Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Síða 50
50 | Lífsstíll 10.–14. júní 2011 Helgarblað Páll Ásgeir Ásgeirsson Útivist E sja er sennilega það fjall á Ís­ landi sem flestir landsmenn hafa fyrir augum dag hvern enda nokkurs konar bæjar­ fjall við Faxaflóann þar sem stór hluti þjóðarinnar er búsettur. Esjan er ekki eitt afmarkað fjall heldur miklu frek­ ar fjallabálkur sem býr yfir fjölbreyttu landslagi, djúpum og myrkum dölum sem fáir heimsækja, afskekktum tind­ um og fornum fjallvegum en hún er jafnframt eitt mest sótta og vinsælasta útivistarsvæði landsins. Ágætur göngustígur liggur frá Mó­ gilsá upp eftir hlíðum Esjunnar upp á Þverfellshorn og varla líður sá dagur að ekki sé fjöldi fólks á ferð eftir stígn­ um sér til heilsubótar eða skemmtun­ ar. Margir láta sér þó nægja að fara upp að Steini sem er grettistak í skriðu við stíginn beint niður undan Þverfells­ horninu. Á steininum er skilti sem á stendur Steinn sem vekur kátínu meðal göngumanna sem finnst sem þar sé staðhæft það sem allir geti séð. Að þetta sé steinn. Út af þessu heitir steinninn Steinn þótt uppi séu grun­ semdir um að það sé bæði nýtt og heimatilbúið örnefni. Frá steininum Steini liggur brattur stígur upp að klettabelti og gegnum það er merkt leið og á stöku stað keðj­ ur og tröppur ferðalöngum til hugg­ unar og stuðnings. Segja má að Esjan sé einskismannsland en það er auðvit­ að ekki rétt því Esjan er í bæjarlandi Reykjavíkur og heyrir sem slík án efa undir skipulagslög og hvaðeina svo þetta er ekki eins villt náttúra eins og hún sýnist vera. Allir saman í hóp Í Esjuhlíðum rekst maður á margar ólíkar tegundir af útivistarfólki, bæði vana fjallgöngugarpa, litla vinahópa, sérvitra einfara, aðhaldshópa í megr­ un og jafnvel fólk á hlaupum því sí­ stækkandi hópur langhlaupara á Ís­ landi sækir í vaxandi mæli í fjallið til æfinga og eru menn að sögn sérstak­ lega á höttunum eftir æfingu í því að hlaupa niður brekkur en sérfræðing­ ar segja að ekki sé hægt að æfa sig í því í neinum tækjasal. Þverfellshorn­ ið er í 760 metra hæð yfir sjó en Esjan er í raun rúmlega 900 metrar á hæð. Tvö örnefni á Esju varðveita söguna um leitina að hæsta punkti. Lengi var talið að kollur rétt vestan við Mó­ skarðshnúka væri hæsti tindurinn og heitir hann Hátindur í samræmi við það og er 909 metra yfir sjó. Síðar fundu mælingamenn bungu norður af Gunnlaugsskarði um það bil á miðju fjalli sem reyndist vera 914 metra yfir sjó. Hún fékk nafnið Hábunga og síð­ an hefur Esjan borið tvö örnefni sem virðast gera tilkall til þess að vera hæsti punkturinn. Áhugaverð leið fyrir bratt­ göngu á Esjuna er upp rimann milli Þverárdals og Grafardals og þar upp á Hátind fyrst og síðan inn á Hábungu. Þetta er allbrött leið en afar skemmti­ leg. Felustaður í fönninni Áður en leiðin upp á Þverfellshorn var merkt og stikuð fóru margir upp bratt­ ar hlíðar frá bænum Esjubergi upp á Kerhólakamb sem skagar fram úr fjall­ inu til suðvesturs. Sú leið er nokkuð brattari en hin hefðbundna en ekki síður skemmtileg. Þegar komið er á Kerhólakamb er örstutt fram á brún­ ir Blikdals sem skerst inn í Esjuna úr vestri langleiðina að Þverfellshorni og er hömrum girtur í botninn. Þar er sí­ snævi sem heitir Kjötfönn og sagt að þjófar hafi fólgið þar feng sinn af illa fengnum búsmala. Rétt austan við Þverfellshorn gengur hömrótt Kistu­ fellið fram úr fjallinu og í kverkinni milli þess og meginfjallsins er Gunn­ laugsskarð en það er nokkurs konar