Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Qupperneq 26
26 | Fréttir 10.–14. júní 2011 Helgarblað Lán til endurbóta og viðbygginga Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs. Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is „Karl Rúnar á ekkert land hér – og ef að hann telur sig eiga það þá á hann að sækja það löglega en ekki vaða hér upp með frekju og yfir­ gangi,“ segir Markús Ársælsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ og sveit­ ungur Karls Rúnars Ólafssonar. Karl Rúnar hélt því fram í mánu­ dagsblaði DV að hann hefði ver­ ið að störfum á sinni eigin land­ spildu þegar hópur manna veittist að honum. En samkvæmt dómi Hæstaréttar frá árinu 2010 er hóp­ ur bænda í Þykkvabæ þinglýstur eigandi jarðarinnar og Karl hafði ekki afnot af henni. Markús segir að dráttarvél Karls hafi verið notuð til skemmdar­ verka sem unnin voru á tveimur kartöflugörðum í Þykkvabæ, þar á meðal hans eigin. Átök í kartöflugarði Á miðvikudaginn í þar síðustu viku kom einnig til átaka á milli Karls Rúnars annars vegar og annarra kartöflubænda í Þykkva­ bæ hins vegar þar sem Karl Rúnar var að ljúka niðursetningu á land­ spildu á svokölluðu Borgartúns­ nesi í Þykkvabæ. Feðgarnir Birkir Ármannsson og Ármann Ólafsson voru þar á traktorum og að sögn Karls óku þeir traktorum sínum á niðursetningarvél hans. En feðg­ arnir hafa aðra sögu að segja. Þeir segja tjónið vera algjörlega vegna athæfis Karls sjálfs og ekki af þeirra völdum. Umdeild spilda Atvikið var afleiðing áralangrar deilu um spilduna sem staðsett er á Borgartúnsnesi. Í stuttu máli til­ heyrði umræddur kartöflugarður jörðinni Háfi í Þykkvabæ sem Karl Rúnar á nú og keypti af foreldrum sínum fyrir þó nokkrum árum. En í sölusamningi á milli fyrri eiganda jarðarinnar, Jóns Sigurðssonar, og foreldra Karls, kemur fram að und­ anskilin sölunni sé „óuppmæld spilda í Borgartúnsnesi, þar sem Þykkvabæingar hafa verið og eru með garðafnot.“ Spildan er þessi umræddi kart­ öflugarður samkvæmt feðgunum og öðrum sveitungum sem fóru til þess að tala við Karl Rúnar hið umrædda miðvikudagskvöld. Þá hafa feðgarnir ásamt öðrum feng­ ið eignayfirlýsingu á spildunni þinglýst. En Karl Rúnar telur sem svo að hann eigi spilduna þar sem hann sé eigandi Háfs. Frekja og yfirgangur „Karl Rúnar á ekkert land hér,“ segir Markús Ársælsson, sem er bóndi í Þykkvabæ og hefur afnot af spildu á Borgartúnsnesi. „Þessi spilda var seld undan Háfi löngu áður en Karl keypti Háf, og ef hann telur sig eiga eitthvað í henni þá skal hann bara sækja það löglega en ekki vera með þennan yfirgang,“ segir Markús enn fremur og bendir á að Karl Rúnar hafi ekki getað sýnt fram á lögvarið eignarhald á spildunni. „En hann hóf ræktun á landinu samt sem áður.“ Fyrir tveimur árum sáði Karl korni í landið í óþökk þeirra sem höfðu haft afnot af því síðustu 60 ár eða svo. Markús tætti uppskeruna – enda hefur hann, að eigin sögn, af­ not af jörðinni og Karl ekkert tilkall til hennar. „Hann kærði mig fyrir það – að tæta uppskeru á landi sem ég hef afnot af – og ég var náttúru­ lega sýknaður af þeirri kæru,“ segir Markús. Tæplega hálfrar milljónar tjón Markús sýndi blaðamanni hvar dráttarvél Karls Rúnars á að hafa unnið gríðarlegar skemmdir. Í tveim­ ur kartöflugörðum í Þykkvabæ hafði verið rótað upp með stórri vinnu­ vél. „Ég get ekki sagt hver stjórnaði henni, en ég get sagt að þetta var dráttarvélin hans Kalla sem var not­ uð í þetta,“ segir Markús og bendir á að skemmdirnar á hverjum garði fyr­ ir sig hlaupi á tæplega hálfri milljón. „Ég fékk tilboð frá verktaka um við­ gerð á garðinum. Það hljóðaði upp á 422.000 krónur.