Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Blaðsíða 17
Getum þakkað Eyjafjallajökli … eyðileggja sem mest Sigríður Kristjánsdóttir hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands um 20% fjölgun ferðamanna. – MorgunblaðiðÓmar Ragnarsson um rassskellingar handboltamanna. – omarragnarsson.blog.is Björn Valur Gíslason um markmið stjórnarandstöðunnar. – visir.is Ósannindi forsetans Spurningin „Króatíu, af því að þeir eru með svo flotta búninga.“ Mikael Óskarsson 30 ára stöðuvörður „Mér er alveg sama, ég hef bara ekki áhuga á fótbolta.“ Stefán Ingvar Vigfússon 19 ára úthringingamaður „Spáni, af því ég held að þeir séu líklegastir til sigurs.“ Hávarr Hermóðsson 19 ára nemandi „Hollandi, af því að þeir spila svo skemmtilegan bolta.“ Gunnar Óli Markússon 21 ára grillari á Búllunni „Þannig íþróttir eru hættulegar og fólk á bara að nýta malbikið í að þeyta um á langfjöl. Fyrir þá sem vita ekki hvað langfjöl þá er það lengri týpan af hjólabretti og er það miklu betri kostur en vél- knúnar almenningssamgöngur.“ Fróði Ploder 20 ára tónlistarmaður Með hverjum heldur þú á EM? 1 Bjuggu frítt í 16 mánuði Helga Daníelsdóttir, eiginkona Sævars í Leonard, var dæmd fyrir vangoldna húsaleigu. 2 „Ég var að fikta við sofandi smástelpur“ Barnaníðingur var ómyrkur í máli í símaviðtali á Útvarpi Sögu. 3 Jón stóri og Gunnar Nelson svara sögusögnum Kraftajötnar segja ekkert hæft í sögusögnum um að þeim hafi lent saman. 4 Eilíf ást leiddi Herbert og Lísu saman Herbert Guðmundsson og Lísa Dögg Helgadóttir eru trúlofuð. 5 „Lífið er yndislegt“ Jói og Gugga fengu skilorðsbundinn dóm fyrir rán sem þau frömdu árið 2009. 6 Pétur Jóhann tætti stjóra WOW air í sig Pétur Jóhann stytti boðsgestum WOW air stundir. 7 Bað um vatn í jarðarförinni sinni Brasilískur drengur er sagður hafa vaknað í eigin jarðarför. Mest lesið á DV.is „Ég er enginn alki“ S varthöfði á það til að fá sér í glas þegar þannig stendur á. Þetta er þó ekkert vandamál enda er drykkjan algjörlega einskorðuð við kvöldin og helgar. Og þegar þannig stendur á eru bílar heimilisins óhreyfðir. Þó er sú undantekning á að þegar einungis er um að ræða rauðvín sest Svarthöfði stundum undir stýri og ekur styttri vegalengdir. Þetta hefur yfirleitt bjargast ágætlega ef undan er skilinn einn ljósastaur og eitt umferð­ arskilti. Svarthöfði er andstæða Sumarliða, vinar síns, sem á í stöðugum erjum við nágranna sína þegar hann er drukk­ inn. Þið munið að hann er þessi sem smíðar skútu, skerpir skauta og segir öllum að halda kjafti. Þegar Sumarliði er mjög fullur syngur hann hárri raust: „Ég er enginn alki“. Þarna eru vinirnir sammála um eigið ágæti. Hvorugur er alki. Það vill brenna við hjá þingmönn­ um að þeir drekki rauðvín á ferðum sínum um kjördæmið eða annars stað­ ar í vinnutímanum. Freistingarnar eru við hvert fótmál í þessu erfiða starfi sem slítur út sál og líkama á mettíma. Þessu kynntist Sigurður Kári Kristjáns­ son þingmaður á sínum tíma þegar hann drakk yfir sig og var handtekinn og sviptur. Sigmundur Ernir Rúnars­ son þingmaður lenti innan um gríðar­ legt magn af rauðvíni á meðan þing­ fundur stóð. Hann hélt þá ræðu sem sló í gegn um víða veröld eftir að hún fór á Youtube. Á einu augabragði, einu augabragði, varð þingmaðurinn heimsþekktur á Íslandi fyrir afar sér­ stæða framgöngu í ræðustól. Annar stjórnmálamaður sem lenti í svipuðum ógöngum var Guðmund­ ur Franklín Jónsson, formaður Hægri grænna. Hann datt í rauðvínssvelg og ók síðan af stað. Lögreglan í Hafnarf­ irði sá ekki brandarann í aksturslaginu og tók af honum skírteinið. Guðmund­ ur brást við örlögum sínum af mikilli karlmennsku og sendi út yfirlýsingu þar sem hann þakkaði lögreglunni ár­ veknina og lofaði betrun. En hann er auðvitað ekki alki. Sá sem síðast lenti í ógöngum vegna áfengisneyslu og skilningsleys­ is yfirvalda var Höskuldur Þórhalls­ son, þingmaður Framsóknarflokks­ ins. Höskuldur er annálað prúðmenni sem hvergi má vamm sitt vita. Miklu magni af rauðvíni var otað að honum með þeim afleiðingum að hann missti dálítið af dómgreind sinni. Þegar svo lögreglan stöðvaði þingmanninn kom í ljós að áfengismagnið var langt yfir mörkum. Líklega var um að ræða gallaðan áfengismæli en það tjóir lítt að deila við dómarann. Höskuldur prúði var sviptur ökuleyfi og verð­ ur nú að hjóla eða