Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Síða 44
44 | Fókus 10.–14. júní 2011 Helgarblað Sólarkokteilar og stuðtónar á Faktorý „Planið er að ég komi með sólina með mér og bjóði öllum upp á sum­ arkokteil og tónleika,“ segir Jón Atli hárdoktor sem hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn síðustu misser­ in en stefnir á heimsókn til heima­ landsins um helgina. Jón Atli og fé­ lagar hans Margeir og Gísli Galdur standa fyrir sólartónleikunum „Með cocktail í hönd – niðrá strönd“ á Fakt­ orý á sunnudagskvöldið. „Við erum að fagna því að remixið sem við Mar­ geir gerðum af laginu Niðrá strönd með Prinspóló er komið í sölu inn á gogoyoko.com. Við ætlum að fagna því með Grand Marnier og bjóða öll­ um upp á sólseturskokteila. Síðan ætlum við Margeir að spila saman.“ Jón Atli ætlar að nýta ferðina vel og mun líka taka lagið með Gísla Galdri sem er með honum í hljómsveitinni Human Woman: „Nýja hljómsveit­ in mín, Human Woman kemur líka fram. Við höfum ekki spilað síðan síðasta sumar á Íslandi. Við erum búnir að spila hérna í Danmörku og það er búið að ganga mjög vel. Við tókum tvö gigg hérna og eitt útvarps­ gigg á Danmarks Radio. Það er ýmis­ legt í pípunum hjá okkur og við erum að vinna að því að klára plötuna okk­ ar núna. Hún kemur vonandi út í byrjun næsta árs,“ segir Jón Atli sem lofar magnaðri sólskinstemningu á Faktorý á sunnudagskvöldið. Hvað ertu að gera? mælir með... BÓK Sláttur „Sláttur er frambærilegt og fínlega skrifað verk.“ Kristjana Guðbrandsdóttir TÖLVULEIKUR L.A. Noire „L.A. Noire er fyrir alla tölvuleikjaunnendur; hann er frábær skemmtun og rígheldur í þig.“ Einar Þór Sigurðsson. TÖLVULEIKUR Tiger Woods PGA Tour 12 - Masters „Allir geta spilað, ég tala nú ekki um ef menn eiga PlayStation Move eða önnur sambærileg hreyfitól.“ Sigurður Mikael Jónsson. KVIKMYND Thor „Thor er frábær sumaraf- þreying þar sem blandast saman skemmtileg hasaratriði, góðir leikarar og hressandi húmor.“ Jón Ingi Stefánsson BÓK Rosabaugur yfir Íslandi „Myndin sem Björn dregur upp af Baugs- málinu er ansi skökk og skæld.“ Ingi Freyr Vilhjálmsson Saga Sigurðardóttir ljósmyndari Hvaða bók ertu að lesa? „Flugdrekahlauparann.“ Hvaða tónlist er í uppáhaldi þessa dagana? „Í þessari viku hlustaði ég mikið á The Kills, GusGus, Iron & Wine og Nick Cave.“ Hvert ferð þú út að borða ef þú mátt ráða? „Þar sem ég er námsmaður fer ég sjaldan á fína veitingastaði en mér finnst líka yfirleitt heimamatur bestur. Elli kærastinn minn er ótrúlega góður kokkur sem og mamma og pabbi.“ Hvaða bíómynd sást þú síðast og hvernig líkaði þér hún? „Ég sá Biutiful. Hún var mjög sorgleg. Javier Bardem er einn af uppáhaldsleikurunum mínum og hann leikur snilldarlega í henni.“ Hvað ætlar þú að gera um helgina? „Um helgina tek ég myndir. Á föstudag geri ég myndaþátt fyrir bandarískt blað og fer svo í steggjapartí hjá vinum mínum sem eru að fara gifta sig. Á laugardaginn geri ég myndaþátt með íslensku fyrirsætunum Brynju og Kolfinnu. Á laugardag geri ég verkefni fyrir japanskt blað og tek svo myndir af geðveikt flottri stelpuhljómsveit um kvöldið.