Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Qupperneq 12
„Óttinn er alltaf til staðar“ É g hef aldrei losnað við óttann,“ segir ungur maður sem í síð- ustu viku lagði ásamt fyrrver- andi unnustu sinni fram kæru á hendur Berki Birgissyni sem nú situr í einangrun grunaður um morð á samfanga sínum en er einnig ákærður fyrir fjölmörg önnur alvar- leg ofbeldisbrot. Öryggis síns vegna vill hann ekki koma fram undir nafni. Hann óttast að sér og fyrrverandi unnustu sinni verði unnið mein. Í samtali við DV lýsir maðurinn samskiptum sínum við Börk og því hvernig hefur í tvö ár óttast um öryggi sitt. Hann þurfti meðal annars að flýja út á land, þar sem hann og fyrrverandi kærasta hans, bjuggu í heilt ár. Þau voru á flótta. Gerði allt fyrir Börk Maðurinn, sem er rétt rúmlega tvítugur, hefur lifað í ótta eftir að Börkur krafði hann um háa fjárhæð og hélt unnustu hans, sem þá var 18 ára, nauðugri inni á skemmtistaðn- um Dillon í Hafnarfirði sem þá var í umsjá Barkar. Atvikið á að hafa átt sér stað fyrir um tveimur árum en af ótta við Börk hefur parið ekki þorað að leggja fram kæru fyrr en nú. Maður- inn sem áður var einn af „kálfunum“ hans Barkar, eins og hann orðar það, kynntist honum þegar hann var 19 ára og Börkur var nýkominn úr fang- elsi vegna tilraunar til manndráps með því að ráðast á mann með öxi. Hann var einn þeirra sem stunduðu innbrot fyrir Börk og sáu um „skítverkin“ eins og hann segir. „Ég gerði allt fyrir hann sem hann bað mig um, hvort sem það var þjófnaður eða barsmíðar.“ Maður- inn, sem var í óreglu, segist hafa litið upp til manna eins og Barkar og fannst hann öðlast virðingu með því að umgangast slíka menn. Bjó til sekt Ungi maðurinn lýsir því að dag einn þegar hann var staddur á Dillon hafi Börkur snúist gegn sér og „búið til skuld“ á hann. „Það kom þannig til að ég átti vin sem sagði ýmsa slæma hluti um Börk. Ég bar þá undir Börk og hann hafði samband við viðkom- andi. Börkur taldi mig hafa logið að sér og sektaði mig um 400 þúsund.“ Hann segir að það sé sama upp- hæð og Börkur hafi innheimt af öðr- um strák þennan sama dag. „Hann sagði við mig að ég skuldaði sér sömu upphæð og hann. Hann sagði mér síðan að drulla mér út af staðn- um og tók af mér símann minn og 15 þúsund krónur í peningum sem ég var með á mér.“ Sagði unnustuna vera tryggingu Þar sem hann vissi að Börkur myndi rukka skuldina af fullri hörku seg- ist hann hafa hringt í unnustu sína og sagt henni að fara út úr íbúðinni þeirra þar sem eitthvað slæmt væri í vændum. „Ég labbaði út af Dillon yfir á nálægan veitingastað og bað um vatnsglas. Ég nánast froðufelldi af stressi. Ég fékk að hringja í konuna mína sem var heima hjá okkur þar sem við bjuggum í miðbæ Reykja- víkur og sagði henni að koma sér út úr íbúðinni, það væri eitthvað slæmt í gangi. Ég labbaði síðan frá Hafnar- firði niður í miðbæ Reykjavíkur þar sem við áttum heima. Þegar ég kom þangað var konan mín farin. Ég hr- ingdi þá í unnustu mína en Börkur svaraði í símann hennar. Hann setti mér ýmsa skilmála og sagði mér að hann héldi konunni minni í gíslingu þangað til ég borgaði honum pen- inginn. Hún væri tryggingin hans.“ „Hræðilegasta sem ég hef upplifað“ Hann segir að skilmálarnir hafi verið þannig að ef hann borgaði ekki inn- an sex tíma myndi Börkur taka nekt- armyndir af unnustunni. Ef hann borgaði ekki innan tólf tíma væri hún hans eign og hann mætti gera hvað sem hann vildi við hana. Á þeirri stundu segist hann hafa fengið áfall og allt hafi snúist um að verða sér úti um pening til að losa unnustu sína úr prísundinni. „Ég fékk bara nett taugaáfall. Um tíma vissi ég ekkert hvað ég átti að gera. Vissi ekkert hvert ég gæti leitað. Mér leið alveg skelfilega. Ég hef upplif- að margt hræðilegt en þetta er það hræðilegasta sem ég hef upplifað. Þetta var raunveruleg ógn.“ Hringdi að lokum á lögreglu Hann hringdi í félaga sinn og segir þá hafa farið í óðagoti um alla Reykjavík að reyna að verða sér úti um pen- ing. „Á meðan á þessu stóð hugs- aði ég mikið um hvað myndi ger- ast í kjölfarið; hvað ég þyrfti að gera og hvernig ég ætti að ná konunni minni til baka. Ég fór inn í íbúðina mína og tók alla helstu persónulega muni og föt, setti í svartan plastpoka og fór með hann út í bíl. Síðan þegar klukkan var orðin ellefu að kvöldi til, minnir mig, þá tók félagi minn upp símann sinn og rétti mér. Þá var hann búinn að stimpla inn númerið hjá Neyðarlínunni. Það var ekkert ann- að hægt að gera en að hringja í lög- regluna. Við náðum ekki að útvega peninginn.