Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Síða 40
40 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kgk@dv.is 10.–14. júní 2011 Helgarblað Oddgeir H. Steinþórsson Húsasmíðameistari f. 13.4. 1931 – d. 31.5. 2011 merkir íslendingar Jónas fæddist á Skála-nesgrund við Seyðis-fjörð, sonur Guð- mundar Jónassonar, útgerðarmanns í Brimneshjáleigu við Seyðisfjörð, og k.h., Valgerð- ar Hannesdóttur húsmóður. Jónas lauk kennaraprófi frá Kennara- skóla Íslands 1920, stund- aði framhalds- nám við Kenn- araháskólann í Kaupmannahöfn og sótti íþróttanám- skeið í Reykjavík. Hann kenndi við Bændaskól- ann á Hvanneyri og Barna- skólann á Norðfirði og unglinga- skólann þar, var framkvæmdastjóri Fóðurmjölsverksmiðju Norðfjarðar, eftirlitsmaður sveitarstjórnarmál- efna á árunum 1939–52, skrifstofu- stjóri félagsmálaráðuneytisins 1946– 53, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga 1945–67 og forstjóri Bjargráðasjóðs 1952–67. Hann var for- maður Verkalýðs- félags Norðfjarðar 1924–28 og 1929– 37, ritstjóri Jafn- aðarmanns- ins á Norðfirði 1927–37 og Alþýðublaðs- ins í Reykja- vík 1939, odd- viti Neshrepps í Norðfirði frá 1925, síð- ar bæjarfulltrúi í Neskaup- stað og forseti bæjarstjórnar og alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn á tím- um Stjórnar hinna vinn- andi stétta 1934–37. Jónas gegndi áhrifamiklum trún- aðarstörfum við lagasetningu um tryggingar- og velferðarmál. Hann beitti sér fyrir aðstoð við drykkju- sjúka og nútímalegri viðhorfum til drykkjusýki, og var mjög áhugasam- ur um austræna dulspeki og egypska spádómsfræði. Jónas Guðmundsson Alþingismaður og ritstjóri f. 11.6. 1898 – d. 4.7. 1973 Merkir Íslendingar Merkir Íslendingar Kristinn fæddist á Helgustöðum við Reyðarfjörð. Hann var sonur Andrésar Runólfs- sonar, bónda þar, og f.k.h., Maríu Níelsdóttur Beck. Kristinn var fjórmenn- ingur við þá bræður, Ey- stein Jónsson, ráðherra og formann Fram- sóknarflokks- ins, og dr. Jak- ob, sóknarprest í Hallgrímskirkju, föður Þórs veður- fræðings, Svövu rit- höfundar og Jökuls leikritaskálds, föður Ill- uga, Hrafns og Elísabetar. Kristinn nam í Flensborg, lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1922, mag. art.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Ís- lands og stundaði framhaldsnám í bókmenntum í Kiel, Berlín og Leipzig. Hann kenndi um skeið við Kvenna- skólann, Iðnskólann og við Alþýðu- skólann á Hvítárbakka en sneri sér fljótlega að bókaútgáfu og átti eftir að verða, ásamt Ragnari í Smára, þekkt- asti bókaútgefandi þjóðarinnar á 20. öld. Kristinn var ritstjóri Sovétvinar- ins 1933–36, Rauðra penna 1935– 39 og Tímarits Máls og menningar 1940–70. Hann var forstjóri bókaút- gáfunnar Heimskringlu og síðan for- stjóri Máls og menningar frá stofnun 1937 sem hann stýrði með miklum menningarbrag og af fádæma dugn- aði og hagsýni. Auk þess að vera dugandi forstjóri var Kristinn þingmaður fyrir Sósíal- istaflokkinn