Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Qupperneq 24
24 | Fréttir 10.–14. júní 2011 Helgarblað
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, fjármálaráðherra, utanrík-
isráðherra og formaður Sjálfstæðis-
flokksins, situr nú á sakamannabekk.
Geir er ekki ákærður fyrir það sem
hann gerði heldur er hann ákærður
fyrir það sem hann gerði ekki. Inn-
takið í málinu gegn Geir er að hann
hafi klúðrað fyrirbyggjandi aðgerð-
um í aðdraganda hrunsins með að-
gerða- og framtaksleysi sínu. Þannig
hafi hann gerst sekur um stórkost-
lega vanrækslu. Á herðum Geirs
hvíldi meginábyrgðin á því að tryggja
efnahagslegan stöðugleika, að því
leyti sem sú ábyrgð var falin ráðherr-
um.
Í fyrsta lið ákæru saksóknara Al-
þingis gegn honum segir að Geir
hafi: „Sýnt af sér alvarlega vanrækslu
á starfskyldum sínum sem forsætis-
ráðherra andspænis stórfelldri hættu
sem vofði yfir íslenskum fjármála-
stofnunum og ríkissjóði, hættu sem
honum var eða mátti vera kunn-
ugt um og hefði getað brugðist við.“
Á meðan þessi „stórfellda hætta,“
vofði yfir íslensku hagkerfi í upp-
hafi árs 2008 og fram á haust, talaði
Geir stöðuna hins vegar niður meðal
annars á þeim forsendum að: „Mikil
opinber umræða getur verið óheppi-
leg, skapað óraunhæfar væntingar og
þar með jafnvel haft neikvæð áhrif.“
Illa upplýstir ráðherrar
Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing-
is er komist að þeirri niðurstöðu að
Geir hafi sem forsætisráðherra ekki
gripið til viðhlítandi ráðstafana í að-
draganda falls íslensku bankanna í
samræmi við það sem tilefni var til.
Geir hafi með athafnaleysi sínu látið
hjá líðast að bregðast við yfirvofandi
hættu á viðeigandi hátt og því sýnt af
sér vanrækslu í skilningi laganna.
Geir vildi þó ekki kannast við að-
gerðaleysi sitt og sagði á vormánuð-
um 2008 að unnið væri baki brotnu
að því að greiða úr vandanum. „Slíkar
aðgerðir eru þess eðlis að undirbún-
ingur þeirra tekur langan tíma og ekki
er hægt að flytja af þeim fréttir frá degi
til dags. Mikil opinber umræða getur
verið óheppileg, skapað óraunhæfar
væntingar og þar með jafnvel haft nei-
kvæð áhrif. Stuttar boðleiðir og skjót
ákvarðanataka eru óumdeilanlega
meðal helstu styrkleika íslensks við-
skiptalífs og stjórnsýslu. Þetta getur á
hinn bóginn líka verið veikleiki þeg-
ar við gerum kröfu um sama hraða í
mun stærri kerfum og leyfum okkur
að verða óþolinmóð gagnvart lengri
boðleiðum og seinvirkari ákvarðana-
ferlum en við erum vön.“
Á meðan Geir talaði um stuttar
boðleiðir og skjóta málsmeðferð
gagnrýndi rannsóknarnefnd Alþing-
is hann harkalega fyrir það hversu
illa upplýst ríkisstjórnin væri og fyr-
ir það hversu ómarkvissar aðgerð-
ir samráðshóps um efnahagslegan
stöðugleika voru. Í skýrslunni segir
um kvöldið örlagaríka þegar Glitnir
var yfirtekinn af íslenska ríkinu:
„Það er lýsandi fyrir það hversu lít-
ill undirbúningur lá fyrir og hversu
ráðherrar voru illa í stakk búnir til
að taka jafnafdrifaríka ákvörðun
og Seðlabankinn fól þeim þetta
kvöld, að þegar Össur Skarphéðins-
son mætti til fundarins mun hann
hafa lýst því fyrir fundarmönnum
að hann hefði „akkúrat ekkert vit á
bankamálum.“ Ráðherra bankamála,
Björgvin G. Sigurðsson, var ekki einu
sinni látinn vita og hann frétti ekki af
falli Glitnis fyrr en Jóhanna Sigurðar-
dóttir hringdi í hann og spurði hvort
hann vissi hvað væri að gerast uppi í
Seðlabanka.“
Vanræksla
Þrátt fyrir að Geir hafi fullyrt að boð-
leiðirnar væru stuttar og unnið væri
baki brotnu þá komust rannsóknar-
nefnd Alþingis og saksóknari Alþing-
is að allt annarri niðurstöðu. Geir er
ákærður fyrir að hafa látið undir höf-
uð leggjast að hafa frumkvæði að því
með eigin aðgerðum eða tillögum til
annarra ráðherra að innan stjórn-
kerfisins væri unnin heildstæð og
fagleg greining á þeirri fjárhagslegu
hættu sem ríkið stóð frammi fyrir.
