Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 19
Neytendur 19Miðvikudagur 16. maí 2012 Grænmeti oG annað Góðmeti á Grillið n Grilltíminn er kominn en það er vel hægt að hugsa um hollustuna þótt grillin séu komin út F lestir tengja grillmat við steik- ur, hamborgara og annað kjötmeti en það eru til ýmsir hollari kostir sem má skella á grillið á sumarkvöldi. Papr- ika, maísstönglar og eggaldin eru nokkrar tegundir grænmetis sem er gómsætt á grillið. Það er hægt að grilla grænmetið á mismunandi vegu til að mynda í heilu lagi á ál- pappír eða skera það í grófa bita og þræða á pinna. Heilgrillaður laukur og hvítlaukur sem meðlæti er holl- ur og bragðgóður kostur en auk þess eru ostafylltir sveppir algjört lostæti og má nota þann ost sem hverjum og einum þykir bestur. Þá má grilla flestar tegundir grænmetis og það eru um að gera að prófa sig áfram og hræðast ekki nýjungar. Svo má ekki gleyma að nefna fiskinn sem er alltaf hollur grillréttur. DV hefur fengið nokkra einstak- lingar til að gefa lesendum hug- myndir að góðum grænmetisgrill- réttum, meðlæti eða öðrum hollum kostum á grillið sem tilvalið er að prófa í sumar. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Á bbcgoodfood.com má finna fjölmargar uppskriftir og þar á meðal eru nokkrar af grænmetisréttum á grillið. Ein þeirra er gulrótarborgarinn Gulrótar- og sesamborgari 750 gr gulrætur, afhýddar og hakkaðar 410 gr kjúklingabaunir í dós 1 laukur, saxaður 2 msk. tahini + 1 tsk. í sósuna (möndlusmjör) 1 tsk. cumin 1 egg 3 msk. ólífuolía 100 gr brauðmylsna úr grófu brauði 1 tsk. sítrónusafi + smá af berkinum 150 ml hrein jógúrt eða AB mjólk 3 msk. sesamfræ Klettasalat, rauðlaukur, lárpera og chili- sósa til að setja á borgarann n Aðferð: 1. Setjið 1/3 af gulrótunum, kjúklinga- baunir, lauk, 2 msk. tahini, cumin og egg í matvinnsluvél. Maukið vel og setið svo í stóra skál. Hitið 1 msk. olíu á pönnu og bætið afganginum af gulrótunum út í. Steikið í 8–10 mínútur, eða þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar. Bætið gulrótunum í skálina ásamt brauð- mylsnu, sítrónuberki og sesamfræjum 2. Deilið blöndunni í 6 hluta og mótið í buff. Blandið saman jógúrt, 1 tsk. tahini og sítrónusafa og kælið 3. Kveikið á grillinu (má líka alveg steikja á pönnu). Penslið borgarana með olíu og grillið í u.þ.b. 5 mínútur á hvorri hlið. Smyrjið jógúrtsósunni á annað brauðið og chili-sósu á hitt, setjið lárperu rauðlauk og klettasalat á milli Berglind Sigmarsdóttir gefur hér uppskrift af kalkúnaborgara en hún segir að heppilegt sé að búa til dálítið marga í einu enda fást um 10 stykki úr einni kalkúnabringu. Ef ekki sé ætlunin að elda þá alla í einu er tilvalið að pakka þeim inn í plastfilmu eða setja í frystipoka og frysta til að nota síðar. Einnig sé hægt að nota kjúklingabringur í stað kalkúns. Þessi uppskrift er úr nýútkominni bók hennar Heilsuréttir fjölskyldunnar Kalkúnaborgarar í speltham- borgarabrauði 1 kg kalkúnabringa, skorin í grófar lengjur 1 msk. súrsað engifer 1 laukur 2 hvítlauksgeirar ½ grænt chili ½ tsk. kumminduft ½ tsk. kóríanderduft ½ msk. sjávarsalt 2 egg 2 msk. brauðrasp (eða hneturasp, sjá uppskrift að kjötbollum með basilíku og hvítlauk) 2 msk. jómfrúarólífuolía, til steikingar n Aðferð: 1. Setjið kalkúnalengjurnar ásamt engifer, lauk, hvítlauk og chili í hakkavél. Færið síðan hakkið yfir í hrærivélarskál með hnoðara. Bætið síðan kummin, kóríander, salti, eggjum og raspi saman við 2. Blandið vel saman og mótið borgara 3. Penslið ólífuolíu á grillgrindina og aðeins yfir borgarana svo þeir festist ekki við 4. Leggið á meðalheitt grillið og leyfið að grillast í u.