Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Page 6
Fordæma fjöldamorðin n Sameiginleg yfirlýsing forsætisráðherra Norðurlandanna F orsætisráðherrar Norðurland- anna fordæma árásir gegn íbú- um Sýrlands í sameiginlegri til- kynningu sem þeir hafa sent fjölmiðlum. Þeir telja fjöldamorðin í Houla og Qubayr fullkomlega óviðunandi. Þau sýni að stjórnvöld í Sýrlandi hafi að engu sex liða frið- aráætlun Kofi Annan á vegum Sam- einuðu þjóðanna. Í tilkynningunni segir að forsætisráðherrarnir krefjist þess að sýrlensk stjórnvöld breyti taf- arlaust stefnu sinni og hrindi áætl- un Annan í framkvæmd. Kalla verði árásarmenn til ábyrgðar enda hljóti brot gegn ákvæðum samningsins að hafa afleiðingar í för með sér. Gjáin milli lögmætra krafna almennings um lýðræði og stöðugra árása stjórn- arliða útiloki pólitíska lausn málsins meðan Assad sé við völd. Forsætisráðherrarnir hvetja stjórnarandstæðinga í Sýrlandi til þess að virða sex liða áætlun Kofi Annan og að leita friðsamlegra póli- tískra lausna. Norðurlöndin taka þátt í friðar- gæslu í Sýrlandi og styðja heilshugar aðstoð Annan, Sameinuðu þjóð- anna og Arababandalagsins við Sýr- lendinga í leitinni að friðsamlegri pólitískri lausn. Það er mikilvægt að mati forsætisráðherranna að al- þjóðasamfélagið hafi breiða og sam- stillta aðkomu að málinu. Forsætisráðherrarnir undirstrika þá ábyrgð sem lögð er á herðar ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fastafulltrúar ráðsins verði að grípa til skýrra aðgerða og þrýsta á stríð- andi öfl í landinu. Stríðandi fylk- ingar megi ekki túlka aðgerðir al- þjóðasamfélagsins til að koma á friði í Sýrlandi sem undanþágur til áfram- haldandi valdbeitingar. 6 Fréttir 13. júní 2012 Miðvikudagur Fjármálaráðherra yrkir níðvísur: Kveðst á við amx-menn Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra og formaður Vinstri grænna, er farinn að kveðast á við stjórnendur vefjarins amx.is sem sendu honum pillu í bundnu máli á dögunum. Ljóð amx-liða, sem birtist í dálknum Fuglahvísl var á þessa leið: Fáum var hann fyrirmynd, fáir nefndu hann Jóhann. Með Jóhönnu hann sökk í synd, síðan bara dó hann Steingrímur J. ákvað að láta þessari níðvísu ekki ósvarað og sendi þeim amx-liðum, sem eru hallir undir íhaldssamasta kjarna Sjálfstæðisflokksins, vísu til baka „Ekki kippi ég mér upp við hefð- bundið og reglulegt nag ykkar í mig, en þótti fróðlegt þetta með kveðskapinn og kíkti því á hann. Þá fór í verra, því mér þótti illa kveðið. Ég vil því bjóða ykkur að birta þetta svar frá mér og bréfið með ef þið viljið,“ skrifar Stein- grímur og lætur síðan vísuna fylgja með: Illa kveðinn er þinn leir, ýldu fylgir þefur. Þegi skaði þegar deyr, þessi aumi vefur. Jóhanna Sigurðardóttir Hefur ásamt forsætisráðherrum annarra Norðurlanda fordæmt fjöldamorðin í Sýrlandi. Rétti tollvörð- um fíkniefnin Tæplega þrítugur karlmaður, af erlendu bergi brotinn, var stöðv- aður við hefðbundið eftirlit toll- gæslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á sunnudag, vegna gruns um að hann væri með fíkniefni á sér. Sá grunur reyndist á rökum reistur, því maðurinn afhenti tollvörðum kannabisefni sem hann var með í tösku sinni. Efnunum hafði hann komið fyrir í tannkremstúpu. Lög- reglan á Suðurnesjum ræddi við manninn, sem þurfti að greiða sekt á vettvangi, en var síðan frjáls ferða sinna. H ingað til hafa réttindi okkar verið algjörlega háð geð- þóttaákvörðunum og velvilja starfsfólks hjá opinber- um stofnunum,“ segir Anna Kristjánsdóttir, fulltrúi í nefnd velferð- arráðuneytis um réttindi transfólks á Íslandi. Alþingi samþykkti á mánudag lög sem miða að því að tryggja réttar- stöðu hópsins. „Það er loksins búið að setja reglur um hluti sem þegar eru staðreynd,“ segir Anna og bætir við að í sjálfum sér breytist framkvæmd kyn- leiðréttingar ekki mikið með setningu laganna en að ekki megi gera lítið úr gildi laganna enda hafi ríkt lagaleg óvissa um réttindi hópsins. Hún seg- ir erfitt fyrir þá