Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 18
18 Umræða 16. maí 2012 Miðvikudagur
Aðalsteinn Kjartansson
Ertu ánægður með Jóhönnu
Sigurðardóttur sem
formann?
Árni Páll: Jóhanna hefur staðið
sig vel sem formaður á erfiðum
tímum þegar sjóir hafa gengið yfir
flokk og þjóð. Ég er mjög ánægður
með arfleifð Jóhönnu og hún mun
skipa stóran sess í stjórnmála-
sögunni.
Reynir Traustason Ríkir
trúnaður á milli ykkar
Jóhönnu Sigurðardóttur?
Árni Páll: Við Jóhanna höfum átt
gott og náið samband á erfiðum
tímum. Hún var mér ómetanlegur
ráðgjafi þegar það kom í minn
hlut að skera niður í velferðar-
þjónustu og bótakerfum. Þá réð
hún mér heilt þótt hún væri í því
erfiða hlutverki að þurfa að reka
mig áfram og heimta sífellt af mér
meiri niðurskurð. Sambandið er
eðlilega minna nú þegar ég er ekki
lengur í ráðherrahópnum.
Kristín Jónsdóttir Hverjar
væru þínar áherslur ef þú
myndir taka við sem
formaður Samfylkingarinnar?
Árni Páll: Nú er ekkert ljóst um
formannskjör og því erfitt að
svara eins og ég sé í framboði.
Hitt er alveg ljóst að mér finnst
að forysta Samfylkingarinnar eigi
að vera í hlutverki brúarsmiðs í
landinu. Við eigum að brúa ólík
sjónarmið, enda er jafnaðarstefn-
an eina stjórnmálastefnan sem
byggir á almannahagsmunum en
ekki sérhagsmunum og hafnar
rányrkju og skammtímasýn.
Aðrir flokkar nálgast stjórnmál
á forsendum sérhagsmuna. Við
gerum það ekki og það þarf að
sjást. Samfylkingin þarf líka
að sýna stjórnfestu og vönduð
vinnubrögð. Þar þurfa líka að
rúmast margar ólíkar skoðanir –
til að hún geti verið sá stóri flokkur
sem hún á að vera.
Rafn Steingrímsson Hefur
þú áhuga á því að gegna
formennsku í Samfylking-
unni?
Árni Páll: Enn og aftur: Þrátt fyrir
mikið tal um formannsbrækur eru
þær nú ekki á lausu ;-) Flokkurinn
hefur ekki tekið ákvörðun um
hvenær til formannskjörs komi og
á meðan svo er, er erfitt að lýsa
áhuga á verkefninu. Hitt er ljóst
að ég vil nýta allt mitt afl til að
Samfylkingin nái að fara í rétta
átt á næstu árum – við eigum að
læra af reynslu undanfarinna ára
og sækja fram á þeim grunni.
Kristín Jónsdóttir Með
hvaða flokki myndir þú helst
vilja mynda ríkisstjórn?
Árni Páll: Með þeim flokki sem
gerir Samfylkingunni auðveldast
að ná fram stefnu sinni. Þar geta
í sjálfu sér allir kostir komið til
greina, þótt samleið okkar sé mis-
mikil með ólíkum flokkum í ólíkum
málum.
Atli Fanndal Þú hefur lýst
áhyggjum yfir dalandi fylgi
Samfylkingarinnar
samkvæmt skoðanakönnunum.
Óttast þú að flokkurinn þinn fari
verulega illa út úr næstu kosningum?
Árni Páll: Ég held að það sé í
höndum Samfylkingarinnar.
Ég held að hin breiða miðja í
samfélaginu þrái fordómalausa
orðræðu og praktískar lausnir –
nokkuð sem Samfylkingin ætti
flokka helst að geta boðið upp
á. Ég sé ekki að fólk langi til að
kjósa gamaldags klisjur og þras.
Ef Samfylkingin vísar leiðina út
úr öngstræti slagorðanna, kvíði
ég engu fyrir hennar hönd í næstu
kosningum. En hennar er valið.
Natan Kolbeinsson Hvern
ætlar þú að kjósa sem forseta
lýðveldisins 30. júní og hvað
finnst þér um umræðuna um að Þóra
sé frambjóðandi JÁ Ísland og
Samfylkingar ?
