Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Blaðsíða 3
Pétur er í gegnum félög sín eigandi byggingaverktaka­ fyrirtækisins Eyktar. Skuldir Eyktar hafa einnig vakið athygli en skuldastaða fyrirtækisins hef­ ur hlaupið á tugum milljarða nú eftir hrun. Önnur félög í eigu Péturs, eins og eignarhaldsfé­ lagið Höfðatorg sem stofnað var utan um turninn í Borgartúni sem ber sama nafn, skulduðu 23 milljarða í árslok 2011 og höfðu þá verið yfirtekin að mestu leyti af Íslandsbanka. n Í sland á geysilega mikið undir því að það greiðist vel úr vanda Evrópu,“ sagði Steingrímur J. Sig­ fússon, efnahags­, viðskipta, sjáv­ arútvegs­ og landbúnaðarráð­ herra, í sérstakri umræðu um áhrif evruvandans á þróun Evrópusam­ starfsins og áhrif breytinganna á Ís­ land í þinginu á þriðjudag. „Ég verð að segja frá því að ég fæ mig ekki með nokkru móti til þess að tala glað­ hlakkalega um þessi vandamál þó að ég sé andvígur inngöngu í Evrópu­ sambandið,“ sagði Steingrímur og bætti við að honum þætti ónotalegt að finna að líkt og hlakkaði í sum­ um andstæðingum aðildar Íslands að Evrópu vegna vanda álfunnar. „Getum við nú ekki haldið því að­ greindu?“ sagði Steingrímur. Breytt staða aðildarumsóknar Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálf­ stæðisflokks, kallaði eftir umræðu um stöðu evrunnar á þinginu og hóf hana. Hann sagði þá ákvörðun, að taka upp sameiginlega mynt ESB­ landanna, ekki einvörðungu hafa verið efnahagslega heldur einnig pólitíska. Með því hefði verið tekin sú ákvörðun að dýpka sameiningu ríkjanna. „Sú sameining hefur ekki gengið fram og það hefur þýtt það að evran hefur átt erfiðara og erfiðara uppdráttar. Vegna þess að grund­ völlur hennar er ekki rétt lagður,“ sagði Illugi í umræðunni. Hann tel­ ur forsendur aðildarumsóknarinn­ ar gjörbreyttar frá því þegar Alþingi tók ákvörðun um að hefja samninga­ viðræður við Evrópusambandið að sumri ársins 2009. „Bandalagið er að breytast þannig að það mun verða æ líkara sam­ bandsríki. Margir eru þeir sem eru alveg sáttir við þá þróun og telja hana heppilega,“ sagði Illugi og benti á að varla væri hægt að líta fram hjá þeirri breyttu stöðu sem komin væri upp. „Þegar við Íslendingar sóttum um aðild þá var uppi allt önnur staða en nú er. Þess vegna er það ekkert óeðli­ leg krafa að við endurskoðum okkar afstöðu til þessa máls í ljósi þess sem er að gerast,“ sagði Illugi og nefndi að margir teldu evruna eina meginrök­ semd aðildarumsóknar Íslands að sambandinu á sínum tíma. Bankabandalag Evrópu Illugi sagðist sannfærður um að lausn evruvandans væri aukinn samruni evruríkjanna. „Ég óttast að það verði gert þannig að farið verði fram hjá hinu lýðræðislega ferli. Það verði farið fram hjá kjósendum í álf­ unni og menn búi til alls konar sjóði og fyrirkomulag til að tryggja að hægt verði að standa með evrunni en slíkt verði ekki borið undir kjós­ endur.“ Hann bætti við að enginn óskaði sér þess að evrusamstarfið gliðnaði í sundur. „Það væri skelfi­ leg atburðarás sem myndi valda miklum skaða.“ Steingrímur sagði seðlabanka Evrópu þegar hafa kynnt viðamikið bankabandalag sem byggði á mið­ lægu eftirlitskerfi með fjármála­ stofnunum, sameiginlegu innstæðu­ tryggingakerfi og sameiginlegu kerfi til að takast á við fallandi og fallna banka í álfunni. Steingrímur sagði Evrópu hafa átt við krísu að stríða í rúmt ár án teljandi áhrifa á Ísland. Viðbúnaður Íslands „Ég óttast nú að það sem næst okkar standi hvað varðar áhrif á íslenskt efnahagslíf sé kannski þrjú fyrir­ bæri, fiskur, ál og ferðamenn,“ sagði Steingrímur um bein áhrif efna­ hagssamdráttar í Evrópu á Ísland. „Það er líklegast að neikvæð áhrif af þessu berist fyrst til okkar í gegn­ um versnandi viðskiptakjör, þyngsli í útflutningsstarfsemi og hnökra í bankaviðskiptum ef þau verða í ólagi og hugsanlega dregur þetta úr ferða­ lögum frá þessum löndum.