Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 11
Fréttir 11Miðvikudagur 16. maí 2012 Græddu 17 milljarða n Fjárfesting Samherja í Afríku hefur borgað sig upp n Arðgreiðslur upp á 4 milljarða Þorsteinn Már Baldvinsson Helga S. Guðmundsdóttir n Skráð fyrir 33 prósentum í Sam- herja í gegnum eignarhaldsfélagið Stein ehf. n Steinn ehf. á helmingshlut í Fjár- festingarfélaginu Firði ehf. sem á 12 prósent hlut í Samherja. n 39 prósenta hlutur í Samherja: 1.533 milljóna arður frá 2007. n Eignir Steins ehf. nema 2,9 milljörðum í ársreikningi 2009. Kristján Vilhelmsson n Skráður fyrir 33 prósenta hlut í Samherja. n Arðgreiðsla upp á tæplega 1.297 milljónir króna. Ársreikningur Polaris Sea- food fyrir árið 2011 liggur ekki fyrir. DV hefur hins vegar heim- ildir fyrir því að skuldir Samherja við Íslandsbanka vegna fjárfest- ingarinnar í Afríkuútgerðinni hafi numið um 70 milljónum evra um mitt ár í fyrra. n Gæði skólanna endurspeglast ekki „Þetta sýnir að nemendur úr minni skólum og skólum úti á landi, þeir eru bara að standa sig prýðilega í Háskóla Íslands,“ segir Ólafur Þ. Harðarson. E kki er marktækur munur á einkunnum nemenda í Há- skóla Íslands eftir því frá hvaða framhaldsskóla þeir út- skrifuðust. Þetta er niðurstaða rannsókna sem gerðar hafa verið inn- an Háskóla Íslands. Frekar var hægt að byggja á árangri í samræmdum prófum, meðan þau voru haldin. DV greindi frá því á dögunum að nem- endur sem vilja komast í eftirsótta menntaskóla á höfuðborgarsvæð- inu þurfa allháa meðaleinkunn til að komast inn í þá skóla og það orðspor hefur farið af ákveðnum framhalds- skólum að nemendur komi betur undirbúnir til háskólanáms hafi þeir stundað nám í viðkomandi skóla. „Þetta sýnir að nemendur úr minni skólum og skólum úti á landi, þeir eru bara að standa sig prýðilega í Háskóla Íslands,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. „Svona úttektir og rannsóknir eru gríðarlega mikilvæg- ar til að slá á fordóma í samfélaginu,“ segir hann. Gæði framhaldsskólanna endurspeglast ekki Í rannsókn sem Kristjana Stella Blön- dal, lektor í félags- og mannvísinda- deild, vann ásamt Jóni Torfa Jónas- syni, forseta menntavísindasviðs Háskóla Íslands, kemur fram að sam- ræmd próf í íslensku sem þá voru haldin við lok grunnskóla, hafi gefið betri vísbendingar um líklega náms- framvindu en það úr hvaða fram- haldsskóla nemendur komu. Það er að segja, að nemendur sem sýna góð- an árangur á samræmdum prófum eru líklegri til að sýna góðan árangur í áframhaldandi námi, hvort sem það er framhaldsskóli eða háskóli. Vert er að hafa í huga að niðurstaðan er frá árinu 2005 og var rannsóknin unnin úr gögnum um fólk sem fæddist árið 1975. Sýna niðurstöður könnunarinn- ar það einnig að ef tekinn er sá hóp- ur nemenda sem fékk einkunnir á bilinu 7,1–8,0 í samræmdu prófi í ís- lensku þá ræðst það ekki af þeim framhaldsskóla sem þeir voru í hvernig þeim gengur í háskóla. Vel- gengni þeirra byggir á námsgetunni og því hvernig nemandi leggur sig fram. Meginniðurstaðan er því sú að ekki finnst skýrt mynstur sem end- urspeglar mismunandi gæði fram- haldsskólanna. Hér staldra kannski margir við og benda á að rannsóknin endurspegli ekki endilega núverandi skólakerfi og sé jafnvel það sem kalla má barn síns tíma. Hins vegar styðja nýlegar niðurstöður skýrslu kennslu- málanefndar Háskóla Íslands við gögnin um fólk fætt árið 1975. Á vegum nefndarinnar hafa ver- ið teknar saman tölur sem endur- spegla árin 2008–2011. Af þeim er heldur ekki hægt að sjá marktækan mun á