Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Page 45
þorði ég ekki. Þetta var heilmikið mál
fyrir mig. Í rauninni var það þannig
að ég réð mig hérna inn sem tækni-
mann, svo kom Vinsældarlisti göt-
unnar og þar heyrðist ekkert mikið
í mér og það hentaði mér mjög vel.
Ég klippti mig eins mikið út og ég
gat í þeim þætti. Mér fannst ég vera
með ljóta og asnalega rödd og það
kom ekki til greina hjá mér að vera
eitthvað að tala í útvarpið. Svo þeg-
ar ég fór til Englands hafði ég aldrei
gert „alvöru“ þátt en mig hafði lengi
langað til þess en hugsaði; ég get það
ekki, ég er fatlaður.“
Sigraðist á óttanum
Hann sigraðist þó hægt og rólega á
óttanum og í dag þekkja flestir út-
varpshlustendur röddina hans. „Ég
byrjaði „live“ á næturvöktum og
var ægilega stressaður man ég. Það
var gott að byrja þar og vera ekki á
„prime time“. Síðan tók ég þetta bara
í litlum skrefum. Fyrst var ég hálf-
tíma í viku í Vinsældarlista götunnar
þar sem ekkert heyrðist í mér, síðan
var ég 50 mínútur í viku og það var
tekið upp fyrirfram, svo varð sá þátt-
ur að tveggja tíma þætti sem er Rokk-
land í dag,“ segir hann og er ánægð-
ur með að hafa unnið sig upp. „Ég er
búinn að fara svona eitt og eitt skref í
einu og ég held að það sé bara mjög
sniðugt. Þannig funkerar heimurinn
og hefur gert í gegnum aldirnar. Það
er rosalega gott, maður lærir svona.
Ég byrjaði á sópnum og svo hafa
verkefnin stækkað hægt og rólega.
Ég lærði voða mikið á að vinna með
þessu góða fólki sem ég vann með á
Rás 1 og Rás 2. Hér hafa alveg ótrú-
lega margir unnið.“
Íslendingar syngi á íslensku
Í dag starfar hann sem tónlistar-
stjóri Rásar 2 og er ekki þekktur fyrir
að liggja á skoðunum sínum um ís-
lenska tónlist. Hann hefur opinber-
lega lýst yfir þeirri skoðun sinni að
íslenskir tónlistarmenn eigi frekar
að syngja á íslensku en ensku. „Mér
finnst það mjög lógískt. Öll tölfræði
yfir velgengni hljómsveita hvort sem
það er heima eða í útlöndum sýnir
manni að íslenskan er bara málið. Ég
vil alls ekki að það sé túlkað þann-
ig að ég sé eitthvað á móti íslenskri
músík sem er sungin á ensku, alls
ekki. Ég er bara svo mikill keppnis-
maður, ég vil íslensku músíkinni svo
gott og ég vil að henni gangi vel úti
um allan heim,“ segir hann og bætir
við: „Það sem mín 20 ár í útvarpinu
hafa kennt mér er að hlustendur vilja
hlusta á músík sem þeir skilja alveg
hundrað prósent. Það er miklu auð-
veldara fyrir Íslending að skilja texta
sem er sunginn á íslensku og þú ferð
miklu lengra og dýpra inn í lagið og
þykir vænna um það en þegar þú
heyrir bara einhverja frasa sungna á
ensku. Íslendingar vilja hlusta á ís-
lenska músík. Þeir kaupa íslenska
músík og þeir vilja heyra hana í út-
varpinu,“ segir hann ákveðinn.
