Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Síða 31
Viðtal | 31Helgarblað 10.–14. júní 2011
einfaldasta lausnin er að vísa þess
um gesti á dyr heldur gengur út með
honum, leiddur af Bakkusi, yfirþjóni
djöfulsins. Ég segi að Bakkus sé yfir
þjónn djöfulsins því hvergi er eyði
leggingin meiri.
Hugsaðu um ógnina sem marg
ir búa við. Alla sem búa við kvíða í
dag því þeir óttast að handrukkarinn
komi. Alla sem eru kvíðnir yfir því
að þurfa að útvega sér efni í dag. Eru
gjaldþrota eða í fangelsi. Það er nátt
úrulega ekkert jafnrétti í þessu,“ segir
hann hikandi. „Það eru bara strákar í
fangelsi.“ Hann þagnar eitt augnablik
en bætir því svo við að stelpurnar fari
aðrar leiðir. „Þær selja líkama sinn.
Strákarnir síður en það þekkist líka.“
Gætum grætt mikið
„Svo er það hin nýja vá, kannabis,
sem er dregið upp sem lausnar
inn,“ segir hann hugsi. „En þegar ég
kem inn á meðferðarstöðvar og ræði
við fólk kemur mörgum saman um
það að þetta sé hættulegasta efnið.
Því það er svo mikil lygi fólgin í því.
Það er dulbúið, sagt að það sé nátt
úrulegt, en það fer líka í heilann og
veldur þunglyndi og andfélagslegri
hegðun.
Lygarnar eru miklar í kringum öll
þessi efni. Kannski af því að það eru
svo miklir peningar í húfi. Þetta er
stór hluti af efnahagskerfinu. Það er
allt gert til þess að fá nýja neytend
ur. Alveg eins og maður sem selur
fisk gerir allt til að selja fiskinn sinn
gerir maður sem er að selja vín allt
til að selja vínið. Ef einhver deyr af
völdum þess þarf hann að fá nýjan
kaupanda. Markaðurinn er ungling
arnir og börnin, neytendur framtíð
arinnar.
Yfir hvítasunnuna munu vænta
lega margir fá sér í glas, líkt og aðra
frídaga. En fyrir hundrað árum var
samþykkt á Alþingi Íslendinga að
banna neyslu áfengis í þessu landi.
Ástæðan var ekki sú að Íslendingar
væru fasistar heldur var áfengið búið
að eyðileggja svo mikið. Bindindi var
eitt af stefjum kvennabaráttunnar
sem og verkalýðsbaráttunnar því fólk
sá hvaða ógn stafaði af áfenginu. Sá
sem myndi tala um áfengisbann á Ís
landi í dag yrði talinn geggjaður. Ef
íslenska þjóðin gæti verið edrú í þrjá
mánuði myndi hún græða mikið.“
Drykkjan eins og trúarathöfn
Í allri umræðu um hrunið skortir alla
gagnrýni á áfengisneysluna að mati
Karls Valgarðs. „Brennivínsveislum
var slegið upp og því er jafnvel haldið
fram að kókaín hafi komið við sögu.
Kókaín gerir mennina geggjaða og
lætur þá halda að þeir séu guðir.
Áfengi getur gert það líka.
Það hefur ekki verið skoðað hver
var leiðarstjarna samfélagsins fyrir
hrunið. Það var gullið, Mammon og
Bakkus. Hámarki náði veislan þegar
við fórum að borða gull á búðingi.
Þetta var dýrkun. Í Gamla testament
inu segir að Drottinn sé þinn Guð og
að þú skulir ekki aðra guði hafa og í
upphafi fjallræðunnar varar Kristur
við því að menn þjóni Mammoni.
En menn gerðu sér kálf úr gulli og
dönsuðu í kringum hann. Fólk talar
stundum um að það sé búið að koma
sér vel fyrir í heiminum en áttar sig
ekki á því að heimurinn er búinn að
koma sér fyrir í því, efnishyggja og
nautnasemi. Slíkt endar með dauða,
andlegu svartnætti. Ef Guð er dauð
ur þá er allt leyfilegt. Þá þurfum við
ekki að svara fyrir það frammi fyrir
neinum.
Í stúkunum í gamla daga og í ung
mennafélögunum var gengið út frá
spurningunni, hvernig verður lífið
gleðilegt? Við þurfum að spyrja okk
ur að því hvernig barnið okkar geti
eignast gott og fallegt líf. Hvað skap
ar gleði í lífinu? Er það stundin þegar
hinn gullni bikar er við hönd, krist
alsglasið fyllt gylltum vökva eða er
það eitthvað annað? Vínið hefur víða
guðlegan sess. Fólk horfir til þess að
setjast niður og drekka, eiga sam
félag. Þetta er eins og trúarathöfn.
