Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 15
Erlent 15Miðvikudagur 16. maí 2012 Skuldbinding Mánaðarverð Engin binding 3.091 kr. 3 mánuðir 2.944 kr. 6 mánuðir 2.688 kr. 12 mánuðir 2.473 kr. DV sent heim þrisvar í viku, á mánudögum, miðviku dögum og föstudögum. Netáskrift fylgir frítt með! Komdu í áskrift Það er ódýrara en þig grunar! Vildi frekar drukkna en Verða fyrir skoti É g hugsaði með mér að núna myndi ég deyja. Ég vildi frekar drukkna en verða fyrir skoti.“ Þetta sagði Silja Kristianne Ut- eng, 21 árs stúlka, við réttar- höldin yfir Anders Behring Breivik sem héldu áfram í vikunni. Silja var í Útey ásamt nokkur hundruð ung- mennum þegar Breivik steig þar á land þann 22. júlí í fyrra og hóf skot- árás. Ungmenni, sem urðu fyrir skot- um úr byssum Breiviks en lifðu af, báru vitni fyrir dómnum á mánudag og lýstu skelfilegri reynslu sinni. Brei- vik hefur játað að hafa myrt 69 ein- staklinga í Útey og átta í sprengjuárás í Osló sama dag. Synti 600 metra Silja lýsti því með tárin í augunum þegar hún heyrði fyrstu skothvellina við tjaldbúðirnar í eynni. Hún brást við með því að hlaupa burt en skot úr byssu Breiviks hæfði hana í hand- legginn skömmu síðar. Silja áttaði sig ekki á því að hún hefði orðið fyrir skoti enda var geðshræringin og ringulreið- in mikil á umræddu augnabliki. Hún hljóp beint að vatninu sem umlykur eyna og freistaði þess að synda í land. Silja lýsti því að hún hefði talið það skárri dauðdaga að drukkna en verða fyrir byssukúlu. Þess vegna hefði hún látið vaða út í ískalt vatnið en henni tókst að lokum að synda 600 metra og sleppa frá Breivik. Þakinn leðju í runna Lars Grønnestad, 20 ára, bar einnig vitni en hann var skotinn í bakið þegar hann reyndi að hlaupa undan kúlna- hríðinni. Grønnestad féll í jörðina og átti erfitt með að hreyfa sig, enda féllu lungu hans saman. „Ég hugsaði með mér að ég gæti ekki legið þarna því ég var á svo opnu svæði. Á meðan ég leit í kringum mig og reyndi að finna mér stað til að fara á hugsaði ég hver árás- armaðurinn væri: hægriöfgamaður eða vinstriöfgamaður?“ Grønnestad tókst að lokum að hlaupa inn í runna og þekja sig aur til að Breivik kæmi ekki auga á hann. Dró kúluna úr lærinu Þriðja vitnið sem kom fyrir dóminn var hin tvítuga Frida Holm Skoglund. Skoglund bað Breivik um að yfirgefa réttarsalinn áður en hún hóf vitnis- burð sinn, en hún er fyrsta vitnið í réttarhöldunum til að gera það. Brei- vik varð við þeirri beiðni og fylgdist með framburði hennar á sjónvarps- skjá í herbergi í dómshúsinu í Osló. Skog lund var skotin í lærið þegar hún reyndi að flýja undan Breivik. Með byssukúlu í lærinu tókst henni að flýja inn í skóg, en hún segist ekki hafa áttað sig á því að hún hefði orðið fyrir skoti fyrr en vinur hennar, sem einnig hafði flúið út í skóg, benti henni á það. „Ég hugsaði með mér að það gæti ekki ver- ið. Þetta gat ekki verið alvöru byssu- kúla. En ég fann fyrir einhverju inni í lærinu og þegar ég gáði betur var þetta kúla. Ég dró kúluna út og henti henni burt. Það var ekki vont.“ Eins og mörg önnur ungmenni synti Frida í land. Þegar hún var spurð út í yfirbragð Breiviks meðan á árásinni stóð sagði hún hann hafa verið yfirvegaðan en ákveðinn. Loks var hún spurð hvort hún vildi segja eitthvað við Breivik. „Við unnum, hann tapaði,“ sagði hún ákveðin. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is n Ungmennin sem urðu fyrir skoti í Útey en komust lífs af segja frá reynslu sinni Yfirvegaður Frida Holm, ein þeirra sem urðu fyrir byssukúlu, segir að Breivik hafi virst yfirvegaður en ákveðinn þegar hann gekk berserksgang í Útey. MYnD ReuteRS Synti í land Silju tókst að synda um 600 metra í land. Hún áleit að það væri skárra að drukkna en deyja af skotsárum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.