Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Qupperneq 34
Ágætur vinur minn heldur því fram, að banna eigi framsókn-armönnum allan málflutning nema í apótekum og þá einungis eft- ir að hafa framvísað vottorði frá geð- lækni. Og þessi vinur minn gerir þá kröfu að ég yrki um þetta svo sem eina vísu. Hann vill helst af öllu hafa það níðvísu, enda veit hann sem er, að um sumt verður aldrei ort neitt nema sem níð og í þeim efnum er Framsóknarflokkurinn til stakrar fyr- irmyndar. Mér er bæði skylt og ljúft að minna þjóðina á, að þessi svokall- aði bændaflokkur okkar Íslendinga hefur, allt frá því er sá merki maður Steingrímur Hermannsson fór þar úr forustuhlutverki, átt einn flott- asta niðurgang sem sögur fara af. Daginn sem Halldór Ásgrímsson tók við stjórn, breyttist ásýnd flokks- ins frá því að vera hvítþvegin kór- drengjafylking yfir í það að verða hið sóðalegasta þjófafélag. Í slagtogi við sjálfstæðismenn, náði Framsókn svo að koma fólki einsog Finni Ing- ólfssyni og Valgerði Sverrisdóttur að kjötkötlum. Finnur situr uppi með milljarða sem hann gaf sér á meðan hann var ráðherra. Svo á hann líka í Frumherja, fyrirtæki sem skoðar bíla. (En við það fyrirtæki skipti ég aldrei). Valgerður situr uppi með það að hafa verið í fylkingarbrjósti þegar Kárahnjúkakjaftæðið fór á kopp. Að hafa hugmyndaflug til að stofna stjórnmálaflokk sem fyrst og fremst vill standa vörð um það loforð að leyfa bændum að vera í sveitum landsins, sama hvað það kostar okk- ur hin, er náttúrlega algjör snilld. Og maður spyr sig: Af hverju er ekki fyrir löngu búið að stofna Afætubanda- lagið eða Sægreifaflokkinn? Reyndar er það nú svo að Afætu- bandalagið og Sægreifaflokkurinn eru til á Íslandi, réttu nöfnin eru bara ekki í hávegum höfð. Ef ég segi ykkur einsog er, þá hélt ég að ég ætti ekki eftir að upp- lifa neitt í líkingu við þá hræsni sem fyrirfinnst í samfélagi dagsins í dag á Íslandi. Hér erum við með ríkis- stjórn sem reynir af veikum mætti að halda hriplekri þjóðarskútu á floti. Og í stjórnarandstöðu erum við með fólk sem reynir að koma í veg fyrir að stjórnin nái að vinna sín verk af heilum hug. Stjórnarandstaðan gagnrýnir allt sem stjórnin gerir. En í stjórnarandstöðu fara fremst þeir flokkar sem eyðilögðu okkar ágæta samfélag með græðgi, óhófi og spill- ingu. Ég hef um Ásmund Einar sagt: – Hann er í flórinn sokkinn og hefur núna lag sitt lagt við litla þjófaflokkinn. 34 | Umræða 10.–14. júní 2011 Helgarblað „Það er bara kjaftæði. Þeir myndu aldrei fokking þora því.“ n Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, foringi Black Pistons hér á landi sem nú heitir Outlaws Prospect, um það hvort samfangar hans á Litla-Hrauni kalli hann „Nunnuna“. – Vísir „Það gengur ekki allt upp.“ n Fyrirsætan Kristrún Ösp Barkardóttir um sambandsslit sín og Sveins Andra Sveinssonar lögfræðings. Hún segir engin illindi vera þeirra á milli enda sofi þau enn í sama rúmi. – DV „Með því að vera fyrri til færði hann umræðuna að þeim atriðum sem hann vill tala um.