Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Side 25
kerfi án þess að við höfum mikið um
það að segja.“
Í skýrslu rannsóknarnefndar Al-
þingis er sagt frá fundi Geirs og
Gord ons Brown, þáverandi forsæt-
isráðherra Bretlands, hinn 24. apríl
2008. Í skjali sem forsætisráðuneytið
tók saman um fundinn kemur fram
það viðhorf Geirs að vandi Íslands
væri aðallega ímyndarvandi. Á með-
an Geir taldi vandann hins vegar
ímyndarlegs eðlis vofði yfir „stórfelld
hætta“, eins og saksóknari segir.
Rannsóknarnefndin taldi hins
vegar að um það leyti hefði hann haft
fullt tilefni til þess að fylgja því eft-
ir og fullvissa sig um að unnið væri
með virkum hætti að flutningi Ice-
save-reikninga Landsbankans úr
útibúi bankans í Bretlandi yfir í dótt-
urfélag. Það gerði Geir ekki og fyrir
það þarf hann einnig að svara fyrir
hjá landsdómi. Nefndin telur einn-
ig að sumarið 2008 hefði ríkisvaldið
undir forystu hans átt að stuðla að
framgangi málsins.
Lykilmaður
Geir hafði verið einn af innstu kopp-
um í búri hjá Sjálfstæðisflokknum
í 26 ár áður en hann hrökklaðist úr
embætti forsætisráðherra. Geir var
pólitískt skipaður aðstoðarmaður
fjármálaráðherra á árunum 1983 til
1987. Þegar hann tók við sem að-
stoðarmaður var hann einnig for-
maður Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna en því embætti gegndi
hann til 1985. Hann var kjörinn inn
á Alþingi árið 1987 og komst fljótt til
metorða innan flokksins og í upp-
hafi síns annars kjörtímabils var
hann orðinn þingflokksformaður.
Því starfi gegndi hann til ársins 1998
þegar hann tók við sem fjármálaráð-
herra. Geir var fjármálaráðherra til
ársins 2005 þegar hann tók við emb-
ætti utanríkis ráðherra áður en hann
varð svo forsætisráðherra árið 2006.
Geir var því algjör lykilmaður í þeim
breytingum og umskiptum sem ís-
lenskt samfélag tók á þeim tíma.
Geir hefur allt frá því hann hóf
þátttöku í stjórnmálum aðhyllst
frjálshyggjustefnu sem felur í sér
að lágmarka afskipti hins opinbera
og treysta frekar á frjáls viðskipti og
sjálfsprottnar venjur. Frjálshyggju-
menn aðhyllast það að markaður-
inn muni leysa vandamál sín sjálfur,
þar af leiðandi sé ekki þörf á hörð-
um og beinum ríkisafskiptum. Geir
tilheyrði frægum hópi frjálshyggju-
manna, sem gaf út tímaritið Eim-
reiðina þar sem sú stjórnmálastefna
var boðuð. Þeir menn sem voru
með Geir í Eimreiðarhópnum, eins
og hann hefur verið kallaður, kom-
ust flestir til metorða í samfélaginu
og nokkrir urðu fyrirrennarar Geirs í
starfi forsætisráðherra. Meðal þeirra
sem voru í hópnum með Geir voru
Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson,
Hannes Hólmsteinn Gissurarson og
Kjartan Gunnarsson.
Boðaði frjálshyggjuna
Spyrja má hvort ástæða þess að Geir
situr nú á sakabekk fyrir stórfellda
vanrækslu, sé einmitt sú að hann
fylgdi aðeins eftir þeirri stjórnmála-
skoðun sem hann aðhylltist og felur
í sér að lágmarka beri afskipti ríkis-
ins af frjálsum markaði. Varð hug-
myndafræði Geirs til þess að hann
varð ákærður? Gunnar Helgi Krist-
insson, prófessor í stjórnmálafræði
við Háskóla Íslands, segir ekki hægt
að útiloka að stjórnmálaskoðun
Geirs sé ástæðan fyrir meintu sinnu-
leysi hans í aðdraganda hrunsins.
Hann telur það þó ekki vera nær-
tækustu ástæðuna heldur einfald-
lega þá að Geir hafi vanmetið hlut-
verk sitt sem forsætisráðherra. Það
sé að minnsta kosti skilningurinn
sem Gunnar Helgi dregur af rann-
sóknarskýrslu Alþingis. Geir hafi ein-
faldlega fylgt þeirri stefnu og hefð
sem mörkuð hafði verið af fyrirrenn-
urum hans.
„Nærtækari skýring væri að mínu
viti að hann hafi túlkað hlutverk sitt
í samræmi við þær hefðir sem hafa
myndast hér um það hvernig ríkis-
stjórnir vinna,“ segir hann. „Ég les
skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
þannig að það sé hæpið að skilja ís-
lenska stjórnsýslu þannig að forsæt-
isráðherra hafi jafnlítið hlutverk og
hann telur.“ Gunnar Helgi segir hefð-
ina sem hann vitnar til hafi verið við
lýði í íslenskum stjórnmálum mjög
lengi.
Leyfðu hefðinni að festast í
sessi
Ef litið er til fyrirrennara Geirs í emb-
ætti forsætisráðherra má sjá að með-
limir Eimreiðarhópsins gegndu því
embætti í um 20 ár á tímabilinu 1987
til 2009. Þorsteinn Pálsson var í emb-
ætti forsætisráðherra 1987 til 1988
og Davíð Oddsson, sem síðar varð
bankastjóri Seðlabanka Íslands, var
í embættinu 1991 til 2004. Það er því
ekki hægt að sjá annað en að einmitt
þessir menn hafi átt stærstan þátt í að
festa hefðina sem Geir fylgdi í sessi.
