Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Blaðsíða 15
Erlent 15Miðvikudagur 13. júní 2012
G
ranary-torgið sem verður
opnað í London í vikunni
kemur til með að verða eitt-
hvert stærsta almennings-
rými í einkaeigu í Evrópu.
Opin svæði í borgum Bretlands sem
áður voru í eigu ríkis og eða sveitar-
félaga falla nú í auknum mæli í hend-
ur einkaaðila. Gagnrýnendur segja
eigendurna hugsa um gróða frekar
en hagsmuni almennings. Jeevan
Vasagar, blaðamaður The Guardi-
an, birti á dögunum úttekt á þessari
einkavæðingu almenningsrýmisins.
Þar kemur fram að einkavædd al-
menningsrými sé að finna víðs vegar
um Bretland. Þeirra á meðal eru heilu
verslunarsvæðin eins og Princesshay í
Exeter, og söguleg torg og götur í Aust-
ur-London í eigu J.P. Morgan. Occupy-
mótmælendur í London fengu að
finna fyrir eignarhaldi á almennings-
görðum þegar þeim var meinað að
vera á áður opnum svæðum.
Lokað á almenning
Til þessa hafa verslunarmiðstöðv-
ar og viðskiptahverfi eins og City of
London verið á umráðasvæði einka-
aðila og fáir hafa velt vöngum yfir því.
Sú þróun sem nú hefur átt sér stað
hefur hins vegar vakið upp spurn-
ingar um það hversu langt einka-
aðilar geta seilst í því að leggja und-
ir sig opin svæði. Grasblettum sem
báru tré undir berum himni og voru
áður opnir öllum borgurum eru sum-
um hverjum lokað þegar eigendum
þeirra hentar, enda þeirra einkaeign.
Þetta var einmitt raunin á krýn-
ingarafmæli Elísabetar Bretlands-
drottningar í byrjun júní segir í
úttekt The Guardian. Þá var almenn-
ingi meinaður aðgangur að ákveðn-
um svæðum við ána Thames sem
einungis voru opin fyrir útvalda.
Öryggisverðir komu í veg fyrir að
fólk færi inn á þessi svæði án sér-
stakra armbanda sem útbúin voru af
eigendum svæðanna. Þá var Tower-
og Millenium-brúnum lokað fyrir
almenningi en fólki leyft að vera á
Lambeth, Westminster og Blackfri-
ars-brúnum en varað við að þar yrði
allt „troðfullt af fólki.“
Endurskipulagning lykilorðið
Naomi Colvin er einn þeirra sem
tók þátt í Occupy London-mótmæl-
unum. Í samtali við The Guardian
segist hann hræðast þessa þróun,
hún miði að því að búa til þjóðfé-
lag þar sem fólk geri lítið annað
en að vinna og versla. Hægt sé að
fara á viðburði á opnum svæðum í
boði einkaaðila en það sé á þeirra
forsendum en ekki á forsendum
fólksins eða samfélagsins. „Það
er engin leið fyrir fólk að gera eitt-
hvað á eigin vegum – gera eitt-
hvað „spontan“.“ Vísar hann meðal
annars til þess að Occupy-mótmæl-
endur hafi oftar en ekki þurft frá að
hverfa vegna eignarhalds á opnum
rýmum.
Endurskipulagning er lykilorðið
þegar kemur að þessari tilfærslu
almenningssvæða yfir til einka-
aðila. Svæði sem áður voru í eigu
sveitarfélaga og eða ríkisins drabb-
ast niður vegna þess að ekki er til
fjármagn til þess að halda svæð-
unum við. Lausnin á þessu vanda-
máli er síðan sú að fá einkaaðila í
það að endurskipuleggja svæðin á
eigin kostnað. Svæðin eru þá iðu-
lega endurgerð á forsendum fyrir-
tækjanna sjálfra, sem vilja græða á
slíkum framkvæmdum. Þannig er
samfélagsandanum fórnað – hon-
um er í raun eytt, að mati Colvin.
