Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 22
22 Menning 16. maí 2012 Miðvikudagur
Reykjavik Live heldur innreið sína
n Vegleg tónlistarhátíð með fjölda atriða n 50 sveitir spila í borginni
F
yrsta tónlistarhátið sum-
arsins hefst í þessari viku
og kallast Reykjavik Live.
Hátíðin stendur í fimm
daga og verður á fjórum stöð-
um í bænum.
50 hljómsveitir munu troða
upp á hátíðinni. Reykjavík
Live-hátíðin er fyrsta tónlist-
arhátíð sumarsins og fer fram
16. til 20. maí á Gamla Gaukn-
um, Glaumbar, Prikinu og Frú
Berglaugu. Auglýsingaherferð
hátíðarinnar hefur vakið mikla
athygli en þar eru Damon Yo-
unger, einn aðalleikara í Svart-
ur á leik, og Jón Hilmar Hall-
grímsson, betur þekktur sem
Jón stóri, í aðalhlutverki. Í aug-
lýsingunni má sjá Damon lesa
umsögn Jóns í Grapevine um
kvikmyndina Svartur á leik en
þar sagði hann að Brúno yrði
eflaust laminn ef hann væri
raunverulegur glæpamaður á
Íslandi, Jón stóri er svo skilinn
eftir úti í vegkanti með blað-
ið. Damon segir í samtali við
blaðamann að hugmyndin að
baki auglýsingaherferðinni sé
ekki sú að ýta undir glansmynd
glæpamanna. „Þessi hugmynd
var framkvæmd til þess að
styðja við þá listamenn sem
fram koma á hátíðinni.“
Reykjavík Live er vegleg
tónlistarhátíð með það mark-
mið að fagna sumrinu með
frábærum tónlistaratriðum og
gefa gestum tækifæri á að upp-
lifa nýja og ferska strauma í
bland við nokkra af vinsælustu
tónlistarmönnum landsins.
Yfir 50 innlend og erlend atriði
eru á dagskránni.
Fram koma meðal annars:
Valdimar, Ensími, Retro Stef-
son, Brain Police, Dj Margeir,
Bloodgroup, Ojba Rasta, Leg-
end, Kimono, Forgotten Lo-
res, Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur,
Reykjavík!, Berndsen, Þórunn
Antónía, Gísli Pálmi, Vintage
Caravan, Techno.is, Endless
Dark og Agent Fresco.
Andlit Reykjavik Live
hátíðarinnar Þeir Damon Younger
og Jón stóri leika í auglýsingaherferð
Reykjavik Live hátíðarinnar sem
hefst í dag, miðvikudag 16. maí.
Manga-
sýning og
samkeppni
Sýning á verkum sem bárust
í myndasögusamkeppni en
alls bárust tæplega 60 til-
lögur frá fólki á aldrinum 10
til rúmlega 20 ára. Sýningin
er haldin á Reykjavíkurtorgi
Borgarbókasafns Reykjavík-
ur, Tryggvagötu 15 og stend-
ur til 10. júní.
Skálmöld
á Nasa
Skálmöld fagnar upp-
tökulokum á nýrri plötu
á tónleikum sem líklega
verða þeir allra síðustu í
því fornfræga húsi Nasa.
Tónleikarnir eru haldnir
miðvikudagskvöldið 16.
maí og hefjast klukkan
22.00.
Stórtónleikar
í Háskólabíói
Hin sögufræga hljómsveit
Manfred Manns Earth band
heldur stórtónleika í Há-
skólabíói á miðvikudags-
kvöld. Sveitin varð fræg af
smellum á borð við Blinded
by the Light, Mighty Quinn
og fleiri. Tónleikarnir hefjast
klukkan 20.00 og hljómsveit-
in Eldberg mun hita upp.
Myndveiði-
tímabil
Hallgríms
Enn stendur yfir sýning Hall-
gríms Helgasonar á neðri
hæð Menningarsafnsins í
Gerðubergi.
Sýninguna nefnir hann
Myndveiðitímabilið 2012 og
samanstendur hún af mál-
verkum og teikningum, sem
eins og titillinn ber með sér,
eru öll gerð á þessu ári.
Á undanförnum árum
hefur Hallgrímur einbeitt
sér að skrifum skáldsagna
en í tilefni ritþings tók hann
myndveiðigræjurnar fram á
ný. Afraksturinn er myndir
sem listamaðurinn „fangar
úr engu“ eins og hann segir
sjálfur, á meðan klisjan myndi
kalla þær „sögur úr sálar-
djúpinu“. Sem kunnugt er
stendur myndveiðitímabilið
frá 1. janúar til 1. apríl ár hvert
og í ár veiddust myndirnar
einkum í innlöndum þótt
viðfangsefnin séu margvísleg.
