Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Blaðsíða 22
22 | Fréttir 10.–14. júní 2011 Helgarblað
GamaldaGs veitinGa-
staður oG Gistihús
við þjóðveG 1.
veitinGaskálinn víðiGerði er gam
aldags veitingastaður
við þjóðveginn í Húnaþingi vestra. Hér g
etur þú stoppað og teygt
úr þér, fengið gott sveitakaffi og alvöru k
affi latte, caphuchino og
expresso baunakaffi sem sumir segja þ
að besta á landinu…Við
seljum pylsur og samlokur gos, sælgæti
og fleira í þeim dúr. Alla
daga vikunnar frá kl. 11 til 22 getur þú fe
ngið Thailenskan mat og
heimilismat. Við leggjum líka áherslu á m
atarmiklar súpur, gúllas-
súpu, kjúklingasúpu, kjötsúpu, mexicosú
pu...Grillið er opið frá kl. 9
til 23 og þá er hægt að fá bestu hamborg
ara við þjóðveg 1. (án allra
aukaefna) steiktan fisk ásamt nauta -og f
olaldasteik.
VíðidAlur eHf. | 531 HVAmmsTAnGi | sími: 451 2592 | fAx: 451 2593 | neTfAnG: VidiGerdi@VidiGerdi.is | HeimAsíðA: www.VidiGerdi.is
Thai maTurSKYNDimaTurhEimiLiSmaTurSamLOKur
TruKKar
Þetta er mjög slæmt fyrir velferð kýr-
innar og þetta er slæmt fyrir ímynd af-
urðarinnar í hugum neytenda.
Fjórir bændur voru dæmdir til þess að
greiða sekt vegna þess að þeir hleyptu
nautgripum ekki – eða of lítið – út yfir
sumartímann. Tvö mál voru afgreidd
hjá lögreglunni á Akureyri og önnur
tvö mál hjá lögreglunni á Vestfjörðum.
Alls voru níu mál rannsökuð og Mat-
vælastofnun er nú í sérstöku átaks-
verkefni vegna málsins. Bændur þurfa
að greiða 50 þúsund króna sekt verði
þeir uppvísir að því að hleypa kúm ekki
út til útivistar á sumrin. Steinþór Arn-
arson hjá Matvælastofnun segir mál-
ið nú í góðum farvegi. „Þeir sem voru
kærðir settu gripina ekki út, eða mjög
lítið. Við höfum farið í átaksverkefni út
af þessu og aukið eftirlit. Bændur átta
sig nú á því að fylgst er með þessu og
að lögreglan er komin í málið og tekur
á þessu,“ segir Steinþór. DV fékk ekki
nánari upplýsingar um hvaða bændur
málið varðaði, þar sem það þykir við-
kvæmt. „Málið er talið viðkvæmt og ég
sé mér ekki fært að veita þær upplýs-
ingar,“ segir Steinþór.
Átta vikur á sumri
Í reglugerð um aðbúnað nautgripa
og eftirlit með framleiðslu mjólkur og
annarra afurða þeirra segir í fimmtu
grein að tryggja eigi átta vikna útivist
nautgripa yfir sumartímann. Sú grein
hefur verið í nefnd hjá sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðuneytinu og hefur
málið verið þar á annað ár.
Nefndin hefur meðal annars fjallað
um hvort breyta eigi orðinu útivist í
reglugerðinni, en það hefur verið túlk-
að mjög frjálslega. Sumir hafa túlkað
það sem svo að nóg sé fyrir kýrnar að
fara út í gerði meðan aðrir telja að þær
eigi að fara á sumarbeit. Dýraverndar-
ráðið á Íslandi ályktaði og skoraði á
landbúnaðarráðuneytið að breyta
orðinu tafarlaust í sumarbeit. Nor-
ræna dýraverndunarráðið hefur skrif-
að Norðurlandaráði vegna málsins,
þar sem áhyggjum er lýst vegna þeirr-
ar þróunar sem á sér stað á Norður-
löndunum þar sem kýr fara minna út
en áður.
