Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Qupperneq 42
Þ
að var bjartur morgunn í mars
árið 1875 þegar velmegandi
námamann, Henry Dawson,
bar að garði að gistihúsi Agn-
usar Mcvee, 108 mílna húsi, við Ca-
riboo-vagnaveginn í Bresku-Kólumb-
íu. Í fórum sínum hafði hann gullsalla
að verðmæti 11.000 dala og þó nokkra
gullmola sem hann hafði uppskorið á
afskekktum gullskika sínum í Cariboo.
Dawson hafði hlerað að eigandi
gistihússins væri frískleg, bláeygð
skosk kona sem hefði fyrir ekki margt
löngu hleypt heimdraganum í Skot-
landi og sest að í Bresku-Kólumb-
íu. Agnus kallaði ekki allt ömmu sína
og í hennar huga var allt þess virði að
höndla með; ungar stúlkur, matvara,
áfengi og að sjálfsögðu gisting.
Þannig var mál með vexti að Daw-
son var einmitt á höttunum eftir ungri
konu sem gæti tekið að sér matseld og
haldið honum selskap við námuna.
Jim, eiginmaður Agnusar, hugaði að
reiðskjóta Dawsons. Í reynd sá Jim um
alla vinnu við gistiheimilið, en Al Riley,
slægur og vöðvastæltur tengdasonur
Agnusar, sá um að skenkja gestum og
gangandi á bar gistiheimilisins. Báðir
voru þeir gjörsamlega undir vald Agn-
usar seldir, en sagt var að hún gæti lyft
180 kílóa kornsekk vandkvæðalaust.
Dawson fær sinn síðasta drykk
Sagan segir að Agnus hafi verið bæði
snoppufríð og lagleg, en innrætið var
ekki í samræmi við ásýnd hennar og
samkvæmt skjölum sem grafin voru
upp í Skotlandi var hún eftirlýst þar
fyrir sjö morð og þrjár líkamsárásir.
Þannig var mál með vexti að ungar
stúlkur sem hlaupist höfðu að heiman
áttu gjarna leið um svæðið á leið sinni
til gullnámasvæðis Cariboo þar sem
þær vonuðust til að finna sér auðug
mannsefni.
Ef stúlkurnar lentu í klónum á Agn-
usi kom hún á þær böndum og hótaði
þeim öllu illu ef þær yrðu ekki sam-
vinnuþýðar. Á gistiheimilinu voru sjö
eldstæði og mun Agnus meðal ann-
ars hafa hótað því að henda stúlkun-
um í eldinn ef þær væru með eitthvert
múður.
Dawson viðraði erindi sitt við Al
sem sagði honum að tengdamóðir sín
sæi alfarið um að verðleggja stúlkurn-
ar. Því miður væri hún fjarverandi því
hún hefði átt erindi til Fort Kamloops,
en kæmi sennilega heim þá um nótt-
ina.
Stakk Al upp á því að Dawson læti
fara vel um sig á barnum og fengi sér
viskí. Dawson hugnaðist það vel og
fyrr en varði hafði hann innbyrt þrjá
viskí. Al sagði honum í framhjáhlaupi
að hann þyrfti aðeins að skjótast frá.
Dawson sat grunlaus við borð sitt og
naut drykkjarins. Al hins vegar fór til
Agnusar sem leyndist fyrir utan gisti-
heimilið með hlaðinn riffil. Í hesthús-
inu var Jim að gera hestvagn kláran.
Samhentur hópur
Agnus rétti tengdasyni sínum riffil-
inn og læddist hann síðan að opnum
glugga, miðaði vandlega og lét skotið
ríða af. Skotið geigaði ekki og Dawson
lést samstundis. Agnus og Al biðu ekki
boðanna heldur tóku líkið og fleygðu
því á hestakerruna.
Jim ók hestvagninum sem leið lá að
nærliggjandi stöðuvatni og henti lík-
inu í vatnið þar sem það fannst næsta
dag.
Samkvæmt skýrslu yfirvalda á
svæðinu var „hinum látna, Henry
Dawson, frá Cariboo, ráðinn bani af
ræningja sem komst undan með hest
hans og eigur.“ Skýrslan var sú fyrsta af
mörgum svipuðum sem áttu eftir að
líta dagsins ljós næstu tíu árin.
Tíminn átti eftir að leiða í ljós að
Agnus, Jim og Al voru samhentur hóp-
ur og næstu árin voru bændur, kaup-
menn, námamenn og menn sem
leituðu til Agnusar með kaup á stúlk-
unum hennar í huga myrtir með svip-
uðum hætti og Henry Dawson. Þetta
afskekkta gistiheimili varð vettvangur
óhugnanlegra verka og á næstu árum
fundust um sextíu lík í litlum stöðu-
vötnum sem var að finna í nágrenni
þess.