Þar sem andinn er vínandinn,“ seg
ir hann með áherslu. „Spirit,“ bæt
ir hann við og slær höndunum upp
í loft. „Heilagur andi. Þetta er kallað
vínandi af því að þetta skapar ákveð
inn anda.“
Var í herbergi Bakkusar
„Íslendinga skortir upp til hópa trú,“
segir hann rólegri og sýpur á kaffinu.
„Það eru til alls konar skilgreining
ar á manninum sem heimspeking
ar, listamenn og aðrir leika sér með.
Hvað er maðurinn? spyrja þeir og
koma með ýmis svör: Maðurinn er
félagsvera, dýr samfélagsins, maður
inn er það sem hann borðar, maður
inn er það sem hann hugsar, mað
urinn er það sem hann gerir og þess
háttar. Einn þeirra segir að maðurinn
sé það sem hann trúir á, birtingar
mynd trúar sinnar. Ef einhver hlakk
ar til þess eins að eiga góða stund
með strákunum með bjór yfir bolt
anum, ef það er kikkið í lífi hans þá
er það hans trú. Sá hinn sami getur
sagt að hann trúi á Jesúm, Búdda eða
hvað sem er en það eru bara orð.
Á meðan ég var enn að drekka
trúði ég á Guð en það var bara trúar
lega falleg hálfvelgja. Guð var alltaf
að banka á dyrnar en ég var í her
bergi Bakkusar og hleypti honum
ekki inn. Guð er góður möguleiki er
minn möguleiki í dag.
Nú erum við í vanda vegna
brennivíns og gulldýrkunar og fólk
telur sig vera fórnarlömb glæpa
manna. Margir tóku lán í góðri trú
en skoðuðu þeir trú sína? Voru þeir
í góðri trú? Ég held ekki. Þessi góða
trú var vond því hún var drifin áfram
af græðgi. Ég á heima á Íslandinu
góða, sagði fólk. En ég held að það
yrði þjóðinni til góðs ef hún gæti til
einkað sér þá trú sem feður hennar
höfðu og gaf þeim kraft og hugrekki
til að komast úr þrælahlekkjunum.“
Gríðarleg reynsla að takast á
við handrukkara
Honum er mikið niðri fyrir þegar
hann segir að við þurfum að taka
okkur verulega á og útskýra það fyr
ir börnum og unglingum hvað alkó
hól er hættulegt efni. „Samkvæmt
umræðunni virðist transfita vera
hættulegri en borðvín. Sömuleið
is virðist sykur og gos hættulegra
en bjór. Spurðu þrettán ára krakka
hvort hann ætli
að reykja. Hann
segir nei. Ef þú
spyrð aftur á móti
hvort hann ætli að
drekka segir hann
já, það kemur að
því. Af hverju?
Fólk er að horfa
á eftir börnunum
sínum hverfa fjór
tán, fimmtán og
sextán ára í heim
fíkniefnanna.
Margir neita að
trúa því að þetta sé að gerast, telja sér
trú um að þetta geti ekki komið fyrir
barnið þeirra, þetta sé misskilningur,
bara smá fikt. Skömmin er til staðar
af því að þetta tengist siðferðinu.
En sá sem byrjar að neyta kanna
bis í dag stingur öðrum fætinum inn
í hinn svarta heim Íslands, heim
inn þar sem svartur á leik. Fólk
sem kemst í snertingu við heim
handrukkaranna öðlast gríðarlega
reynslu. Þessi heimur er svo öflugur.
Auðvitað er erfitt fyrir foreldra
að horfa upp á það að lögreglan taki
barnið þeirra, setji það í handjárn
og leiði það í burtu. Um leið er það
ákveðin lausn og þú finnur fyrir létti.“
Hann tekur dæmi af stúlku sem
deyr vegna þess að það er eitrað efni
í umferð. „Fjölmiðlar birta þá fréttir
af því að lögreglan sé að rekja slóð
ina en svo gerist ekkert. Þetta er svo
öflugur heimur. Ég vil samt taka það
fram að ég upplifi lögregluna sem
hjálparann. Þar er fólk sem skilur al
vöru þessa máls.“
Sárt að sjá sorgina
Hann lítur á klukkuna og sér að hann
þarf að fara að drífa sig. Hann er
að fara að kistuleggja klukkan tólf.
Bakkus sigraði þann slag. „Það hafa
svo margir strákar dáið, hengt sig eða
skotið sig. Síðan líða dagarnir hver á
fætur öðrum og við gleymum þessu.
Skeytingarleysið er mikið og við
hugsum ekki um þetta.
Um daginn dó stelpa. Í fyrradag
dó strákur af of stórum skammti. Ég
var að tala við kærustuna hans í gær
uppi á spítala. Tveimur dögum fyrr
var annað atvik. Þar áður enn ann
að atvik. Í þessum mánuði hafa fjór
ir dáið svo ég viti til. Allt var þetta
óendanlega verðmætt fólk sem féll
vegna vímuefna,“ segir hann þungur
á svip. „Hvar byrjar þetta? Fáðu þér
einn kaldan. Þetta byrjar þar.
