Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 16
T vær af mikilvægustu frum- reglum vestrænna lýðræðis- ríkja eru frjáls skoðanaskipti og lýðræðislegar kosning- ar. Það vill svo til að fylgis- menn og meðlimir ríkisstjórnarflokk- anna hafa helst gagnrýnt Ólaf Ragnar Grímsson fyrir þetta tvennt; að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu og taka þátt í opinberri umræðu um deilumál í þjóðfélaginu. Dagur B. Eggertsson, varaformað- ur Samfylkingarinnar, gekk lengst í þessu í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 á sunnudag, eftir að Ólafur Ragnar hafði sagt Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra vera á móti sér. „Ég held að það sé mjög vont, ef að það er verið að reyna að kljúfa þjóðina um eitthvað sem á að geta samein- að hana, það er að segja það að velja næsta forseta til framtíðar.“ Hann vill að forsetinn tali „… til þess að sam- eina þjóðina, því að nóg er sundrung- in hjá okkur samt.“ Þeir sem eru við völd fara gjarn- an fram á samstöðu og gagnrýna sundurlyndi. Þeir eru líka and- snúnari þjóðaratkvæðagreiðslum. Árið 2004, þegar Samfylkingin var ekki í ríkisstjórn, var hún sátt við að forsetinn vísaði lögum í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Valdhafarnir, fram- sóknarmenn og sjálfstæðismenn, voru hins vegar ósáttir og undir- bjuggu í kjölfarið að breyta stjórnar- skránni til að gera forsetann óvirkan. Nú hefur þetta snúist við. Forsetinn fær mestan stuðning frá framsókn- ar- og sjálfstæðismönnum. Viðhorfið gagnvart Ólafi Ragnari og forseta- embættinu mótast þannig af hags- munum. Svona afhjúpar umræðan um forsetann hvernig afstaða flokk- anna stýrist af þeirra eigin hagsmun- um, frekar en hagsmunum almenn- ings eða grundvallaratriðum. Þeir sem hafa valdið vilja að forsetinn sé valdalaust sameiningartákn, ófær um að færa valdið til þjóðarinnar í ein- staka málum. Þjóðfélagsumræðan á Íslandi fer gjarnan í hjólför og skotgrafir flokks- ræðisins. Þjóðkjörinn forseti er í ein- stakri aðstöðu til að rísa yfir þetta í umræðunni. Við upphaf kosninga- baráttu sinnar hefur Ólafur Ragnar hins vegar ákveðið að sækja í gamla áróðurshefð flokksræðisins. Ólafur beitir nú sömu tækni og Davíð Odds- son gerði á hátindi ferils síns sem forsætisráðherra. Davíð og félagar hans svöruðu gagnrýni með því að stimpla fólk og fjölmiðla sem hluta af Baugsliðinu. Nú fer Ólafur Ragnar sömu leið og stimplar DV sem hluta af stuðningsmannaliði Þóru Arnórsdóttur, sjón- varpskonu og forseta- frambjóðanda. Ólafur Ragnar uppnefnir DV „daglega viðbót við kosningabaráttu Þóru“. Þetta er gamla að- ferðin til að grafa skurði skot- grafarhernaðar í umræðunni og ýta öllum ofan í þær. Staðreyndin er að DV hefur engin tengsl við Þóru eða kosningabar- áttu hennar. Munurinn á henni og Ólafi Ragnari er að hann hefur verið forseti í 16 ár og verið umdeildur gerandi í valdastöðum í marga áratugi. Þóra er, eins og hann bendir sjálfur á, fyrst og fremst búin að vera sjónvarpskona undanfarin ár. Í þeim tilfellum sem eitthvað gagnrýnivert hefur komið í ljós í fortíð Þóru, eða jafnvel maka hennar, hefur DV hiklaust bent á það á undan öðrum. Það er ekki rangt í sjálfu sér, heldur rétt, að stunda gagnrýna umræðu um mál sem fólk er ósammála um. Það er ekki heldur rangt að leyfa þjóðinni að ráða í umdeildum og mikilvæg- um málum, heldur almennt rétt. Forsetinn getur gert þetta allt; án þess að stimpla fólk, stunda skot- grafarhernað og sýna valdhroka þegar hann er spurður spurninga. Seinni hluta viðtals DV við Ólaf Ragnar er að finna í þessu blaði DV. Við lestur á því getur fólk tek- ið afstöðu til stefnu og per- sónuleika for- setans út frá hans eigin orðum. Sandkorn Subbuleg herferð n Umdeild herferð útgerð- armanna er rakin til Frið- riks