Hljóðrás lífsins
„Það er líka þannig að sú músík sem
hefur gengið best í útlöndum er
svolítið öðruvísi en gengur og ger-
ist. Samanber Björk. Þótt hún syngi
á ensku þá er hún sérstök, hún er
öðruvísi. Sigur Rós er það líka. Þeir
hafa sungið á íslensku og bullmáli og
gengið mjög vel. Hjálmarnir, þeir eru
að spila heilmikið í útlöndum, þeim
gengur ágætlega. Það er ekki víst að
þeir sigri heiminn, en reggíhljóm-
sveit sem syngur á íslensku er áhuga-
vert fyrirbæri hvar sem hún spilar,“
segir hann og hefur greinilega sterka
skoðun á málefninu. „Ég tek stund-
um dæmi, það kom út fimm diska
safn hjá Senu fyrir nokkrum árum
sem heitir 100 bestu lög lýðveldis-
ins og þar eru 95 lög á íslensku,“ segir
hann með mikilli áherslu en dregur
svo örlítið úr. „Mér finnst allt í lagi að
fólk velti þessu fyrir sér en auðvitað
hefur hver listamaður þetta bara eins
og hann vill. Við á Rás 2 viljum spila
íslenska músík og leggjum áherslu á
hana vegna þess að okkar hlustendur
vilja hlusta á íslenska músík, og helst
á íslensku. Það er okkar hlutverk að
kynna hana, þetta er íslensk menn-
ing og við viljum að Rás 2 sé hljóðrás
lífsins hjá fólki.“
Rás 3 sanngirnismál
Þegar litið er yfir hlustendahóp Rás-
ar 1 og 2 þá kemur í ljós að meðal-
hlustandinn er kominn yfir miðjan
aldur. Ungt fólk virðist ekki hlusta
mikið á RÚV. Óli Palli hefur ákveðna
skoðun á því hvernig megi koma til
móts við þennan aldurshóp. „Allir
sem eru 18 ára og eldri og hafa tekjur
yfir ákveðnu marki taka þátt í fjár-
mögnun RÚV í gegnum nefskatt. Mér
finnst það vera sanngirnismál að
fólkið sem finnur ekkert við sitt hæfi
á Rás 1 eða Rás 2, unga fólkið, fái eitt-
hvað útvarp við sitt hæfi. Ég er sjálfur
afskaplega ánægður með Rás 2, þar
er margt mjög gott í gangi og á Rás 1
líka. En það er eins og yngstu hlust-
endurnir virðist ekki kunna að meta
það sem þar er í boði, alla vega ekki
svona almennt. Það er líka þannig að
fólk sem er á mínum aldri og eldra
hefur alist upp við að hlusta á útvarp
í mun ríkari mæli en þeir sem eru til
dæmis tvítugir í dag. Það má vel vera
að ungt fólk sé hætt að hlusta á út-
varp en ég vil samt ekki trúa því. Svo
virðist það líka vera þannig að þeir
sem byrja að hlusta virðast vera frek-
ar ánægðir með það sem þeir heyra.
Ég held að vandamálið sé það að
fólk veit oft ekkert hvað er í boði. Við
erum að gera fullt af hlutum á Rás 1
og Rás 2 sem höfða til ungs fólks en
það veit bara ekki af því. Það er svo
mikið framboð af alls konar afþrey-
ingu, en þeir sem á annað borð velja
útvarpið fram yfir iPodinn og fara að
hlusta verða oft mjög hissa á því sem
í boði er. Þetta sama er að gerast um
allan heim, hlustendur eldast með
stöðvunum.“
Stjórnað af ungu fólki
Hann segir lausnina hugsanlega fel-
ast í stofnun nýrrar útvarpsstöðvar,
Rásar 3. „Ég vildi sjá það verða að
raunveruleika. Mér finnst það mik-
ið réttlætismál fyrir þá Íslendinga
sem taka þátt í rekstri RÚV að þeir
fái eitthvað fyrir sinn snúð,“ segir Óli
sem myndi vilja hjálpa til við stofn-
un stöðvarinnar. „Ég er ekkert búinn
að kortleggja það neitt en hefði nátt-
úrulega gaman af því að koma að því
á einhvern hátt ef til þess kæmi. Ég
sé fyrir mér að Rás 3 yrði stjórnað af
ungu fólki, yngra en mér. Það er svo-
lítið gaman að pæla í því að þegar
sjónvarpið byrjaði þá var meðalald-
ur starfsmanna 22 ár. Kornungt fólk
bjó til sjónvarpið upp úr engu, það
kunni enginn neitt en það gekk og er
enn í gangi. Það vantar bara eitthvað
svona.“
Vildi sækja um sem bæjarstjóri
Óli Palli segist sjaldan hafa hugs-
að um það að breyta til og gera eitt-
hvað annað en að vinna í útvarpi en
það hafi þó komið fyrir. Ég reyndi að
hætta hérna fyrir nokkrum árum. Ég
sótti um starf á Akranesi sem æsku-
lýðsfulltrúi en fékk ekki stöðuna. Og
það var bara fínt. Ég ætlaði reyndar
að sækja um annað starf á Akranesi í
fyrra en hætti við. Ég ætlaði að sækja
um stöðu bæjarstjóra á Akranesi.
