Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Qupperneq 20
Gefur út tímarit um Ísland n Allt sem er íslenskt er Sólveigu huglægt M eginþemað í blaðinu er allt sem er íslenskt. Það sem Íslendingar eru stolt- ir af, ég er sjálf Íslending- ur sem er stoltur af þessum hlutum og vil segja frá þeim,“ segir Sólveig Baldursdóttir, ritstjóri tímaritsins Iceland The Inside Story. Tímaritið er nýkomið út og markhópurinn er ferðamenn sem koma til landsins. Sólveig þekkir tímaritabransann út og inn en hún var ritstjóri Gestgjaf- ans um árabil. Nýja tímaritið gef- ur hún hins vegar sjálf út. „Ég geri þetta á eigin forsendum og er alveg frjáls með efnistök,“ segir hún. Sól- veig skrifar mikið af efni blaðsins sjálf en fær líka hjálp góðra penna. „Það er heilmikið mál að setja svona saman en mjög skemmti- legt,“ segir hún. Í blaðinu er meðal annars að finna umfjöllun um tísku, matargerð, list, náttúru og viðtal við mæður meðlima hljómsveitarinnar Of Monsters and Men svo eitthvað sé nefnt. „Ég fór svo- lítið aðra leið með umfjöllunina um Of Monsters and Men. Það vill þannig til að dóttir mín er trompetleikari sem hefur verið að spila með þeim og út frá því komst ég að mæðrum þeirra og hóaði þeim saman. Það er svona önn- ur nálgun,“ segir hún. Sólveig er spennt fyrir fram- haldinu og stefnir á að gefa út tvö blöð á ári. „Allavega til að byrja með þá kemur út blað að sumri og vetri,“ segir hún. Ert þú á leið í fangelsi? n 10 reglur til að lifa dvölina af Enginn okkar hefur áhuga á að lenda í fangelsi en fyrir suma er dvöl á bak við lás og slá blákald- ur veruleiki. Eftirfarandi listi er byggður með bandarísk fangelsi í huga en eflaust má yfirfæra margt á íslensk tukthús. Ekki leita verndar Þeir sem bjóða upp á vernd í fangelsum gera það ekki af góð- mennsku. Oft eru þessir einstak- lingar að leita að einhverjum til að níðast á. Ekki ræða glæpinn Þessi regla á sérstaklega við þá sem hafa brotið af sér kynferð- islega. Þeir fangar eru oftast með skotmark á bakinu. Forðastu fjárhættuspil Að flækjast inn í fjár- hættuspil í fangelsi getur verið stórhættulegt. Þú gætir lent í því að eiga ekki fyrir skuldum þínum eða, ef þú vinnur, gert ranga aðila reiða. Hins vegar er ágætt að læra að spila áður en þú ferð inn til að stytta þér stundirnar. Ekki ganga í lið með vörðunum Að kjafta um aðra fanga við verðina getur verið hættulegt. Hins vegar skaltu umgangast verðina af virðingu. Ekki stofna til skulda Þegar þú kemur í fangelsið munu aðrir fangar eflaust bjóðast til að lána þér hluti þar til þú kemur þér fyrir – til að mynda tóbak. Ekki taka slíkum boðum, oftar en ekki er verið að gabba þig til að taka á þig skuld sem þú átt erfitt með að losna við. Ef þú reykir skaltu reyna að nota tæki- færið og hætta að reykja. Ekki stara á aðra fanga Horfðu beint fram fyrir þig þegar þú gengur. Augnabliks gláp á annan fanga getur hreinlega verið hættulegt. Ekki nota eiturlyf Ef þú ert fíkill á bak við lás og slá aukast líkurnar á skuldum verulega. Ekki láta freistast. Æfðu líkamann Að þjálfa líkamann styttir þér ekki aðeins stundir heldur verða stæltir einstaklingar síður skotmark. Ekki sýna veikleika- merki. Réttu úr baki og horfðu fram fyrir þig þegar þú gengur – ekki horfa niður á tærnar. Haltu þér saman Ekki blanda þér í heitar umræður um eldfim efni líkt og trúmál og pólitík. Slíkar rökræður geta auðveldlega breyst í rifrildi og slagsmál. Að sama skapi skaltu ekki reyna hnýsast í einkamál annarra fanga. Sýndu virðingu Virðingin er oft það eina sem fangar eiga. Ef þú tekur hana frá þeim er voðinn vís. Ekki leika þér að því að eignast óvini. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Tíu mýtur um brjóstakrabba Á Íslandi greinast þrjár konur í hverri viku með brjóstakrabbamein en brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins sem flestar konur fá. Mikið hefur verið rætt um brjóstakrabbamein en hvað er rétt og hvað eru ýkjur? Er rétt að ólíklegra sé að krabbamein grein- ist í litlum brjóstum? Hefur svita- lyktareyðir áhrif á sjúkdóminn? Hafðu staðreyndirnar á hreinu. Mýta: Konur fá brjósta- krabbamein aðallega vegna erfða. Staðreynd: Samkvæmt American Cancer Society eru aðeins 5–10 prósent tilfella brjóstakrabba- meina ættgeng. Á nýja vefnum brjostakrabbamein.is kemur fram að 80 prósent kvenna sem grein- ast með brjóstakrabbamein þekkja engin dæmi um