“ Tekur myndir um helgina Vill fá Rás 3 Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, eða Óli Palli, fagnar um þessar mundir 20 ára starfsafmæli á Rás 2. Hann vill að Íslendingar syngi á íslensku, honum finnst réttlætismál að opnuð verði Rás 3 fyrir unga fólkið og hann sigraðist á stami með því að tala í útvarpinu. Hann hefur gert 775 þætti af Rokklandi og er hvergi nærri hættur. Óli Palli býður blaðamanni til sætis á skrifstofu sinni í útvarpshúsinu. Hér úir og grúir af alls konar geisladiskum og kössum merktum tónlist. Hann er safnari af guðs náð og á t.d. hvern einasta Rokklandsþátt sem hann hefur tekið upp. Einnig geymir hann allar upptökur og lög sem stöðinni berast. Hann hefur nú starfað á Rás tvö í 20 ár. Hvernig lá leið þessa eins reyndasta útvarpsmanns Íslands í út­ varpið til að byrja með? „Vinur minn ákvað að fara að læra rafeindavirkj­ un eftir grunnskólann og ég ákvað að skella mér með. Ég þekkti einn sem hafði lært það og alltaf langað í út­ varpið. Hann er reyndar ekki kominn enn, en ég fékk þessa flugu í hausinn – að ég myndi læra rafeindavirkjun og fá á endanum vinnu hjá útvarpinu sem tæknimaður,“ segir Óli Palli sem kláraði námið, skellti sér í útskriftar­ ferð og mætti svo beint að ferð lok­ inni í anddyrið á Útvarpshúsinu og sótti um vinnu. „Ég mætti hingað og sagðist vilja sækja um vinnu. Konan í afgreiðslunni rétti mér umsókn­ areyðublað en ég sagðist vilja fá að tala við einhvern og fékk þá að hitta yfirmann tæknideildarinnar, Magn­ ús Hjálmarsson. Ég settist niður hjá honum og sagði honum að ég vildi fá vinnu og var mjög ákveðinn. Hann brosti breitt og sagði að það væri ekk­ ert laust en ég skyldi hafa augun opin ef ég sæi auglýsingu frá þeim í blöð­ unum.“ Örlagasímtalið Hann skellti sér því næst á sjóinn og í öðrum túrnum barst örlagaríkt sím­ tal. Þar var mamma hans á línunni og sagði að Magnús vildi fá hann í við­ tal. „Síðan mætti ég og mér var boðin vinna í sumarafleysingum á tækni­ deildinni og síðan er ég búinn að vera hér.“ Fyrst um sinn vann hann sem tæknimaður en fékk fljótlega að koma aðeins nálægt þáttagerð. „Ég var búinn að vera í um hálft ár þeg­ ar ég tók við þætti af Lísu Pálsdóttur sem hét Vinsældarlisti götunnar. Það var mjög vinsæll þáttur sem við erum einmitt að fara endurvekja í sumar. Hann var í gangi í einhver tvö til þrjú ár á laugardagskvöldum.“ Síðan kom að stóra tækifærinu: „Ég sat heima í sófa einhvern tímann snemma sumars 1995 þegar síminn hringdi og þar var á línunni Andr­ ea Jónsdóttir og spurði hvort ég vildi fara á rokkhátíð í Englandi – BBC væri að bjóða. Það vildi enginn fara því að sá sem færi varð að koma sér á eigin kostnað til Englands. Ég ákvað bara að slá til. Ég hafði aldrei kom­ ið til Englands og aldrei heyrt tal­ að um þessa hátíð sem hét Glaston­ bury. Það hafði enginn sem ég talaði við heyrt talað um þessa hátíð en ég held það þekki allir þetta nafn í dag og margir íslenskir tónlistarmenn hafa spilað á Glastonbury síðan þá. Ég fór þarna út og í framhaldi af því þá byrjaði Rokkland. Þættirnir eru núna orðnir 775 talsins og ég á þá alla,“ segir Óli Palli og brosir. Fannst hann hafa ljóta og asnalega rödd Það gekk þó ekki vandræðalaust fyrir hann að byrja að tala í útvarpi. Hann stamaði sem barn og unglingur og hélt hann gæti aldrei látið drauminn, um að tala í útvarpi, rætast. „Þetta var heilmikið mál fyrir mig. Þegar Magnús R. Einarsson, þáverandi tón­ listarstjóri, bað mig um að vera „live“ í útvarpinu í fyrsta skipti um versl­ unarmannahelgina 1996, líklega, þá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.