Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 16. maí 2012 Miðvikudagur S amanlagður hagnaður tveggja íslenskra eignar­ haldsfélaga í eigu Samherja sem halda utan um eignar­ hluti fyrirtækisins í útgerð­ inni Kötlu Seafood á Kanaríeyjum nemur tæplega 139 milljónum doll­ ara. Þetta eru tölur sem fram koma á ársreikningum eignarhaldsfélag­ anna tveggja, Mercury Seafood ehf. og Polaris Seafood ehf., á árabilinu 2007 til 2010. Þessi tvö félög eiga dótturfélögin Miginato Holdings og Fidelity Bond Investments sem aftur eru skráðir eigendur útgerðarinnar á Kanaríeyjum. Útgerðin á Kanarí­ eyjum stundar fiskveiðar við vestur­ strönd Afríku. Miðað við gengi dollarans um þessar mundir nemur þessi upp­ hæð tæplega 17,6 milljörðum króna en þegar upphæðin er reiknuð út frá gengi krónunnar í lok árs 2008 nemur hún tæplega 16,7 milljörðum króna. Mestur var hagnaður félag­ anna tveggja árið 2008 en þá nam hagnaður Mercury Seafood rúmlega 62 milljónum dollara, nærri 7,5 millj­ örðum króna, og hagnaður Polaris Seafood tæplega 37 milljónum doll­ ara, um 4,4 milljörðum króna. DV hefur fjallað um þessa útgerð Sam­ herja í Afríku síðustu vikurnar. Meðal þess sem komið hefur fram í umfjöllun DV er að tekjur Samherja af þessari útgerð nemi á milli 30 og 40 prósenta af heildartekjum félagsins. Þetta þýðir að árið 2010 hafi tekjur Samherja af Afríkuveiðunum numið á bilinu 22 til 24 milljarða króna. Hafa greitt á arð upp á tæpa þrjá milljarða Á tímabilinu 2007 til ársins 2010, frá því útgerðin í Afríku var keypt, hafa arðgreiðslur Samherja til hluthafa sinna numið tæplega 3 milljörðum króna. Stærstu hluthafar Samherja eru Þorsteinn Már Baldvinsson, og fyrrverandi eiginkona hans, og Krist­ ján Vilhelmsson. Þorsteinn á tæp 40 prósent í Samherja í gegnum eignar­ haldsfélagið Stein og Kristján á 33 prósent í fyrirtækinu. Miðað við þess­ ar tölur hafa Þorsteinn og kona hans tekið við arði upp á meira en 1.100 milljónir króna frá árinu 2007. Þegar tekið er mið af arðgreiðslunni til hlut­ hafa Samherja fyrir árið 2010, sem ekki kemur fram fyrr en í ársreikningi fyrir 2011, hækkar þessi arðgreiðsla upp í rúmlega 1.500 milljónir króna. Þá hefur Kristján Vilhelmsson tek­ ið við arði upp á nærri einn milljarð króna frá Samherja frá árinu 2007. Þessi upphæð hækkar upp í nærri 1.300 milljónir króna þegar tekið er mið af ætlaðri arðgreiðslu ársins 2010. 16 milljarða viðskipti Samherji keypti útgerðina, sem á og rekur sex verksmiðjutogara sem stunda fiskveiðar við strendur Vest­ ur­Afríku, af útgerðarfyrirtækinu Sjólaskipum á vormánuðum 2007 fyrir um 190 milljónir evra, um 16 milljarða króna miðað við gengi krónunnar á þeim tíma. Togararnir veiða aðallega hestamakríl og sard­ ínu við strendur Marokkó, Máritan­ íu og Senegal. Glitnir fjármagnaði viðskiptin að stærstu leyti. Í árs­ reikningi Samherja fyrir árið 2007 er tekið fram að kaupverð útgerðar­ innar í Afríku hafi numið rúmlega 16,5 milljörðum króna. „Fjárfesting samstæðunnar í þessum eignar­ hlutum nam 16.528 millj. kr.“ Um þetta segir í skýrslu rannsókn­ arnefndar Alþingis þar sem vitnað er í afgreiðslu lánanefndar Glitnis á umsókn Samherja um fyrirgreiðslu vegna viðskiptanna. „Samherji hf. hefur óskað eftir brúarláni að fjár­ hæð allt að 140 m.EUR (11.700 m.kr.) til allt að 3 mán. til kaupanna. Heild­ arvirði Sjólaskipa er 190 m.  