J. Arngrímssonar, fram- kvæmdastjóra LÍÚ, sem þykir í senn vera harðskeytt- ur og ósvífinn. Talið er að yf- irvegaðri útgerðarmenn eins og Eiríkur Tómasson, varafor- maður LíÚ, og Árni Vilhjálms- son, aðaleigandi Granda, séu ekki jafnhrifnir af her- ferðinni sem átti að verða til þess að auka samúð með útgerðarmönnum en hefur nú snúist upp í andhverfu sína vegna subbu skaparins. Ástæða þess er ekki síst sú að fólk er dregið nauðugt inn í áróðursstríðið. Áhyggjur Haga n Sú ákvörðun Jóhannesar Jónssonar úr Bónus að koma með Iceland-matvöruversl- anir til Íslands hefur valdið nokkrum titringi á markaðn- um. Óttast samkeppnisaðilar að þeir muni missa spón úr sínum aski. Þetta á sérstak- lega við um verslanir Haga, Bónus og Hagkaup, sem Jó- hannes stýrði til mikilla sigra á sínum tíma. Daginn sem Jó- hannes kynnti um áform sín féllu enda hlutabréf í Högum um þrjú prósent með tilheyr- andi hrolli fyrir lífeyrissjóðina. Siðareglur forseta n Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, harðneitar að setja embættinu siðareglur þrátt fyrir skýrar ábend- ingar í rann- sóknarskýrslu Alþingis og kröfu for- sætisráð- herra á hann til þess. Nú munu þingmenn úr nokkrum flokkum hafa flutt frumvarp sem á að knýja hann til að setja sér siða- reglur. En á meðan engar siðareglur gilda um hvaðan forsetaframbjóðandi, sem enn er forseti, getur þegið fé, er greið leið fyrir fjármagn í framboðið. Ertu komin til að koma í deilur? Ég svara ekkert upp á það Ólafur Ragnar Grímsson við blaðamann DV – DV Jóhannes Jónsson um eignarhaldið á félaginu Moon Capital S.á.r.l í Lúxemborg – DV Forsetinn og aðferð Davíðs E r fjármálakerfinu stjórnað af sikkópötum (psychopaths)? Margir eru að velta því fyrir sér, ef marka má umfjöllun fjöl- miðla, um rannsókn þess efnis að 10% Wall Street starfsfólks séu sikkópatar, en sambærilegur fjöldi almennt er 1%. Reyndar hefur þessi tölfræði verið gagn- rýnd; sagt að um mistúlkun sé að ræða. „Ef ég fyndi ekki sikkópata í fang- elsunum til að stúdera, myndi ég leita þeirra í kauphöllum,“ segir kanadíski prófessorinn Robert Hare, þekktasti sér- fræðingur á sviði þessarar „persónu- leikaröskunar sem einkennist af and- félagslegri hegðun og siðblindu“ og „taumlausu tillitsleysi í garð annarra.“ Reyndar er undarlegt að þessi um- ræða þyki fréttnæm, segja margir. Wall Street er kapítalismi og kapítalismi er í eðli sínu andfélagslegur. Lygar og lögbrot Enron, Goldman Sachs, JP Morgan, BP, Citibank, Glitnir, Landsbankinn, Kaupþing, o.s.frv. o.s.frv. Bókhaldssvik, umboðssvik, fjársvik, skattsvik, lygar og lagabrot og -beygingar af öllum gerð- um. Lestu bara fjármálasíðurnar, hve- nær sem er, segir William Deresiewicz í grein í New York Times, „Kapítalistar og aðrir sikkópatar.“ Að svindla á starfsmönnum þínum, valda viðskiptavinum þínum tjóni, eyði- leggja umhverfið. Láta almenning bera kostnaðinn. Þetta eru ekki frávik, svona virkar kerfið: þú reynir að komast upp með eins mikið og þú getur og að koma þér hjá ábyrgð þegar þú ert staðinn að verki. Kapítalísk gildi eru andstæð lýðræð- islegum og kristnum gildum. Grund- vallarreglur lýðræðislegs stjórnarfars – rétt eins og kristilegt siðgæði – krefjast þess að við tökum tillit til hagsmuna annarra. Kapítalisminn, sem aðeins snýst um að græða, gerir ráð fyrir að hver sjái um sig. Atvinnuskaparar og auðskaparar Eitt vinsælasta orðskrípið úr áróðurs- maskínu íhaldsins yfir auðmenn er „atvinnuskaparar.