sjúkdóminn í fjöl- skyldu sinni. Svo virðist sem lífsstíll- inn skipti mestu máli. Mýta: Konur með lítil brjóst eru í minni hættu. Staðreynd: Stærð brjóstanna hef- ur engin áhrif. Brjóstakrabbamein myndast í frumunum í göngunum sem búa til mjólkina og flytja hana að geirvörtunum. Allar konur hafa sama fjölda af göngum, sama hversu stór brjóstin eru. Stærð brjósta fer hins vegar eftir fitumagni. Mýta: Brjóstakrabbamein byrjar alltaf sem hnúður. Staðreynd: Um það bil 10 prósent af greindum einstaklingum hafa engan hnúð. Og 80–85 prósent hnúða sem finnast í brjóstum eru góðkynja. Mýta: Brjóstamyndatökur koma í veg fyrir eða minnka líkur á brjóstakrabbameini. Staðreynd: Regluleg brjósta- myndataka hefur ekki áhrif á líkurn- ar á að þú fáir brjóstakrabbamein. Myndatakan gæti hins vegar greint krabbameinið og minnkað þannig líkur á að þú tapir fyrir sjúkdómn- um en á brjostakrabbamein.is kem- ur fram að hópleit dragi úr líkum á að deyja úr sjúkdómnum um 25–30 prósent eða meira. Allar konur yfir fertugt ættu að fara árlega í mynda- töku. Mýta: Brjóstamyndatökur valda brjóstakrabbameini. Staðreynd: Hættan á skaða vegna geislans er agnarlítil miðað við þann ávinning sem snemmgreining hefur í för með sér. Tækninni hefur einnig fleytt fram og samkvæmt Americ- an Cancer Society veldur brjósta- myndataka í dag 50 sinnum minni geislun en hún gerði fyrir 20 árum. Mýta: Pillan veldur brjóstakrabbameini. Staðreynd: Einhverjar rannsókn- ir frá 1990 sýndu fram á auknar líkur hjá konum sem höfðu ver- ið á pillunni. Samkvæmt vefnum brjostakrabbamein.is er ekki hægt að tengja getnaðarvarnarpillur við auknar líkur á brjóstakrabba- meini. Hins vegar geta þær veitt nokkra vörn gegn krabbameini í eggjastokkum. Mýta: Ungar konur fá ekki brjóstakrabbamein. Staðreynd: Þótt konur sem eru komnar á breytingaskeiðið séu lík- legri til að fá brjóstakrabbamein getur sjúkdómurinn lagst á konur á öllum aldri. Konur undir fimmtugu eru 25 prósent greindra en í þeim hópi eru líkurnar meiri á að deyja úr sjúkdómnum. Kannski vegna þess að yngri konur hafa venjulega þéttari brjóst sem gerir að verkum að það er erfitt að greina hnúða í myndatöku. Allar konur sem eru komnar yfir tvítugt ættu að skoða brjóst sín sjálf í hverjum mánuði, biðja heimilislækni sinn að þreifa þau á þriggja ára fresti og fara í ár- lega myndatöku frá fertugu. Á vefnum brjostakrabbamein. is kemur fram að frá fæðingu til 39 ára aldurs fær ein kona af 231 brjóstakrabbamein, frá aldrinum 40–59 séu líkurnar ein af hverjum 25 konum og frá aldrinum 60–79 séu líkurnar ein af hverjum 15. Mýta: Svitalyktareyðir veldur brjóstakrabbameini. Staðreynd: Þótt þú sleppir svita- lyktareyði getur þú ekki verið viss um að fá ekki brjóstakrabbamein. Á vefnum brjostakrabbamein. is kemur fram að engar sannan- ir séu fyrir því að svitalyktareyðir eða það að draga úr svita í holhönd hafi áhrif á líkur á sjúkdómnum. Svokölluð tengsl byggjast á röng- um upplýsingum um líffærafræði og vanþekkingu á brjóstakrabba- meini. Mýta: Það er hægt að koma í veg fyrir brjóstakrabba. Staðreynd: Vissulega geturðu minnkað líkurnar á brjóstakrabba- meini en þar sem við vitum ekki nægilega vel hvað veldur brjóstakrabbameini getum við ekki komið í veg fyrir það. Hreyfingar- leysi, offita, drykkja og reykingar eru taldar auka líkur á sjúkdómn- um. Brottnám beggja brjósta er talið minnka líkur hjá þeim kon- um sem þykja afar líklegar til að fá brjóstakrabbamein um 90 prósent. Mýta: Brjóstakrabbamein er dauðadómur. Staðreynd: Á vefnum brjostakrabbamein.is kemur fram að rúmlega 80 prósent kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein sýna engin merki þess að krabbinn hafi dreift sér út fyrir brjóstasvæðið. Um 80 prósent þeirra kvenna lifa að minnsta kosti í fimm ár, flestar miklu lengur. Láttu lækni skoða þig ef: n þú finnur hnúð. n útlit eða tilfinning á brjósti eða geirvörtu breytist. n þú finnur hnúð eða þykkildi undir handarkrika. n brjóst eða geirvarta er óvenju viðkvæm. n stærð eða lögun brjóstsins breytist. n brjóstið er heitt viðkomu. n húðin er rauð eða bólgin. n geirvartan losnar af. A B C D E F G H I J n Stærð brjósta hefur engin áhrif á líkur á því að fá krabbamein Íslenskt er gott Sólveig skrifar um íslenska hluti fyrir ferðamenn í nýja tímaritinu sínu. 20 Lífsstíll 13. júní 2012 Miðvikudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.