Þorpið í borgina
Samantha Heath, framkvæmda-
stjóri hjá stofnun um sjálfbærni í
London, er sammála Colvin um
að almenningsrýmin verði oft og
tíðum sálarlaus eftir slíka endur-
skipulagningu – meira til skrauts en
til notkunar. Opnu svæðin í London
sem séu í einkaeigu séu meira og
minna gráir steypu klumpar, fjöl-
breytileikinn sé lítill sem enginn.
Í skýrslu skipulagsráðs London
sem kom út á síðasta ári er bent á
jákvæða og neikvæða punkta við
eignarhald einkaaðila á áður opn-
um svæðum. Ein helst gagnrýnin er
á öryggisgæslu eins svæðisins sem
er sögð vera svo öfgafull að ekki sé
hægt að taka myndir þar.
Borgarstjóri London, Boris John-
son, hefur talað um að koma „þorp-
inu aftur inn í borgina.“ Segist hann
vilja skapa andrúmsloft trausts og
vináttu í hverfum borgarinnar. Gall-
inn við þessa ósk Johnson er sú að í
þorpunum var alltaf landskiki í eigu
almennings, segir Heath. „Þar var
ekki sú tilfinning ráðandi að landið
væri í eigu húsráðandans. Þetta var
land í sameign.“
Almenningsgarðar
í hendur einkaaðila
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Ég á ‘etta“
n Íslendingar hafa lengi vel álitið sig
hafa rétt á því að ganga frjálslega um
landið. Það gæti þó verið að breytast
sé litið til þróunar úti í heimi sem og ný-
legra fregna innanlands. Flestum er það
eflaust í fersku minni þegar eigendur
Kerfélagsins meinuðu Wen Jiabao, for-
sætisráðherra Kína, og forystumönnum
ríkisstjórnar Íslands að heimsækja Kerið
í aprílmánuði síðastliðnum. Sagði Óskar
Magnússon, einn eigendanna, af því
tilefni að þeim hefði ekki borist formleg
beiðni um heimsókn. Þá bætti hann því
við að persónuleg skoðun eigendanna
hefði eitthvað með þessa ákvörðun
að gera. „Ég get ekki sagt hvernig við
hefðum brugðist við því. Það liggur þó
fyrir að Kerfélagið hefur ekki haft þessi
stjórnvöld í hávegum, hvorug þeirra,
og vegur þeirra hefur ekki
aukist við þetta.“
n Nýleg frétt í DV af
svipuðum meiði vakti
einnig mikla athygli.
Þar kom fram að nýir
eigendur jarðarinnar
Horns í Skorradal í
Borgarfirði, Árni Hjörleifsson og Ingibjörg
Davíðsdóttir, hafi lokað afleggjaranum
sem liggur að fjallinu Skessuhorni með
hengilási. Hingað til hafa fjallgöngu-
menn sem hyggjast klífa hið tignarlega
Skessuhorn keyrt um þennan afleggjara
í landi Horns til að komast að fjallinu, en
það er ekki mögulegt lengur. Ummæli
á fésbókarsíðu Ingibjargar, þar sem
hún ræðir um kaupin á Horni, benda
raunar til þess að hún líti á Skessuhorn
sem sína persónulegu eign. Þar segir
Ingibjörg meðal annars: „Við eigum núna
Matterhorn Íslands (Tobleronefjallið)
– Skessuhorn, sem er í landi Horns.“ Þá
birtir hún mynd af Skessuhorni þar sem
hún segir: „Þvílík fegurð!! Ég á ‘etta.“
n Sífellt fleiri opin svæði einkavædd n Almenningi meinaður aðgangur
„Það er engin leið
fyrir fólk að gera
eitthvað á eigin vegum –
gera eitthvað „spontan“.
Opið rými Listamaðurinn Banksy hefur vakið heimsathygli fyrir götulistaverk sín en hér má sjá verk eftir hann á Waterloo-stöðinni í
London. Hann breytti undirgöngum í risastóran sýningarsal sem var opinn fyrir almenning. Mynd REUTERS/FinbaRR O‘REiLLy
Mótmælt á Tower-brúnni Fjöldi fólks kom saman á Tower-brúnni í tilefni af því að
haldið var upp á krýningarafmæli drottningarinnar. Almenningsrými í einkaeigu voru lokuð
almenningi. Mynd REUTERS/nigEL ROddiS
kona heims