á árunum 1942–46 og áhrifamik- ill bókmenntafræð- ingur. Í þeim efnum var hann nestor kommúnista og fleiri vinstri- manna. Hann samdi yfirlitsrit- ið Íslenzkar nú- tímabókmenntir 1918–1948 sem var mikið lesið. Auk þess hafði hann feikilega mikil áhrif á ís- lenskar bókmennt- ir og skáldskap vinstrimanna með útgáfu sinni. Meðal fjölda vildarvina Kristins var Þórbergur Þórðarson rithöfundur. Kristinn sinnti auk þess ýmsum opinberum trúnaðarstörfum, sat m.a. í Menntamálaráði 1943–46, í Íslensk- dönsku samninganefndinni 1945–46, í bankaráði Búnaðarbankans 1945– 49 og í Útvarpsráði 1949–53. Hann átti sæti í alþingissögunefnd og bygg- ingarnefnd Þjóðminjasafnsins og var í skiptanefnd skáldastyrks og lista- manna 1946. Þá var hann skipaður í nefnd til að vinna að endurheimt ís- lenskra handrita frá Danmörku árið 1959. Kristinn var formaður Sovétvina- félagsins og sat í stjórn Menningar- tengsla Íslands og Ráðstjórnarríkj- anna, enda virðist hann ætíð hafa verið sannfærður kommúnisti, hvað sem reynslunni af Sovétríkjunum og öðrum marxískum alræðisríkjum leið. Kristinn E. Andrésson Bókaútgefandi f. 12.6. 1901 – d. 220.8. 1973 Oddgeir fæddist í Ólafsvík og ólst þar upp. Hann stundaði þar ýmis störf í landi á sínum yngri árum sem tengdust sjósókn og var handlangari í brúarvinnuflokki á ung- lingsárunum. Oddgeir stundaði nám við Héraðs- skólann á Laugarvatni 1947–48, stund- aði nám í húsasmíði við Iðnskólann í Reykjavík frá 1949, lauk þaðan sveins- prófi og öðlaðist síðan meistararétt- indi, en iðnmeistari hans var Kristvin Jósúa Hansson. Oddgeir starfaði síðan allan sinn starfsferil sem húsasmiður hjá ýmsum meisturum, lengst af hjá Óskari Eyj- ólfssyni, húsasmíðameistara hjá SÍS. Þá var Oddgeir verktaki á eigin vegum á síðari árum. Oddgeir var jafnvígur á allar tré- smíðar, hvort heldur húsgögn eða byggingar. Hann teiknaði m.a. tvö hús í Ólafsvík fyrir systkini sín, Bergþór og Ingibjörgu. Oddgeir og kona hans, fluttu til Þorlákshafnar árið 2001 en höfðu þá búið allan sinn hjúskap í Háagerði 67 í Reykjavík. Fjölskylda Oddgeir kvæntist 22.12. 1956 Ingibjörgu Sólrúnu Guð- mundsdóttur, f. 29.1. 1936, frá Látrum í Aðalvík. Börn Odd- geirs og Ingi- bjargar eru Guðmundur Oddgeirs- son, f. 25.3. 1957, framkvæmdastjóri, búsettur í Reykjavík, kvæntur Jóhönnu Þórunni Harðardóttur, f. 13.8. 1959, og eru börn þeirra Hlynur, f. 28.10. 1977; Ingibjörg Ósk, f. 1.12. 1978; Oddgeir, f. 1.4. 1981; Hörður, f. 20.3. 1983, og Vil- hjálmur, f. 22.6. 1994. Margrét Oddgeirsdóttir, f. 17.3. 1958, þroskaþjálfi, búsett í Þorlákshöfn en dætur hennar eru Aldís Margrét Bjarnadóttir, f. 4.6. 1982; Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir, f. 23.8. 1987. Rúnar Oddgeirsson, f. 2.11. 1960, lögregluvarðstjóri á Selfossi, búsett- ur í Þorlákshöfn, kvæntur Guðrúnu Ágústsdóttur, f. 23.1. 1963 en syn- ir þeirra eru Ágúst Hróbjartur, f. 17.6. 1983; Sturla, f. 8.6. 1984; Rúnar, f. 28.2. 