Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Síða 28
28 | Erlent 10.–14. júní 2011 Helgarblað „Að lýsa Ann Dunham sem venju- legri hvítri konu frá Kansas veitir þér álíka miklar upplýsingar og ef þú segðir son hennar vera stjórnmála- mann sem hefur gaman af því að spila golf.“ Þetta segir blaðamaður- inn Janny Scott, sem lauk nýverið við ævisögu Ann Dunham, móður Bar- acks Obama. Scott varpar ljósi á ein- staka konu sem fór sínar eigin leið- ir en hingað til hefur lítið verið rætt og ritað um Dunham. Obama sjálfur skrifaði til að mynda æviminningar árið 1995 undir titlinum Draumar handa föður mínum (Dreams for My Father), sem mörgum þykir gefa til kynna að forsetinn hafi að nokkru leyti afneitað arfleifð móður sinnar, sem hann þekkti auðvitað mun bet- ur. Föður sinn hitti Obama aðeins einu sinni eftir að hann komst til vits og ára. Obama, eða „Barry“, eins og móðir hans kallaði hann alltaf, hef- ur þó sagt í viðtölum: „Starf mitt sem stjórnmálamaður mun ávallt grund- vallast á því sem hún kenndi mér.“ Fór óhefðbundnar leiðir frá byrjun Stanley Ann Dunham fæddist í Kan- sas árið 1942. Foreldrar hennar voru þau Madelyn Payne og Stanley Dunham, en Ann var skírð í höfuð- ið á föður sínum. Faðir Ann var tal- inn dreyminn ævintýramaður, sem ákvað að skrá sig í herinn eftir árás Japana á Pearl Harbour. Átti það eftir að greiða götu hans í skóla í Berkeley í Kaliforníu eftir að stríðinu lauk, og þangað flutti fjölskyldan árið 1946. Stanley Dunham var því miður ekki mikill námshestur og gafst upp á náminu án þess að ljúka við gráðu. Fjölskyldan fluttist til smábæjarins Mercer Island, í úthverfi Seattle, þar sem Stanley hóf störf sem húsgagna- sölumaður. Ann hóf nám við Mercer High School sem þá var nýstofnaður og hafði talsvert aðrar áherslur en aðrir gagnfræðaskólar. Þar komst hún í kynni við kennara sem átti eftir að hafa mikil áhrif á hana, Jim Wich- terman, en hann átti síðar eftir að verða sakaður um að vera komm- únisti – sem var glæpsamleg ásök- un í Bandaríkjunum þá, og jafnvel enn. Wichterman lagði fyrir nem- endur sína lesefni sem unglingar áttu kannski ekki að venjast. Ekki aðeins voru þeir farnir að lesa frjáls- lynda heimspekinga eins og Hobbes, Locke og Mill, heldur einnig Marx, Sartre og Camus. Dunham þreifst vel í tímum hjá Wichterman og var þá þegar farin að synda á móti straumn- um, ef svo má segja, en mikla athygli vakti að hún sagðist vera trúleysingi, sem var einkar fátítt í hinum kristi- legu Bandaríkjum eftirstríðsáranna. Flutningur til Hawaii Árið 1960 fluttist Dunham-fjölskyld- an til Hawaii, þar sem Stanley fékk tækifæri til að reka sína eigin hús- gagnaverslun. Madelyn hóf störf í Hawaii-banka, en þar átti hún eft- ir að verða brautryðjandi síðar meir með því að verða fyrsta konan til að gegna stöðu aðstoðarforstjóra. Þegar Ann Dunham hóf nám við Hawaii-háskóla var skólinn í mikilli gerjun. Lyndon B. Johnson, þá þing- maður og síðar varaforseti og for- seti, hafði þá fengið samþykkta 10 milljóna dala áætlun til að styrkja menningartengsl Bandaríkjanna og Asíu, sem varð til þess að Aust- ur-vestur-stofnunin var sett á lagg- irnar við skólann. Þar gátu nemend- ur tekið námskeið í hindí, sanskrít, indónesískum tungumálum, sem Ann og gerði. Fjölmargir nemendur skólans voru skiptinemar af erlendu bergi brotnir, flestir frá Asíu. Banda- rískir nemendur voru hvattir til að blanda geði við skiptinemana og öf- ugt, því aðeins með slíkum samskipt- um myndu nemendurnir læra á, og kunna að meta, framandi menning- arheima. Einn þessara skiptinema átti reyndar ekki rætur að rekja til Asíu, heldur Afríku – Kenía nánar til- tekið. Sá maður var Barack Obama eldri, sem heillaði Ann upp úr skón- um. Þau byrjuðu saman í október árið 1960, þegar Ann var ekki orðin 18 ára. Hún varð ófrísk í nóvember og þau ákváðu að gifta sig á laun, þó að Stanley og Madelyn hafi lagt blessun sína yfir sambandið þegar þau fréttu af því. Þegar Obama eldri og Ann Dunham giftust var hjónaband milli kynþátta ennþá bannað með lögum í 20 ríkjum Bandaríkjanna. Fjarbúðin gekk ekki Hjónabandið