Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 16. maí 2012 Miðvikudagur Skilorð og sekt fyrir hundsdráp n Sigurður Daðason dæmdur fyrir að drekkja hundinum Kol T uttugu og sjö ára karlmaður, Sigurður Daðason, var á mánudag dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Hér- aðsdómi Vestfjarða fyrir að hafa drekkt hundinum sínum Kol með hrottafengnum hætti á Þingeyri í desember síðastliðnum. DV sagði fyrst frá og hefur fjallað ítarlega um málið síðan það kom upp en hundshræið fannst bundið við tvö bíldekk af gerðinni Federal Fermoza, sem voru á álfelgum, í Þingeyrarhöfn þann 8. desember. Samkvæmt ákæru málsins er talið að Sigurður hafi bundið hundinn einhvern tímann á tímabilinu 5.–8. desember síðast- liðinn og kastað honum í sjóinn við vegbrú í botni Dýrafjarðar. Í dómi Héraðsdóms Vestfjarða er einnig kveðið á um að Sigurður verði sviptur heimild til að hafa dýr í sinni umsjá, versla með þau eða sýsla með öðrum hætti næstu fimm árin. Þá er honum gert að greiða 100 þús- und krónur í sekt til ríkissjóðs vegna brotsins. Við ákvörðun refsingar var sérstaklega litið til þess að Sigurður ákvað ekki einungis að aflífa dýrið sjálfur í bága við lög heldur notaði hann aðferð sem dómurinn taldi í hrópandi andstöðu við lög um dýra- vernd. Taldi dómurinn hann hafa haft skýran ásetning til að fremja brotið. Sigurður játaði brot sitt og var það talið honum til refsilækkunar. DV hefur greint frá því að Sigurði hafi verið hótað í netheimum og þá sérstaklega á Facebook-síðu sem stofnuð var sérstaklega til að nafn- greina og birta myndir af fólki sem gerst hefur sekt um að níðast á dýr- um. Þá hefur DV heimildir fyrir því að Sigurður og sambýliskona hans hafi ekki átt sjö dagana sæla á Þing- eyri síðan málið kom upp. F járfestarnir Árni Hauksson og Friðrik Hallbjörn Karlsson hafa gengið frá sölu á samtals rúm- lega 5 milljónum hluta í smá- sölurisanum Högum til fjár- festingarfélagsins Draupnis. Um var að ræða hluti sem áður voru í eigu samlagsfélagsins Búvalla sem er að stærstu leyti í eigu þeirra Árna og Hall- björns. Draupnir er í eigu Jóns Dið- riks Jónssonar fjárfestis sem er einna þekktastur fyrir störf sín fyrir Glitni á árunum fyrir hrunið 2008. Þetta kem- ur fram í tilkynningum til Kauphallar- innar á þriðjudaginn. Í viðskiptunum felst að eignar- haldsfélag Jóns Diðriks leysir til sín hluti í Högum sem félagið á tilkall til vegna eignarhalds síns í Búvöllum slhf. Í tilkynningunni til Kauphallar- innar kemur fram að viðskiptin séu í samræmi við það markmið að tryggt sé dreift eignarhald á Högum. „Þessi viðskipti eru í samræmi við markmið Búvalla slhf. um dreift eignarhald á Högum hf.“ Verðmæti hlutar Draupn- is í Högum er rúmlega 90 milljónir króna. Hagar eiga og reka verslanir eins og Bónus, Hagkaup, Útilíf og fleiri. Smá- sölukeðjan er sú stærsta á Íslandi. Fáir eftir í Búvöllum Einungis tveir hluthafar eru nú eftir í Búvöllum þegar Draupnir hefur leyst til sín hlut sinn en um er að ræða eign- arhaldsfélögin Hagamel, sem er í eigu Árna, Hallbjörns, Sigurbjörns Þor- kelssonar og Tryggingamiðstöðvar- innar, og eignarhaldsfélagið Miröndu, sem er í eigu Berglindar Jónsdóttur. Berglind er ein af Sjólasystkinunum svokölluðu sem ráku útgerðina Sjóla- skip í Vestur-Afríku þar til árið 2007. Um tíma héldu Búvellir utan um 44 prósenta hlut í Högum en meðal eigenda félagsins voru nokkrir lífeyr- issjóðir og sjóður Arion banka, Stefn- ir. Þessir aðilar hafa klofið sig