þ.b. 4 mínútur á hvorri hlið (fer eftir hitanum á ykkar grilli hvað borgarinn þarf svo hann sé eldaður í gegn) Berið fram með guacamole (mexíkóskt avókadómauk) hvítlaukssósu, kletta- salati og sætkartöflufrönskum Sætkartöflufranskar 1. Skrælið sætar kartöflur og skerið í frekar þunnar skífur 2. Hellið jómfrúarólífuolíu yfir og saltið 3. Setjið á ofnplötu eða skúffu efst í ofninn og bakið í 25 mínútur við 175°C Spelthamborgarabrauð 4–6 stk. 270 ml volgt vatn 6 gr þurrger ½ msk. lífrænt hunang, helst fljótandi 75 gr gróft spelthveiti 300 gr fínt spelthveiti 25 gr hveitiklíð 1/3 dl jómfrúarólífuolía 1 eggjarauða 2 msk. mjólk/hrísmjólk 1 msk. sesamfræ 1 msk. graskersfræ ½ tsk. sjávarsalt n Aðferð: 1. Hitið vatn í 37°C, setjið í hrærivélarskál og hellið þurrgeri saman við 2. Látið gerið leysast aðeins upp og blandið hunangi og olíu út í. Hrærið saman 3. Bætið salti og hveitiklíði saman við og svo afganginum af spelthveiti, grófu og fínu, í skömmtum og látið hnoðarann á vélinni hnoða aðeins inn á milli 4. Setjið volgan klút yfir skálina (ég hita viskustykki á heitum ofni áður en ég set það yfir) og hafið skálina á hlýjum stað í 50 mínútur 5. Setjið þá deigið aðeins aftur í hnoðar- ann og hnoðið örlítið 6. Skiptið deiginu í 4–6 hluta eftir því hvað þið viljið stór brauð. Mótið bollur (eins og hamborgarabrauð sem eru flöt að neðan en kúpt að ofan) og setjið á bökunarplötu klædda bökunarpappír 7. Stingið aðeins í bollurnar með gaffli 8. Blandið saman mjólk og eggjarauðu og penslið á bollurnar. Stráið sesamfræjum og graskersfræjum yfir. Leggið rakt stykki yfir og látið hefast aftur í 25 mínútur 9. Hitið ofninn í 190°C 10. Takið stykkið af bollum og setjið plötu í miðjan ofn. Bakið í 10–15 mínútur en ef þið eruð bara með 4 brauð bakist aðeins lengur Guacamole 1 avókadó, frekar mjúkt 1/3 laukur, fínt saxaður 1 hvítlauksgeiri, maukaður 1/3 chili, fínt saxað Safi úr hálfri sítrónu Salt og pipar n Aðferð: Stappið avókadó með gaffli og blandið síðan öðru hráefni saman við Hvítlaukssósa ½ dós sýrður rjómi 1 msk. heimagert majónes eða létt majónes 1 hvítlauksgeiri, maukaður Salt og pipar Öllu blandað saman Grænmeti sem hentar vel á grillið Gulrætur, tómatar, paprika, maísstönglar, sveppir, eggaldin, laukur, aspas, fennikka, squash og vorlaukur Sólveig Eiríksdóttir eða Solla á Grænum deilir þessari uppskrift. Grillaðar eggaldinrúllur með geitaosti og klettasalati 1 eggaldin Nokkrar msk. ólífuolía Smá salt og nýmalaður svartur pipar ½ dl geitaostur – má nota fetaost eða maukaðar kjúklingabaunir 3 msk. ferskur kóríander, smátt saxaður – má nota steinselju ½ dl valhnetur, smátt saxaðar 4 döðlur, smátt saxaðar ½ rauður chili-pipar, steinhreinsaður og smátt saxaður Handfylli klettasalat n Aðferð: Skerið eggaldinið í ½ cm þunnar sneiðar eftir endilöngu. Penslið með ólífuolíu og kryddið með smá salti og nýmöluðum svörtum pipar. Setjið á heitt grillið, galdurinn er að snúa þeim reglulega svo eggaldinið nái að eldast og grillast. Hrærið saman geitaosti, kóríander, valhnetum, döðlum, chili, smá salti og nýmöluðum svörtum pipar. Setjið 1 matskeið af fyllingu og nokkur kletta- salatlauf á endann á hverri rúllu. Rúllið upp, setjið á fat, stráið smá ólífuolíu yfir og berið fram Sólveig Regína Biard ÍAK einkaþjálfari, gefur hér uppskriftir af góðum forrétti sem er ferskur og hollur og hentar vel með grillmáltíðinni Smálúðuforréttur Smálúðan (má nota lax) 400–500 gr skorið í litla teninga og sett í mót 1 græn paprika, smátt söxuð 1 laukur, smátt saxaður 4 hvítlauksrif Smá salt, pipar og dill Safa úr ca. 4 sítrónum og 2 lime hellt yfir allt Öllu blandað saman og látið standa í ísskáp yfir nótt Ef maður vill setja þennan í sparifötin þá er mjög gott að bæta við 1–2 hvítvín- sglösum í blönduna Sósa með: Sýrðum rjóma (5%) hrært saman við safann af fiskinum Borðað með til dæmis ristuðu brauði Kúskúss-salat, frábært með grilluðum kjúklingi: 200 gr kúskús sett í skál, ekki soðið 4 tómatar saxaðir mjög smátt 1 laukur saxaður mjög smátt 1 paprika söxuð mjög smátt (má vera græn eða rauð) Pínu salt og pipar Fersk mynta, söxuð 4 msk. ólífuolía Safi úr 3–4 sítrónum Öllu blandað saman og látið standa í nokkra tíma inni í ísskáp Eftirréttur Fullt af jarðarberjum skorin í bita Lögur: Hvítvín Hlynsíróp Fersk mynta, söxuð smátt Látið liggja í 15–30 mínútur Sósa: Þeyttur rjómi Vanilla Börkur af lime

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.