ganga eftir atvik­ um. Hann lýsti því í samtali við DV að hann væri miður sín vegna málsins og stöðu þess. Hann man lítið frá at­ vikum og alls ekki hve mikið rauðvín hann drakk. „Ég man ekki hvað rauðvínsglös­ in voru mörg en þessi mistök eru ekki í ætt við það sem þeir sem eiga við raunveruleg drykkjuvandamál að stríða glíma við,“ sagði Höskuldur við DV skömmu eftir atvikið. Og hann áréttaði að hann þekkti vel til alkó­ hólisma sem vinir hans hefðu háð blóðuga baráttu vegna. Höskuldur, Svarthöfði og Sumarliði eru allir á sama báti og gætu þess vegna sungið saman dægurlagaperluna góðu. „Ég er enginn alki“. Því skal þó haldið til haga að Hös­ kuldur hefur fengið bakþanka vegna málsins. Hann mun ætla að hitta frægasta áfengisráðgjafa Íslands til að bera undir hann spurninguna: „Er ég kannski alki?“ M aður nokkur ætlar að selja bif­ reið sína. Hann fær kauptil­ boð, sem honum líst þokka­ lega á. Skömmu síðar kemur annað tilboð í ökutækið, er reyn­ ist vera mun hagstæðara. Hver er þá staða hins fyrra og lakara tilboðs? Það er auðvitað orðið einskis virði: Hið nýja og hagfelldara tilboð hefur ýtt því út af borðinu, beint ofan í ruslakörf­ una. Þessu líkt gerðist með þann Ices­ ave­samning sem forsetinn vísaði til þjóðarinnar í byrjun árs 2010. Var þar um að ræða hinn alræmda Svavars­ samning. En skömmu fyrir þjóðarat­ kvæðagreiðsluna í mars þetta ár kom í fréttum fjölmiðla, að nýtt og hag­ stæðara samningstilboð hefði borist frá viðsemjendum okkar. Það hafði í för með sér, að samningurinn sem þjóðaratkvæðið átti að snúast um var nú orðinn úreltur og þannig einskis virði. En formenn stjórnarandstöðu­ flokkanna, þeir Bjarni Ben og Sig­ mundur Davíð, vildu ekkert af þessu nýja og hagfelldara tilboði vita: það skyldi kjósa um gamla og úrelta samn­ inginn og með því myndu þeir slá vænlegar pólitískar keilur á hinni móðursýkislegu öldu lýðskrums og þjóðrembings sem skapast hafði í þjóðfélaginu út af þessu máli og fellt gæti ríkisstjórnina. Forseti landsins, sem vanalega á mjög erfitt með að halda sér til hlés í þjóðmálaumræðunni, vissi að sjálf­ sögðu af hinu nýja samningstilboði. En í þetta skiptið lét hann ekkert í sér heyra. Hvers vegna skyldi hann hafa látið það viðgangast að þjóðin gengi til kosninga um samning sem var orðinn vita marklaus? Ástæðan var auðvit­ að sú, að hann ætlaði sér að rétta sinn hlut eftir að hafa farið mjög halloka í vinsældum vegna dyggs stuðnings við útrásarfólin í verki. En forsetinn hafði einnig gerst hugmyndafræðing­ ur hinna glæfralegu útrásarævintýra með sínum yfirgengilegu skrumræð­ um um yfirburðasnilld hinna íslensku lánskaupahéðna á sviði froðukennds viðskiptabrasks. Er þessi málflutn­ ingur forsetans einhver ógeðfelldasti áróður í anda ofurþjóðrembu sem um getur. Að loknu hinu fullkomlega ómark­ tæka þjóðaratkvæði, lék þessi heið­ virða lýðskrumsþrenning á als oddi: Lýðræðið hafði nefnilega sigrað og forsetinn var hafinn upp til skýja sem bjargvættur þjóðarinnar. En í stærsta dagblaði Noregs, Verdens Gang, kvað við allt annan tón: Þessi svokallaða þjóðaratkvæðagreiðsla var talin hafa verið háðung vegna afskræmingar á lýðræðinu. Og Uffe Ellemann Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Dana, skrifaði í grein sem birtist í Berlingske Tidende, að þetta þjóðaratkvæði hefði verið fáránlegur skrípaleik­ ur (absurd teater), vegna þess að nýr og hagstæðari samningur hefði legið á borðinu. Sannaðist hér hið forn­ kveðna, að glöggt er jafnan gests aug­ að. Samkvæmt framansögðu fór Ólaf­ ur Ragnar forseti því með ósannindi í þætti Ríkissjónvarpsins 7. júní, þegar hann hélt því fram, að hinn nýi og hagstæðari Icesave­samningur hefði ekki verið til staðar, heldur hafi til­ vist hans verið lygaáróður stjórnar­ flokkanna til að draga úr kosninga­ þátttöku. Forsetinn færði sér síðan í nyt þessa marklausu þjóðaratkvæða­ greiðslu til að hífa sig upp úr því óvinsældafeni sem hann var sokkinn í eftir að hafa um árabil hvatt útrásar­ bófana til dáða. Svarthöfði Umræða 17Miðvikudagur 13. júní 2012 Heldur að hann geti keypt allt Um Björgólf Thor í leyniskýrslu rannsóknarfyrirtækisins Kroll. – DV „Samkvæmt framan sögðu fór Ólafur Ragnar forseti því með ósannindi í þætti Ríkissjónvarpsins. Aðsent Tryggvi Gunnarsson kennari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.