Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Blaðsíða 27
Fólk 27Miðvikudagur 13. júní 2012 „Okkar eigin fréttir“ n Eiríkur Jónsson færir út kvíarnar á vefsíðu sinni K omið þið sæl og verið velkomin í þessa fyrstu sjónvarpsútsendingu, sagði fjölmiðlamaður- inn Eiríkur Jónsson sem hef- ur farið mikinn á vef sínum, eirikurjonsson.is undanfarið. Eiríkur hélt stutta tölu um vef sinn sem átti þriggja mánaða afmæli í gær, þriðju- daginn 12. júní, og boðaði fleiri útsendingar. „Í framtíðinni þá eigið þið eftir að sjá fleiri svona þætti hér, þar sem við tölum við þá sem skipta máli, alla þá sem við viljum sjá, viljum heyra í og líka kynlega kvisti sem þið sjáið alltof sjaldan,“ sagði Ei- ríkur sem segir vefinn fá þús- undir gesta á hverjum degi og allt að 50 þúsund gesti í hverri viku. Þá sagði Eiríkur frá áhersl- um sínum sem eru helstar þær að vera með frumlegar fréttir. „Við flettum ekki frétta- tilkynningum, eltum ekki aðra, segjum okkar eigin frétt- ir,“ sagði Eiríkur en ekki er ljóst hvað hann á við með „við“ en hingað til hefur hann ríkt einn yfir vef sínum. Smáauglýsingar smaar@dv.is sími 512 7004 Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00 BÍLALIND.is - Funahöfða 1 - 110 Reykjavík - S: 580-8900 BMW X5 3.0D E70 08/2007, ekinn 53 Þ.km, dísel, sjálf- skiptur, leður, fjarstýrð aukamiðstöð, bluetooth ofl. Verð 6.990.000. Raðnr 322002 - Jeppinn er í salnum! OPEL VECTRA-C COMFORT 04/2003, ekinn 117 Þ.km, 5 gíra, tveir gangar af álfelgum og dekkjum. Verð 890.000. Raðnr. 283948. Er á staðnum! SUBARU FORESTER PLUS 07/2007, ekinn 20.379 km, sjálfskiptur, álfelgur, kúla, bakkskynjarar, upp- hækkaður, vindskeið, loftkæling ofl. Verð 2.790.000. Raðnr. 103694 - Bíllinn var að koma á staðinn! TOYOTA HILUX DOUBLE CAB D/C SR 35“ breyttur 02/2008, ekinn 38 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, pallhús. Verð 5.390.000. Raðnr. 282006 - Fallegi pallbíllinn er á staðnum! M.BENZ ML320CDI Árgerð 2007, ekinn 97 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Verð 6.290.000. Raðnr. 310101 - Jeppinn er í salnum! MMC PAJERO INSTYLE 3.2 DÍSEL 05/2008, ekinn 80 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður ofl. Verð 5.890.000. Raðnr. 250261 - Jeppinn er á staðnum! MMC 3000 GT VR4 TURBO Árgerð 1991, ekinn 127 Þ.m, Hel- breyttur bíll sem gaman er að rúnta á! Verð 2.690.000. Raðnr. 284453 - Bíllinn er í salnum! TOYOTA YARIS TERRA 04/2006, ekinn aðeins 51 Þ.km, 5 gíra, mjög fallegt eintak! Verð 1.390.000. Raðnr. 284493 - Bíllinn er á staðnum! SKODA OCTAVIA ELEGANCE COMBI 1,8 TURBO. 04/2004, ekinn 131 Þ.km, 5 gíra, 17“ álfelgur. Verð 1.090.000. Raðnr. 322234 - Sá fagri er á staðnum! Tek að mér Hreinsa þakrennur, laga riðbletti á þökum, gluggaþvottur, hreinsa lóðir og tek að mér ýmiss smærri verkefni. Upplýsingar í síma 847-8704 eða á manninn@hotmail.com Funahöfða 1, 110 Reykjavík S. 567 4840 www.hofdahollin.is Minkapels til sölu, ný yfirfarinn Upplýsingar í síma: 898-2993 Beinteinn. Gerum tilboð í alla flutninga. Frysti- vagnar, malarvagnar, flatvagnar, gröfur ,kranabílar." Silfri ehf - s: 894-9690 SUZUKI GRAND VITARA 2,0 04/2003, ekinn 122 Þ.km, 5 gíra. Verð 990.000. Raðnr. 