„Ég hugsa að það mætti alveg
færa rök fyrir því að þessi hefð hafi
verið látin óáreitt lengur heldur en
efni stóðu til vegna þess að það var
mjög mikið á dagskrá að losa fram-
kvæmdarvaldið við verkefni frek-
ar en að styrkja það,“ segir Gunnar
Helgi. „Þessi hefð á sér djúpar ræt-
ur í íslenskri pólitík. Geir var ekki að
finna neitt upp. Hans málsvörn hef-
ur verið sú að hann hafi túlkað hlut-
verk sitt í samræmi við það sem verið
hafði. Það er umdeilanlegt og í sjálfu
sér er það gagnlegt að landsdómur
fjalli um það hvort sú túlkun standist
eða ekki.“
Stóðu ekki fyrir nauðsynlegum
umbótum
„Ég tel að sá valdahópur sem ráðið
hefur hér á landi talsvert lengi hafi
haft þá sýn á framkvæmdarvaldið
að það þyrfti ekki að hlúa mikið að
því, það þyrfti ekki að hugsa mikið
um vinnubrögðin þar og hvernig það
starfaði vegna þess að það væri hvort
eð er markaðurinn sem ætti helst
að sjá um flesta hluti,“ segir Gunnar
Helgi og vísar þar til forvera Geirs í
starfi forsætisráðherra. „Það kann að
vera að það hafi gert það að verkum
að menn hafi vanrækt það umbóta-
starf sem ég held að hafi verið þörf
fyrir innan framkvæmdarvaldsins.“
Gunnar Helgi segir að það hafi hugs-
anlega verið stjórnmálastefnan sem
Geir fylgdi sem hafi því fest hefðina
í sessi. Hann segir að Geir hafi í raun
fylgt þeim hefðum sem ríkt höfðu um
störf forsætisráðherra löngu áður en
hann kom til sögu.
Fréttir | 25Helgarblað 10.–14. júní 2011
FARÐU
AFTUR
Í BÍÓ
Í FYRSTA
SINN
www.bioparadis.is
hverfisgötu 54 / 101 reykjavík
„Ég les skýrslu
rannsóknarnefnd-
ar Alþingis þannig að
það sé hæpið að skilja ís-
lenska stjórnsýslu þannig
að forsætisráðherra hafi
jafnlítið hlutverk eins og
hann telur.“
„Menn hafa verið að líkja hruninu við
sjóslys. Venjulega þegar sjóslys eiga sér
stað þá eru haldin sjópróf þar sem skip-
stjórinn þarf að mæta fyrir sjórétt og
gera þar grein fyrir ákvörðunum sínum
áður en til óhappsins kom.“
n Þórólfur Matthíasson, prófessor í
hagfræði við HÍ – DV 4. október 2010
„Það hafðist þingmeirihluti fyrir því
að ákæra Geir en ekki aðra. Maður veit
eiginlega ekki hver sú meinta aðför ætti
að vera.“
n Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í
stjórnmálafræði við HA – DV 8. júní
2011
„Geir H. Haarde er sekur um glæp-
samlegt aðgerðaleysi. Það segja
skýrslurnar. Fréttir þess tíma sögðu hið
sama. Strandkapteinninn tók ekki á
vandræðum, sem hrönnuðust upp. Hann
fór út úr eðlilegu samráðsferli. Hélt
ráðherrum utan ferilsins, þótt þeir ættu
að vera innan hans. Reyndi að halda öllu
óveðrinu leyndu og að ljúga heima og
erlendis.“
n Jónas Kristjánsson, fyrrverandi
ritstjóri – jonas.is 8. júní 2011
„Nú krefjast þeir Atli, Steingrímur og
Ögmundur þess, að Geir H. Haarde sæti
tveggja ára fangelsi fyrir að hafa verið
pólitískur andstæðingur þeirra, því að
auðvitað vita þeir jafnvel og aðrir, að
Geir framdi engan glæp, braut engin
lög. Sök hans er sú ein að vera í röngum
flokki.“
n Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
prófessor í stjórnmálafræði við HÍ –
pressan.is 8. júní 2011.
„Auðvitað hefði ég viljað að til þessa
þyrfti ekki að koma enda var atkvæði
mitt á þann veg.“
n Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra – blaðamanna-
fundur 7. júní 2011.
„Geir er að niðurlægja sjálfan sig með
yfirlýsingum um að þetta séu pólitísk
réttarhöld.“
n Þór Saari alþingismaður – DV.is 6.
júní 2011.
„Pólitískum réttarhöldum fylgja
venjulega mannréttindabrot. En kannski
skiptir persónan og einstaklingurinn Geir
H. Haarde ekki vinstri græna máli – hann
er jú sjálfstæðismaður.“
n Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
alþingismaður – pressan.is 6. júní 2011.
Orðrétt um
Geir Haarde
Var það rétt
ákvörðun að ákæra
Geir Haarde?
„Nei, það var ekki rétt ákvörðun.“
Elsa Þorkelsdóttir
58 ára lögfræðingur
„Nei.“
Halldór Jónsson
58 ára prestur
„Ég veit bara ekkert um það.“
Anna Kristín Gunnlaugsdóttir
18 ára nemi
„Það var ekki rétt ákvörðun.“
Ingibjörg Finnbogadóttir
31 árs nemi
„Nei, alveg handviss um það.“
Kjartan Jón Bjarnason
20 ára nemi