Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Qupperneq 48
48 | Lífsstíll 10.–14. júní 2011 Helgarblað A ð gefa þjórfé hefur aldrei tíðkast hér á landi og reglurnar í kring- um það vilja oft vefjast fyrir Ís- lendingum erlendis. Hvenær á að gefa þjórfé? Er það inni í verð- inu? Hversu mikið á að gefa? Þetta eru spurningar sem flest okkar kannast við og sumir hafa lent í vandræðum erlendis vegna þessa. Í neytendablaði Verdens Gang hafa verið teknar sam- an þær venjur og óskráðu reglur sem gilda um þjórfé í mismunandi lönd- um svo ferðamenn sem ætla að heim- sækja erlenda grundu geti komist hjá árekstrum við heimamenn. Bandaríkin Í Bandaríkjunum tíðkast að gefa fólki í þjónustugeiran- um þjórfé. Í raun er ætlast til þess þar sem launin eru lág og þjórféð hugsað til að hífa þau upp. Starfsmenn veitingastaða, leigubíl- stjórar, hágreiðslufólk og hótelstarfs- menn búast við að fá greitt aukalega fyrir vel veitta þjónustu. Sumir veit- ingastaðir gefa upp þjórfésupphæðina á reikningnum. Það er þó ekki ætlast til að borgað sé fyrir suma þjónustu, svo sem til safnvarða, jafnvel þótt þeir bjóðist til að taka myndir af ykkur. Þjórfé: 15 til 20 prósent á veit- ingastöðum og gott er að venja sig á að láta barþjón fá einn dollara fyrir hvern drykk. kanada Eins og í Bandaríkj- unum þá er þjórfé ekki innifalið í reikningum í þjón- ustugeiranum í Kanada. Því er ætlast til að þú greiðir það aukalega þegar þú ferð á veitingastaði eða kaupir annars konar þjónustu. Þjórfé: 15 til 20 prósent. Bretland Þjórfé er innifal- ið í reikningnum á flestum landsvæð- um og ekki ætlast til að greitt sé aukalega. Þjórfé skal þó vera minnst 10 prósent á veitinga- stöðum. Sumir veitingastaðir gefa upp valfrjálsan kostnað á reikningn- um sem er ætlað sem þjórfé og því þarf ekki að gefa þjóninum þjórfé. Greiða þarf leigubílstjórum og hár- greiðslufólki þjórfé en ekki á börum. Þjórfé: 10 til 15 prósent. írland Það er óþarfi að skilja eftir þjórfé ef það er innifalið í reikningi. Annars er mælt með að greiða 10 prósent en þó ekki á barnum. Þjórfé: 10 prósent. danmörk Þjórfé er innifalið í verði á þjónustu. Það er þó í lagi að borga aukalega ef þú ert sérstaklega ánægð/-ur með þá þjónustu sem þú fékkst. Þá er gott að námunda upp í næsta tug eða hundrað. Þjórfé: 5 prósent er nóg. Finnland Þjórfé er innifalið í verði á hótelum og veitingastöðum. Annars staðar er ekki greitt þjórfé. Þjórfé: Ekki venjan. Belgía Þjórfé er innifalið í verði á veitinga- stöðum en ef sér- stök ánægja er með þjónustuna er í lagi að skilja eftir nokkrar evrur. Þjórfé: Örfáar evrur. Þýskaland Þjórfé er innifalið í verðinu á flestum veitingahúsum og börum. Ef þú vilt skilja eftir þjórfé, þá er það í lagi. Þjórfé: 10 til 15 prósent. sviss Á flestum stöð- um er 15 prósenta þjórfé innifalið í verðinu. Ef það er ekki tekið fram á reikningnum þá er hægt að skilja eftir 10 til 15 prósent. Það er þó einungis ef þér líkar sú þjónusta sem þú fékkst. Þjórfé: 10 til 15 prósent. Frakkland Frakkar borga sjálf- ir aukalega þjórfé upp á 10 prósent á veitingastöð- um, jafnvel þó að það sé tekið fram á reikningi. Það er ekki ætlast til að ferðamenn borgi þjórfé en það er þó valfrjálst ef erlendu viðskiptavinirnir eru sérstaklega ánægðir. Þjórfé: 10 prósent ef þú ert virki- lega ánægður. ítalía Á Ítalíu er þjór- féð oftast innifalið í reikningi og því ekki ætlast til að meira sé borgað. Það er þó munur á milli norður- og suðurhluta lands- ins. Á Norður-Ítalíu er hæfilegt að námunda reikninginn upp í næstu evru. Eins er reglan um eina evru á mann ágæt en í suðurhluta lands- ins gefur maður meira. Maður borg- ar ekki góndólaræðurum þjórfé en mundu samt eftir dyraverðinum á hótelinu. Þjórfé: 10 prósent í suðurhluta landsins, annars minna. spánn Þjónustan á að vera innifalin í verðinu en ef þú ert sér- staklega ánægð/ur þá er í lagi að borga þjórfé aukalega. Spánverjar borga sjálfir venjulega ör- lítið meira eða í kringum 5 prósent. Það skal