Núorðið byrja sumir reyndar
með kannabisi. Enda eru það skila
boð úr skemmtanabransanum að
það sé ekkert mál
að fá sér jónu. En
það er sárt að sjá
fólk sem er kom
ið í fjötra þess.
Það á að vera gott
og hugvíkkandi
en smám saman
einangrast fólk
og efnin hætta
að gefa því kikk.
Það hættir ekki
þar heldur fær sér
önnur efni sem
gefa kikk.
Það alvarlegasta sem ég sé er
sorgin í kringum þennan sjúkdóm.
Fólk er að deyja. Á síðasta ári dóu
margir af völdum þessa sjúkdóms.“
Togað úr víti og til lífsins
En þetta er ekki vonlaust segir Karl.
Því það sem er svo frábært við þenn
an sjúkdóm að hans mati er hvað
batahorfurnar geta verið góðar ef
sjúklingurinn er jákvæður. „Ég vil
að það komi fram að núna á þess
um degi eru mörg þúsund Íslend
ingar sem hafa losnað við áfengi úr
lífi sínu og eiga mjög gott líf. Hér er
fjöldi fólks að vinna gott starf, bæði á
Hlaðgerðarkoti, Krísuvík og hjá SÁÁ
og Samhjálp. Þar er fólk togað út úr
víti og til lífsins.
Trúin á Guð felur í sér mikla frels
un. Hún er öflugt tæki í batanum og
varðar leiðina til nýs lífs. Nú er búið
að leggja starf mitt niður vegna nið
urskurðar í kirkjunni, sem er miður
því ég hef aldrei haft eins mikið að
gera í mínum prestsstörfum frá því
að ég var prestur á Ísafirði. Ég hef
til dæmis farið reglulega inn á með
ferðarstofnanir með fyrirlestra, ann
ars vegar um afsiðun alkóhóls og
hins vegar um sorg og alkóhólisma.
Þar hef ég bent fólki á að það sé ekki
þar inni til að laga sitt líf, heldur til
að öðlast nýtt líf sem byggir á nýjum
sjónarmiðum og öðrum viðmiðum.
En því meiri sem meðvirknin er í
umhverfinu því minni eru líkurnar á
bata.“
Gleðin innra með okkur
Hann hallar sér aftur í sætinu.
„Meðvirkni þýðir að fólk gengur inn
í sjúkdóminn og niður með alkó
hólistanum, fer að virka með hon
um. Þú leggur ekki í að segja neitt,
ætlar bara að sjá til hvað gerist.
Þegar hann heldur áfram byrjar þú
og hann afsakar sig. Þú samþykkir
afsakanirnar en veist undir niðri að
það er ekki rétt. Hann heldur áfram
og nú biðst hann afsökunar.
Síðan fer hann að réttlæta sig og
þú tekur þátt í því. Þú felur vand
ann fyrir öðrum. Fyrir vikið stækk
ar æxlið. Ég held að allir Íslending
ar glími við meðvirkni.
Mörg þúsund Íslendingar eru
með kvíðahnút vegna fíkniefna,
hvort sem það er vegna þeirra eig
in neyslu eða einhvers sem þeir
elska. Þú veist um nokkra sem hafa
farið illa út úr þessu. Það vita allir
um einhvern. Fólk hefur misst svo
mikið, fjölskylduna, eigurnar og
æru sína. Okkur stafar meiri ógn af
alkóhóli en fjármálum. Ekki það,
meðvirknin er víðar. Sumir þekkja
til dæmis menn sem höguðu sér
ósæmilega í bankakerfinu en vor
kenna þeim.
Ef við getum átt heilbrigt líf hér
verður fólk hugdjarfara í baráttunni
fyrir réttlætinu. Þetta snýst allt um
viðhorf. Við þurfum að sýna fólki
að við höfum ekki umburðarlyndi
fyrir því að fimmtán ára börn fari á
fyllerí. Og hvaðan kemur víman þá?
Það sem veitir okkur gleðina? Það
á að vera inni í okkur. Aflgjafi gleð
innar á að vera innra með okkur
sjálfum og með andlegu athæfi get
ur hún vaxið og dafnað. Við getum
öðlast þakklæti fyrir það að vera
börn lífsins,“ segir hann að lokum.
„Við eigum ekki að bíða eftir lífinu.“
„Auðvitað er erfitt
fyrir foreldra að
horfa upp á það að lög-
reglan taki barnið þeirra,
setji það í handjárn og
leiði það í burtu. En um
leið er það ákveðin lausn
og þú finnur fyrir létti.