árangri nemenda í háskóla eftir því í hvaða framhaldsskóla þeir fóru. Þar eru tekin saman meðaltöl af einkunnum nemenda í deildum háskólans og þeim raðað eftir fram- haldsskólum sem nemandinn stund- aði nám við. Skólarnir jafnir en talið var Þegar gögnin eru skoðuð og tekið er tillit til þess hvaða einkunnir nem- endur voru með úr grunnskóla, kem- ur í ljós að munurinn á milli skóla er mun minni en almennt hefur verið talið. Af orðspori sumra skóla mætti ætla að nemendur þeirra væru mun betur undirbúnir fyrir háskólanám en nemendur annarra skóla, en sam- kvæmt niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið kemur í ljós að slík- ar staðhæfingar eiga ekki við rök að styðjast nema að litlu leyti. „Helstu niðurstöður þessarar skýrslu eru þær, að þrátt fyrir að það komi fram dálítill munur eftir því hvernig nemendum ákveðins fram- haldsskóla vegnar í háskóla þá er tvennt sem þarf að hafa í huga í þessu sambandi. Annars vegar er ótrúlega lítill munur á meðaltölunum milli flestra skólanna, hvort sem það eru gamlir og frægir skólar eða litlir skól- ar úti á landi. Þarna eru birt meðal- töl og þarna sér maður að það er ekki mikill munur á meðaltölunum. Hins vegar þá koma nemendur inn í suma framhaldsskólana með hærri einkunnir á grunnskólaprófi en inn í aðra. Þannig að jafnvel þó að það sé einhver munur á einkunnun- um sem nemendurnir fá í háskóla, þá segir það eitt og sér ekkert um gæði framhaldsskólanna,“ segir Ólafur. Nemendur án framhaldsskóla- prófs standa sig vel Ólafur bendir á að nemendur sem hafi fengið undanþágu frá fram- haldsskólaprófi til að stunda há- skólanám standi sig einnig mjög vel. Meðaleinkunn þeirra sé undir með- altali, en þó samkeppnishæf. „Það hefur verið sagt að þeir ráði ekki við námið í háskólanum, en þessar tölur sýna að mjög mörgum þeirra gengur bara mjög vel,“ segir hann. Ólafur varar við því að skoða töl- urnar eftir röð, þar sem skólum er jafnvel raðað í sæti og þá geti mun- urinn virkað mikill, þegar aðeins munar litlu á einkunnum. „Munur- inn á fyrsta sæti og tuttugasta sæti gæti verið tiltölulega lítill,“ segir hann og þar að auki að skólinn sem toppar í einni deild innan háskólans geti staðið lægra í annarri. n Framhaldsskólinn skiptir ekki máli n Ekki marktækur munur á einkunnum í HÍ eftir framhaldsskólum „Svona úttektir og rannsóknir eru gríð- arlega mikilvægar til að slá á fordóma í samfélaginu. Félags- vísindasvið Heilbrigðis- vísindasvið Hugvísindasvið Mennta- vísindasvið Verkfræði- og náttúruvísindasvið Borgarholtsskóli 6,29 6,22 6,98 7,67 6,22 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 6,82 6,74 6,95 7,79 6,58 Fjölbrautaskóli Snæfellinga 6,83 5,71 6,07 7,35 5,84 Flensborgarskólinn í Hafnarfirði 6,38 6,5 6,85 7,65 6,4 Framhaldsskólinn á Húsavík 6,8 6,15 7,18 7,86 6,34 Kvennaskólinn í Reykjavík 6,78 6,98 7,22 7,83 6,81 Menntaskólinn við Hamrahlíð 6,65 7,27 7,47 7,85 6,86 Menntaskólinn á Ísafirði 6,48 7,18 7,22 7,6 6,18 Menntaskólinn við Sund 6,63 6,9 7,12 7,76 6,32 Verslunarskóli Íslands 6,59 7,13 7,35 7,85 6,59 Meðaleinkunn eftir skólumÁsta Sigrún Magnúsdóttirblaðamaður skrifar asta@dv.is Háskóli Íslands Þúsundir nemenda stunda nám við Háskóla Íslands. Ekki virðist skipta miklu máli úr hvaða framhaldsskóla þeir koma sé litið til námsárangurs. Vegnar meðaleinkunnir íslenskra grunnnema frá hausti 2008 til og með hausti 2011 eftir fræðasviðum. Upplýsingarnar eru fengnar úr gagnasafni Kennslusviðs Háskóla Íslands árið 2012

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.