Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir Athugasemd frá Kára Arnóri Kári Arnór Kárason, fram- kvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Stapa, hefur sent DV athuga- semd vegna fréttar sem birt- ist í blaðinu á mánudag. Þar var fjallað um laun Kára sem hækkuðu um 15,6 prósent árið 2011 frá árinu 2010. Árslaun Kára árið 2010 voru rétt rúmar fjórtán milljónir króna en árið 2011 voru þau 16,6 milljónir króna. „Þegar undirritaður tekur sæti í stjórn félags eða samtaka og þiggur þaðan stjórnarlaun, dragast þau laun frá launum mínum hjá sjóðnum. Þetta er gert til að ég hafi ekki efna- hagslegan ávinning af stjórnar- setum. Ef ég geng úr slíkum stjórnum hækka laun mín hjá sjóðnum að sama skapi. Í lok árs 2010 og byrjun árs 2011 gekk ég úr tveimur slíkum stjórnum og hækkuðu laun mín hjá sjóðnum þá um það sem nam stjórnarlaunum hjá þessum félögum. Að öðru leyti voru laun mín lækkuð um 10% eftir hrun og hafa síðan fylgt almennum launabreytingum,“ segir Kári. Rétt er að taka fram að DV hafði samband við Kára áður en fréttin birtist en hann gaf blaðamanni ekki færi á að bera upp erindið við sig. Egill Einarsson alvarlega veikur: Gillz í góðum höndum „Það er mjög svipað ástandið á honum, þetta er allt á réttri leið,“ segir Ester Ásbjörnsdóttir, móðir Egils Einarssonar, í samtali við DV en sonur hennar var fluttur á sjúkrahús á laugardag með heila- himnubólgu. Ester greindi frá því í samtali við DV á mánudag að Egill væri kominn af gjörgæslu og kominn úr lífshættu. Ester segir starfsfólk Landspít- alans hugsa vel um Egil en hann mun hafa verið með lungna- bólgubakteríu sem orsakaði heilahimnubólguna. „Það er góð umönnum hérna. Það er gott fólk að hugsa um hann og er þetta allt til fyrir- myndar,“ segir Ester. Egill veiktist skyndilega á laug- ardagsmorgun og var fluttur á sjúkrahús eftir hádegi og að sögn móður hans var það í raun fyrir snarræði fjölskyldumeðlima sem það var gert. Heilahimnubólga er bólga í himnum sem umlykja heilann sem oftast orsakast af sýkingu af völdum veiru eða bakteríu. Sam- kvæmt Vísindavefnum er heila- himnubólga af völdum bakteríu, líkt og hjá Agli, sjaldgæfari, en „hins vegar yfirleitt mjög alvar- leg og án meðferðar deyja lang- flestir.“ Þ að gerist eitthvað mjög al- varlegt þessa nótt, hann snappar algjörlega. Það hefði engum dottið í hug að hann myndi gera eitthvað svona tveimur dögum fyrr. Þetta var bara eins og léleg hryllingsmynd,“ segir Guðný Björk Guðjónsdóttir en aðfaranótt 21. apríl réðst piltur á átj- ánda ári á dóttur hennar sem er fyrr- verandi unnusta föður hans. Piltur- inn stakk konuna ítrekað með hníf en árásin átti sér stað í kjallaraíbúð konunnar sem hún leigir í sama húsi og pilturinn bjó í ásamt föður sínum. Konan hafði verið í sambandi með föður piltsins og hefur þekkt piltinn frá því að hann var 11 ára. Hún og faðir piltsins slitu samvistir fyrir um tveimur árum, en hefur verið vel til vina. Frjáls ferða sinna Konan komst lífs af en hún barðist hetjulega gegn piltinum sem sagðist ætla að nauðga henni og síðan drepa. Vegna ungs aldurs er ekki hægt að úr- skurða piltinn í gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna. Lögreglan fer nú með rannsókn málsins og er pilt- urinn á ábyrgð barnaverndaryfir- valda. Samkvæmt heimildum DV dvelur pilturinn heima hjá móður sinni og þremur yngri systkinum, en grunur leikur á að pilturinn eigi við geðræna erfiðleika að stríða. Á með- an lögreglan rannsakar málið er pilt- urinn frjáls ferða sinna. Fórnarlamb piltsins útskrifaðist nýlega af sjúkra- húsi en hún þurfti að gangast undir stóra aðgerð vegna áverka sinna. Á leið úr landi Guðný Björk undrast að pilturinn sem réðst á dóttur hennar með hníf gangi laus aðeins þremur vikum eft- ir atburðinn. Guðný og dóttir hennar eru nú á leið úr landi, en þær finna fyrir ótta og telja sig ekki vera örugg- ar í þeim aðstæðum sem þær eru nú. „Það virðist vera að vegna þess að hann er 17 ára þá sé hann undir eft- irliti barnaverndar og manni finnst dálítið eins og það sé ekki horft á alvarleika glæpsins. Það er eins og réttarkerfið geri ekki ráð fyrir svona háalvarlegum atburðum hjá svona ungum gerendum,“ segir Guðný og bendir á að aðeins eru nokkrir mánuðir þangað til pilturinn verður 18 ára og þá hefði hann verið með- höndlaður sem fullorðinn. „Af því að hann er 17 ára virðast ekki vera nein úrræði.