1995. Þorbjörg Oddgeirsdóttir, f. 14.5. 1962, sjúkraliði, búsett í Reykjavík, gift Þráni Viðari Þórissyni, f. 31.10. 1959 og eru synir þeirra Heiðar Már, f. 1.9. 1994; Hilmar Örn, f. 15.5. 1998, auk þess sem sonur Þráins er Úlfur Þór, f. 2.7. 1990. Steinþór Oddgeirsson, f. 17.11. 1970, verkstjóri, búsettur í Þorláks- höfn en sambýliskona hans er Margrét Júlía Júlíusdóttir, f. 2.4. 1976 og er dótt- ir þeirra Tinna, f. 15.3. 2007. Vignir Örn Oddgeirsson, f. 6.9. 1975, rannsóknarlögreglumaður, bú- settur í Reykjavík en sambýliskona hans er Katrín Eva Erlarsdóttir, f. 13.8. 1975 og eru synir þeirra Hjörtur Árni, f. 2.11. 2007; Hlynur Egill, f. 2.10. 2009. Barnabörn Oddgeirs og Ingibjargar eru fimmtán talsins en langafabörnin eru sjö. Oddgeir var yngstur fimm syst- kina. Systkini hans voru Guðmundur Ársælsson; Ingibjörg Steinþórsdótt- ir; Bergþór Steinþórsson; Sigurður Steinþórsson. Foreldrar Oddgeirs voru Stein- þór Bjarnason, f. 22.1. 1894, d. 28.10. 1966, sjómaður, og Þorbjörg Guð- mundsdóttir, f. 20.3. 1892, d. 23.4. 1982, ljósmóðir. Þau bjuggu lengst af í Ólafsvík. Útför Oddgeirs fór fram frá Þor- lákshafnarkirkju sl. miðvikudag. Þórunn Ríkey Jónsdóttir Menningarfulltrúi f. 10.4. 1930 – d. 19.5. 2011 Þórunn fæddist í Viðey. Hún fór til náms og starfa í Bandaríkjun-um 1950, þar sem hún kynntist verðandi eiginmanni sínum. Eftir að þau giftu sig bjuggu þau í Louisville í Kentucky á árunum 1955–65. Þá fluttu þau til Íslands Þórunn var menningarfulltrúi hjá Menningarstofnun Bandaríkjanna á árunum 1967–97 og var síðan að- stoðarmaður sendiherra Bandaríkj- anna til 2006 er hún lét af störfum. Þá sáu hún og eiginmaður hennar um TOEFL-, GMAT-, GRE- og USMLE- prófin sem námsmönnum og lækn- um sem huga að framhaldsnámi í Bandaríkjunum, er gert að þreyta. Þórunn starfaði fyrir Íslenzk-amer- íska félagið um árabil og sat í stjórn þess. Hún var þátttakandi í Internation- al Women of Reykjavík sem er félags- skapur kvenna við sendiráð á Íslandi, vann mjög að fram- gangi djasstónlistar á Íslandi og var heiðursfélagi Jassvakningar. Fjölskylda Þórunn giftist 13.8. 1955, Robert Duane Boulter, f. í Lincoln, Ne- braska 4.2. 1926, d. 28.4. 1986, við- skiptafræðingi, námsráðgjafa og framkvæmdastjóra Fulbrightstofn- unarinnar á Íslandi. Hann var sonur Freds Boulter sem var af enskum og þýskum ættum, og Pearl Cornish, frá Dublin á Írlandi. Synir Þórunnar og Roberts eru Fred Boulter III, f. 22.2. 1956, listamaður; John A. Boulter, f. 20.11. 1957, graf- ískur hönnuður; Robert D. Boulter, f. 9.4. 1964, fiskeldisfræðingur; Stefán J. Boulter, f. 6.6. 