Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 23
Afmæli 23Miðvikudagur 16. maí 2012 16. maí 40 ára Iwona Anna Sielatycka Suðurhólum 2, RVK Sigurjón Björgvinsson Hásteinsvegi 9, Vestmannaeyjum Svanhildur Harðardóttir Hraunbæ 92, RVK Guðrún Halldóra Ólafsdóttir Lækjamót- um 2, Sandgerði Guðleif Hafdís Indriðadóttir Laufrima 2, RVK Ragnar Örn Egilsson Tröllateigi 11, Mos- fellsbæ Arnar Þór Óskarsson Kötlufelli 3, RVK Jóhanna Tryggvadóttir Stuðlaseli 2, RVK Valdimar Kristinsson Garðsenda 3, RVK Arnar Grétarsson Esjugrund 96, RVK Hallfríður Guðmundsdóttir Guðrúnar- götu 3, RVK Hulda Björnsdóttir Blikaási 6, Hafnarfirði Þór Stefánsson Baldursbrekku 11, Húsavík Hjalti Már Björnsson Safamýri 16, RVK Valur Kristján Valsson Hólabraut 9, Blönduósi Stefán Hallsson Borgarhlíð 4b, Akureyri Bjarki Rafn Albertsson Hlíðargötu 14, Neskaupstað Davíð Guðnason Keldulandi 13, RVK Árni Ívar Erlingsson Álftamýri 10, RVK 50 ára Laima Jancauskiené Laugavegi 161, RVK Ólafur Arason Akraseli 37, RVK Anna Erla Þorsteinsdóttir Smárabraut 20, Höfn í Hornafirði Jón Bergþór Kristinsson Vesturvangi 32, Hafnarfirði Haraldur Guðlaugsson Hryggjarseli 12, RVK Valgerður Geirsdóttir Frostaskjóli 47, RVK Margrét Steindórsdóttir Lindarbergi 48, Hafnarfirði Jóhann Jónsson Hjallahlíð 10, Mosfellsbæ Erla Lóa Ástvaldsdóttir Sjávargötu 13, Álftanesi Ævar Björn Þorsteinsson Brekkusmára 6, Kópavogi Gunnar Sigurðsson Garðhúsum 12, RVK Eggert Lindberg Ólafsson Salthömrum 2, RVK Rannveig Þórsdóttir Unufelli 31, RVK Anna Birna Christiansen Hátúni 10b, RVK Ólafur Ragnar Hilmarsson Unufelli 33, RVK 60 ára Ingibjörg Jónsdóttir Álfhólsvegi 27, Kópavogi Aniela Paderecka Strandgötu 86b, Eskifirði Helgi Bragason RVKurvegi 16b, Hafnarfirði Friðrik Örn Guðmundsson Smárahvammi 6, Egilsstöðum Gústaf Adolf Gústafsson Hjallabrekku 13, Kópavogi Ingileif Guðjónsdóttir Efstasundi 84, RVK Aðalbjörg Sigmarsdóttir Vaðlatúni 30, Akureyri Kristrún Ástvaldsdóttir Holtabyggð 4, Hafnarfirði Sigríður Jónsdóttir Tjarnargötu 22, RVK Pétur Örn Jónsson Hamravík 10, Borgarnesi Erla Dagmar Lárusdóttir Tjarnarási 3, Stykkishólmi Sigurður Kjartan Harðarson Stapasíðu 16, Akureyri Hannes Jóhannsson Stóru-Sandvík, Selfossi Sigfríður Friðþjófsdóttir Ásbúð 56, Garðabæ 70 ára Ásta L. Eggertsdóttir Dofrabergi 19, Hafnarfirði Ragnar H. Guðmundsson Espilundi 3, Garðabæ Arnheiður Jónsdóttir Birkigrund 17, Selfossi Kristrún Valdimarsdóttir Sæunnargötu 4, Borgarnesi Margrét H. Kristinsdóttir Safamýri 34, RVK Gunnar Hjörtur Gunnarsson Brekkuseli 26, RVK Margrét Eiríksdóttir Hæðargarði 29, RVK Guðmunda Alda Eggertsdóttir Súluvöllum ytri, Hvammstanga Jóhanna Guðjónsdóttir Hrafnhólum 21, Selfossi María Karlsdóttir Stekkjargötu 19, Reykja- nesbæ 75 ára Guðmundur Kristinn Guðmundsson Þing- holtsstræti 27, RVK Helgi Gíslason Garðabraut 20, Akranesi Guðmundur Kjartan Ottósson Mánatúni 6, RVK 80 ára Sigurður Jónsson Sóltúni 13, RVK Sigrún Cortes Rauðalæk 30, RVK Erna Sigurðardóttir Birkivöllum 32, Selfossi Erla Guðmundsdóttir Stillholti 19, Akranesi 85 ára Auður Aðalsteinsdóttir Hvassaleiti 26, RVK Dagbjört G. Stephensen Miðleiti 3, RVK Hermann Bridde Bólstaðarhlíð 45, RVK Hjördís Alda