“ Í kjölfarið fór lögreglan á Dillon í Hafnarfirði þar sem Börkur á að hafa haldið stúlkunni og braut sér leið inn. Þegar lögreglan kom á staðinn voru tvær aðrar stúlkur á staðnum sem maðurinn ungi segist ekki vita hverjar voru. Af ótta við Börk sagði unnusta hans lögreglunni að hún hefði verið gestkomandi á staðnum en Börkur flúði niður brunastiga á staðnum og af vettvangi. Lögreglan keyrði síðan unnustu mannsins til hans. Flúðu á Blönduós „Ég setti plastpokann með dótinu okkar í bíl sem við höfðum til um- ráða, setti bensín á bílinn og svo keyrðum við bara eitthvert út í busk- ann. Það var alveg þvílík hræðsla í gangi. Þegar við vorum að keyra út úr bænum fannst mér eins og all- ir væru að horfa á mig og að all- ir vissu að Börkur væri að leita að mér. Ég hringdi í 118 og spurði hvort þær vissu um einhverja sumarbú- staði einhvers staðar svo að við vær- um ekki að keyra bara eitthvert, án þess að vita hvar við gætum verið um nóttina. Konan í 118 gaf mér þá nafn á sumarbústaðaleigu á Blönduósi og við fórum þangað. Það endaði með því að við vorum á Blönduósi í rúm- lega ár.“ Hann segir að enginn í fjölskyldu þeirra hafi fengið að vita ástæðuna fyrir því að þau fóru svo skyndilega á brott og þau hafi hálfpartinn ein- angrað sig frá umhverfinu. Óttinn við að Börkur fyndi þau var alltaf til staðar. „Fyrstu næturnar vaknaði ég á nóttunni hræddur um að hann væri búinn að finna okkur og að hann væri einhvers staðar í kringum sumarbústaðinn. Ef ég fór út í sjoppu eða út í búð fannst mér allir vera að horfa á mig illum augum. Hausinn á mér fór alveg í hringi og maður vissi ekkert hverjum maður átti að treysta. Óttinn er alltaf til staðar og hefur alltaf verið.“ Mikill léttir að kæra Eftir um það bil árs dvöl á Blöndu- ósi fluttu þau aftur í bæinn og segir hann það hafa verið erfiða ákvörðun þar sem þau vissu að Börkur væri enn við sömu iðju og áður. „Það var erfitt skref. Vitandi til þess að hann væri laus og að hann væri ennþá að gera þessa hluti. Það er í raun ótrú- legt að maðurinn skyldi ekki löngu vera farinn inn.“ Eftir að fréttir bárust um að Börkur hefði verið handtekinn ásamt Ann- þóri Kristjáni Karlssyni félaga sínum og í kjölfarið settur í fangelsi ákvað maðurinn ásamt unnustu sinni, sem nú er fyrrverandi, að stíga fram og síðastliðinn fimmtudag lögðu þau fram kæru á hendur honum. „Þegar við vorum fyrir utan lögreglustöðina hugsuðum við okkur alvarlega um, hvort við ættum að hætta við. En við fórum og lögðum fram kæru og nú líður mér eins og ég sé 80 kílóum létt- ari. Hann hefur komist upp með nóg. Það eru tvö eða þrjú ár síðan hann kom út og hann hefur valsað um, ráðið ríkjum og orðið sífellt stærri í undirheimunum.“ Ennþá verið að rukka skuldina Hann segir að þrátt fyrir að Börkur hafi verið settur í fangelsi sé ógnin ennþá til staðar. „Hann er auðvitað í fangelsi en hann á snarruglaða vini. Það er samt spurning hvað þeir eru tilbúnir til að ganga langt fyrir hann. En ég upplifi alveg ótta og það er ekki langt síðan ég var rukkaður síð- ast fyrir Börk út af þessu og þá var það aðallega út af því að ég hringdi í lögregluna.“ Aðspurður hvernig slík rukkun fari fram segist hann hafa verið laminn. „Ekkert illa samt, þetta voru nokkur hnefahögg, en það eru tvö ár liðin og hann er ennþá að velta sér upp úr þessu. Maður hefði haldið hann að hefði um annað að hugsa.“ Skuldin hækkar ef þú svarar ekki Samkvæmt honum stjórnar Börk- ur strákunum, eða „kálfunum“, úr fangelsinu. „Þeir sitja bara og bíða eftir skipunum. Ég kalla strákana sem eru í kringum hann kálfa en þeir eru eiginlega ekki neitt nema bara peð í spilinu. Ungir strákar sem eru að brjótast inn og vinna skítverkin fyrir Börk, sem fær oftast Í einangrun Börkur Birgisson er grunaður um morð á samfanga sínum á Litla-Hrauni. Hann er ákærður fyrir fjölmörg alvarleg ofbeldisbrot. n Stundaði áður afbrot fyrir Börk n Var hótað og unnustan tekin í gíslingu n Flúði út á land Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Ég hef upplifað margt hræðilegt en þetta er það hræðilegasta sem ég hef upplifað. Börkur Birgisson talinn stórhættulegur Björgólfi lýst sem glaumgosaw w w . d v . i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 11.–12. júní 2012 mánudagur/þriðjudagur 6 6 . t b l . 10 2 . á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . 500 rafBílar á næsta ári n Stefnir í stórlækkað verð Gefur egg á Indlandi n Heiðrún Arna hjálpar sænsku hommapari n Harkalega vegið að athafnamanninum í leyniskýrslu Kroll kærður fyrir að taka gísl n Tvær nýjar kærur á hendur Berki n Sakaður um að hafa haldið 18 ára stúlku nauðugri n Par flúði út á land n Hrækti á dómara skemmt grænmeti til sölu 18–19 2–3 4 Þórunn Antonía söng í Bítla- brúðkaupi 11 10 26 n Stjörnurnar mættu þegar Dhani og Sólveig giftust 11. júní 2012 12 Fréttir 13. júní 2012 Miðvikudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.