“ n Andrés Jónsson almannatengill um PR-stríð Geirs Haarde vegna máls hans sem er fyrir landsdómi. Andrés segir hann hafa áhrif á umræðuna með því að hafa boðað til blaðamannafundar og tekið af skarið. – DV „Þá verða vínber að vera svo fersk, að þegar þau eru hrist slitna þau ekki úr klasanum.“ n Úr kröfulista Eagles. – Fréttablaðið Ofbeldi auðmanna Bókstaflega Forarpyttir Framsóknar Skáldið skrifar Kristján Hreinsson „Reyndar er það nú svo að Afætu- bandalagið og Sægreifa- flokkurinn eru til á Íslandi, réttu nöfnin eru bara ekki í hávegum höfð. Blásaklaus Geir n Einhverjir hafa undrast þá konung- legu meðferð sem Geir H. Haarde fær í fjölmiðlum og sérstaklega á vegum ríkisins. Geir er sakborningur, grunaður um stór- fellda vanrækslu í embætti sem forsætisráðherra. Hann er þannig talinn bera hvað stærsta ábyrgð á hruni Íslands. Hver ríkisfjölmiðillinn af öðrum hefur tekið gagnrýnislaus viðtöl við Geir þar sem sakleysi hans er uppmálað. Hin grjótharða Þóra Arnórsdóttir, spyrill Kastljóss, sem ekki kallar hvað sem er ömmu sína var á sömu blíðu nót- unum. Fátt um gagnrýnar spurningar. Menn velta fyrir sér hvort aðrir grun- aðir fái svipað kjass í framtíðinni. Samstaða sakamanna n Meðal áköfustu stuðningsmanna sakborningsins Geirs H. Haarde, er annar grunaður einstaklingur. Á fremsta bekk á stuðnings- mannafundi Geirs í Hörpunni sat Ingvi Hrafn Jónsson, sjón- varpsstjóri ÍNN, sem er rétt eins og fallni foringinn fyrir dómi. Ingvi er þó ekki grunaður um aðgerðaleysi heldur þær vafasömu aðgerðir að hafa haldið eftir 10 milljónum frá skatt- inum og hefur hann lýst yfir sakleysi. Spurt er hvort Ingvi muni einnig efna til stuðningsmannafundar í Hörpu vegna ofsókna. Basl á Eyjunni n Sá öflugi útgefandi, Björn Ingi Hrafnsson, er sagður hafa nokkrar áhyggjur af vefmiðlinum Eyjunni, sem hann keypti fyrir nokkru. Þeir umdeildu blaðamenn, Eiríkur Jóns- son og Jakob Bjarnar Grétarsson, voru fengnir til liðs við vefsíðuna með tilheyrandi kostnaði. Auk þess var Illuga Jökulssyni snarað um borð við hlið Karls Th. Birgissonar ritstjóra. Það breytir ekki þeirri stöðu að aðsóknin minnkar stöðugt og náði hún í upphafi vikunnar sögulegu lágmarki síðari tíma. Bloggarar hafa flúið vefinn í kippum og eftir stendur baslið eitt. Árni á spena n Árni Páll Árnason efnahags- ráðherra er í frekar slæmum málum eftir að Stöð 2 upplýsti að hann hefði fengið verktaka- greiðslur hjá Íbúðalána- sjóði upp á 40 milljónir króna. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður kallaði eftir upplýsingunum sem treglega gekk að fá fram. Hluti milljónanna var greiddur eftir að Árni Páll varð þingmaður. Það telst vera vafasamt en þó löglegt. Víst er að ráðherrann hugsar Guðlaugi Þór þegjandi þörfina fyrir hnýsnina. Sandkorn tRyGGvAGötu 11, 101 ReykjAvík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Svarthöfði Þingmaðurinn fyrrverandi og auðmaðurinn, Gunnlaugur Sigmundsson, vill að fátæk- ur bloggari og fjölskyldumaður, Teit- ur Atlason, greiði