Árni Páll: Ég hef ekki gert upp hug
minn til forsetaefnanna og vil nú
sjá kosningabaráttuna áður en ég
ákveð mig.
Birgir Olgeirsson Hver er þín
stærsta eftirsjá í starfi
ráðherra og hverju ertu
stoltastur af?
Árni Páll: Stoltið fyrst:
Árangurinn í að verja kjör lakast
settu lífeyrisþeganna, átakið
Ungt fólk til athafna, lög um
greiðsluaðlögun og umboðs-
mann skuldara, Beina brautin
sem gagnast hefur þúsundum
fyrirtækja. Til viðbótar má
nefna lögin með langa nafninu
frá hausti 2009, sem gerði
kröfuhöfum kleift að afskrifa
kröfur í fyrsta sinn. Eftirsjá:
Að hafa ekki náð að klára ýmis
mál – umbreytingu á sviði
húsnæðismálanna, umbætur í
hagstjórninni o.s.frv.
Fundarstjóri Hver er
uppáhaldsstjórnarand-
stöðuþingmaðurinn þinn?
Árni Páll: Þetta er góð spurning.
Birgir Ármannsson er alltaf mál-
efnalegur og sanngjarn, þótt ég sé
sjaldnast sammála honum. Það
er gaman að glíma við Sigmund
Davíð.
Hildur Lilliendahl
Viggósdóttir Ertu femínisti?
Árni Páll: Já.
Nói Blomsterberg Hvaða
stjórnmálaflokki á Alþingi
hefur þú mest óþol fyrir?
Árni Páll: Einhver vitur
maður sagði einhvern tíma að
drullusokkunum væri þokkalega
jafnt skipt milli flokka. Kannski
er það satt. Ég á hins vegar mjög
erfitt með að sætta mig við að
stjórnmálaafl geti ekki með
ótvíræðum hætti fordæmt til-
efnislaust ofbeldi gegn saklausu
fólki. Þess vegna hef ég fyrirvara á
Hreyfingunni.
Ísak Jónsson „Ég á hins
vegar mjög erfitt með að
sætta mig við að stjórnmála-
afl geti ekki með ótvíræðum hætti
fordæmt tilefnislaust ofbeldi gegn
saklausu fólki.“ Til hvers ertu að vísa
hér?
Árni Páll: Ég skýrði það áðan. Ég
var að vísa til þess að tveir þing-
menn Hreyfingarinnar réttlættu
ofbeldisárás á saklausa menn á
lögmannsstofu. Í kjölfarið kom
yfirklór. Ég vil skýra fordæmingu á
ofbeldi.
Natan Kolbeinsson Ætti
Samfylking að taka sér frí frá
ríkisstjórn eftir næstu
kosningar ?
Árni Páll: Stjórnmálaflokkar
sem treysta sér ekki til að leiða
samfélagið eiga ekki að bjóða
fram. Verkefni jafnaðarmanna
lýkur aldrei – og allt bendir til
að aldrei verði meiri þörf fyrir
alþjóðasinnaðan jafnaðarmanna-
flokk hér á landi en eftir næstu
kosningar. Sérðu einhvern annan
tala fyrir félagslegu réttlæti og
alþjóðavæddu atvinnulífi? Ekki
ég.
Margrét Friðriksdóttir Sæll,
Árni Páll. Hver er afstaða þín
til ESB? Ert þú líka með sömu
heftu skoðun og samflokksmenn þínir
um málið og geturðu útskýrt af hverju
þið eruð eini flokkurinn sem vill inn í
þessa glötun?
Árni Páll: Ég vil aðild að ESB,
því ég vil að Ísland sé hluti af
innri markaði Evrópu. Við njótum
nú aðgangs í gegnum EES, en
getum ekki haldið krónunni í
frjálsum viðskiptum og þurfum
að afsala okkur fullveldi á sviði
fjármálastöðugleika ef EES á að
lifa. Því er valið sífellt að verða
skýrara: Viljum við þátttöku í
innri markaðnum – en með minni
áhættu fyrir heimilin af fjármála-
áföllum og gengishruni – eða
viljum við fara út úr EES?