Frændi minn sótti um og mig grun-
aði að hann kæmi alvarlega til greina
og ég vildi ekkert vera að grínast með
þetta úr því þannig var í pottinn búið.
Þetta var náttúrulega meira í gríni en
alvöru en ég hugsaði með þér að úr
því að Jón Gnarr gæti verið borgar-
stjóri þá gæti ég alveg eins verið bæj-
arstjóri á Akranesi? Heimamaður,
búinn að búa í burtu í 20 ár, ópóli-
tískur. Þetta var alveg rakið en þetta
var meira í gríni en alvöru,“ segir
hann og hlær.
Yfirleitt ekki leiðinlegt
Hann viðurkennir þó að stund-
um verði hann leiður á RÚV en það
standi yfirleitt stutt: „Ég get orðið al-
veg drepleiður á þessu en svo þarf ég
ekki nema að heyra eitt gott lag og
þá er ég ekki lengur leiður. Það eru
náttúrulega algjör forréttindi að fá
að vinna við þetta. Ég verð auðvitað
stundum leiður á þrasinu í kringum
starfið en að sitja og grúska og hlusta
á tónlist og búa til útvarpsþætti, og
sjá hugmyndir verða að veruleika
finnst mér aldrei leiðinlegt.“ ViktoRia@dV.iS
Fókus | 45Helgarblað 10.–14. júní 2011
Ærslafenginn Einar Már
Í íslensku er ekki til neitt orð sem
hefur nákvæmlega sömu merkingu
og enska orðið „rant“ sem getur þýtt
löng einræða, gjarnan innblásin og
afdráttarlaus jafnvel rauskennd, um
eitthvert viðfangsefni sem viðkom-
andi er hugleikið. Mælskir menn
og hugmyndaríkir taka gjarnan slík
rönt þar sem þeir vaða elginn og
fara úr einu í annað á skemmtilegu
flugi.
Einhvern veginn þannig myndi
ég lýsa nýjustu bók Einars Más
Guðmundssonar, Bankastræti núll.
Bókin er safn örritgerða um allt og
ekkert, bókmenntir, almenningssal-
erni í miðbænum, Bítlana, siðferði,
græðgi og bankahrunið. Bókinni
svipar að mörgu leyti til Hvítu bók-
arinnar sem Einar Már gaf út árið
2009, í kjölfar hrunsins.
Einari Má liggur hins vegar ekki
alveg eins mikið á hjarta í Banka-
stræti núll og Hvítu bókinni sem
var siðferðileg greining á góðærinu
og hruninu. Tónninn hjá Einari Má
er léttari nú enda lengra liðið frá
hruninu þó gagnrýni hans á frjáls-
hyggju, græðgi og óréttlæti sé ennþá
fyrirferðarmikil og í reynd rauði
þráðurinn í bókinni. Í stað reiðinnar
og hins þunga tóns er komin meiri
húmor og kaldhæðni þar sem Ein-
ar Már skopast að íslensku útrásar-
mönnunum, bönkunum og góðær-
inu og segir sögur af því sem honum
dettur í hug.