EUR  og hefur Samherji þegar lagt fram 50 m.EUR sem eigin fjárframlag.“ Í skýrslu rannsóknarnefndar Al­ þingis er minnst sérstaklega á það í umfjölluninni um viðskipti Sam­ herja með útgerð Sjólaskipa að Þor­ steinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi verið stjórnarformað­ ur Glitnis fyrir bankahrunið – Þor­ steinn tók við stjórnarformennsku í bankanum í febrúar 2008. „Mesta aukning á skuldastöðu Samherja var við Glitni, en framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi Samherja,  Þor­ steinn Már Baldvinsson,  var stjórn­ arformaður bankans á þessu tímabili.“  Glitnir var eina fjármála­ fyrirtækið sem fjármagnaði viðskipti Samherja með útgerðina í Afríku en auk þess lagði Samherji fram eigin­ fjárframlag til viðskiptanna. Fjárfestingin borgað sig upp Miðað við þessar hagnaðartölur þessara tveggja eignarhaldsfélaga er hagnaður Samherja af útgerðunum við Afríkustrendur síðastliðin fimm ár það mikill að fjárfesting fyrirtæk­ isins hefur nokkurn veginn borgað sig upp á tímabilinu. Samherji hef­ ur getað greitt skilmerkilega og auð­ veldlega af lánunum vegna fjárfest­ ingarinnar í Afríku sökum þeirra miklu tekna sem veiðar fyrirtækis­ ins þar hafa skapað. Eftir bankahrunið 2008 færðust skuldir Samherja vegna fjárfesting­ arinnar í útgerðinni í Afríku frá Glitni og yfir til Íslandsbanka. Um þetta segir í ársreikningi Mercury Seafood fyrir árið 2009: „Langtímaskuldir félagsins eru allar við Íslandsbanka hf. samkvæmt lánasamningi þar sem systurfélögin Polaris Seafood ehf. og Mercury Seafood ehf. eru sameigin­ legir lántakendur.“ Lánin endurfjármögnuð Í byrjun árs 2010 sameinuðust Merc­ ury Seafood og Polaris Seafood undir nafni þess síðarnefnda. Félagið er skráð fyrir eignum upp á nærri 255 milljónir dollara en á móti þeim eru skuldir upp á rúmlega 119 milljónir dollara. Þar af eru rúmlega 89 millj­ ónir dollara við bankastofnanir, Ís­ landsbanka. Polaris átti að greiða rúmlega 80 milljónir dollara af þess­ um skuldum árið 2011 en miðað við ársreikning félagsins var lán félags­ ins hjá Íslandsbanka endurfjár­ magnað til margra ára og á fyrirtæk­ ið að greiða 10 til 15 milljóna dollara afborganir á næstu árum. Á árunum 2009 og 2010 greiddi Polaris niður meira en 50 milljónir evra af skuld­ um sínum. Græddu 17 milljarða n Fjárfesting Samherja í Afríku hefur borgað sig upp n Arðgreiðslur upp á 4 milljarða Arðgreiðslur til hluthafa Samherja 2011 969 milljónir* 2010 769 milljónir 2009 657 milljónir 2008 922 milljónir 2007 613 milljónir *ÆtLaður arður Arðgreiðslur 2007 til 2011: 3.930 milljónir króna „Langtímaskuldir félagsins eru allar við Íslandsbanka hf. LÍU tók undir gagnrýni á rányrkju í Afríku n Í september 2009 birti Landsamband ís- lenskra útvegsmanna (LÍÚ) frétt á vefsíðu sinni þar sem tekin var upp gagnrýni á rányrkju Evrópusambandsins í dönsku blaði, Arbejderen. Í blaðinu var rætt við ráðgjafa frá Kenýa sem sagði Evrópu- sambandið stela fiskinum í sjónum við Afríkustrendur. Þar sem LÍU eru hags- munasamtök útgerðarmanna hefur til- gangur fréttarinnar líklega verið að benda á að Evrópusambandið arðræni fátækar þjóðir í Afríku og að sambandið myndi líka arðræna Íslendinga ef Ísland gengi í sam- bandið og deildi fiskimiðum sínum með öðrum aðildarríkjum. Ekki var minnst á veiðar Íslendinga við Afríkustrendur í frétt LÍÚ en