Ólafsdóttir Seljalandsvegi 8, Ísafirði Halldóra Gunnlaugsdóttir Tjarnarlundi 3e, Akureyri Bjarney Jónsdóttir Sigtúni 43, RVK 90 ára Helga Kristinsdóttir Skúlagötu 20, RVK 95 ára Áslaug Helga Árnadóttir Suðurlandsbraut 66, RVK 17. maí 40 ára Radina Íris Bogicevic Trönuhjalla 21, Kópavogi Tibor Ördögh Fífumóa 5b, Reykjanesbæ Kristín Björg Kristjánsdóttir Melabraut 7, Seltjarnarnesi Vilhjálmur Bergs Smáratúni 9, Álftanesi Snorri Páll Jónsson Fjarðarási 10, RVK Guðbjartur Hafsteinsson Heiðvangi 1, Hafnarfirði Sigrún Óskarsdóttir Kársnesbraut 119, Kópavogi Sonja Hafdís Poulsen Grashaga 16, Selfossi Einar Þór Guðjónsson Fróðaþingi 46, Kópavogi Guðni Magnússon Laufskógum 7, Hveragerði Arnbjörg Högnadóttir Klukkubergi 1, Hafnarfirði María Guðmundsdóttir Bæjarási 5, Bakkafirði Skúli Tómas Hjartarson Bogabraut 9, Skagaströnd Sigrún Anna Jónsdóttir Silfurgötu 25, Stykkishólmi Sólveig Sigurðardóttir Völusteinsstræti 14, Bolungarvík Hallgrímur Kristinsson Logafold 80, RVK Ásgrímur Haukur Helgason Leirutanga 10, Mosfellsbæ Daníel Hinriksson Spóahólum 6, RVK Íris Thorberg Georgsdóttir Eskihlíð 26, RVK 50 ára Ólafur Elís Gunnarsson Grenilundi 4, Akur- eyri Georg Óskarsson Álfhólsvegi 87, Kópavogi Sveinbjörn Gizurarson Aflagranda 7, RVK Jón Guðbjörn Bjarnason Fjarðargötu 17, Hafnarfirði Svandís Þóroddsdóttir Móasíðu 6c, Akureyri Þorgils Óttar Mathiesen Hegranesi 28, Garðabæ Ólöf Guðmundsdóttir Hraunbæ 109d, RVK Kristmann Kristmannsson Urðarhæð 12, Garðabæ Brynja Marvinsdóttir Engjavegi 18, Selfossi María Aletta Margeirsdóttir Bröndukvísl 21, RVK Sigþrúður Jónsdóttir Eystra-Geldingaholti1, Selfossi Jón Freyr Jóhannsson Jaðarseli 2, Borgarnesi 60 ára Gunnlaugur S. Stefánsson Heydölum, Breiðdalsvík Sigurður Jónasson Þinghólsbraut 56, Kópavogi Guðrún Ingveldur Baldursdóttir Reynil- undi 5, Akureyri Una A. Sölvadóttir Laxatungu 51, Mosfellsbæ Lilja Finnbogadóttir Þverholti 4, Akureyri Halldóra Birna Gunnarsdóttir Blöndu- bakka 16, RVK 70 ára Guðrún V. Ragnarsdóttir Sóltúni 18, RVK Bjarni Ólafur Kristjánsson Aðalstræti 41, Þingeyri Karl Sigurðsson Bræðratungu 5, Kópavogi Þórunn Matthíasdóttir Þverholti 7, Mos- fellsbæ Ásta Björt Thoroddsen Hlynsölum 1, Kópavogi 75 ára Arnheiður Eggertsdóttir Öldugranda 9, RVK Sjöfn Kristínardóttir Laugarnesvegi 118, RVK Steinar Hallgrímsson Álfhólsvegi 19, Kópavogi Sigrún Gissurardóttir Kirkjusandi 1, RVK 80 ára Aase Vilborg Madelaire Dunn Hnjúkabyggð 27, Blönduósi Guðrún Kristinsdóttir Lóulandi 3, Garði Margrét Ásgeirsdóttir Mávabraut 4d, Reykjanesbæ Erla Jóhannsdóttir Hjaltabakka 24, RVK Erla Þóroddsdóttir Hraunbæ 178, RVK Ómar Elísson Háholti 29, Akranesi 85 ára Heiða Tryggvadóttir Sléttuvegi 11, RVK Einar Jónsson Hringbraut 50, RVK 95 ára Helga Guðmundsdóttir Aðalstræti 22, Bolungarvík Nanna S. Pálsdóttir Garðbraut 85, Garði Afmælisbörn Til hamingju! G unnar er fæddur í Hvítanesi við Ísa- fjarðardjúp hvar hann sleit skæðum frum- bernskunnar. „Þegar ég var sex ára flutti fjölskyldan inn í Ögurvík og við settumst að í húsi sem hét Svalbarð og hafði áður fóstrað Sverri Her- mannsson og hans fjölskyldu. Það var mjög gott að alast upp þarna, enda kannski flest gott í fjarlægð. Eftir