sem nemur fjórum milljónum króna fyrir ærumeiðing- ar. Tilefnið er að Teitur gaf til kynna í bloggfærslu að pólitísk áhrif Gunn- laugs hefðu tryggt honum eignarhald á fyrirtækinu Kögun. Allt er umdeilan- legt sem sagt er og skrifað. Það er sjálf- sagt og eðlilegt að Gunnlaugur, eins og allir aðrir, fái leiðréttingu sinna mála og afsökunarbeiðni ef mál eru þann- ig vaxin. En það er óboðlegt að hann komist upp með að steypa bloggar- anum í fjárhagslega glötun. Það eru engin rök fyrir því að Teitur greiði sem nemur rúmlega árslaunum sínum fyrir þau ummæli sem fram eru bor- in, eins og Gunnlaugur krefst í stefnu sinni. En auðmaðurinn er í raun að krefjast þess að ungur fjölskyldumað- ur verði gerður gjaldþrota. Það versta er að málsóknin skiptir þann ríka engu fjárhagslegu máli, hvort sem hann vinnur eða tapar. Hann á mikið meira en nóg og getur eytt milljónum í að berja á öðrum. Aftur á móti eru allar líkur á því að Teitur muni þurfa að leggja út verulega fjármuni, jafn- vel þótt hann vinni málið. Fyrir því eru fordæmi. Blaðakonan Erla Hlynsdótt- ir sem náði í undirrétti að verjast að- för dópsmyglara þurfti samt sem áður að greiða hundruð þúsunda króna vegna varnarinnar. Teitur gæti því ver- ið dæmdur til að tapa, hvernig sem fer fyrir dómi. Það eru fleiri auðmenn sem hafa lagt upp í málssóknir gegn venju- legu launafólki. Útrásarvíkingurinn Pálmi Haraldsson, kenndur við Fons, er með tvö meiðyrðamál í gangi á hendur Svavari Halldórssyni, frétta- manni Ríkisútvarpsins, þar sem hann vill peninga í bætur fyrir frétt sem hafi skaðað æru hans. Jón Ásgeir Jó- hannesson, dæmdur athafnamaður, vill sömuleiðis fá peninga frá Svav- ari ríkisstarfsmanni vegna æruskaða. Þriðji útrásarvíkingurinn, Hreiðar Már Guðjónsson, áður einn nánasti sam- starfsmaður þess umdeilda Björgólfs Thors Björgólfssonar, er með tvö mál í gangi gegn starfsmönnum DV og krefst milljóna vegna umfjöllunar um krónuviðskipti hans og samskipti við kunna braskara. Hann hafði hótað að lögsækja DV í nokkrum löndum vegna umfjöllunarinnar sem átti að hafa stórskaðað hann. Hann endaði þó á lögsókn í Reykjavík. Augljóst er að mönnum með fortíð hefur vaxið kjarkur og áræði eftir því sem lengra líður frá hruni. Nú er kom- ið að upprisu þeirra sem vilja ganga á milli bols og höfuðs á fjölmiðlamönn- um. Eignalítið fólk er lögsótt, gjarn- an af skrúðkrimmum, með það fyr- ir augum að steypa því í fjárhagslega glötun og ná þannig fram hefndum. Fjöldi mála í dómskerfinu einkennist af því ofbeldi sem reynt er að ná fram í krafti auðs. Almenningur á Íslandi hlýtur að þurfa að taka afstöðu til þess sem er að gerast með það fyrir augum að stöðva þá aðför sem hinir ríku gera að tjáningarfrelsinu. Gott fólk verður að taka saman höndum gegn föntum sem beita fjárhagslegu valdi sínu gegn venjulegu fólki. Gjaldþrot bloggara og blaðamanna í þágu hefnigjarnra eignamanna mun engum gera gott. Fjölmiðlar mega ekki láta þagga nið- ur í sér með þessum hætti. Íslend- ingar verða að standa vörð um tján- ingarfrelsið. Hræsni er tegund af lygi. Hún er það ástand manns, að þykjast hafa skoðanir, eiginleika, gildi og trú, sem hann fylgir síðan ekki sjálf- ur. Stundum, þegar valdamenn setja á svið skrípaleik fyrir skrílinn, sést glitta í hræsnina bak við tjöldin. 