Agnus gróf feng sinn skammt
frá gistiheimilinu. Fengurinn var að
stærstum hluta gullmolar og mynt en
Jim sá um að koma hrossum fórnar-
lambanna í verð. Hann beið yfirleitt
þar til hann var kominn með nokkur
stykki og fór þá til Fort Kamloops og
seldi hrossin þar. Þar var hann talinn
vera auðugur hrossakaupmaður.
Ástin setur strik í reikninginn
Starfsemi þríeykisins hafði gengið
snurðulaust í allmörg ár, en þá gerð-
ist hið ótrúlega; ljóshærður fjárhættu-
spilari, MacDon ald að nafni, frá Fort
Langley kom á gistiheimilið. Agnus
varð samstundis ástfangin af honum.
Al og Jim hófust handa við að und-
irbúa brátt andlát komumanns. En
„nei,“ sagði Agnus, „hann er kominn
til að kaupa stúlku og ég verð að selja
stúlkur.“
Al trúði ekki eigin eyrum og sagði
að hagnaðurinn yrði miklu meiri ef
MacDonald yrði ráðinn bani.
Agnus fór inn á gistiheimilið, hún
gat verið indæl þegar það hentaði
henni og það hentaði henni nú. Agn-
us og MacDonald innsigluðu viðskipt-
in og ung stúlka skipti um eigendur.
Hann söðlaði klár sinn, batt stúlkuna á
annan sem hann hafði til reiðar og reið
inn í kvöldhúmið.
Jim hafði ekki verið sjáanlegur
hluta þessa kvölds, en það angraði
Agnusi ekki, enda var hún vön að láta
sig ferðir hans litlu skipta. Að auki var
hugur hennar hjá öðrum karlmanni,
MacDonald, sem hafði lofað að líta við
eftir tvo mánuði.
Einkaframtak Jims
Síðla þetta kvöld reið maður í hlað og
Agnus sendi Al út til að kanna hver
væri þar á ferð og sneri hann til baka
með óþægilegar fréttir: „Þetta er Jim,
hann er vopnaður og ég sá hann fela
gullsekk í hlöðunni. Mér sýnist sem
hann hafi elt MacDonald og gengið frá
honum áður en hann komst of langt
suður eftir.“
Jim viðurkenndi að hafa banað
MacDonald og gaf eftir gullsekkinn
sem innihélt 8.000 dali í gullmynt.
Jim til mikillar furðu virtist sem
Agnus væri búin að fyrirgefa honum
næsta morgun, hún framreiddi ríku-
legan árbít og sagði: „Þetta er búið og
gert. Við komumst yfir fé hans og eng-
in ástæða til að rífast.“
Jim tók vel til matar síns en eitt-
hvað var ekki sem skyldi því í miðjum
munnbita féll hann á gólfið og gaf upp
öndina skömmu síðar.
„Þú eitraðir fyrir honum,“ sagði Al
sleginn. „Gættu tungu þinnar eða þú
hlýtur sömu örlög,“ svaraði Agnus.
En Agnusi og Al hafði yfirsést veiga-
mikið atriði; hvað hafði orðið um ungu
stúlkuna. Afdrif hennar komu í ljós
áður en langt um leið.
Verðir laganna ríða í hlað
Jim hafði verið svo áfjáður í fjármuni
MacDonalds að hann lét sig stúlkuna
engu varða og riðu verðir laganna fram
á hana þar sem hún ráfaði um. Stúlkan
upplýsti lögregluna um það sem gerst
hafði; MacDonald hafði verið myrtur
af Jim, sama Jim og hafði gefið henni
og fleiri föngnum stúlkum að éta á
gistihúsi Agnusar.
Agnus og Al voru í þann mund að
fleygja líki Jims á kerru þegar laganna
verði bar að. Agnus fullyrti kokhraust
að Jim hefði fyrir slysni neytt rottueit-
urs með banvænum afleiðingum og
að hún og Al undirbyggju jarðarför
sem hæfði hinum látna eiginmanni
hennar.
Agnus þvertók fyrir að einhver
MacDonald hefði komið á gistiheim-
ili hennar, hvað þá að hún hefði myrt
ferðalanga og verslað með ungar stúlk-
ur. Fullyrðingar hennar féllu í grýttan
jarðveg hjá lögreglunni sem ákvað að
hefja leit.
Þá brotnaði Al saman og sakaði
tengdamóður sína um fjölda morða
og verslun með stúlkur sem hún hafði
rænt.