“ Þar er um gríðarlegt tjón að ræða og í ljósi þess að kartöflugarðarnir eru lífsviðurværi bændanna er þetta alvarleg aðför að afkomu þeirra, sama hver ber ábyrgð á skemmdar­ verkunum sem hafa verið kærð til lögreglu. Hafði unnið í spildunni Tildrög atburðanna á miðvikudags­ kvöld voru þau að Birkir Ármanns­ son, annar feðganna, hafði lokið við að undirbúa spilduna í Borgartúns­ nesi undir kartöflurækt. Daginn eftir hóf Karl niðursetningu í landinu sem Birkir var búinn að undirbúa en þá var hinn síðarnefndi í jarðar­ för í bænum. Markús segir Karl hafa nýtt sér vinnu Birkis á landspildunni. „Hann vissi að Birkir væri að vinna þarna. Af hverju stoppaði hann ekki vinnuna, fyrst að hann heldur því fram að hann eigi jörðina?“ Þegar út spurðist að Karl væri að hefja niður­ setningu á jörðinni þá mættu þó nokkrir sveitungar Karls á svæðið, þar á meðal Birkir og faðir hans, Ár­ mann. Segir menn hafa mætt vopnaða Lýsing Karls á atburðinum var væg­ ast sagt ógnarleg: „Þarna var kominn stór hópur fólks, á annan tug manna. Konur, menn og krakkar og sumir hverjir með járnstikur,“ segir hann og bætir við að menn hafi haft í morð­ hótunum við hann. Aðra sögu segja feðgarnir tveir. „Þetta er náttúru­ lega bara rangt hjá Karli,“ segir Birk­ ir í samtali við DV. „Við fórum þarna til þess að tala við hann.“ Karl seg­ ir Birki hafa reynt að rífa sig úr trak­ tornum og ætlað að beita hann of­ beldi en það segir Birkir vera helbera lygi. Slíkt hið sama eigi við um morð­ hótanirnar. „Algjörlega fráleitt“ Sigurbjartur Pálsson, stjórnar­ maður í Bændasamtökunum og landeigandi, var einn þeirra sem fór með feðgunum til þess að ná tali af Karli. Aðspurður hvort Karl færi með rétt mál um að þeir hefðu verið vopnaðir sagði hann það ekki svo. „Nei. Það er algjörlega fráleitt. Það var enginn annar ásetningur en að spyrja hann hvað hann væri að gera þarna,“ segir Sigurbjartur við blaðamann. „Þeir ætluðu að reyna að stoppa hann vegna þess að þeir vildu tala við hann. Hann var að setja niður kartöflur í garð­ lendi sem að þeir eiga.“ Hann seg­ ir einnig að Karl sjálfur hafi vald­ ið þeim skemmdum sem urðu á tækjum hans. „Í öllum tilfellum þar sem að vélarnar nudduðust saman var það vegna þess að Karl ók á þá.“ Segir hina bændurna öfundsjúka Karl sagði í samtali við DV á sunnu­ daginn að samkeppnin væri hörð í kartöflubransanum og taldi það líklegast hafa sitt að segja í við­ brögðum bræðranna. „Ég er nokk­ uð stór í kartöfluræktinni og það fer fyrir brjóstið á sumum,“ sagði hann við blaðamann. Hann taldi því öf­ und eiga sinn þátt í meintu andófi gegn sér. Markús er þó á öndverð­ um meiði og segir enga öfund vera á ferð. „Það er enginn öfundsjúkur hér út í Karl. Það skiptir engu hversu stór hann er og þrátt fyrir að hann haldi það þá er enginn hér sem öfundar hann,“ segir Markús. Undarlega farið með staðreyndir „Mér þykir Karl fara undarlega með staðreyndir,“ segir Markús enn fremur um frásögn Karls. Karl rak dómsmál vegna spildunnar fyrir þó nokkrum árum og í kjöl­ far þess að hann vann ekki það mál töldu Markús og aðrir bændur í sveitinni að Karl myndi láta þar við sitja. DV hefur undir höndum sölusamninginn sjálfan þar sem umrædd spilda er undanskilin sölunni á Háfi. „En hann heldur bara áfram og olli áðurnefndum skemmdum á garðinum mínum og garði annars bónda. Hann fór yfir strikið,“ segir Markús Ársælsson, kartöflubóndi. „Hann er bara að reyna að eyðileggja fyrir okkur, ég sé enga aðra ástæðu fyrir þessu. Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is „Hann fór yfir strikið“ n Áralöng deila um kartöflugarð n Karl Rúnar hefur tapað dómsmáli n Sakaður um að hafa valdið gífurlegum skemmdum á görðum annarra Markús Ársælsson Hefur átt í langri deilu við Karl Rúnar vegna landspildunnar. Skemmdir Markús segir dráttarvél Karls Rúnars hafa verið notaða til skemmdarverka þeirra sem hér sést að voru unnin á garði hans. Karl Rúnar Ólafsson Sagði menn hafa veist að sér og valdið milljónaskemmdum á vél sinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.