“ Hinir moldríku eiga þakklæti okkar skilið ofan á allt annað, með öðrum orðum, og restin er öfund. Ef „athafnamenn“ eru atvinnuskap- arar, segir Deresiewicz, þá er verkafólk auðskaparar. Athafnamenn nota auð (eða ættu) til að skapa störf fyrir verka- fólk. Verkafólk notar vinnu til að skapa auð fyrir atvinnurekendur (athafna- menn) – umfram framleiðni fer í gróða fyrirtækisins. Hvorugir hafa hag hinna að markmiði, en afleiðingarnar eru samt sem áður þessar. Fæstir auðmenn eru athafnamenn, heldur forstjórar rótgróinna fyrirtækja, aðrir stjórnendur, ríkustu læknarnir og lögfræðingarnir, frægir leikarar og íþróttamenn, fólk sem einfaldlega erfði peninga eða – já, fólk sem vinnur á Wall Street. Hvorki athafnamenn né auð- menn hafa einkaleyfi á gáfum, svita eða áhættu. Vísindamenn, listamenn og fræðimenn eru alveg jafn klárir, en þeir hafa önnur markmið en að græða peninga. Einstæð móðir sem vinnur með námi leggur alveg jafnhart að sér og hvaða vogunarsjóðsstjóri sem er. Einstaklingur sem tekur fasteignalán eða námslán í trausti vinnu sem hann veit að hann gæti misst hvenær sem er (þökk sé einum þessara atvinnuskap- ara) tekur alveg jafnmikla áhættu og sá sem stofnar fyrirtæki. Alið á sjálfshatri verkafólks Gífurlega mikilvæg stefnumál velta á hvernig við skiljum þessi atriði: hvað við skattleggjum og hve mikið; hve miklu við eyðum og í hvað. Þó „at- vinnuskaparar“ sé nýyrði er oflofið sem í því felst – og fyrirlitningin sem það gefur til kynna – ekki nýtt af nálinni. „Fátækir Ameríkanar eru hvattir til að hata sjálfa sig,“ skrifaði Kurt Vonnegut í „Slaugther house-Five.“ Græðgiræðið elur á sjálfshatri verkafólks, heilaþvegnu af jákvæðni- og bjartsýnisáróðri sem kennir að atvinnuskapararnir geti ekki gert neitt rangt; ef þú ert fátækur eða missir vinnuna er það þér að kenna, ef þú færð ekki vinnu reynirðu ekki nógu mikið eða vel – og úr því má bæta með að kaupa nýjasta jákvæðniprógrammið. „Hinir fátæku eru latir, heimskir og ill- gjarnir. Hinir ríku eru gáfaðir, hugrakkir og góðir. Lygin heldur áfram.“ Og meðan heilu þjóðfélögin eru rekin samkvæmt lyginni, þeirri að kap- ítalismi og óheft markaðshyggja séu undirstöður velmegunar, verða fjár- málakreppurnar fleiri og fátæktin meiri. Hin „ósýnilega hönd“ markaðarins er ímyndun, fantasía sem runkar ríkidæmi kapítalismans, þar sem hagsæld og hamingja eru aðeins fyrir fáa útvalda. Undirokun fátæklinga 101 Mér fannst hugmyndin um viðskipta- fræðinám alltaf fyndin, segir Deresie- wicz. Hvers konar kúrsa er boðið upp á? Ekkju- og munaðarleysingjarán? Undirokun fátæklinga? Að éta kökuna alla? Mergsog sjóða ríkisins? Heimildar- myndin The Corporation gekk út frá því að fyrirtæki væru persónur og spurði síðan hvers konar persónur þau væru. Svarið var, nákvæmlega, sikkópatar: sama um aðra, samviskulausir, hugsa aðeins um eigin hag. Með öðrum orðum, nákvæmlega eins og þessi skilgreining á hvítflibba- glæpahuganum úr bók dr. Hare, Sam- viskulaus, „… sýnir taumlausa græðgi í auð, peninga; notar annað fólk í þeim tilgangi; sýnir algjöran skort á mann- legum tengslum og tilfinningum nema sjálfselsku.“ Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 16. maí 2012 Miðvikudagur Kjallari Íris Erlingsdóttir „Kapítalisminn, sem aðeins snýst um að græða, gerir ráð fyrir að hver sjái um sig.Athugasemdir n Í skopmyndinni Gulu pressunni síðastliðinn fimmtudag birtist mynd af Fjallkonunni í gríni um stofnanavæddan rasisma á Íslandi í tilefni af fangelsun barnungra flóttamanna hér á landi. Tekið skal fram að leikkonan Elma Lísa Gunn- arsdóttir, sem lék Fjall- konuna á mynd sem fylgdi skopinu, tengist ekki um- fjöllunarefninu á neinn hátt, og þau skálduðu ummæli sem birtust með myndinni voru í gríni eign- uð Fjallkonunni, en ekki leikkonunni sem lék Fjall- konuna. n Árni Þór Sigurðsson, fyrrverandi borgarfulltrúi VG, var ranglega nefndur í upptalningu yfir stjórnar- formenn Orkuveitu Reykja- víkur í leiðara á mánudag. „Og aðrir sikkópatar“ „Ólafur beitir nú sömu tækni og Davíð Oddsson gerði á hátindi ferils síns sem for- sætisráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.