út úr hluthafahópi Búvalla síðustu mánuði, lífeyrissjóðirnir í nóvember og Stefnir í lok janúar síðastliðinn. Hagamelur á tæplega 11 prósenta hlut í Högum en Miranda innan við prósent. Árni Hauksson, sem er stjórnarformaður Haga, hefur gefið það út opinberlega að hluthafar Búvalla hafi alltaf ætlað að leysa til sín hluti sína í Búvöllum og halda utan um þá persónulega. Tæplega 550 milljónir í arð Ársuppgjör Haga fyrir síðasta rekstrar ár var kynnt í lok síðustu viku. Rekstrar ári Haga lýkur í febrúar. Hagnaður fyrirtækisins nam rúmlega 2,3 milljörðum króna og jókst vöru- sala um nærri 1,5 milljarð á milli ára – endaði í tæplega 68,5 milljörðum króna. Þá var greint frá því að til stæði að greiða hluthöfum Haga arð upp á samtals tæpar 550 milljónir króna. Hagamelur, félag Árna og Hallbjörns, mun því fá rúmlega 10 prósent af þeirri upphæð. Ekki náðist í Árna, Hallbjörn eða Jón Diðrik á þriðjudaginn. Jón leysir til sín hlutinn í Högum n Félag Árna og Hallbjörns fær rúmlega 55 milljóna arð„Þessi viðskipti eru í samræmi við mark- mið Búvalla slhf. um dreift eignarhald á Högum hf. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Fá arð upp á rúmar 55 milljónir Eignarhaldsfélag Árna Haukssonar og Friðriks Hallbjörns Karlssonar fær arð frá Högum upp á rúmlega 55 milljónir króna. Einungis tveir hluthafar eru nú eftir í samlagsfélaginu Búvöllum. Hlaut sex mánaða dóm: Misnotaði systurdóttur sína Karlmaður var á þriðjudag dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbund- ið, í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að misnota fjögurra ára systur- dóttur sína kynferðislega. Auk þess var hann sakfelldur fyrir að eiga rúmlega þrjú þúsund barna- níðsmyndir á tölvu sinni. Mað- urinn játaði brot sín að hluta en þau framdi hann í nóvember árið 2010 þegar hann gætti stúlkunnar. Meðal þess sem maðurinn játaði var að hafa snert kynfæri stúlk- unnar. Í skýrslu sálfræðings um þroska, hvata og almennt heil- brigðisástand mannsins kom fram að maðurinn sé talinn misþroska þar sem talsverður munur hafi mælst á milli verklegs og málfars- legs hluta greindarprófs sem hann var látinn undirgangast. Félags- legur skilningur mannsins var þó sagður ágætur í skýrslunni þrátt fyrir að hann væri einangraður og mjög óöruggur í samskiptum við annað fólk. Þrátt fyrir þetta var talið að maðurinn gerði sér grein fyrir því að kynlíf á milli barna og fullorð- inna væri ólöglegt. Ljóst þótti hins vegar að maðurinn hafi kynferðis- legan áhuga á stúlkubörnum og að hann hafi haft hann í mörg ár. Samkvæmt áhættumati er lítil eða miðlungs hætta talin á að maðurinn fremji frekari kynferð- isbrot. Er talin mest hætta á að maðurinn leiti á börn þegar hon- um gefst færi til þess en ólíklegt að hann muni leita sérstaklega eftir því að nálgast börn utan heimilis síns eða skipuleggi það sérstak- lega. Í sálfræðiskýrslunni er það hins vegar talið líklegt að hann noti barnaklám aftur. Sérstaklega var minnst á það í dómnum að rannsókn lögreglu hafi verið ábótavant vegna barna- níðsmyndanna sem hann var með í tölvu sinni og að rannsókn málsins hafi legið niðri um nokk- urra mánaða skeið. Þá var einnig sérstaklega litið til þess að mað- urinn hafi verið samvinnuþýður, að hann hafi ekki brotið af sér áður og að hann hafi játað brot sitt þegar ákvörðun var tekin um refsingu. Grimmúðlegt Svona fannst hundurinn Kolur í Þingeyrarhöfn í desember síðastliðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.