Einar Már er ekki alltaf málefna-
legur eða sérstaklega rökfastur í
þessum skrifum sínum; hann hefur
ekkert endilega fyrir því að undir-
byggja það sem hann segir heldur
slengir hann því fram. Slíkt hentar
líklega heldur ekki karakter hans
eins og ætla má út frá sögu sem
hann segir af sjálfum sér sem ung-
um manni í Stúdentaráði. „Ég var
heldur ekkert sérlega málefnalegur.
Stundum leiddist mér líka á þess-
um fundum, sneri út úr og reyndi að
vera fyndinn, var með uppsteyt og
flipp.“ Þessa lýsingu Einars Más má
heimfæra upp á Bankastræti núll.
Skemmtanagildi hennar er hins
vegar ótvírætt og var kvöldstundinni
vel varið í lesturinn.
Hvað er að gerast?
n Perlur íslenskra einsöngslaga
Tónleikar þar sem fluttar verða nokkrar af
helstu perlum íslenskra einsöngslaga auk
þess sem saga laganna er sögð og tónskáld
kynnt. Á efnisskránni eru þekkt íslensk dæg-
urlög eins og Á Sprengisandi, Maístjarnan,
Draumalandið og fleiri góð. Tónleikarnir
verða haldnir í Kaldalóni í Hörpu og hefjast
klukkan 17. Miðaverð er 3.000 krónur.
n diddú í Sólheimakirkju
Söngkonan Sigríður Hjálmtýsdóttir, Diddú,
heldur tónleika í Sólheimakirkju í Grímsnesi
klukkan 14. Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir.
n Cyndi Lauper í Hörpu
Hin heimsþekkta söngkona Cyndi Lauper
mun ásamt hljómsveit sinni flytja öll sín
þekktustu lög á þessum tónleikum. Meðal
þeirra má nefna Girls Just Wanna Have
Fun, True Colors, Time After Time og All
Through the Night. Auk þess mun hún
flytja lög af nýjustu plötu sinni Memphis
Blues. Tónleikarnir verða haldnir í Eldborg
í Hörpu og hefjast klukkan 20. Miðaverð er
4.900–9.900 krónur.
Human Woman á Faktorý
Tónleikar Human Woman og Jack Schidt á
Faktorý. Sólarkokteilar í boði í byrjun kvölds.
Húsið verður opnar og aðgangur er ókeypis.
10
júní
Föstudagur
11
júní
Laugardagur
12
júní
Sunnudagur
13
júní
Mánudagur
14
júní
Þriðjudagur
Bankastræti núll
Höfundur: Einar Már Guðmundsson
Útgefandi: Mál og menning
Bækur
ingi Freyr
Vilhjámsson
Norsk sinfóníuhljómsveit
Bærum sinfóníuhljómsveit og Óperu-
kórinn í Reykjavík halda tónleika í Hörpu.
Á efnisskránni eru þekkt verk eftir norska
tónskáldið Edvard Grieg. Eitt þeirra verka er
söngur Sólveigar úr leikverkinu Pétri Gaut.
Einnig verður verkið Landkjenning flutt,
sem er óður til Ólafs Tryggvasonar Noregs-
konungs. Hljómleikarnir hefjast klukkan 20
og aðgangseyrir er 2.900 krónur.
tónleikar á Þingvöllum
Tónleikaröðin „Þriðjudagskvöld í Þingvalla-
kirkju“ hefur göngu sína í kvöld í fimmta
sinn. Á tónleikunum verður barokktónlist
í hávegum höfð. Fram koma Helga Aðal-
heiður Jónsdóttir blokkflautuleikari og
Þórarinn Sigurbjörnsson gítarleikari. Tón-
leikarnir hefjast klukkan 20.00 og aðgangur
ókeypis.
Vann sig upp Ég byrjaði á sópnum og svo
hafa verkefnin stækkað hægt og rólega.
Ætlaði ekki í útvarpið Ég klippti
mig eins mikið út og ég gat í þeim
þætti. Mér fannst ég vera með ljóta
og asnalega rödd og það kom ekki til
greina hjá mér að vera eitthvað að
tala í útvarpið.