“ Hann sagði viðbúnað Íslendinga vegna málsins meðal annars felast í að ráð­ herranefnd um efnahagsmál fylgd­ ist reglulega með framvindu mála. Sama ætti við um Seðlabanka og Fjármálaeftirlit sem fylgdist með breytingum í álfunni. Steingrímur bætti við að umboð nefndar um fjár­ málastöðuleika hefði nýlega ver­ ið endurnýjað á grunni uppfærðrar verklýsingar. Hópur um fjármálastöðugleika var starfræktur fyrir hrun og heyrði meðal annars undir forsætisráðu­ neyti, efnahagsráðuneyti og við­ skiptaráðuneyti. Meðal þess sem Geir H. Haarde, fyrrverandi for­ sætisráðherra, var ákærður fyrir var að hafa ekki gengið nægjanlega úr skugga um að vinna hópsins gagn­ aðist. Þá voru fundargerðir hóps­ ins lykilgögn í málinu gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðu­ neytisstjóra fjármálaráðuneytis, vegna innherjaviðskipta. Baldur var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti í febrúar síðastliðn­ um. Steingrímur bætti einnig við að stýrihópur um losun gjaldeyris­ hafta hefði komið saman og fjallað um málefni evrusvæðisins og legði áherslu á að vakta stöðu mála. „Ég held að það megi segja að viðbún­ aður og aðstæður okkar séu góð­ ar. Það þýðir ekki að draga úr því að haldi þessi vandi áfram að versna, þá verður hann í vaxandi mæli okk­ ar vandi,“ sagði hann. Evruvandinn of lítið ræddur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs í umræðunni og gagnrýndi sinnuleysi þingsins og fjölmiðla þegar kæmi að umfjöll­ un um vanda evrunnar. „Þó að það gríðarlega stóra mál hafi ver­ ið helsta umfjöllunarefni fjölmiðla í nánast öllum Evrópulöndum undanfarin ár þá hefur að miklu leyti verið litið fram hjá þessu máli hér á Íslandi. Ekki hvað síst í þinginu.“ Sigmundur Davíð sagðist undr­ ast þennan skort á umræðu í ljósi aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Hann sagði ljóst að sambandið myndi gjör­ breytast á næstu árum og sagði engan málsmetandi mann halda öðru fram en að núverandi vandi Evrópu myndi gjörbreyta sam­ starfi þjóðanna. „Annaðhvort muni það losna í sundur eða fær­ ast miklu nær því að vera þjóðríki.“ Sigmundur sagði marga fulltrúa sambandsins ófeimna við að lýsa því yfir að stefna skyldi að auknum völdum sambandsins yfir aðildar­ ríkjum þess. 80 milljóna sumarhöll Fréttir 3Miðvikudagur 13. júní 2012 n Félag Péturs Guðmundssonar fékk 3,5 milljarða afskrifaða Myndarleg verönd Það fer líklega vel um Pétur og gesti hans á veröndinni við sumarbústaðinn. M y n d S ig tr y g g u r A r i J ó h A n n SS o n Vandi evrunnar er vandi krónunnar n Steingrímur segist ekki glaðhlakkalegur yfir vanda evrunnar „Evran hefur átt erfiðara og erf- iðara uppdráttar. llugi Gunnarsson „Ég óttast nú að það sem næst okk- ur standi hvað varðar áhrif á íslenskt efnahagslíf sé kannski þrjú fyrirbæri, fisk- ur, ál og ferðamenn. Steingrímur J. Sigfússon „Annaðhvort muni Evrópusambandið losna í sundur eða fær- ast miklu nær því að vera þjóðríki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson óskaði eftir umræðu Illugi Gunnarsson sagði engan óska þess að myntbandalagið gliðnaði í sundur en telur ljóst að breytingar hafi orðið á ESB frá því að Alþingi ákvað að sækja um. Það kalli á endurskoðun. undrast litla umfjöllun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagðist undrast hve litinn gaum þingið og fjölmiðlar hefðu undanfarið gefið vanda evrunnar. Krísan sé helsta umfjöllunarefni erlendra miðla. ónotaleg tilhlökkun Steingrímur J. Sigfússon sagðist ekki geta fundið til til- hlökkunar vegna vanda evrunnar þótt hann væri andvígur aðild Íslands að Evrópusam- bandinu. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Vandi evru verður okkar Þingmenn ræddu stöðu evrunnar í ljósi efnahagskrísu evrusvæðisins, hugsanleg áhrif breytinga á stöðu Íslands og aðildarumsókn landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.