aldrei greiða meira en það því möguleiki er á að móðga starfs- fólkið. Eins vilja Spánverjar ekki að ferðamenn komi og hækki þjórfés- viðmiðið. Hækkið upp í næstu evru í leigubílnum. Þjórfé: 5 prósent. portúgal Gefðu 5 til 10 pró- sent á veitinga- stöðum ef þú ert ánægð/-ur. Leigu- bílstjórum getur þú borgað 10 pró- sent af verðinu en þeir geta líka rukkað fyrir hverja tösku sem fer í farangursgeymsluna. Þjórfé: 5 til 10 prósent. króatía Þjónustugjaldið er stundum innifal- ið í upphæðinni á reikningnum. Ekki er mikil áhersla á þjórfé í Króatíu en ef ánægja er með þjónustuna er hægt að hækka greiðsluna örlítið. Það sama er hægt að gera í viðskipt- um við leigubílstjóra og á börum. Eins búast innlendir fararstjórar við þjórfé. Þjórfé: 10 kuna fyrir þá sem bera farangur, aðrir fá aðeins meira. grikkland Venjulega er þjór- féð innifalið í verð- inu á veitingastöð- um en það er í lagi að borga örlítið auka. Þá er ráðlagt að fara upp í næstu evru. Þjórfé: Upp í næstu evru á veit- ingastöðum. tyrkland Þjórfé upp á 10 prósent er vel þeg- ið á veitingastöð- um. Tekið er á móti dollurum, evrum ásamt lírum. Eins er ráðlagt að borga þjórfé í leigubíl- um. Þjórfé: 5 til 10 prósent. malta Þar er notast við sömu reglur og í Bretlandi en þar er ætlast til að borguð séu 10 prósent í þjórfé. Þjórfé: 10 prósent. kýpur Námundaðu upp í næstu evru á veit- ingastöðum. Það er ekki ætlast til að leigubílstjórum sé borgað aukalega. Þjórfé: Nokkrar evrur. egyptaland Ef þú ert á ferða- lagi um Egyptaland máttu búast við að borga þjórfé fyrir nánast allt. Hvort sem um er að ræða á veitingahúsum eða fyrir aðstoð innfæddra. Ef þú spyrð til dæmis til vegar eða færð einhvern til að taka af þér mynd, þá er ætlast til að þú borg- ir þjórfé fyrir það. Svo vertu viss um að vera með nóg af eins punda seðl- um því þá gengur allt betur fyrir sig. Á flestum veitingastöðum er gert ráð fyrir að viðskiptavinir borgi 5 til 10 prósent ofan á reikninginn. Þjórfé: Egypskt pund fyrir greiða og aðstoð, en 5 til 10 prósent á veit- ingastöðum. marokkó Á betri veitinga- stöðum er ráðlagt að borga 10 til 15 prósent í þjórfé en annars er gott að hafa smámynt á sér til að rétta til dæmis leiðsögumönn- um og öðrum sem aðstoða þig. Þjórfé: 10 til 15 prósent indland Á íburðarminni veitingahúsum er nóg að borga nokkr- ar rúpíur. Samt skal athuga hvort að 10 prósenta þjón- ustugjald sé innifalið í reikningi áður en þjórfé er greitt. Þjórfé: 15 prósent Japan Í langflestum tilfell- um er ekki borgað þjórfé í Japan. Þó eru einstaka und- antekningar frá því þar sem ætlast er til að borguð séu nokkur yen í viðbót. Þjórfé: Ekki venjan. kína Ekki er vaninn að borga þjórfé í Kína. Ef þjónustan er hins vegar stórkost- leg þá er í lagi að borga aukalega. Þjórfé: Ekki venjan. taíland Það hefur ekki ver- ið venjan að greiða þjórfé í Taílandi en það er hægt og ró- lega að breytast. Það má því reikna með að borga 10 prósent þjórfé á veitingastöðum en eitthvað minna við önnur tækifæri. Þjórfé: Ekki venjan. ástralía Það hefur ekki ver- ið venjan en er að breytast og gott ráð er að skilja eftir þjórfé hafi maður fengið góða þjón- ustu Þjórfé: 10 til 15 prósent. kúBa Kúbverjar vænta þess að ferðamenn gauki að þeim þjórfé. Bandarísk- ir dollarar eru þeim gagnslausir en það er vel hægt að borga með evrum. Hálf evra er gott viðmið. Þjórfé: Nokkrir aurar. mexíkó Þar er hægt að greiða með doll- urum Þjórfé: 10 til 15 prósent. argentína Misjafnt er hvort þjórfé sé innifalið á veitingastöðum en ef ekki þá má miða við 10 prósent. Gott er að rétta dyra- verðinum 10 pesóa. Þjórfé: 10 prósent. Brasilía Það er venjulega ekki ætlast til að ferðamenn greiði þjórfé en á veit- ingastöðum er oftast þjónustugjald upp á 10 prósent lagt ofan á. Þjórfé: Ekki venjan. gunnhildur@dv.is n Hótel, veitingastaðir og leigubílar erlendis n veistu hvenær á að greiða þjórfé og hversu mikið? Þjórfé víðA um heim
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.