Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir DV í hýsingu hjá Advania Útgáfufélagið DV hefur sam- ið við Advania um hýsingu fyrir fréttavef fyrirtækisins, DV.is. Við undirbúning samstarfsins var lögð mikil áhersla á afköst, áreiðan- leika, uppitíma og hátt öryggisstig. „Hnökralaus uppitími DV.is er eitt af meginatriðunum í okkar rekstri, enda er þetta þriðji fjölsóttasti vefur landsins í dag, samkvæmt mælingum. Það hentar okkur hjá DV að eiga í nánu samstarfi við trausta þjónustuaðila,“ segir Reyni Traustason, ritstjóri DV. „Við hjá Advania höfum ekki marga við- skiptavini með stífari kröfur um öruggan rekstur og uppitíma en DV, sem er einn öflugasti fjölmiðill og netmiðill landsins. Við höfum að undanförnu bætt mjög við uppbyggingu okkar á sviði hýsing- ar og netkerfa og að vissu leyti sér- hæft okkur í rekstri álagsþungra vefsvæða. Við leggjum mikið upp úr því að vera í fararbroddi hér á landi þegar kemur að hýsingu og sérhæfðum netbúnaði fyrir álags- þung vefsvæði með mikla umferð,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna hjá Advania. Lést á Esjunni Maðurinn sem varð bráðkvaddur í Esjuhlíðum á sunnudag hét Kjart- an Jónsson. Kjartan var 59 ára og starfaði sem rafmagnsverkfræð- ingur hjá Símanum. Kjartan var ekkill og lætur eftir sig tvö upp- komin börn, þrjú barnabörn og aldraða foreldra. Kjartan var í fjallgöngu á Esj- unni á sunnudaginn þegar hann veiktist skyndilega. Björgunar- sveitarmenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar í hlíðar Esju, en aðrir göngumenn tilkynntu Neyðarlínu um veik- indi mannsins. Þyrla Landhelgis- gæslunnar átti í erfiðleikum með að athafna sig á svæðinu vegna veðurs og þurfti frá að hverfa eftir að björgunarsveitarmenn voru komnir á Esjuna. Þ etta var bara greinileg smöl- um af hálfu prestsins inn á fundinn,“ segir Ragnar Bern- burg, sem sat í safnaðarráði Fríkirkjunnar. „Hann var búinn að safna öllu sínu já-fólki allt í kringum sig á fundinn. Það var allt afgreitt einn, tveir og sjö, keyrt í gegn og allir klöppuðu. Þetta var alveg ótrúlegt,“ segir Ingunn Hafdís Þor- láksdóttir, fyrrverandi varaformaður safnaðarráðs Fríkirkjunnar, um aðal- fund safnaðarráðsins sem fram fór síðastliðið mánudagskvöld. Deilur innan safnaðarins Eins og DV hefur sagt frá hafa um nokkurt skeið verið deilur innan safnaðarins. Snúa þær að því að að- ilar innan hans hafa verið ósáttir við Hjört Magna Jóhannsson, sóknar- prest í Fríkirkjunni, og saka hann um að vera ósamvinnufúsan og taka samstarfsfólk sitt fyrir, jafnvel leggja það í einelti. Deilurnar náðu há- marki þegar fjórir af sjö meðlimum safnaðarráðs kirkjunnar sögðu sig úr ráðinu. Á aðalfundinum á mánudag- inn var kosið í nýtt safnaðarráð. Safnaðarráðsmeðlimirnir fyrr- verandi sögðust hafa reynt að fá vinnufrið og samstarfsvilja frá Hirti Magna í mörg ár án árangurs. Korn- ið sem fyllti mælinn hefði verið það að Hjörtur Magni mun hafa sagt að hann vildi losna við séra Bryn- dísi Valbjarnardóttur sem einnig er prestur í Fríkirkjunni. „Slúðurkerlingar og gula pressan“ Blaðamaður DV mætti á aðalfund- inn en var vísað út úr kirkjunni með þeim orðum að einungis þeir sem væru skráðir í söfnuðinn gætu ver- ið á fundinum og blaðamenn væru ekki velkomnir. Ingunn segist ekki vita til þess að fólki hafi verið vísað frá aðalfundi áður en Hjörtur Magni mun vera mjög ósáttur við umfjöll- un DV um deilurnar í kirkjunni. Hef- ur hann meðal annars gert slúður- konur safnaðarins og gulu pressuna að umtalsefni í predikun hjá sér en nokkrir af þeim sem DV hafði sam- band við telja það vera afar ósmekk- legt af prestinum að tala um slíkt í predikun. „Þarna sé ráðist gegn pers- ónum,“ eins og einn viðmælandi blaðsins orðaði það og það sé ekki hlutverk presta. Við