Hér gefur að líta sviðsmyndir
af þjóðfélagsástandi, síma-
myndir af tilfinningum og
upphleðslur af ýmsu tagi.
Rokkstelpur
í Reykjavík
Í
gegnum rokkið fá stelpur
þær skilaboð að þær þori
og geti rokkað. Við viljum
leggja okkar af mörkum
til að gefa stúlkum tæki-
færi til að semja og spila tón-
list. Við viljum kynna þær fyrir
kvenkyns fyrirmyndum í rokk-
inu, íslenskum tónlistarkonum
sem veita þeim leiðsögn,“ segir
Áslaug Einarsdóttir sem stýrir
Rokksumarbúðunum: Stelpur
rokka í sumar.
Almennilegt rokk
„Við ætlum að bjóða ungum
stelpum á aldrinum 12–16 ára
að taka þátt í rokksumarbúð-
um í Reykjavík í júlí. Þar læra
þær að rokka almennilega,“
bætir hún við þess fullviss
enda búin að safna í góðan
hóp sjálfboðaliða úr íslenskum
hljómsveitum.
„Til okkar koma íslenskar
tónlistarkonur úr sveitum
á borð við Rökkurró, Viður-
styggð, Nóru, Brúðarband-
inu, Mammút og Just another
Snake Cult. Við verðum með
kennslu á hljóðfæri en stúlk-
urnar velja sér hljóðfæri og
læra á það með leiðsögn. Við
verðum líka með söngkennslu
og svo vinna stelpurnar saman
á hljómsveitaræfingum. Læra
að semja lög og spila saman.“
Sumarbúðunum lýkur svo
með allsherjartónleikum á
Hólmaslóð í Reykjavík þar sem
sumarbúðirnar eru haldnar.
„Tónleikarnir verða afrakstur
vinnunnar í sumarbúðunum
og þá bjóða þær fjölskyldum
og vinum á tónleika og ég þori
að veðja að það verður brjálað
stuð,“ segir Áslaug.
Stelpur rokka úti
um allan heim
Mikill metnaður einkennir dag-
skrána en í sumarbúðunum
verða haldnar sérstakar vinnu-
smiðjur þar sem meðal annars
verður kynnt saga kvenna í tón-
list. „Þá fáum við íslenskar tón-
listarkonur í heimsókn. Þær
munu spila fyrir þær og fjalla
um senuna í íslenskri tónlist.
Það er enn leyndarmál hvaða
konur koma við sögu,“ segir Ás-
laug leyndardómsfull.
Stelpur rokka! er að sögn
Áslaugar aðili að regnhlífar-
samtökunum Girls Rock Camp
Alliance sem samanstendur af
fjölda rokksumarbúðaverkefna
um allan heim, meðal annars í
Bandaríkjunum, Svíþjóð og
Þýskalandi. Áslaug fór á al-
þjóðlega ráðstefnu rokkbúða-
skipuleggjenda þar sem starfs-
konur rokkbúðanna hittust og
deildu reynslu sinni af starf-
inu, styrktu samstarfsböndin
sín á milli og þróuðu starfsem-
ina áfram. „Ég fór til Norður-
Karólínu og hitti yfir hundrað
konur sem eru að fara að koma
upp rokksumarbúðum víðs
vegar um heiminn. Og það er
verulega gaman að því að Ís-
land sé í hópi þeirra fyrstu.
Við erum með mjög metnað-
arfullar hugmyndir til framtíð-
ar, í ár höldum við búðirnar í
Reykjavík og höfum pláss fyrir
30 stúlkur en við viljum gjarn-
an geta boðið fleiri stelpum á
næsta ári og halda búðirnar
líka á landsbyggðinni.“
Styrkið rokkstelpur
Þeir sem vilja styrkja rokk-
stelpurnar í Reykjavík geta
stutt við búðirnar með því að
gefa hljóðfæri og búnað. „Við
höfum fengið töluvert gefins,
en getum enn tekið á móti
fleiri hljómborðum, gítörum,
bassa mögnurum og hátölur-
um.“
Áhugasamir geta haft sam-
band á netfangið rokksumar-
budir@gmail.com.
kristjana@dv.is
n Stelpur fá tækifæri til að rokka grimmt í Rokksumarbúðum í sumar
Rokkað í Bandaríkjunum Rokksumar-
búðirnar eru vinsælar í Bandaríkjunum.
Starfsemin hófst í Portland og breiðist nú
um Evrópu.
Stelpur rokka í Las Vegas Rokksumarbúðir eru
reknar víða um heim.
Nú fara stelpur á stjá Stelpur
rokka! er sjálfboðaverkefni sem
vinnur eftir femínískri hugsjón við að
efla ungar stelpur í tónlistarsköpun.