þeir Kristján Vilhelmsson og Þor- steinn Már Baldvinsson hafa setið í stjórn og varastjórn sambandsins síðastliðin ár. Þá var heldur ekki tekið fram að hluti af veiðum Samherja við Afríkustrendur byggi á samningi sambandsins við einstök Afríkuríki. Orðrétt sagði í frétt LÍÚ: „Ráðgjafi í sjávarútvegsmálum hjá Einingarsamtökum Afríku ásakar Evrópusambandið um hroka í samskiptum við Afríkuþjóðir og rányrkju á fiskimiðum þeirra. Þetta kemur fram í við- tali við Nancy Gitonga frá Kenýa við danska blaðið Arbejderen í dag. Yfirskrift viðtalsins er „Þeir stela fiskinum okkar.“ Í viðtalinu dregur Gitonga upp dökka mynd af framferði Evrópusambandsríkja, einkum Spánverja, Portúgala og Frakka. Hún segir ESB árlega semja um aðgang að fiskimiðum Afríkuríkja, einkum við vesturströndina, gegn greiðslu. Í fæstum tilvikum séu í samningunum nein ákvæði um hámarksafla. Afleiðingin sé rányrkja. Gitonga segir að veiðar Evrópusambands- ríkjanna skapi hvorki atvinnu né tekjur fyrir íbúa þeirra Afríkuríkja sem um ræðir. Á hinn bóginn skapi veiðarnar stórfellt vandamál fyrir hundruð þúsunda íbúa sem ekki geta lengur framfleytt sér af fiskveiðum eða afleiddum störfum af sjávarútvegi. „Það á að heita svo að peningarnir sem ESB greiðir fyrir aðganginn að fiskimið- unum renni til sjómanna og annarra sem hafa orðið illa úti vegna þessara veiða. En raunveruleikinn er annar. Féð fer allt til landbúnaðarmála og er aðeins dropi í hafið,“ segir Gitonga.“ „Fjárfesting sam- stæðunnar í þessum eignarhlutum nam 16.528 millj. kr. arðbærar veiðar Forsvarsmenn Sam- herja, Þorsteinn Már Baldvinsson, Kristján Vilhelmsson og Eiríkur S. Jóhannsson, ásamt forsvarsmönnum Sjólaskipa þegar tilkynnt var um kaupin vorið 2007. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is w w w . d v . i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 2.–3. maí 2012 miðvikudagur/fimmtudagur 5 0 . t b l . 10 2 . á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . samherji græðir á esb n Ásakanir um rányrkju n Ofveiði við Marokkó n Mikil leynd yfir útgerðinni n Yfir 20 milljarða tekjur „Þeir sem þarna vinna eru bara ekkert að tjá sig um það Ólafur ragnar dásamar kvÓtann Lofræða í Brussel 4 3Aftur dreginn fyrir dóm aron Pálmi ber við sjálfsvörnn „Þennan mann verður að stoppa“ ofsagrÓði við afríku Úr ballett í lyftingar ÞÚ spArAr 218 ÞÚsund Á Ári Hulda Waage ætlar að verða sterkust 27 verktaki fer í mál við kára 6 n skiptu gamla bílnum í grænan Ákærður fyrir árás: 10–13 18–19 2. maí sl. 7. maí sl. w w w .d v .i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 7.–8. maí 2012 Mánudagur/Þriðjudagur 5 2 . t b l . 10 2 . á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . n Við eigum risaskip í rányrkju við Vestur-Afríku Þátttakendur í „nýlendustefnu“ n Heimamenn á trébátum keppa við 100 manna verksmiðjutogara Íslendinga ÍSLENSKA ÞJÓÐIN GRÆÐIR Á RÁNYRKJU LÍfEYRISSJÓÐIR oG RÍKIÐ Í AfRÍKUvEIÐUm fEGURÐARKÓNGUR vAR 130 KÍLÓ n „Ég varð fyrir aðkasti“ VELDU GÓÐA SÓLARVÖRN 6 Góðæri í Eyjum n Vantar fólk í vinnu BAUHAUS- ÁHRIfIN n Vor í efnahagslífinu 2–3 HUSKY- HUNDUR DÚXAÐI á hlýðniprófi 18–19 20–21 26 EBBA Í ÚTRÁS 8 n Eigendur íslenskir, eignarhald á Tortóla, rekstrarfélag á Jersey, skipverjar Rússar, skipið skráð í Belís og gert út frá Kanaríeyjum 10–11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.