að við fluttumst á Akranes saknaði ég mjög sveitarinnar og var loks sendur í sveit hjá mæðginum í Laug- ardal við Djúp, þar sem besta laxveiðiá landsins er. Þar var ekkert sem minnti á 20. öldina nema útvarpið og sveitasíminn. Þarna var ég bara eitt sumar,“ segir hann spaugsamur. Hann kláraði skóla á Akra- nesi og fór síðan til Reykjavík- ur og lauk landsprófi og þaðan lá leiðin í MR og svo í Háskóla Íslands. „Það þótti ekki góð lat- ína á Akranesi á þessum árum að fara í háskóla, alvöru menn menntuðu sig til sjómennsku eða sem iðnaðarmenn. Ég var eini utanbæjarmaðurinn í 120 manna árgangi í MR. Aðrir komu af höfuðborgarsvæðinu. Á sumrum vann ég á Akranesi og spilaði mikið knattspyrnu með ÍA. 1961 og 1962 spilaði ég með meistaraflokki og annað árið náðum við að verða í öðru sæti á Íslandsmótinu, einu stigi á eftir KR. Ég tók mér svo fimm ára hlé frá boltanum. Að því loknu gekk ég til liðs við meist- araflokk KR og varð Íslands- meistari með þeim 1968,“ segir hann og nú lýsir keppnisblik í augum. Gunnar lagði fyrir sig verk- fræði í háskóla og lauk fram- haldsnámi frá háskóla í Þránd- heimi í Noregi. „Það var gott að læra þar, góðir kennarar og stífur agi. Strax þegar ég byrjaði í verkfræðinni hóf ég sumar- störf hjá Reykjavíkurborg. All- ir sem voru í verkfræði fengu vinnu hjá borginni við mæling- ar og annað slíkt enda vöntun á tæknimönnum og miklar fram- kvæmdir í gangi. Það var verið að byggja Breiðholtið, ekki lok- ið við að byggja Fossvoginn og framkvæmdir á fullu í Árbæn- um. Aðeins þriðjungur gatna- kerfisins var malbikaður en borgin var búin að leggja fram 10 ára áætlun um að ljúka við malbikun gatna. Það vantaði því ekki framkvæmdir.“ Borgin varð starfsvettvang- ur Gunnars, síðustu áratugina við umferðardeild og þar varð honum ljóst mikilvægi þess að reyna að stemma stigu við um- ferðarslysum. „Það sem ég er stoltastur af að hafa gert er að koma í gegn og hanna svart- blettakassann. Þar eru skráð öll óhöpp og slys í umferðinni frá ársbyrjun 1983 og nú er hægt að sjá hvaða staðir eru erfiðastir og bregðast við því. Áður var þetta allt tilviljanakennt og byggt á einhverjum óljósum tilfinning- um. Nú hefur þessi gagnabanki sannað sig.“ Gunnar hefur setið í fjölda nefnda og ráða í gegnum tíð- ina. „Af nefndarstörfum er ég ánægðastur með að hafa stöðv- að framkvæmdirnar við Korp- úlfsstaði þegar ég var í bygg- inganefndinni. Þar stóð til að eyða ótrúlegum upphæðum í endaleysu. Ég var einn af stofnendum íþróttafélagsins Léttis í Reykja- vík og var formaður þess í 24 ár. Ég hef fengið viðurkenningu frá félaginu fyrir að vera fyrstur til að keppa í knattspyrnu á sjö- tugsaldri. Það er líklega sú við- urkenning sem ég er hamingju- samastur með.