Kári Jónsson Myndir þú
styðja það að öll framkomin
frumvörp um fiskveiðistjórn-
un fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Árni Páll: Fyrirliggjandi frumvarp
um fiskveiðistjórnun er mála-
miðlun milli stjórnarflokkanna og
að sumu leyti við atvinnugreinina.
Ég myndi kjósa þjóðaratkvæði
um meginlínur, frekar en um
svona samningsniðurstöðu. Ég
myndi t.d. sjálfur vilja sjá skýrari
markaðsforsendur fyrir ákvörðun
veiðileyfagjalds, í samræmi við
stefnu Samfylkingarinnar.
Nói Blomsterberg Heldur þú
að það yrði þróun í rétta átt
að fá Davíð Oddsson aftur inn
í stjórnmálin? Ef nei, hvers vegna ekki?
Ef já, hvernig þá?
Árni Páll: Æi. Hefur sú kynslóð
sem nú er á besta aldri ekki sjálfs-
traust til að leiða þjóðina? Þurfa
stjórnmálin endalaust að vera
eins og endursýning á Kastljósi frá
árinu 1990?
Birgir Olgeirsson Ögmundur
hefur áhyggjur af „ofbeit“
ferðamanna í kjölfar
fjárfestingar Nubos á Grímsstöðum.
Hver er þín afstaða varðandi
fyrirhugaðan rekstur hans hér á landi?
Árni Páll: Ég er almennt jákvæður
gagnvart erlendri fjárfestingu í
ferðaþjónustu hér, sérstaklega
ef í henni felst uppbygging dýrari
kosta, eins og mun vera í hug-
myndum Huang Nubo. Við eigum
svo í almennum lögum og reglum
að takmarka ágang ferðamanna,
en það á ekki að vera ákvörðunar-
ástæða til að koma í veg fyrir
fjárfestingu einstakra manna.
Hættan er sú að allt of margir
komi og afrakstur af hverjum og
einum verði of lítill. Það vandamál
er nú að verða raunverulegt og
hefur ekkert með Nubo að gera.
Natan Kolbeinsson Voru
ráðherrabreytingar 30.
desember af hinu góða?
Árni Páll: Á því eru tvær hliðar. Ég
er þakklátur fyrir að hafa fengið að
vera ráðherra, en ég hef líka haft
mjög gott af því að hætta að vera
ráðherra. Skyndilega fær maður
tækifæri til að hugsa alla reynslu
undanfarinna ára í samhengi og
það er gott. Það er persónulega
hliðin. Hitt er hin pólitíska hlið: Ég
held að viðvörunarorð mín frá 30.
desember hafi sýnt sig að vera rétt.
VG hefur nú alvald í atvinnumálum
og efnahagsmálum og til að láta
hrókeringarnar ganga upp þurfti
að ráðast í mjög varhugaverða
breytingu, sem er uppskipting
efnahagsráðuneytis. Það er ekki
í samræmi við neina faglega ráð-
gjöf að reglun fjármálamarkaða
sé í atvinnuvegaráðuneyti og
hagstjórnin að öðru leyti í fjár-
málaráðuneyti. Jännäri lagði þvert
á móti til að sameining þessara
þátta í efnahagsráðuneyti væri
grundvallaratriði í endurreisninni.
Okkur hefur því svolítið borið af leið.
Arnar Snær Pétursson Varst
þú sáttur við niðurstöðu
landsdóms, Árni Páll?
Árni Páll: Maður deilir ekki við
dómarann.
Steinunn Þorvaldsdóttir
Hvenær á að afnema
verðtryggingu og
gjaldeyrishöft?
Árni Páll: Besta leiðin er með
aðild að ESB og upptöku evru.
Við þurfum að byrja á höftunum,
en ég hef enga trú á að nokkur
maður láni til langs tíma á föstum
vöxtum í íslenskum krónum án
verðtryggingar.
Þórður Sigurðsson Paul
Krugman, prófessor í
hagfræði og Nóbelsverð-
launahafi árið 2008, spáir „evruragna-
rökum“ á næstu mánuðum. Hvað segir
þú um það?