gerð fréttarinnar var reynt að hafa samband við Hjört Magna sím- leiðis en hann vildi ekki tjá sig við blaðið. „Ég get ekki talað við þig, þið búið bara til fréttir. Vertu bless,“ sagði hann og skellti á blaðamann. Misskilningur Fundurinn á mánudagskvöld var afar fjölmennur. Það mun vera ný- lunda á aðalfundi sem hafa yfirleitt verið mjög fámennir. „Yfirleitt hefur það bara verið safnaðarráð, kórinn og starfsfólk kirkjunnar sem mætir á aðalfundinn þannig að þetta var al- veg ótrúlegt og augljóst að hann var þvílíkt búinn að safna liði á fundinn,“ segir Ingunn. Jakob Frímann Magnússon var einn þeirra sem stigu í pontu. Hann hefur verið í söfnuðinum frá 12 ára aldri en segist þó ekki vera mjög kirkjurækinn. Hann segist telja að öll deilumál innan kirkjunnar hafi verið leyst á fundinum. „Fundinum lykt- aði farsællega og ég vona að þetta nái góðri lendingu. Magni er öflugur leiðtogi og það getur stundum gust- að um slíka menn sem taka af skar- ið. Ég held að það kunni að hafa gætt ákveðins misskilnings um hlutverk safnaðarráðsins. Ég held það hafi komið fram á þessum fundi. Það hafi einhver talið að það ætti að vera jafn- ræði með sjálfum sóknarprestinum og sóknarmanninum og svo nýráðn- um aðstoðarmanni, ég held að það hafi aldrei staðið til og misskilning- urinn liggi þar. Að þarna væru tveir prestar hlið við hlið og væru báðir að ráða sér sjálfir. Samkvæmt reglun- um er afgerandi forystuhlutverk ætl- að þeim sem fyrir var og er búinn að byggja söfnuðinn upp úr því að vera örsöfnuður yfir í að vera 10 þúsund manna fjöldahreyfing,“ segir Jakob Frímann og tekur fram að hann sé mjög ánægður með það starf sem Hjörtur hafi innt af hendi innan safn- aðarins. Ekki sátt við prestinn Birgir Rafn Gunnarsson, fyrrverandi safnaðarráðsmeðlimur, tekur ekki í sama streng og Jakob Frímann. Hann telur mikla óánægju ríkja innan safn- aðarins og tók til máls á fundinum þar sem hann sagði meðal annars að Hjörtur ætti að vera prestur allra í söfnuðinum, ekki sumra. „Það eru átök í söfnuðinum. Þetta er leið- indamál og okkur fríkirkjufólki öllu til skammar. Að geta ekki verið í sátt og samlyndi hvert við annað. Fólk er ekki sátt við prestinn og það breytt- ist ekkert á fundinum. Það var sátt um það að sameinast um að vinna í sameiningu að málum en þá verð- ur presturinn að sýna einhvern lit. Hann getur ekki bara hundsað þá sem eru ekki sammála honum og heilsað sumum sóknarbörnum og öðrum ekki,“ segir Birgir. Lögðu fram breytingatillögu Birgir ásamt Ragnari Bernburg lagði fram tillögu á fundinum um breyt- ingu á lögum safnaðarins. Þeir vilja meðal annars breyta því að það það þurfi undirskriftir 1/5 safnaðarmeð- lima til að hægt sé að segja prest- inum upp. Nú sé það þannig að presturinn sé sjálfkjörinn eftir sex ár sé honum ekki sagt upp. „Safn- aðarlögin eru frá 2001 og eru mein- gölluð. Presturinn hefur alltof mik- il völd sem hann á ekki að hafa. Svo getur safnaðarráðið ásamt formanni einnig rekið prestinn en það telur sjö manns,“ segir Birgir. „Við lögðum til að nýkosið safnaðarráð færi í gegn- um lögin og endurskoðaði þau, gerði þau heildstæðari og þau yrðu skýr- ari og auðveldari í allri framkvæmd. Að okkar mati eru þau ekki nægilega skilvirk,“ segir Ragnar. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Það eru átök í söfnuðinum“ 16. maí 2012 Miðvikudagur n Segja sóknarprestinn hafa smalað fólki á aðalfund safnaðarráðs Hjörtur Hjörtur Magni stóð í dyrunum og heilsaði þeim sem komu á fundinn. Blaðamanni var hent út af fundinum og ljósmyndara ekki leyft að fara inn. MYND:PRESSHOTOS.BIZ Gengu út Sólrún, Steindór og Ingunn Hafdís sögðu sig úr safnaðarráði Fríkirkjunnar vegna þess að þau voru ósátt með Hjört Magna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.