sem ekki hafa upplifað að vera duttlungum annarra háð um réttindi sín að ímynda sér þá réttarbót sem felist í lögunum. Bág réttindi transfólks Árið 2010 flokkuðu ILGA, alþjóðleg samtök hinsegin fólks, Ísland í tíunda sæti Evrópuríkja vegna lagalegrar stöðu hinsegin fólks. Listinn tók að- eins mið af lagalegum rétti og ekki var gerð tilraun til að greina samfélags- legan rétt. Það vakti nokkra athygli að Ísland fékk fullt hús þegar kom að réttindum til giftinga og lagalegri vernd samkynja para og foreldra. Þá kemur fram að lagaleg vernd sé gegn hatursglæpum vegna kynhneigðar og að gleðiganga hinsegin fólks fari fram án vandræða. Lagaleg staða transfólks var hins vegar svo slæm að mati samtakanna að Ísland féll niður í tíunda sæti listans. Anna segir skýr- inguna fyrst og fremst felast í að lög hafi ekki verið til. Skerpt á tæknilegum atriðum „Ferli leiðréttingar styttist aðeins með lögunum. Ferlið var 18 mánuðir en verður nú eitt ár. Það er mikil breyting frá því sem var þegar við – þessi elstu – vorum að fara í gegnum ferli,“ segir Anna og rifjar upp eigin reynslu. „Ég beið til að mynda í ellefu ár frá því að ég fór til læknis og gat loks breytt um nafn í þjóðskrá,“ segir hún. „Nýju lögin ná ekki yfir hegn- ingarlögin sem er það sem ILGA og Alþjóðasamtök leggja mestu áhersl- una á,“ segir Anna og bætir við að hegningarlög falli undir verksvið inn- anríkisráðuneytis og þar sé vinna í gangi sem miði að breytingum. Hún vonist til að sjá það frumvarp á næsta þingi enda sé fyrst og fremst um orða- breytingar að ræða. Í dag veita almenn hegningarlög almenningi og minni- hlutahópum vernd á grunnréttindum en í þeim er ekki að finna vörn gegn mismunun vegna kynvitundar. Þótt ákvæðin gildi um réttindi allra borg- ara er talið mikilvægt að skerpa sér- staklega á réttindum hópa sem talin er hætta á að brotið sé á. Af þeim sökum sóttust Samtökin 78 og fjöldi annarra félaga hinsegin fólks á Íslandi eftir því að orðið kynvitund yrði tilgreint í mannréttindakafla nýrrar stjórnar- skrár. Því var hafnað í atkvæðagreiðslu ráðsins og er því ekki í drögum nýrrar stjórnarskrár. Translög og Stonewall Gildistaka laganna verður 27. júní næstkomandi á alþjóðlegum bar- áttudegi hinsegin fólks. Þann dag árið 1969 varð gríðarlegt uppþot á Stonewall Inn, litlum bar í New York. Átökin eru oftar en ekki talin upphaf nútíma mannréttindabar- áttu hinsegin fólks í heiminum. Þótt mannréttindabarátta hópsins eigi lengri sögu má rekja stofnun fjölda mannréttindahreyfinga sem og Gay Pride-ganga í heiminum til átak- anna. Stonewall þætti varla nokkrum bjóðandi í dag en ekkert klósett var á staðnum sem að auki var í eigu mafí- unnar. Ef til vill er staðurinn lýsandi fyrir bága stöðu hinsegin fólks en meðal gesta voru lægstu lög samfé- lagsi – ungt heimilislaust hinsegin fólk, fórnarlömb mansals sem og transfólk stundaði staðinn gjarnan. Sú hefð hefur myndast hér á landi að lög er varða stór skref í réttinda- baráttu hinsegin fólks taka gildi þennan dag. Árið 1996 voru lög um staðfesta samvist samþykkt og öð- luðust gildi á þessum degi en það sama á við um lög um ein hjúskap- arlög sem tóku gildi árið 2010. Þess má geta að Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra og Jón- ína Leósdóttir giftu sig sama dag og lögin tóku gildi, fyrst samkynja para á Íslandi. Réttindi en ekki velvild n Transfólk loks með réttindi bundin í lög n Hingað til háð velvild einstaklinga „Með lögunum getum við hins vegar gert kröfu um að fá ákveðna þjónustu. Anna Kristjáns Ellefu ára bið Anna Kristjánsdóttir segir leiðréttingarferli transfólks verða mun styttra með lögunum en þegar hún hóf eigið ferli sem tók 11 ár. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Hinsegin ganga Liður í mannréttindabaráttu hinsegin fólks eru hinsegin dagar sem enda með gríðarstórri göngu. Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlegir í ágústmánuði á hverju ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.