mælitæki á árferði í náttúrunni en að­ eins í allra hlýjustu árum bráðnar til fulls að sumri skaflinn í Gunnlaugs­ skarði og fer þeim sumrum fjölgandi þegar það gerist. Við mynni Blikdals rétt við munna Hvalfjarðarganga má leggja bíl og ganga fram Blikdal og skoða fáfarnar slóðir er dalurinn er gróinn og fagur. Duglegir göngumenn geta farið upp síhækkandi brúnir dalsins að norðan og komið svo niður eftir rimanum að sunnanverðu og þannig hringgengið dalinn. Eilífsdalur skerst inn í Esjuna miðja að norðan og nær langleiðina inn að Hátindi. Fyrir botni hans heitir Eilífs­ tindur og þar í klettahlíðum er eitt vin­ sælasta klifursvæði ísklifrara á land­ inu. Það er nefnilega pláss fyrir alla í Esjunni. Margar ólíkar leiðir Esjan mjókkar til austurs og mjótt fjallahaft tengir hana við Móskarðs­ hnúka sem ná langleiðina inn að Skála­ felli á Mosfellsheiði. Þar liggur einstigi um svokölluð Laufskörð sem er traust­ ur stígur sem Ferðafélag Íslands hefur merkt og sett keðjur til halds og trausts. Geysifallegt er að fara um Laufskörð og horfa niður snarbrattar skriður niður í Þverárdal að sunnan og Suðurárdal að norðan en hann og Flekkudalur og Svínadalur eru mestir dala að norðan ásamt Eilífsdal. Skemmtileg útfærsla á Esjugöng­ um væri að aka að rótum Móskarðs­ hnúka og skilja göngumenn þar eftir. Þeir ganga síðan upp í Móskörð und­ ir Móskarðshnúka og síðan um Lauf­ skörð út á Esju og hafa viðkomu á Hátindi. Síðan ræður úthald og þrek hvort þeir koma niður af Þverfells­ horni, Kerhólakambi eða ganga alla leið í mynni Blikdals og geta þá sagst með sanni hafa gengið Esjuna endi­ langa og eru áreiðanlega ekki margir sem það hafa gert. Allar þær gönguleiðir sem hér hafa verið nefndar eru við hæfi barna og fullorðinna. Hvergi er of bratt né torfarið til þess að heilar fjölskyldur geti ekki gengið saman með hóflegri fyrirhyggju og varfærni og þannig not­ ið þess besta sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða. Vinsælasta leiðin er sú sem ligg­ ur frá Mógilsá upp að Steini og það­ an upp á Þverfellshorn. Tugþúsund­ ir manna leggja leið sína um hana ár hvert allan ársins hring. Þjóðsögur og sagnir Esjan er miðpunktur í Kjalnesinga sögu þar sem sagt er frá Örlygi Hrapps­ syni sem reisti sér bæ að Esjubergi en í hans föruneyti var Esja kerling ein gömul frá Írlandi. Örlygur reisti fyrst­ ur manna kirkju á bæ sínum á Íslandi og ef til vill hefur hann nefnt fjallið eftir gömlu konunni írsku en merking orðs­ ins esja getur merkt lausamjöll eða tálgusteinn eftir því hvort rótarinnar er leitað í íslensku eða norsku. Örnefnið er fátítt á Íslandi en Esjufjöll í Vatna­ jökli gætu bent til þess að heitið væri tengt snjó. Eina sérstæðustu skýringu á nafni fjallsins segir Egill J. Stardal í Árbók Ferðafélags Íslands frá 1985 hafa eftir þjóðkunnum fræðimanni. Samkvæmt henni er hægt að lesa nafn fjallsins með rúnaletri úr snjóalögum í giljum þess þegar snjóalög eru í tiltekinni stöðu vor eða haust. Þannig væri Esja eina fjallið sem okkur er kunnugt um sem getur sjálft sagt nafnið sitt ef svo má að orði komast. FÍ fóstrar Esjuna Ferðafélag Íslands hefur sinnt Esj­ unni af alúð undanfarin ár. Félagið hefur séð um að endurnýja gesta­ bækur við Stein og einnig uppi á Þverfellshorni. Fyrirtækið Valitor hefur lagt FÍ lið í þessu verkefni. Bækurnar staðfesta það sem aug­ að sér að sífelldur straumur fólks er í hlíðum Esjunnar og allan ársins hring líður varla dagur án þess að einhver vaskur