Árni Páll: Vandinn í Grikklandi er
sannarlega mikill og vel má vera
að pólitísk upplausn þar leiði á
endanum til að Grikkland hrökklist
úr evrunni. Fordæmi Grikkja á að
verða okkur víti til varnaðar og við
þurfum að gæta þess að muna að
þjóð sem ekki hagar útgjöldum í
samræmi við tekjur er dæmd til
þess að glata stjórnarfarslegu
fullveldi. Það viljum við ekki.
Gunnar Svavarsson Miðað
við atvinnuástand og
leigumarkað, telurðu að kjör
námsmanna séu boðleg? Þá
sérstaklega í ljósi þess að ríkisstjórnin
hefur hvatt fólk til að fara í nám.
Árni Páll: Þetta er góð spurning
– þarna þarf alltaf að finna
meðalveg. Ég stóð fyrir 20%
hækkun grunnframfærslu náms-
manna haustið 2009, til að hvetja
fólk af bótum í nám. Það voru nú
margir ráðherrar ekkert alltof kátir
með það frumkvæði, en ég held að
reynslan sýni að það hafi verið rétt.
Pétur Jónsson Hvernig líst
þér á að ráðherrar komi ekki
frá Alþingi, heldur séu
utanaðkomandi, svipað og Ragna og
Gylfi? Þyrftu flokkar þá ekki að stilla
upp ráðherravali fyrir kosningar? Er
það ekki kostur?
Árni Páll: Það er alveg kostur. Í
umræðum innan Samfylkingar
síðustu misseri hefur verið lögð
áhersla á víðtækt vald formanns
til að kalla til verka þá sem hann
eða hún kýs á hverjum tíma. Ég
er sammála því. Aðstæður geta
hæglega verið með þeim hætti
að sérstök reynsla eða þekking sé
eftirsóknarverð í ráðherraemb-
ætti, a.m.k. um einhvern tíma.
Guðmundur Skúlason Ber
stjórnvöldum ekki að sjá til
þess að fjármálastofnanir
hætti þegar að innheimta áður gengis-
tryggð lán þegar óvissa ríkir um bæði
eftirstöðvar láns og gjaldfærni banka
eftir niðurfærslu höfuðstóls?
Árni Páll: Mér finnst eðlilegt að
bankar innheimti ekki kröfur sem
óvissa er um með óafturkræfum
hætti – taki ekki eignir og setji fólk
og fyrirtæki ekki í gjaldþrot.
Ásgeir Einarsson Af hverju
er ríkið ekki búið að selja
RÚV?
Árni Páll: Vegna þess að RÚV
gegnir almannaþjónustuhlutverki.
Njörður Helgason Hefðu
þurft að verða meiri umskipti
þingmanna eftir fallið?
Árni Páll: Ég veit það ekki. Ég
sé nú ekki neinn augljósan mun
á mannvali í þinginu nýliðum í
hag. Ég held að við verðum að
fara að hætta að halda að ef bara
einhverjir aðrir hefðu setið hér eða
þar hefði ekkert hrun orðið. Hrunið
varð af mörgum ástæðum – og
flestum þess eðlis að það hefði
orðið óháð því hverjir voru við
völd 2008. Stjórnarstefnan frá
2002–2007 er hins vegar augljós-
lega áhrifavaldur. Við leysum þann
vanda með því að kjósa aldrei aftur
flokka sem vilja eyða um efni fram
og efna til þenslu á uppgangs-
tímum.
Ingi Vilhjálmsson Hvaða
skoðun hefur þú á veiðum
íslenskra útgerðarfyrirtækja í
Vestur-Afríku?
Árni Páll: Íslensk útgerðarfyrir-
tæki eiga að sjálfsögðu að fara að
alþjóðalögum. Til viðbótar á að
gera til þeirra ríkar siðferðiskröfur
um að stunda bara sjálfbærar
veiðar, því sú stefna er hornsteinn
velgengni þeirra og góðra við-
skiptakjara á mörkuðum. Þess
vegna eiga Íslendingar líka ekki að
stunda rányrkju á makríl.
Ólafur Sindri Með hvaða liði
heldur þú í enska boltanum?
