Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 20
Á takið Hjólað í vinnuna stendur yfir dagana 9. til 29. maí og er því að ná hámarki um þessar mundir. Fyrir þá sem eru með keppnisskapið í lagi er enn ekki orðið of seint að skrá lið til leiks. En fyrir hina sem vilja bara hjóla sér til gamans og heilsubótar þá er eng- inn tími betri en vorið til að draga fram fákinn og nýta hann sem samgöngu- tæki til að komast til og frá vinnu. Margir kunna þó af ýmsum ástæð- um að mikla fyrir sér að hjóla í vinn- una. Þær hindranir sem fólk setur fyrir sig eru þó oftar en ekki yfirstíganleg- ar þegar betur er að gáð. Það er um að gera að hugsa í lausnum því vandamálin eru jú til að leysa þau. Leiðin er of löng, eða hvað? n Ferðir sem eru sjö til tíu kílómetrar á hjóli taka álíka lang- an tíma á bíl og hjóli á háannatímum innanbæjar. n Prófaðu að hjóla í vinnuna og taka strætó heim á kvöldin. Leyfilegt er að taka hjól með í suma vagna og hægt er að skipuleggja hjólreiðar í sam- ræmi við almenningssamgöngur. n Þó ótrúlegt megi virðast þá tekur aðeins um fimmtán mínútur að hjóla hálfa borgina. Hægt er að sjá korter- skortið bæði á vefsíðunum hjolreid- ar.is og reykjavik.is. n Það er fátt skemmtilegra en að taka fram úr bílaröðinni á hjóli á háanna- tíma. n Mundu að eftir því sem styrkur þinn eykst breytist hugarfarið gagn- vart vegalengdum. Hvernig finn ég bestu hjólaleið- ina? n Gott er að hafa í huga að leiðin sem þú ert vön/vanur að fara á bílnum er ekki endilega sú heppilegasta fyrir hjólið. n Hjólavefsjáin (is.ridethecity.com/ iceland) er líklega best geymda leynd- armál internetsins sem allt of fáir vita af. Þar er hægt að fá tillögur um hent- ugustu hjólaleiðirnar á milli staða. n Kortið sýnir líka hvar göngustígar liggja og þannig gætir þú stytt leið þína og séð nýja hlið á borginni. Hvar á ég að geyma hjólið? n Góðir geymslustaðir geta leynst víða, til dæmis í kompu eða við svalir. Taktu hjólið inn ef mögu- legt er. n Óskaðu formlega eftir því við atvinnurekanda að hann bæti geymslu- aðstöðu fyrir reiðhjól. Bætt heilsa starfsmanna er allra hagur. n Víða um borgina er búið að setja upp hjólagrindur n Notaðu tryggan lás til að læsa stellið við hjólagrind eða eitthvað annað tryggt ef slík grind er ekki til staðar. Þarf ég að fara í sturtu? n Á mörgum vinnustöðum er sturtuaðstaða. Ef hún er ekki til staðar kannaðu þá hvort slík að- staða er annars staðar í hús- inu sem þú getur fengið aðgang að. n Hjólaðu rólega í vinnuna svo þú svitnir minna. n Ekki klæða þig of mikið. Mundu að það þarf ekki mikinn fatnað á meðan hjólað er. n Hægt er að taka með sér þvotta- poka í vinnuna. Ég þarf að vera uppáklædd/ur í vinnunni n Fáðu þér bögglabera og töskur undir föt. n Fáðu þér góðan bakpoka. n Hafðu nokkur sett af föt- um og ein til tvenn skópör í vinnunni. Taktu skyrtur/ boli og hrein undirföt dag- lega með þér. n Hafðu fötin með þér dags- daglega, gott er að rúlla upp drögtum, skyrtum og jakkafötum í stað þess að brjóta saman. n Settu fötin í hreinsun í ná- grenni við vinnustað þinn. Hvernig skal tækla íslenska veðráttu? n Er veðrið svo slæmt þegar þú ert komin/n út? n Reiknaðu með aðeins meiri tíma ef það er mótvindur. n Hjólaðu í léttum gír eins og þú værir að hjóla upp brekku. n Það er nauðsynlegt að eiga eina vatnshelda flík, og nota hana. n Ef þú ert í vinnunni þegar byrj- ar að rigna og ekkert er vatnshelt til staðar, taktu þá strætó heim eða fáðu far. n Njóttu þessa að þjóta heim, blotna á leiðinni og fara í þurrt heima. n Hafðu alltaf auðpakk- anlegan hlífðarjakka meðferðis. n Notaðu ljós og annan bún- að til að vera sýnileg/ur í myrkri og lélegu skyggni. Þarf ég hjólreiðaföt? n Nei, í rauninni ekki. Notaðu þinn venjubundna klæðnað þegar veður og aðstæður leyfa. n Bolur og vindheldur jakki duga í flestum veðrum og gott er að láta lofta aðeins um líkamann. n Föt og annar búnaður kemur