Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Blaðsíða 14
Kannast ekki við viðurnefnið n Goðsögnin um körfuboltahæfileika Obama hrakin í nýrri bók S amkvæmt væntanlegri ævi­ sögu um Barack Obama, for­ seta Bandaríkjanna, eftir David Maraniss, var Obama ekki jafn góður körfuknattleiks­ maður á sínum yngri árum og stuðningsmenn hans hafa stund­ um haldið fram. Bandaríska blað­ ið Washington Post tekur málið upp, en ævisöguhöfundurinn ræddi við marga fyrrverandi skólafélaga Obama til þess að fá úr því skorið hvernig leikmaður hann var. Niðurstöður höfundarins eru þær að fæstir skólafélaga Obama kannist við viðurnefnið „Barry O´­ Bomber“, sem hann er sagður hafa fengið fyrir glæsta frammistöðu sína á körfuboltavellinum. Obama spilaði körfubolta í framhaldsskóla á Hawaii og þótti gífurlega áhuga­ samur, en langt frá því að skara fram úr. „Ef Obama var óánægður með hvað hann fékk lítið að spila, þá lagði hann mjög hart að sér til þess að komast í liðið. Það var miklu frekar ástríða og kraftur sem komu honum áfram heldur en sérstakir hæfileikar á körfuboltavellinum. Hann var snjall leikmaður með góð­ an leikskilning og gat dripplað bolt­ anum, en hann var slakur skotmað­ ur og gat ekki stokkið sérlega hátt,“ segir í ævisögunni. Chris McLachlin, þjálfari Obama, segir í ævisögunni að Obama hafi verið frægur fyrir að stökkva aldrei áður en hann skaut á körfuna og því auðvelt að verjast honum. Sökum þess gat hann heldur aldrei troðið boltanum í körfuna. 14 Erlent 13. júní 2012 Miðvikudagur H inni 77 ára Edith Wilmu Connor finnst fátt skemmti­ legra en að stunda eró­ bikk með langömmudóttur sinni. Það skemmtilegasta sem hún gerir er þó að að lyfta lóð­ um enda er hún elsta vaxtarræktar­ kona heims. Heimsmetabók Guinness stað­ festi á dögunum að Connor væri elsta vaxtarræktarkona heims árið 2012. Byrjaði að æfa á sjötugsaldri „Þegar ég undirbý mig fyrir keppni, þá lyfti ég eins miklu og ég get,“ segir Connor í samtali við Reuters fréttastofuna. „Ég hef gaman af því að bæta 25 pundum ofan á og geri það,“ segir Connor. Hún er bú­ sett í Denver í Colorado í Banda­ ríkjunum og byrjaði seint í líkams­ rækt. Hún var komin á sjötugsaldur þegar hún byrjaði að æfa til þess að losa sig við streitu. „Þetta var eitthvað sem ég gat gert ein, fyrir mig sjálfa,“ segir hún. „Þetta var stresslosandi. Ég sat við tölvu allan daginn, þannig að það var betra fyrir mig að taka út álagið á lóðun­ um í staðinn fyrir að taka það út á starfsmönnunum,“ segir Connor sem rak fyrirtæki með eiginmanni sínum. Vaxtarræktin veitti hugarró Á 65 ára afmælisdaginn tók hún þátt í fyrstu vaxtarræktarkeppn­ inni. „Á þeim tímapunkti varð ég forfallin,“ segir Connor sem upp frá því varð einkaþjálfari. Hún byrjar flesta daga á eró­ bikki eða öðrum upphitunar­ æfingum og gerir svo lyftingar­ æfingar. Hún æfir að minnsta kosti þrisvar í viku, yfirleitt oftar. Hún er með fimm konur í einkaþjálfun hjá sér, allar yfir fimmtugu. „Á mín­ um aldri þá finnst mér enn gott að hreyfa mig. Vaxtarræktin gaf mér hugarró, eitthvað sem ég gat not­ ið og kennt öðrum. Og það er það sem ég er að gera.