“ Þegar Gunnar er spurð- ur hvernig leggist í hann að mæta sjötugsafmælinu verð- ur hann brosmildur og horf- ir út um gluggann yfir borg- ina sína. „Það leggst vel í mig. Hinn möguleikinn væri að vera dauður og það vil ég síður,“ seg- ir hann og skellihlær. „Ég er hálfnaður að halda upp á afmælið með fjölskyld- unni, fór með hluta hennar til Spánar um páskana og svo förum við með hinn helming- inn fljótlega eða kannski bara um næstu páska. En á afmælis- daginn fer útskriftarhópurinn í afmælisferð til Pétursborgar þannig að hann mun líða í flugi og rútum en það verður örugg- lega gaman,“ segir þess síkáti keppnismaður. Þ etta er langlínusímtal, lyftu upp hendinni ef þú vilt ná sambandi,“ svona símsvari tekur á móti manni áður en Harpa afmælisbarn svarar í símann sinn. Í óvissu um hvort nauðsynlegt sé að lyfta hend- inni er beðið svars og að lokum er gengið frá hittingi til að ræða við afmælisdömuna. „Ég er ekki Gaflari, ég er Hafnfirðingur alin upp í vestur- bænum. Þar er heilt ævintýra- land í hrauninu og æðislegt að alast þar upp. Í hrauninu var mikið líf bæði mennskt og svo var mikið dýralíf þarna líka. Ég man þegar pabbi elti rottu og reyndi að rota hana með skón- um mínum, en hún slapp og skórinn líka. Í gjótunum þarna gerðum við okkur alls kyns leikvelli, sumar voru fyrir mömmuleiki þó erfitt væri að koma vögn- um og kerrum um hraunið, aðrar gjótur voru fyrir bófa- leiki og svo koll af kolli. Enda- laust rými og fjörugt ímynd- unarafl gat skapað allt þarna. Amma var nánast í næsta húsi og þar var ég dekruð út í eitt. Við amma náðum vel saman og hún kenndi mér flest gott sem ég kann. Sérstaklega lagði hún áherslu á að orð ættu að standa,“ segir Harpa þar sem hún skiptir um bleiu á Bjarna litla. Harpa var mikið í sveit frá unga aldri og hefur aldrei slit- ið taugina við dýrin og sveitina. „Ég fór ung í sveit á sumrum en tók mér hlé frá því þegar gelgj- an var í hámarki og ég varð skotin, þá gat ég auðvitað ekk- ert farið en svo leið það hjá og ég fór aftur í sveitina. Nú er ég svo heppin að mágkona mín á heima í sveit og við reynum að fara þangað sem mest. Kannski á ég eftir að setjast að í sveit- inni. Þegar ég var lítil ætlaði ég að verða ljósmóðir eða bóndi. Kannski að það fari saman, ég hef tekið á móti mörgum líf- um í sveitinni,“ segir Harpa og skellihlær. „Núna var ég að flytja á Vatnsleysuströndina og hér er fólk allt í kringum mig með rollur. Kannski að ég fái mér bara hænur, það væri þó allt- af byrjunin á búskap,“ segir sveitakonan hugsi. Hana hlakkar til afmælis- ins og að verða þrítug enda telur hún aldurinn þroska sig. „Ég verð bara virðulegri við að eldast, ég fæddist eldgömul sál og hef alltaf litið upp til eldra fólks. Á afmælisdaginn verður opið hús og kaffi á könnunni hérna á Vatnsleysuströndinni. Fjölskyldan, vinir og ættingj- ar munu koma og fá sér sopa með mér. Á laugardaginn verður svo saumaklúbbsgleði. Það verður fjörugt stelpupartí þar sem verður matur, brandarar og baunir,“ segir hún með til- hlökkun í röddinni. Gunnar Hjörtur Gunnarsson verkfræðingur 70 ára 16. maí Stoltur af svart- blettakassanum Pabbi reyndi að rota rottu Harpa Bjarnadóttir húsmóðir 30 ára 17. maí Borgin varð starfsvettvangur Gunnars „Það sem ég er stoltastur af að hafa gert er að koma í gegn og hanna svartblettakassann. Þar eru skráð öll óhöpp og slys í umferðinni frá ársbyrjun 1983 og nú er hægt að sjá hvaða staðir eru erfiðastir og bregðast við því.“ Hafnfirðingur alinn upp í vesturbæ „Þar er heilt ævintýraland í hrauninu og æðislegt að alast þar upp.“ Stórafmæli Stórafmæli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.