Lögreglan fann fjölda stúlkna,
hlekkjaðar saman og glorsoltnar og
leifar mannabeina í eldstæðum, og
beið ekki boðanna og handtók bæði
Al og Agnusi og voru þau ákærð fyrir
mannrán og morð.
En Agnus snuðaði böðulinn því
henni hafði tekist að lauma með sér í
fangelsið sams konar eitri og hún not-
aði til að fyrirkoma Jim og skömmu
áður en réttarhöldin hófust svipti hún
sig lífi. Al hins vegar var sakfelldur og
endaði ævi sína í snörunni.
Gistiheimilið var rifið 1892 og end-
urbyggt hinum megin vegarins. Það er
talið ómögulegt að fullyrða hve mikil
auðævi Agnus gróf í jörðu, en hingað
til hefur fundist gullsalli og –molar að
verðmæti 8.500 Bandaríkjadala.
n Agnus Mcvee rak hótel í Bresku-Kólumbíu n Hörkutól og harðsvíraður húsbóndi
Kaldrifjuð Kvensa
42 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 10.–14. júní 2011 Helgarblað
Á köldu vetrarkvöldi í mars árið
1946 hringdi ung kona dyrabjöll-
unni hjá Felix Gulje, upprennandi
stjórnmálamanni í Hollandi. Hún
sagði eiginkonu Gulje sem kom til
dyra að hún væri með bréf sem
hún vildi færa honum. Þegar hann
kom sjálfur til dyra skaut hún hann
í bringuna.
Morðið á Gulje hefur loksins verið
leyst – 65 árum eftir að það var
framið. Níutíu og sex ára kona
hefur viðurkennt verknaðinn. Í yfir-
heyrslum hjá lögreglunni hefur hún
sagt að hún hafi talið Gulje starfa
fyrir nasista í seinni heimsstyrjöld-
inni, sem var nánast nýlokið þegar
morðið var framið. Morðið á Gulje
varð mikið deilumál á meðal
stjórnmálamanna í Hollandi á 5.
áratugnum en Gulje var upprenn-
andi stjórnmálamaður. Þar sem
málið var aldrei leyst spruttu
upp samsæriskenningar á meðal
stjórnmálamanna um hver stæði
að baki verknaðinum.
Orðrómur hafði verið á kreiki í Hol-
landi um að Gulje hefði aðstoðað
nasista í heimstyrjöldinni en hann
stjórnaði verktakafyrirtæki sem
átti í viðskiptum við þýska herinn.
Margir undirmenn hans voru þá
einnig í samtökum sem studdu
nasista. Náði orðrómurinn miklu
flugi og var Gulje handtekinn á
grundvelli hans eftir stríðið en að
rannsókn lokinni var hann hreins-
aður af öllum ásökunum. Seinna
kom í ljós að hann faldi gyðinga-
fjölskyldu á heimili sínu á dögum
síðari heimsstyrjaldarinnar og
borgaði öðrum í nágrenninu fyrir
að gera slíkt hið sama. Hann leyfði
líka bönnuðum kristnum söfnuði
að funda á heimili hans meðan á
stríðinu stóð.
Það var Henri Lenferink, borgar-
stjórinn í Leiden, heimabæ Gulje,
sem tilkynnti fjölmiðlum að málið
væri leyst. Sagði hann að kona,
Atie Ridder-Visser, hefði sent sér
bréf þar sem hún viðurkenndi að
hafa ráðið Gulje af dögum. Sagði
borgarstjórinn að konan hefði
tvívegis verið yfirheyrð vegna
málsins frá því að hún sendi
bréfið og að frásögn hennar þætti
trúverðug. Lenferink greindi einnig
frá því að Atie Ridder-Visser hefði
hitt barnabörn Gulje og útskýrt
fyrir þeim af hverju hún framdi
verknaðinn. Hann vildi þó ekki tjá
sig frekar um það samtal eða við-
brögð afkomenda Gulje.
Ridder-Visser verður ekki ákærð
fyrir morðið þrátt fyrir að hollensk
lög frá árinu 2002 kveði á um að
alvarlegir glæpir fyrnist ekki líkt og
önnur mál. Borgarstjórinn sagði að
lögin næðu ekki yfir glæp konunnar
– þar sem hann hafi verið framinn
fyrir 65 árum. Konan var aldrei
grunuð um verknaðinn þegar rann-
sókn lögreglunnar stóð enn yfir.
adalsteinn@dv.is
Betra seint en aldrei:
96 ára játar
á sig morð
Engan grunaði Atie Atie Ridder-
Visser lá ekki undir grun þegar lög-
reglan rannsakaði málið á sínum tíma.