1970, listmálari. Systkini Þórunnar: Árni, f. 1932, d. 2008, skipstjóri í Kanada, var kvænt- ur Hönnu Ragnarsdóttur; Rakel, f. 1944, d. 1997, húsmóðir, var gift Mar- inó P. Hafstein lækni; Guðbjörg, f. 1940, fyrrv. starfsmannastjóri RÚV, gift Skúla B. Ólafs rekstrarhagfræð- ingi. Foreldrar Þórunnar voru Jón Björn Elíasson, f. 1890, d. 1959, skipstjóri, ættaður frá Bæjum á Snæfjalla- strönd, og Jóhanna Stefánsdóttir, f. 1906, d. 1997, húsfreyja. Andlát Ágúst fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann fór ungur til Reykjavíkur og hóf þar nám í prentiðn í Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg 1955 en sveinspróf tók hann 17.1. 1960. Ágúst vann síðan í Gutenberg í nokkur ár en síðan við prentiðn á ýmsum stöðum, m.a. hjá prent- smiðjunni Hilmi og prentsmiðju Frjálsrar fjölmiðlunar um árabil. Ágúst sinnti ýmsum félagsmál- um. Hann var mikill ÍR-ingur og starfaði mikið fyrir félagið á sviði frjálsra íþrótta og í skíðadeild þess. Þá starfaði hann fyrir Skíðafélag Reykjavíkur og kenndi á skíðum og sinnti þjálfun á gönguskíðum, við Reykjavík og víða um landið. Ágúst hóf að starfa með Flug- björgunarsveitinni í Reykjavík árið 1961 og starfaði með henni í ára- tugi en síðustu árin var hann virkur í Lávarðaflokki FBSR sem er flokk- ur eldri félaga sveitarinnar. Hann var sæmdur brons-, silfur- og gull- merkjum Flugbjörgunarsveitar- innar í Reykjavík og var heiðurs- félagi hennar frá 2000. Þá sá hann um nokk- urt skeið um kvöldvökur á Landspítalan- um. Fjölskylda Ágúst kvæntist 1.12. 1961 Þrúði Márusdóttur, f. 14.5. 1939, húsmóður. Hún er dóttir Márusar Guðmundsson- ar, f. 25.7. 1902, d. 18.11. 1982, bónda á Bjarnastöðum í Blönduhlíð í Skaga- firði og k.h., Hjörtínu Tómasdóttur, f. 25.8. 1906, d. 26.8. 2002, húsfreyju. Systkini Ágústs: Ólína Björnsdóttir, f. 1927, d. 1996, var búsett á Siglufirði; Þóra Björnsdóttir, f. 1929, d. 2006, bú- sett á Siglufirði; Erlendur Björnsson, f. 1931, d. 2000, var búsettur í Reykjavík; Margrét Björnsdóttir, f. 1933, húsmóð- ir, er búsett á Siglufirði; Björn Björns- son, f. 1946, þjónn og starfsmaður hjá Reykjavíkurborg, er búsettur í Garða- bæ. Foreldrar Ágústs voru Björn Olsen Björnsson, f. 11.9. 1903, d. 29.5. 1976, verkamaður á Siglufirði, og k.h., Kon- kordía Ingimarsdóttir, f. 14.6. 1905, d. 6.8. 1987, húsmóðir. Ætt Björn var sonur Björns Stefáns Olsen, málara, smiðs og beykis á Akureyri Ólafssonar, smiðs, b. og smáskammtalæknis í Öxl og Brekkukoti í Sveinsstaðahreppi Ólafssonar. Móðir Björns Stef- áns var Sigríður, ljósmóðir Sæ- mundsdóttir, b. á Syðra-Hóli og í Gröf í Öngulstaðahreppi Jónas- sonar. Móðir Sigríðar var Helga, systir Dómhildar, langömmu Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi og Odds læknis, föður Dav- íðs, ritstjóra Morgunblaðsins. Önnur systir Helgu var Guðrún, langamma Bjarna, föður Vigdísar, fyrrv. deildarstjóra hjá forseta Ís- lands. Helga var dóttir Þorsteins, skálds og b. á Stokkahlöðum Gísla- sonar, og Sigríðar Árnadóttur. Konkordía var dóttir Ingimars Ágústs, útvegsb. á Sæbóli í Ólafs- firði Bergssonar. Jarðarför Ágústs fór fram frá Hallgrímskirkju sl. þriðjudag. Ágúst Björnsson Prentari f. 16.2. 1938 – d. 29.5. 2011 Andlát Andlát

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.