Árni Páll: Arsenal – allt
frá sigrinum stóra 1970!
Guðmundur Jóhannsson
Nærðu þessari fallegu
bronsáferð með kremi,
ljósabekkjum eða mikilli útiveru?
Árni Páll: Hehe – hélt að þessi
ætlaði aldrei að koma! Hef ekki
farið í ljós síðan ég var nýskriðinn
af gelgjuskeiði, en verð svartur
við að heyra veðurfréttir – líka
rigningarspá. Syndi, hleyp og ríð
hestum.
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV.is í vikunni
„Verð nú bara að segja
að mér finnst jákvætt
þegar menn sem
þekkja þennan heim af eigin
raun hvetja menn til að halda
sig frá honum.“
Steinar Immanúel Sörensen
um frétt á DV.is um að Jón H.
Hallgrímz og Ævar Örn Guð-
jónsson hafi ritað grein í nýjasta heftinu
af Reykjavík Grapevine þar sem þeir gefa
umsögn um það hversu raunveruleg
kvikmyndin Svartur á leik er í raun og veru
auk þess sem þeir hvetja fólk til að halda
sig frá undirheimunum.
„Jæja, er þá forsetinn
byrjaður að henda skít
í allar áttir. Smekklegt
Óli, smekklegt.“
Hallveig Rúnarsdóttir um frétt
að Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, hafi veist harkalega
að fréttastofu Ríkisútvarpsins og mót-
frambjóðanda sínum, Þóru Arnórsdóttur.
í einkaviðtali í þættinum Sprengisandi á
Bylgjunni.
„Það ætlar að reynast
Þóru og kó erfitt að
hrista af sér Samfylk-
ingarstimpilinn. Kannski engin
furða þar sem þetta framboð
er til komið að undirlagi Sam-
fylkingarinnar eins og niðu-
stöður skoðanakönnunar um
pólitíska stöðu kjósenda sýndi -
80% þeirrra sem ætla að kjósa
Þóru kjósa Samfylkinguna. Er
einhver sem í alvöru trúir því að
það sé einskær tilviljun???“
Hjördís Kvaran Einarsdóttir
um frétt þess efnis að Þóra
Arnórsdóttir kannist ekki við
að hafa kennt í stjórnmálaskóla Sam-
fylkingarinnar árið 2002. Tilkynning þess
efnis birtist hins vegar á vefsíðu Morgun-
blaðsins sama ár.
„Það er óendanlegur
partur af þessu lífi að
fást við óendanlega
röð atvika sem skáka tilveru
okkar. Það eru þau sem geta
haldið áfram að tefla af áhuga
og jákvæðni og setja hlutina í
rétt samhengi sem klára sig í
þessum sennum. Þú ert ekkert
annað en stórmeistari Ásdís
Hjálms.“
Stefán Þór Stefánsson um
helgarviðtal við Ásdísi Hjálms-
dóttur, afrekskonu sem missti
föður sinn árið 2006 en hann féll fyrir eigin
hendi. Ásdís er á leið á Ólympíuleikana.
„Þetta er frábært
dæmi um „Borg-
aralega óhlýðni“
þetta fólk eru raunverulegar
hetjur, tilbúin að fara gegn
ósanngjörnum lögum og taka
afleiðingunum.“
Jón Ragnarsson um þá frétt að
lesbísk kona hafi verið handtekin
í Norður-Karolínu í Bandaríkj-
unum í vikunni þegar hún reyndi án afláts
að fá sig skráða í hjónaband með konu.
„Ótrúlegt! Situr ekki
maðurinn sem stakk
Skúla í Lagastoð enn
í gæsluvarðhaldi? Og ef svo,
hver er munurinn á þessum
tveimur málum? Er líf kvenna
kannski talið minna virði en líf
karla ?“
Anna Einarsdóttir um frétt að
maður hafi verið látinn laus eftir
að hafa stungið konu 12 sinnum
í Kópavogi.
44
49
33
11
18
25
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi ráðherra, var á Beinni línu á þriðjudag.
Ekki mátað brækur formanns
Nafn: Árni Páll Árnason
Aldur: 45 ára
Starf: Þingmaður Sam-
fylkingar
Menntun: Lögfræðingur