göngugarpur skrái nafn sitt í bókina. Vafalítið koma mjög margir upp án þess að hirða um skráningu svo umferðin er lík­ lega enn meiri. Ferðafélag Íslands hefur undan­ farin ár boðið upp á ferð sem er köll­ uð Esjan endilöng. Þá er fyrst geng­ ið upp á Móskarðshnúka en síðan til vesturs gegnum Laufskörð og áfram eftir kolli Esjunnar út á Hátindinn. Þaðan áfram út á brúnir Blikdals og svo niður Kerhólakamb. Þátttaka hefur verið góð þótt stundum hafi lítt séð til byggða fyrir þoku og súld. Auk þessa hefur Ferðafélagið staðið fyrir sérstökum Esjugöng­ um þar sem hópar manna ganga á Esjuna í viku hverri í nokkra mán­ uði. Þeir sem stunda þessar göngur vel komast fljótt í mjög góða þjálf­ un og verða færir um að takast á við flest önnur fjöll í fjallgöngu. Góða skemmtun. Dýrgripur allra Auðvitað fer hver og einn á sínum hraða en í Esjunni leynast tilteknir mælikvarðar á getu manna og ástand. Upp að hinum margum- rædda Steini eru í kringum 3,5 kílómetrar og margir setja sér það markmið að komast þangað á röskum klukkutíma sem er allgóður árangur. Sennilega vilja þeir sem hyggja á erfiðari verkefni í fjall- göngum komast upp að steininum góða á sléttum klukkutíma eða þaðan af minna en hver og einn verður að ráða sínum hraða. Hraði er ekki endilega vísbending um gott fjallgönguform því seiglu er þörf í löngum göngum og sígandi lukka er best. Sá sem tekur eina og hálfa klukkustund í að ganga upp að Steini getur vel verið í afbragðs góðu formi. Til að setja hlutina í samhengi má nefna að nokkrum sinnum hefur verið keppt í hlaupi upp á Esjuna. Besti tími alla leið upp á topp hina hefðbundnu leið mun vera 33 mín- útur en í fyrsta Esjuhlaupinu fór einn hlaupari beint upp mýrina og komst á toppinn á 29 mínútum og enn hefur enginn bætt þann tíma. Mjög algengt er að þeir sem búa sig undir að hlaupa Laugaveginn æfi sig í Esjunni og gangi þá eins hratt og þeir geta upp að Steini og skokki rólega niður. Í þeirra hópi þykir gott að fara upp og niður á klukkutíma. Hvað ertu fljótur? Viltu prófa að ganga á Esjuna? Ef einhver sem hefur aldrei gengið á fjöll les þetta og langar til að ganga á Esjuna er rétt að íhuga hvernig skal búa sig til ferðar í fyrsta sinn. Best er að vera á gönguskóm en í léttri reynsluferð duga góðir strigaskór eða íþróttaskór ágætlega. Hafðu tvo göngustafi til hjálpar og stuðnings og lítinn bakpoka þar sem eru skjól- fatnaður, t.d. úlpa, góðir vettlingar og hlý húfa ásamt vatnsflösku og e.t.v. súkkulaði eða kexi í nesti. Vertu skjóllega klæddur en ekki um of. Góð regla er að manni sé hálfkalt þegar lagt er af stað því þá kemst væntanlega gott jafnvægi á þegar maður hitnar á göngunni. Gakktu rólega og njóttu göngunnar. Ekki ofreyna þig í fyrsta sinn. Mundu að sígandi lukka er best og áður en þú veist af ertu fallinn fyrir þessu. Viltu prófa? n Esjan er fjölfarnasta fjall landsins. n Hún býr yfir fjölbreyttu landslagi, djúpum og myrkum dölum, afskekktum tindum og fornum fjallvegum. n Til eru 42 skilgreindar gönguleiðir á fjallið Kort með nokkrum áhugaverðum gönguleiðum á Esjuna Til munu vera 42 skilgreindar gönguleiðir á fjallið, 13 skíðaleiðir, 6 hjólaleiðir og 10 fjallahjólaleiðir. Ferðalangur í Laufskörðum Sem tengja saman Móskarðshnúka og Esju. Þar er einstigi með keðju til stuðnings. Myndir PÁll ÁsgEir ÁsgEirsson Esjan Er við bæjardyr Reykvíkinga og ákjósanlegt útivistarsvæði. Fjallið býr yfir sinni eigin sögu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.