur
um það sérstaklega. Þetta var bara
sett á heimild til að byrja með til þess
að klárast. Sparisjóðurinn ætlaði að
eignast í Berginu, það var hugmynd
in. Það var sett á mitt nafn til að klára
þetta,“ segir Steinþór sem staðfestir
með þessu að hafa virkað sem ein
hvers konar milliliður á milli Spari
sjóðs Keflavíkur og Bergsins. Virðist
sem Sparisjóður Keflavíkur hafi tek
ið yfir lánið sem var skráð á Steinþór
ásamt bréfum í Icebank.
Keypti eignir á undirverði
Steinþór Jónsson og sparisjóður
inn í Keflavík voru á meðal eigenda
eignarhaldsfélagsins Base. Steinþór
var stjórnarformaður félagsins en
Geirmundur Kristinsson varamað
ur í stjórn þess. Base keypti eignir
á gamla varnarliðssvæðinu í Kefla
vík fyrir um 600 milljónir króna árið
2007 sem voru taldar vera 1.200
milljóna króna virði á þeim tíma eftir
því sem kom fram í 24 stundum. Við
skipti Base með eignirnar voru gagn
rýnd sínum tíma á þeim forsendum
að þær hefðu verið seldar til framá
manna í Reykjanesbæ, meðal annars
Steinþórs og Sparisjóðs Keflavíkur.
Base skuldaði Sparisjóði Keflavíkur
í það minnsta 120 milljónir króna í
september 2008. Fjármálaeftirlitið
gerði athugasemd við lánið þar sem
engin veð voru að baki því. Í október
2010 var félagið að lokum úrskurðað
gjaldþrota.
Grímur Sæmundsen (t.h.) Forstjóri Bláa lónsins, stærstu áhættuskuldbindingar sjóðsins.
Stór skuldari Steinþór Jónsson var milli-
liður milli Bergsins og Sparisjóðsins þegar
sjóðurinn ætlaði að fjárfesta í félaginu.
Landsbankinn tók við sjóðnum Sjóðurinn starfaði í 103 ár. Núna er hann orðinn hluti af
Landsbankanum.
Ljóst er að eignasafn Sparisjóðs
Keflavíkur var stórlega ofmetið af
hálfu sparisjóðsins. Fjármálaeftir
litið benti til að mynda sparisjóðn
um á að eign þeirra í Kistu þyrfti
að færa niður um rúmlega fimm
hundruð milljónir í september
2008, en það var fjárfestingarfélag
sem fjárfesti nær eingöngu í Ex
ista. Auk þess þyrfti að færa til bók
ar hlutdeild í tapi Kistu. Samtals
var um ræða rétt rúmlega milljarð
króna sem var ofmetinn í bókum
sparisjóðsins.
Sparisjóðurinn vanrækti að
grípa til veðkalla og ofmat trygg
ingar lána samkvæmt Fjármála
eftirlinu. Þetta getur skýrt að hluta
þá eignarýrnun sem átti sér stað í
sparisjóðnum fyrir utan að eign
irnar hafi verið ofmetnar að auki.
Þegar sparisjóðurinn greip ekki til
veðkalla eða kallaði eftir auknum
tryggingum, þegar verðmæti bréfa
lækkaði sem sjóðurinn hafði lán
að fyrir kaupum á, er ljóst að spari
sjóðurinn veðjaði á rangan hest.
Þar sem bréfin lækkuðu í verði,
lækkaði einnig eignasafn spari
sjóðsins þar sem félögin á bak við
lánin og bréfin gátu ekki greitt lán
in tilbaka.Virðist sem sparisjóður
inn hafi veðjað á að bréfin myndu
hækka í verði á endanum. Á þetta
til að mynda við í málum þeirra
sem fengu lánað út á stofnfjárbréf
í sparisjóðnum sjálfum. Sparisjóð
urinn hafði lánað um 950 milljónir
með veðum í sparisjóðnum í sept
ember 2008 en tryggingar á bak við
lánin voru einungis um 598 millj
ónir á þeim tíma. Samt var ekki
gripið til þeirra ráða að óska eftir
frekari tryggingum eftir því sem DV
kemst næst.
Útlánastefna Sparisjóðs Keflavíkur:
Ófullnægjandi tryggingar
„Sparisjóðurinn í
Keflavík heldur sjó
í því ölduróti sem íslenska
bankakerfið er í og engar
meiriháttar breytingar
eru fyrirhugaðar á starf-
seminni.
„Þegar kröfuhaf-
ar sjóðsins náðu
samkomulagi við slit-
astjórnina í nóvember
2010 kom í ljós að kröfu-
hafar myndu fá greiddar
300 milljónir í fullnaðar-
uppgjöri vegna yfirtöku
sjóðsins.