Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Síða 64
Í sam-
keppni við
Eagles!
Veit lottó-
tölurnar
n Tónlistarmaðurinn Magnús
Jónsson verður að öllum líkindum
milljónamæringur á laugardaginn,
að minnsta kosti ef marka má orð
hans sjálfs. „Fór til miðils áðan,
kominn með lottótölurnar, katsing!“
skrifaði hann á Facebook-síðu sína á
miðvikudag. Hann sagðist einnig vera
kominn með upplýsingar um hvar
hans gömlu félagar í hljómsveitinni
GusGus myndu halda aukatónleika.
Vinir hans höfðu
miklu meiri áhuga á
því að vita hvar
aukatónleikarnir
yrðu en
lottótölunum.
Það verður því
spennandi að
sjá hvert lottó-
potturinn á
laugar-
dag-
inn
fer.
Gnarr leitar
að góðborgara
n „Ég veit að það er fjölmargt fólk
í Reykjavík sem er til fyrirmyndar,
óeigingjarnt fólk sem er alltaf að
hugsa um velferð borgarinnar og
samborgara sinna. Mig langar til að
þakka þessu fólki,“ segir Jón Gnarr
borgarstjóri.
Jón leitar nú eftir ábendingum frá
borgarbúum um Reykvíking sem
verið hefur til fyrirmyndar. Ábend-
ingarnar verða notaðar til að velja
Reykvíking ársins.
Aðeins koma
til greina einstaklingar
sem hafa verið
til fyrirmyndar
á einhvern hátt,
til dæmis haldið
borginni hreinni
með því að tína upp
rusl á víðavangi.
Hugmyndir óskast á
hugmyndir@
reykjavik.
is
Æðruleysi á
Skaganum
n Tónlistarmaðurinn KK rær nú
smábátnum sínum Æðruleysi HF-36
frá Akranesi. Þetta kemur fram á
Facebook-síðu Kristjáns Kristjáns-
sonar sem segist gera bátinn út frá
Akranesi. Kristján er ötull talsmaður
frjálsra handfæraveiða og er skemmst
að minnast hugvekju hans á sjó-
mannadag þar sem hann talaði um
að allir ættu að fá að veiða sem vilja
það. Kristján sagði trillusjómennsk-
una vera andlega iðju sem upp-
fyllti andlega þörf. Það má segja að
trillusjómennska
Kristjáns örvi
alla vega
sköpunar-
gleði hans
því hann
samdi
einmitt lag
sem nefnist Á
Æðruleysinu.
Á fimmtudagskvöldið tróð tvíeykið
Hnotubrjótarnir upp á Jómfrúnni
á Lækjargötu í Reykjavík. Tvíeykið
samanstendur af tónskáldinu Þór
Eldon og fréttamanninum Heimi Má
Péturssyni, en þeir voru að fagna út-
gáfu fyrstu hljómplötu hljómsveitar-
innar. „Við Þór Eldon erum búnir að
vinna að þessari plötu í bráðum þrjú
ár,“ sagði Heimir Már um plötuna í
samtali við DV fyrir skemmstu.
Platan heitir „Leiðin til Kópa-
skers“ og inniheldur tíu lög. All-
ir textar plötunnar nema einn voru
samdir af fréttahauknum Heimi.
Heimir er fyrst og fremst þekkt-
ur sem fréttamaður, en hann hefur
starfað í fjölmiðlum í áratugi. Hann
er þó enginn nýgræðingur í brans-
anum því hann var á sínum yngri
árum meðlimur í pönkhljómsveit-
inni Reflex, sem komst í undanúrslit
í Músíktilraunum. Þá er hinn helm-
ingur tvíeykisins heldur enginn
græningi. Þór Eldon er fyrrverandi
meðlimur Sykurmolanna og Ununar
og fleiri hljómsveita.
Við gerð plötunnar naut Heim-
ir aðstoðar góðra vina, en að sögn
hans fengu þeir félagar um fimm-
tán til tuttugu manns til að spila
með sér meðan á tökum stóð. „Ég á
vini úti um allar tær og trissur sem
eru til í að hjálpa mér vegna vináttu,
ekki vegna peninga eða einhvers
annars,“ sagði Heimir í viðtalinu við
DV og kvaðst einnig stálheppinn að
eiga vini á borð við Þór, sem nenni
að standa að plötugerð með honum
þrjú ár.
Platan var gefin út af Smekk-
leysu og tónleikarnir voru að kvöldi
fimmtudagsins á Jómfrúnni, en þeir
félagar héldu tónleikana á afmælis-
degi móður Heimis, sem er nú látin.
Fréttahaukurinn Heimir Már fagnar útgáfu nýrrar plötu:
Tónleikar á afmælisdegi mömmu
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HelGarblaÐ 10.–14. Júní 2011 67. tbl. 101. árg. leiðb. verð 659 kr.
Hnotubrjótarnir Unnu að plötunni í þrjú ár.