1. Moldríki fram- sóknarmaður- inn Gunnlaugur M. Sigmunds- son, faðir Sig- mundar Davíðs framsóknarfor- manns, hefur stefnt bloggaranum Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði, með þeim orðum að Teitur sé „galinn maður“. Algengasta merking orðsins „galinn“ er að einhver sé „geð- bilaður“. Gunnlaugur beitir fjárhags- legu ofurefli sínu gegn tekjulitla blogg- aranum til að draga hann fyrir dóm fyrir meiðyrði, og lætur um leið meið- yrði falla um hann. Hinn meinti meið- yrti stefnandi er sjálfur orðinn meið- yrðir, og þarf af leiðandi hræsnari. 2. Sjálfstæðismenn kvarta undan póli- tískum réttarhöld- um yfir Geir Ha- arde, á sama tíma og Sjálfstæðisflokk- urinn kaus einn all- ur og óskiptur eftir hreinum flokkslín- um í kosningu Alþingis um ákæruna á hendur ráðherrunum fjórum, enda samsekur Geir. 3. Geir H. Haarde stýrði Íslandi og Ís- lendingum í mesta efnahagshrun sem þjóðin þekkir, frá því að einhver stærstu eldgos samtímasögunnar ollu uppskerubresti, fjöldadauða og fjárdauða í svokölluðum Móðuharð- indum í lok átjándu aldar. Þegar Geir notar orðin „hneisa“ og „skrípaleikur“ á hann ekki við það sem gerðist á hans vakt og það sem almenningur þurfti að líða fyrir. Hann á við að hann sé dreginn til ábyrgðar, samkvæmt lögum sem forveri hans í formannsstóli kom í gegn á síðustu öld. Geir leigir sal í tónlistarhöllinni Hörpu á 270 þúsund, til þess að kvarta undan kostnaði við málsvörnina. Talandi um skrípaleik. 4. Æviráðni há- skólaprófessorinn Hannes Hólm- steinn Gissurarson, einn harðasti frjáls- hyggjumaður Ís- lands fyrr og síðar, hefur í áratugi lifað nánast alfarið á ríkisfé, sem hefur rat- að til hans fyrir tilstuðlan stjórnmála- flokksins sem hann styður opinberlega í öllum umræðum. 5. Björn Bjarna- son, fyrrverandi ráðherra Sjálf- stæðisflokks, hefur gefið út bókina Rosa- baugur yfir Ís- landi. Þar kennir hann fyrirtæk- inu Baugi nánast alfarið um efnahags- hrunið, sem varð eftir tæplega tveggja áratuga samfellda valdatíð Sjálfstæðis- flokksins. Hann gagnrýnir fjölmiðla- menn sem störfuðu á fjölmiðlum í eigu Baugs. Hann hefur hins vegar aldrei gagnrýnt að Davíð Oddsson, fyrrverandi leiðtogi Sjálfstæðisflokks, hafi sjálfur verið ráðinn ritstjóri dag- blaðs af hagsmunaaðilum í þjóðfélag- inu, sem Sjálfstæðisflokkur hefur stutt í áraraðir. 6. Steingrím- ur J. Sigfússon vildi kasta Al- þjóðagjaldeyr- issjóðnum úr landi, en komst svo til valda og hóf samstarf við hann. Steingrím- ur má eiga að hann viðurkenndi að hafa haft rangt fyrir sér. Alvöruhræsn- arar hafa aldrei rangt fyrir sér. BoðBerar hræsninnar „Mönnum með fortíð hefur vaxið kjarkur. Leiðari Reynir Traustason ritstjóri skrifar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.