Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Blaðsíða 16
Horfumst í augu sem grámyglur tvær. Sá skal vera músin sem mælir; kötturinn sem sig skælir; fíflið sem fyrr hlær; folaldið sem fyrr lítur undan. Og skrímslið sem skína lætur í tennurnar. Þ ótt ótrúlegt kunni að virðast gerði fólk sér það til dægra­ styttingar hér áður fyrr að etja saman kappi með því að horf­ ast í augu án svipbrigða sam­ kvæmt ofanskráðum reglum. Þessi leikur, eða störukeppni, virðist hafa glatað vinsældum sínum eftir að fjöl­ breyttari afþreying kom til sögunnar og er nú hvergi stundaður lengur af alvöru eða kappi svo að vitað sé, nema á einum stað sem er Alþingi Ís­ lendinga. Nú á mánudagskvöldi þegar þetta er skrifað standa reyndar vonir til þess að hefðbundinni störukeppni sé að ljúka. Helstu grámyglur þingsins geta þá hvílt sig á ræðuhöldum ef nútíma­ legri aðferðir verða teknar í notkun til að leita lausna á deilumálum. All­ margir á þinginu telja að það mundi horfa til framfara að semja um mál í stað þess að reyna að útkljá þau með því að þingmenn góni hver á annan úr ræðustól og reyni að drekkja ágrein­ ingi með orðavaðli ellegar hávaða. Augljóst er að stjórn sem hefur það vinnulag að láta óafgreidd mál safn­ ast saman og hyggst afgreiða þau í lok þings er að gefa stjórnarandstöðu gullið tækifæri til að gera fyrirsát og taka mál í gíslingu með málþófi. Þetta vinnulag er einn af fjölmörgum ósið­ um sem flokkast undir íslenska stjórn­ málahefð og margir gerðu sér vonir um að mundi breytast þegar mikil ný­ liðun varð í þingliði við síðustu kosn­ ingar. Sú hefur þó ekki orðið raunin, enda ríkir þar hið gamla viðhorf að nýir þingmenn skuli laga sig að starfs­ háttum þeirra sem eldri eru í hettunni og varlega skuli farið í breytingar á starfsháttum og „hefðum“ þingsins. Því miður eru hinar svokölluðu hefðir þingsins sem svo erfitt er að breyta teknar upp eftir því sem tíðkað­ ist á danska þinginu á nítjándu öld – og við sitjum uppi með þótt Danir hafi losað sig við kjánalegustu hefðirnar fyrir löngu. Hátimbrað titlatog Til dæmis um forneskju sem ekki tekst að losna við af Alþingi má nefna hið hátimbraða titlatog: „virðulegi forseti“, „hæstvirtur ráðherra“ og „háttvirtur þingmaður.“ Það er kannski saklaus sérviska að einhver hópur í þjóð­ félaginu skuli gangast upp í að tala svona á árinu 2012 en að mínum dómi lætur þetta framandlega í eyrum og vekur efasemdir um að háttvirtir þing­ menn hafi jarðsamband. Strangar reglur um að karlmenn á þingi skuli klæðast jakkafötum er einnig saklaus sérviska, en hvernig má það vera að ekki skuli vera jafnófrá­ víkjanleg krafa að þetta jakka fatalið hegði sér prúðmannlega í þingsal? Þar tíðkast ekki bara frammíköll, heldur hafa nokkrir í hópi þingmanna þann plagsið að svara fullum hálsi úr sæti sínu þeim sem stendur í ræðustól þá stundina. Þessi dæmalausa framkoma vekur upp eðlilegar grunsemdir um hvort viðkomandi þingmenn séu í standi til að vera á löggjafarsamkomu eða yfirleitt í húsum hæfir. Viðbrögð þingforseta við frammíköllum og kjafthætti í þingsal eru venjulega ekki önnur en þau að segja máttleysislega þegar ræðumenn hrökklast úr pontu: „Forseti vill minna á að gefa ræðu­ mönnum hljóð.