“ „Við erum ekki öruggar hér“ Sérfræðingar á vegum barnaverndar hafa metið piltinn og telja hann ekki vera hættulegan umhverfi sínu. Þrátt fyrir það hefur Guðný efasemdir um öryggi sitt. „Það sem okkur finnst svo óhuggulegt er að hann er látinn laus þremur vikum eftir þennan hrika- lega atburð bara af því hann er 17 ára. Það eru einhverjir sérfræðingar sem meta hann ekki hættulegan en hvernig geta menn verið öruggir um það að hann fái ekki eitthvað svona kast aftur. Við þorum ekki annað en að vera með vernd og við ætlum bara að fara til útlanda að jafna okkur. Við erum ekki öruggar hér.“ Dóttir Guðnýjar hefur hvorki náð sér andlega né líkamlega eftir árás- ina. Hún þjáist af áfallastreituröskun í kjölfar árásarinnar og þarf enn að taka sterk verkjalyf vegna þeirra áverka sem hún hlaut. Guðný segir það kraftaverk að ekki hafi farið verr og að atburðir næturinnar hafi minnt á lélega hryllingsmynd. „Það er ekki honum að þakka að hann er ekki morðingi í dag, það er dóttur minni að þakka, hún var svo mikil hetja.“ Eru aldrei einar Guðný segir atburðinn vera harm- leik en hún hafi samúð með piltin- um. „Hann sér víst eftir þessu og er alveg miður sín. Ég hef samúð með þessum pilti, það er ekki það. Þetta er auðvitað algjör tragedía fyrir báð- ar fjölskyldur. En það er bara þetta að það er svo stuttur tími liðinn frá verknaði og hann er laus. Mér finnst við bara ekki vera öruggar. Enginn gerði ráð fyrir að þetta gerðist og hver getur verið öruggur um að þetta ger- ist ekki aftur. Hann hlýtur að gangast undir einhvers konar geðrannsókn og það tekur allt svolítinn tíma og ég treysti því ekkert að hann sé bara læknaður. En við erum að fara út eftir nokkra daga, erum bara að undirbúa það og við erum aldrei einar.“ Verður að uppfylla lagaskilyrði Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að samspil tveggja laga eigi við í þessum efnum. Annars vegar sé það sakamálaþátt- urinn sem lögreglan fer með og svo barnaverndarþátturinn. „Lögreglan hefur heimildir til þess að halda ein- staklingum í gæsluvarðhaldi eftir al- varleg brot. Lagaskilyrðin eru í raun tvenns konar. Annars vegar er hægt að halda mönnum í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en hins vegar á grundvelli almanna- hagsmuna, það er að segja ef álit- ið er að viðkomandi sé hættulegur sjálfum sér eða öðrum. Almennt í málum sem þessum er það lögregl- an sem metur hvort lagaskilyrði séu uppfyllt til að fara fram á gæsluvarð- hald. Ef hún telur það ekki vera þá er viðkomandi einstaklingur laus þang- að til barnaverndarnefnd tekur mál- ið í sínar hendur.“ Markmiðið að veita stuðning Barnaverndarnefnd í því sveitar- félagi sem einstaklingurinn býr í fer því næst yfir málið og leggur mat á hvaða úrræði komi til greina. „Þar er markmiðið svolítið annað en varð- andi sakamálaþáttinn. Markmið barnaverndarlaga er að veita viðeig- andi stuðning fyrir einstaklinginn og þá kemur ýmislegt til greina. Til dæmis að vista viðkomandi á stofn- un eins og Stuðlum eða þá að beita öðrum úrræðum eins og sálfræði- viðtölum eða öðrum aðferðum sem eru talin þjóna hagsmunum hans best. Þegar um svona alvarleg brot er að ræða lætur lögreglan alltaf fram- kvæma geðrannsókn á viðkomandi. Ég ímynda mér úr því að hann er lát- inn laus þá hafi niðurstaða þeirrar rannsóknar ekki verið þess eðlis að lögregla hafi talið ástæðu til að fara fram á gæsluvarðhald. En þetta er í verkahring lögreglunnar, ekki barna- verndarnefndar.“ Mæðgur flýja land eftir hnífsstungur n 17 ára drengur laus eftir að hafa stungið konu 12 sinnum með hníf „Þetta var bara eins og léleg hryllings- mynd. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is 16. maí 2012 Miðvikudagur Upplifir ótta Guðný Björk Guðjónsdóttir, móðir konunnar sem stungin var, segir þær mæðgur upplifa ótta á meðan pilturinn hefur ekki fengið úrlausn sinna mála.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.