Minni velferð, meiri peningar
Flestir hleypa kúm út til beitar á sumr-
in en um 750 kúabændur eru hér á
landi og halda þeir 25.000 kýr vegna
mjólkurframleiðslu. Hættan felst í
að með stærri búum verði þetta að
venju frekar en undantekningu. Vel-
ferð kúa tengist fæðuöryggi, en kröfur
um meiri afköst hjá færri búum veldur
því að bændur erlendis sjá hag sinn í
því að láta kýr ekki njóta sumarbeitar.
Neytendur kalla á lægra matvælaverð
og því fylgir að bændur telji framleiðsl-
una hagkvæmari ef ekki er kostað til
velferðar dýranna. Kýr eru grasbítar
og eðlilegt er að þær fái að bíta gras. Í
eðli þeirra, eins og annarra dýra, er að
njóta útivistar og nokkurrar hreyfing-
ar. Með útivistinni verða þær gjarnan
heilsuhraustari og frjósemi er venju-
lega meiri hjá þeim og minni hætta
er á fótaveiki. Því er velferð þeirra kúa
sem fá að ganga til beitar á sumrin
mun betri en þeirra sem standa inni
allt árið.
Mjólkin verður hollari
Stærri bú og lægra verð þýða aukinn
verksmiðjubúskap en þá mótmæla
neytendur meðferð dýranna. Ekki
er hægt að hafa þetta á báða bóga
segir Ólafur Dýrmundsson, lands-
ráðunautur hjá Bændasamtökun-
um í lífrænum búskap og landnýt-
ingu. Hann segir að rökin fyrir því
að láta kýr ekki út séu fyrst og fremst
þau að það sé þægilegra fyrir bónd-
ann. Hvorki séu nein rök fyrir því að
það sé ódýrara í framleiðslu né sé
það betra. Þvert á móti verði mjólk-
in og afurðir kúa sem fari á sumar-
beit mun ríkari af omega-fitusýrum
sem geri hana bæði betri og hollari.
„Það liggja ekki fyrir neinar vísinda-
legar sannanir fyrir því að það sé gott
og blessað að halda þeim svona inni.
Það eru fullyrðingar sem eru úr lausu
lofti gripnar. Þetta er mjög slæmt fyr-
ir velferð kýrinnar og þetta er slæmt
fyrir ímynd afurðarinnar í hugum
neytenda,“ segir Ólafur.
Hann kallar eftir skýrari reglum til
þess að stöðva núna þróun sem gæti
orðið erfiðari að eiga við síðar meir.
„Stórt mál í mínum huga“
Guðni Ágústsson, fyrrverandi land-
búnaðarráðherra, segir að nauð-
synlegt sé að höggva á hnútinn sem
myndast hefur um málið og gera
reglurnar alveg skýrar.
„Það er gríðarlega mikilvægt að
blessaðar skepnurnar fái að fara út í
guðsgræna náttúruna og lög lands-
ins kveða á um það. Í því er fólgin
dýravernd og þannig eru gæði vör-
unnar tryggð,“ segir Guðni. Hann
segir að gæði mjólkurafurða séu að
miklu leyti tengd því að kýrnar fái
að fara á sumarbeit. „Mér er illa við
að bændur séu að hártoga um þetta,
þetta þarf að vera skýrt og skepnurn-
ar eiga að fá að fara út í haga. Þetta
er neytendavænt og er stórt mál í
huga mínum, þetta er sérstaða okkar
hér og það er vitleysa að loka kýrnar
inni.“
Hleypa kúm ekki út
Meiri gæði mjólkurafurða Guðni segir
mikilvægt að skepnurnar fái að fara út í
haga þar sem gæði mjólkurafurða séu tengd
því að kýrnar fái að fara á sumarbeit.
n Bændur dæmdir fyrir að virða ekki reglur um útivist n „Vitleysa að loka skepnurnar inni,“ segir
Guðni Ágústsson n „Hættuleg þróun ef ekki er haft eftirlit með málinu,“ segir Ólafur Dýrmundsson
„Þetta er mjög
slæmt fyrir
velferð kýrinnar og þetta
er slæmt fyrir ímynd
afurðarinnar í hugum
neytenda.
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is
Lágmarksbeit Mikilvægt er að kýr fái að lágmarki 8 vikna sumarbeit. Reglugerð um málið
er óljós og þarf að skýra.