“ Og síbrotagjammar­ ar glotta við tönn og halda upptekn­ um hætti. Ef við Íslendingar hefðum varðveitt einhverjar merkilegar þinghefðir frá því á þjóðveldisöld væri rétt að fara hægt í að breyta frá þeim hefðum. Þær hefðir sem við höfum núna á þingi eru flestar frá nýlendutíma þjóðarinnar og niðurlægingartíma þingsins og ekki eftirsjá að þeim. Og altént ekki þeim ósiðum sem íslenskir þingmenn hafa lagt sér til sjálfir á síðustu áratugum án erlendra fyrirmynda. Virðing þingmanna Deilur milli þingmanna og þras um fundarstjórn forseta eiga ekki að sjást í þingsal fyrir framan þjóðina. Slík­ ar deilur á að setja niður fyrir lukt­ um dyrum til að Alþingi Íslendinga haldi virðingu sinni. Sú virðing byggist ekki á hátimbruðu titlatogi né stöðl­ uðum jakkafötum. Hún byggist ekki á úthaldi við málþóf eða maraþon­ ræðumennsku. Hún byggist á gagn­ kvæmri virðingu stjórnar og stjórnar­ andstöðu fyrir meirihlutaumboði og minnihlutaumboði. Hún byggist á lausnamiðaðri hugmyndafræði, ekki á gamaldags þjösnagangi. Grámyglur í störukeppni eru ekki það sem þjóðin þarf á að halda. Sandkorn Þ að áfall sem ríkissjóður hefur orðið fyrir vegna Sparisjóðsins í Keflavík er með slíkum endemum að nauðsynlegt er að ítarleg rannsókn fari fram á stjórnendum sparisjóðsins og aðkomu ríkisins við yfirtökuna. Hinn pólitíski þáttur málsins má ekki verða út undan í þeirri skoðun. Steingrímur J. Sig­ fússon fjármálaráðherra er helsti ábyrgðarmaður þess gjörnings að fella sparisjóðinn undir Landsbank­ ann. Í upphafi var látið í veðri vaka að yfirtakan á hinum volaða spari­ sjóði myndi ekki kosta skattgreið­ endur mikið. Nú er komið á daginn að reikningurinn hljóðar upp á 25 milljarða króna. Það er ekki í boði að skattgreiðendur taki á sig slíka byrði án þess að upplýst verði að fullu um ábyrgð þeirra sem stýrðu bankanum í þrot og síðar þeirra sem skrifuðu upp á yfirtökuna. Saga Sparisjóðsins í Keflavík í seinni tíð er mörkuð spillingarfnyk þar sem vinir skiptust á lánum. Í Keflavík gengu menn á skítugum skónum um fjárhirslur bankans og krosslánuðu hver öðrum. Hags­ munaþræðir spillingar lágu um stjórn sparisjóðsins, bæjarstjórnina og meira að segja inn í verkalýðsfé­ lagið. Sukkið var takmarkalítið. Það er nauðsynlegt að rekja alla þessa þræði upp og skoða hvað fór úr­ skeiðis. Afleiðingarnar af hruni spari­ sjóðsins eru um allt land. Stór­ veldisdraumar stjórnenda Spari­ sjóðsins í Keflavík voru miklir í allri óráðsíunni. Þeir sölsuðu undir sig sparisjóði um allt land og nú ligg­ ur eftir sviðin jörð. Fjöldi stofnfjár­ festa er í sárum fjárhagslega. Sumir misstu allt sitt og eru á vonarvöl. Og byggðarlög misstu bankaútibú sín ofan í svartholið í Keflavík. Afleiðingarnar af framgöngu þeirra sem stýrðu Sparisjóðnum í Keflavík eru hrikalegar. Fólk og byggðarlög eru í sárum eftir spill­ ingarkennda óreiðuna. Bæði fyrrver­ andi og núverandi fjármálaráðherra hafa vísað ábyrgðinni á stjórnendur sparisjóðsins og benda á að eigna­ safn sparisjóðsins sé rýrara en gert hafi verið ráð fyrir. Það kann að vera rétt mat en eigi að síður verður að skoða þátt stjórnvalda í málinu og fá fram pólitíska ábyrgð. Stuð í gestastofu n Hjónin Ásta K. Ragnarsdóttir og Valgeir Guðjónsson tónlist­ armaður hafa um árabil rekið veisluþjón­ ustu í Reykja­ vík. Undan­ farið hafa þau verið við Tryggvagötu í sama húsi og DV. En nú er orðin breyting á því þau eru flutt í svokallaða gestastofu Björgólfs Guðmundssonar á Lækjartorgi. Stofan var byggð sem eins konar montstofa til þess að fólk gæti notið þess í góðum félagsskap að sjá tón­ listarhúsið Hörpu rísa. Þar verður stuð á næstunni. Strigakjafturinn n Strigakjafturinn Björn Valur Gíslason á það til að hlaupa út undan sér og gefa yfirlýs­ ingar sem eru hand­ an velsæmis. Þetta gerðist þegar hann kallaði Ólaf Ragnar Gríms- son forseta­ ræfil. Fleiri dæmi eru um slíkt. Hápunkti ósvífninnar náði Björn Valur þegar hann ýjaði að því á næturfundi að Jón Gunnarsson þingmaður væri ölvaður. Hann baðst síðan nauðugur afsökunar á um­ mælunum en var sniðgenginn af Sjálfstæðisflokknum. Of seint í eigið partí n WOW air bauð blaða­ mönnum og gestum til veislu í París eftir jómfrúarflug sitt. Voru mættir til veislunnar ferðamálafrömuður í Frakk­ landi, Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París, auk blaðamanna og starfsfólks og stofnenda WOW air sem boðið var til Parísar. Einhver seinkun varð í jómfrúarflug­ ið til Parísar, en þakkaði Skúli Mogensen ítölskum flugmönn­ um það að vélin var þrátt fyr­ ir tafirnar komin, nánast á réttum tíma til Parísar. Færni og stundvísi ítölsku flug­ mannanna naut þó ekki við þegar að hópur WOW ferðað­ ist um París því hann mætti einum og hálfum tíma of seint í eigið boð. Gissur skíthræddur n Gissur Sigurðsson frétta­ maður er einn harðskeytt­ asti húmoristi ljósvakans. Á mánudagsmorgun komst hann að því að Sigurjón Magnús Egils- son, útvarps­ maður og fyrrverandi fréttastjóri, hefði stokkið inn í útsendingu vegna veik­ inda Heimis Karlssonar. Lýsti sá glaðbeitti Gissur því yfir að hann væri skíthræddur. Héldu þá einhverjir að hann væri að vísa til frægra Bakþanka í Fréttablaðinu um liðna helgi þar sem blaðamaðurinn Berg- steinn Sigurðsson hraunaði yfir Sigurjón fyrir yfirgang gegn undirmönnum. Svo var þó ekki og var athugasemd Giss­ urar almenns eðlis. … lagið Eilíf ást hafi leitt okkur saman … breiðst út eins og faraldur Herbert Guðmundsson sem er trúlofaður Lísu Dögg Helgadóttur. – DV Ómar Ragnarsson um rassskellingar handboltamanna. – omarragnarsson.blog.is Svarthol í Keflavík„Fjöldi stofnfjár- festa er í sárum Grámyglur eða stjórnmálamenn? Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 13. júní 2012 Miðvikudagur Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Kjallari Þráinn Bertelsson „Augljóst er að stjórn sem hef- ur það vinnulag að láta óafgreidd mál safnast saman og hyggst af- greiða þau í lok þings er að gefa stjórnarandstöðu gullið tækifæri til að gera fyrirsát og taka mál í gíslingu með málþófi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.