smátt og smátt og endist oft mjög lengi. UppLýsingar: HjoLreidar.is 20 Lífsstíll 16. maí 2012 Miðvikudagur Kaffihúsatjöld fyrir hjólreiðafólk n Bjóða upp á kaffi, Kristal og viðhald fyrir hjólandi vegfarendur F ólk getur komið við og fengið sér kaffi eða kristal og jafnvel fengið viðgerð á hjólinu. Eða bara kíkt í spjall,“ segir Kristín Lilja Frið- riksdóttir, verkefnisstjóri almennings- íþróttasviðs ÍSÍ, en í dag, miðvikudag, verður  þátttakendum átaksins Hjólað í vinnuna boðið upp á að koma við í kaffihúsatjöldum sem verða staðsett á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Kristín Lilja segir kaffitjöldin hafa verið með í átakinu Hjólað í vinn- una frá árinu 2009. Hún óttast ekki að slæmt veður hafi áhrif á þátttökuna. „Á meðan það er ekki vindur er þetta í lagi. Það er alltaf hægt að klæða af sér kuldann og samkvæmt kortun- um á veðrið að vera ágætt. Þessi tjöld hafa alltaf verið vel sótt og ég held að það hafi komið 1.000 manns til okk- ar í fyrra. Við verðum frá korter í sjö til níu á þeim stöðum þar sem traffíkin er mest.“ Sjálf segist Kristín ekki hjóla í vinn- una þetta árið. „Ég tek strætó í ár þar sem ég er ófrísk en annars hefði ég hjólað. Ég bý í Hafnarfirði og vinn í Laugardalnum svo það er ágætis spöl- ur,“ segir hún og bætir við að Íslend- ingar séu farnir að hjóla meira síðan átakið hófst. „Klárlega. Ég er búin að vinna hér frá árinu 2008 og þegar mað- ur vinnur við svona lagað tekur maður eftir hjólreiðafólki. Að mínu mati voru mun fleiri farnir að hjóla í apríl í ár mið- að við apríl í fyrra. Ég hef að vísu enga nákvæma staðfestingu á því, bara mína tilfinningu. Við vitum líka mörg dæmi þess að fólk byrjaði að hjóla vegna átaksins og hefur svo haldið fram. Það er einmitt markmiðið – að fá fólk til að halda áfram eftir þessar þrjár vikur.“ IKEA framleiðir myndavélar Nú hefur IKEA slegist í hóp myndavélaframleiðenda með því sem fyrirtækið kallar heimsins ódýrustu myndavél, Knäppa. Vélin er ekki komin í búðir og verð hefur ekki verið gefið upp en hér má sjá myndir af gripnum. Myndavélin er stafræn og hægt að tengja hana beint við tölvuna með USB og sækja myndirnar. Hátæknihitakassar væntanlegir Nýbakaðar mæður geta fljótlega sinnt nýfæddum börnum sínum sem verða að dvelja í hitakassa án þess að stíga fram úr rúminu. Nýir hátæknihitakassar eru væntanleg- ir á markað en hægt er að hreyfa hitakassana til svo móðirin geti snert og horft á barnið þótt hún hafi ekki heilsu til þess að fara á fætur. Myndbandsvélar eru á kass- anum svo hjúkrunarfræðingar geti fylgst með barninu og faðir þess og systkini horft á nýjasta fjölskyldumeðliminn úr tölv- unni heima við. Fyrir vikið getur barnið fundið snertingu móður- innar, séð hana og fundið lyktina af henni sem verður til þess að tengsl á milli þeirra myndast fyrr. Hitakassarnir eru einnig mun hljóðlátari en þeir hefðbundnu og ekki skemmir flott hönnunin fyrir. Þýska fyrirtækið BabyBloom vinn- ur að hönnun kassanna. Mittismálið skiptir meira máli en þyngd Enn eru ákveðin vandkvæði fólgin í því að meta offitu og heilsufar eftir mælikvörðum. Ný rannsókn sýnir að hlutfall- ið á milli mittisummáls og hæðar viðkomandi er betri mælikvarði til að mæla áhættu á hjartasjúkdóm- um en BMI-mælikvarðinn þar sem aðeins er stuðst við þyngd og hæð. Þetta sýndu rannsóknir Evr- ópuráðs á offitu í Lyon í Frakk- landi en vísindamenn fóru yfir tugi rannsókna sem hafa verið gerðar á BMI-þyngdarstuðlinum og báru saman við þessa aðferð. Meira mittismál er frekar tengt hjartasjúkdómum, bólgum og insúlínónæmi. auðvelt Ef viljinn er fyrir hendi er hægt að leysa þau vandamál sem koma upp þegar hjóla skal í vinnuna, frekar auðveldlega. n Það er auðveldara en þú heldur að hjóla í vinnuna Leystu málið og hjólaðu! Þjónustuhlé Hjólreiðafólk getur fyllt á tankinn í kaffihústjöldum á höfuðborgarsvæðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.