átti hins vegar ekki eftir að verða langlíft. Obama yngri fædd- ist í ágúst 1961, en þá var þegar far- ið að hrikta í stoðum hjónabandsins. Obama eldri var Ann ótrúr og að lok- um fór svo að hann fluttist til Massa- chussetts til að nema við Harvard- háskóla. Eftir að Ann frétti að Obama væri byrjaður að búa með annarri konu, ákvað hún loks að sækja um skilnað. Ann hafði þá þegar hitt tilvonandi seinni eiginmann sinn, jarðfræði- nema frá Indónesíu, Lolo Seotoro. Dóttir þeirra, og þar með hálfsystir forseta Bandaríkjanna, Maya, sagði eitt sinn að móðir sín hefði heillast af Lolo „vegna þess að hann leit svo tignarlega út í stuttbuxum á tennis- velli.“ Eitthvað hlýtur að hafa verið meira á bak við samband þeirra Lolo og Ann, að minnsta kosti nóg til þess að þau giftu sig árið 1964 og fluttu síðan saman til Indónesíu árið 1967, eftir að Ann hafði lokið við BA-gráðu í mannfræði. Ástfangin af Indónesíu Ann Dunham var sem áður segir ekki aðeins hrifin af Lolo Seotoro í stutt- buxum. Hún féll kylliflöt fyrir indó- nesískri menningu sem hún átti síðan eftir að rannsaka með hléum út ævi sína. Lolo fékk starf hjá olíu- fyrirtækinu Union Oil, bandarísku fyrirtæki sem flutti út olíu frá Indó- nesíu. Vegna starfsins þurfti Lolo í raun að venjast glanslífi Vesturlanda, með tilheyrandi kokteilboðum og tengslamyndun fyrirtækjaheimsins. Þetta var heimur sem Ann þekkti, en fyrirleit á sama tíma. Að lokum varð starf Lolo bitbein hjónabandsins, á meðan Ann vildi frekar eyða tíma sínum með fátækum almúganum og grennslast fyrir um hvern kima indónesískrar menningar, var Lolo fastur í kokteilboðum þar sem aðr- ar hefðarfrúr „voru til fyrirmyndar“, og drukku kampavín eiginmönnum sínum til samlætis. Með Barry til Hawaii Ann ákvað að flytja aftur til Hawaii með 10 ára son sinn árið 1971. Þar hóf Barry Obama loks nám í banda- rískum skóla og Ann skráði sig í meistaranám í mannfræði. Engan þarf að undra að umfjöllunarefni hennar í meistaraverkefni sínu var indónesísk menning. Hún var sér- staklega heilluð af vefnaðariðn, sem er einstök í þessum heimshluta, og taldi nauðsynlegt að flytja aftur til Indónesíu til að kynnast henni betur. Upp frá því bjó Barry Obama hjá afa sínum og ömmu. Samferðamenn Dunham segja hana hafa verið einstaklega færan mannfræðing. Að komast inn í fram- andi menningarhópa sem utanað- komandi aðili er ekki öllum gefið, þá sérstaklega þegar um er að ræða hvíta konu frá Vesturlöndum. Ann átti þó gott með að öðlast traust inn- fæddra, þrátt fyrir hleypidóma og tungumálaörðugleika. Hápunktur- inn á fræðimannsferli hennar er tví- mælalaust þegar hún varði doktors- ritgerð sína við Hawaii-háskóla árið 1992, Surviving Against the Odds: Village Industry in Indonesia, en hún var loks gefin út í bókarformi árið 2009. Fjölbreyttur starfsferill Ann Dunham var kona sem fór sann- arlega sínar eigin leiðir, sérstaklega í ljósi aðstæðnanna sem hún bjó við – hvort sem var í Indónesíu eða Bandaríkjunum. Starfsferill hennar var fjölbreyttur, náði allt frá ensku- kennslu fyrir fátæka Indónesa, til ráðgjafarstarfa fyrir Rakyat-bankann í Indónesíu og Alþjóðabankann sjálf- an. Þar sem Dunham var einn helsti sérfræðingur um iðnað sem var smár í sniðum, meðal annars vefnaðar- iðnað í smáþorpum, urðu rannsókn- ir hennar og ráðgjöf einn helsti hvat- inn að míkrólánunum svokölluðu – sem Grameen-bankinn og Moha- med Yunus áttu síðar eftir að hljóta Nóbelsverðlaun fyrir að veita. Árið 1994, þegar Dunham bjó enn í Indónesíu, fann hún fyrir miklum magaverk – sem reyndist vera leg- hálskrabbamein. Ann Dunham lést í Honolulu á Hawaii í nóvember 1995, tveimur vikum fyrir 53 ára afmæli sitt. Fór sínar eigin leiðir n Ann Dunham, móðir Baracks Obama Bandaríkjaforseta, var kona sem átti ævintýralega ævi n Hún fór ævinlega sínar eigin leiðir og þótti sjálfsagt að synda á móti straumnum Fjölskyldumynd Lolo, Ann með Mayu í fanginu, og Barry. Það er óneitanlega svipur með mæðginunum. „Starf mitt sem stjórnmálamaður mun ávallt grundvallast á því sem hún kenndi mér. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.