“ Í nóvember á síðasta ári fór hún í axlaraðgerð og þurfti að hætta að lyfta í smá tíma. Hún er þó byrjuð aftur af fullum krafti og segist ekki ætla að hætta þó hún muni kannski ekki keppa í neinum keppnum á árinu. Hennar lífsstíll Connor á þrjá syni, sjö barnabörn og sex langömmubörn. Börnin hafa mismikinn áhuga á vaxtarrækt en sum æfa með henni. „Yngsti sonur minn var fyrsti þjálfarinn minn,“ seg­ ir hún. „Nú þjálfar elsta barnabarnið mitt mig og langömmudóttir mín æfir með mér,“ segir hún. Connor segist hafa gaman af því að ögra sér í ræktinni og er ekki á þeim buxun­ um að hætta að lyfta. Vaxtarrækt sé hennar lífsstíll og hún segist ekki vilja hætta strax. „Ég er ekki þessi týpa sem vill setjast í helgan stein.“ Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Elsta vaxtar- ræktar- „Ég er ekki þessi týpa sem vill setjast í helgan stein Alltaf að lyfta Edith Wilma Connor er elsta vaxtarræktar- kona heims. Hún segir vaxtar- ræktina veita sér hugarró. n Eldri borgari í vaxtarrækt n Æfir með barnabarni og langömmubarni kona hEims Lamdi konur og kærði þær Ilias Kasidiaris, gríski þingmað­ urinn sem í síðustu viku réðst á tvær konur í beinni sjónvarps­ útsendingu, hefur kært konurnar fyrir að hafa móðgað sig í þættin­ um. Kasidiaris er þingmaður grískra nýnasista en hann er sjálf­ ur fyrir dómstólum vegna ákæru á hendur honum frá árinu 2007. Þá má geta þess að þingmað­ urinn kærði líka sjónvarpsstöð­ ina sem sýndi þáttinn, en hann sakar starfsmenn stöðvarinnar um að hafa handtekið hann ólöglega. Það var gert því hann ætlaði að flýja vettvang. Ráðherrann ók af vettvangi Svo virðist sem viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, John Bryson, hafi stungað af eftir að hafa ekið aftan á fólksbíl um helgina. Ekki vildi bet­ ur til en svo að hann keyrði á annan bíl fimm mínútum síðar. Þar missti hann meðvitund og var fluttur á sjúkrahús. Þetta segir í fréttatilkynn­ ingu frá lögregluembættinu í San Gabriel í Kaliforníu. Fram kemur að ekki leiki grunur á að hann hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Barack Obama Forseti Bandaríkjanna var ekki jafn góður á körfuboltavellinum og sumir hafa haldið fram. Bankarán borga sig ekki Það er gamall viskumoli að glæpir borgi sig ekki. En nú hefur það verið vísindalega sannað. Í það minnsta hvað bankarán varðar. Ný rannsókn sýnir fram á að meðalræninginn er að fá aðeins rúmlega 4.300 dali úr hverju bandarísku bankaráni. Það er um hálf milljón króna. Það dugar fæstum til að lifa á til ævi­ loka. Áhættan sé því hreinlega ekki þess virði enda sýna rannsóknir að fæstir nái að fremja fleiri en fjögur rán áður en þeir nást og er fleygt í fangelsi. Breskir bankaræningjar fá meira fyrir sinn snúð, um 2,6 millj­ ónir króna, á mann. „Lungu“ fund- ust á víðavangi Hann saknar þeirra eflaust, eig­ andi líffærisins sem talið er vera lungu og fannst á miðri gang­ stétt í suðurhluta Los Angeles á sunnudag. Vegfarandi hringdi í lögregluna og tilkynnti um inn­ yflin sem voru umsvifalaust sótt og send til rannsóknar. Dánar­ dómstjóra hefur verið falið að komast að því hvort um sé að ræða lungu og það sem meira er hvort þau tilheyri dýri eða manneskju. „Þetta hafði verið þarna allan daginn,“ segir rann­ sóknarlögreglumaður við AP­ fréttastofuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.