Auk þess er hann ákærður fyrir að
hafa vanrækt að gæta þess að störf og
áherslur samráðshóps stjórnvalda
um fjármálastöðugleika og viðbúnað
væru markvissar.
Í rannsóknarskýrslunni er starf
samráðshópsins gagnrýnt harðlega.
Vorið 2008 fjölgaði fundum hópsins
eftir því sem staðan varð alvarlegri
en um sumarið fækkaði fundum
hópsins aftur án þess að nokkur rök-
studd skýring hafi verið fyrir því.
Svo virðist sem hópurinn sem átti
að verjast hruni hafi farið í sumarfrí.
Í skýrslunni segir „að um allnokk-
urt skeið hafði það ekki getað dulist
þeim sem áttu sæti í hópnum hversu
alvarlegur vandi steðjaði að íslensku
fjármálakerfi.“
Geir átti öðrum fremur að bera
ábyrgð á því að starfshópurinn virk-
aði sem skildi og að forgangsröðun
hans væri rétt. Í byrjun árs 2008 telur
rannsóknarnefndin að hann hafi átt
að vita af hinni grafalvarlegu stöðu
sem upp var komin og hún hefði
gefið honum fullt tilefni til að hafa
frumkvæði að því að láta ríkisvaldið
bregðast við þeim með sérstökum
aðgerðum. Að minnsta kosti hefði
hann átt að kalla eftir frekari gögnum
og tillögum um hvort nauðsyn væri á
sérstökum aðgerðum frá stofnunum
ríkisins. Nefndin telur að verulegir
annmarkar hafi verið á starfi hópsins
og að Geir hafi borið ábyrgð á því þar
sem ríkir almannahagsmunir knúðu
á um að hann hefði þegar frumkvæði
að aðgerðum ríkisvaldsins og jafnvel
sérstakri lagasetningu til að draga úr
stærð bankakerfisins.
Spurning um ímynd
Geir firrar sig allri ábyrgð fyrir lands-
dómi og neitar sök í öllum ákærulið-
um. Svo virðist sem hann telji ekki að
hann hefði getað afstýrt hruninu eða
að minnsta kosti mildað það sem for-
sætisráðherra. Fyrir það er hann hins
vegar ákærður. Geir talaði reglulega
um að rót vandans væri alþjóðleg. Í
ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans
28. mars 2008 talaði Geir um „tíma-
bundið andstreymi“, og „óróleikann
á alþjóðamörkuðum“. Í ávarpi sínu á
aðalfundi Samtaka atvinnulífsins 18.
apríl 2008 talaði Geir um „alþjóðlega
vinda sem skekja okkar eigin hag-
Kerfið átti að
laga sig sjálft
n Geir taldi að vandi Íslands fyrir hrun væri slæm ímynd n Átti að bregðast við grafalvarlegri
stöðu en gerði allt of lítið n Átti að halda ríkisstjórninni upplýstri en bankamálaráðherra vissi
ekki af yfirtöku Glitnis n Prófessor telur aðgerðaleysið geta skýrst af stjórnmálaskoðunum Geirs
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
„Það þyrfti ekki
að hugsa mik-
ið um vinnubrögðin þar
og hvernig það starfaði
vegna þess að það væri
hvort eð er markaðurinn
sem ætti helst að sjá um
flesta hluti.“
Þetta þurfti til að vekja
landsdóm Danmerkur
Erik Ninn-Hansen, fyrrverandi dómsmálaráðherra Danmerkur, var dreginn fyrir landsdóm
þar í landi árið 1995 en þá hafði dómstóllinn legið í dvala í 80 ár. Svipuð lög gilda um
danska landsdóminn og þann íslenska.
Ráðherrann þurfti að svara til saka í svokölluðu Tamílamáli og var á endanum sakfelldur
fyrir að hafa af ásettu ráði vanrækt skyldur sem hvíldu á honum samkvæmt lögum og eðli
stöðu hans. Ráðherrann fékk fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Málið snerist um
að Ninn-Hansen taldi sig hafa pólitískan meðbyr til að stöðva meðferð 140 umsókna um
dvalarleyfi í Danmörku frá fólki í Srí Lanka sem tengdist Tamílum sem bjuggu í landinu.
Danska þingið ákvað að draga hann fyrir landsdóm vegna málsins.
Ver sig Geir neitar öllum sakargiftum og telur enga aðra leið hafa verið færa.
Á sakamannabekk Geir
Haarde þarf að svara fyrir
meinta vanrækslu sína fyrir
landsdómi.