310184 - Jeppinn er á staðnum! BMW 525XI 4WD 08/2007, ekinn 31 Þ.km, sjálfskiptur, leður ofl. ofl. Einn eigandi - Umboðs- bíll Verð 5.980.000. Raðnr. 250263 - Bíllinn er í salnum! TOYOTA COROLLA W/G SOL 05/2005, ekinn 100 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 1.450.000. Raðnr. 310178 - Bíllinn er á staðnum! Til leigu 3ja herbergja, 90fm efri hæð í litlu húsi 105 Rvk. Geymsla á lofti, aðgangur að þvottahúsi í kjallara og garður. Gæludýr velkomin. Reyklaus. Verð kr. 120.000- á mánuði án rafmagns og hita. Bakaábyrgð og meðmæli. Upplýsingar sendist á leiga105rvk@gmail.com Ástfangin pör á leiksviðinu n Pör hjá Leikfélagi Akureyrar n Góð stemming fyrir norðan S egja má að ástin muni svífa yfir vötnum hjá Leikfélagi Akureyrar á komandi leikári. LA hefur ráðið til sín fjóra leikara fyrir haustið og vill svo skemmtilega til að þar eru á ferðinni tvö pör. Þau Hann- es Óli Ágústsson og Aðalbjörg Árnadóttir annars vegar og Einar Aðalsteinsson og Anna Gunndís Guðmundsdótt- ir hins vegar. Mikill styrkur er í hópnum fyrir leikfélagið en fjórmenningarnir eru á meðal færustu ungu leikara þjóðar- innar. „Þetta verður mjög spennandi ár, bæði faglega og persónulega,“ segir Hannes Óli en hópurinn flytur norður í lok sumars og hefur þá störf. Hann hefur litlar áhyggjur af því að persónuleg tengsl eigi eftir að þvælast fyrir fagleg- um. „Það er bara spennandi tækifæri að fá að vinna svo náið með konunni. Þetta mun sjálfsagt reyna eitthvað á en verður fyrst og fremst frá- bær skemmtun.“ Það var Ragnheiður Skúladóttir, nýráðinn list- rænn ráðunautur LA, sem setti sig í samband við hóp- inn áður en hún tók til starfa. „Þannig að við vorum svona partur af pakkanum. Þegar Ragnheiður Skúladóttir hr- ingir og vill starfa með manni þá segir maður bara já,“ seg- ir Hannes en nokkur breyting verður á rekstrarfyrirkomu- lagi Leikfélagsins frá undan- förnum árum. „Við fjögur munum vera í flestum sýn- ingunum og það verður horf- ið meira til grasrótarstarfs eins og áður var. Verkefni verða kannski minni í snið- um en alþýðlegri og fram- sæknari.“ Fjórmenningarnir munu starfa innan leikfélags- ins með fjölbreyttum hætti og til að mynda koma að starfi leiklistarskóla LA. Sjálfur segist Hannes Óli spenntur fyrir því að flytja norður. „Það er svo góð stemming hérna og alltaf nóg um að vera. Mér finnst ég alltaf vera á leiðinni á tón- leika eða sýningu eða nýbú- inn að missa af einhverju.“ Aðspurður hvort fjór- menningarnir ætli að búa saman þegar norður er kom- ið segir hann að svo sé ekki. „Nei, það verður nú að vera eitthvert einkalíf. Þótt þau séu nú ágæt, þessar elskur.“ asgeir@dv.is Flottur hópur Hannes Óli Ágústsson, Aðalbjörg Árnadóttir, Anna Gunndís Guð- mundsdóttir og Einar Aðalsteinsson. Fyrsta sjónvarpsútsendingin Eiríkur Jónsson hefur farið af stað með netsjónvarp á vef sínum eirikurjonsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.