Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 13. ágúst 2012 Mánudagur Á leið í hjarta- aðgerð í Svíþjóð Stóri bróðir að rifna úr stolti DV greindi frá því á föstudag að lítill drengur, sonur þeirra Guð- mundar Más Helgasonar og Helgu Sigurveigar Kristjánsdóttur, sem fæddist án endaþarmsops og með tvíþættan hjartagalla þann 5. ágúst væri á leið til Svíþjóðar í aðgerð næstkomandi þriðjudag. Þá var einnig óljóst hvort sjónin væri í lagi en á styrktarsíðu fyrir strák Guðmundsson kemur fram að augnlæknir hafi skoðað í hon- um augun og ekkert hafi fund- ist að. Þar er einnig greint frá því að drengurinn hafi fengið nafnið Sigurbjörn Árni. Í kveðju frá fjöl- skyldunni segir: „Elsku fallegu vinir, við viljum byrja á að þakka ykkur fyrir ómetanlegan stuðning sem er búinn að hjálpa okkur mik- ið í gegnum erfiðar stundir. Litla hetjan okkar fékk nafnið Sigur- björn Árni í dag og áttum við fjöl- skyldan fallega stund saman uppi á vökudeild. Kristófer Alex er al- veg að rifna úr stolti af litla bróður og stendur oft lengi hjá honum og heldur í höndina á honum.“ Ath. Í helgarblaði DV var rang- lega greint frá því að hann væri með fjórþættan hjartagalla en hið rétta er að hjartagallinn er tví- þættur. Beðist er velvirðingar á því. Varar við sænsku leiðinni Sænska leiðin hefur orðið til þess að enn erfiðara er að koma fórn- arlömbum mansals til bjargar og jafnvel ýtt undir það. Þetta var haft eftir Pye Jakobsson, stofnanda hags- munasamtaka fólks í vændi í Sví- þjóð og Finnlandi, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag. Þar var sagt frá því að Jakobsson varaði eindreg- ið við sænsku leiðinni. Ný rannsókn félagsmálastofnana í Noregi sýndi að vændi í Noregi væri bæði orðið skipulagðara og alvarlegra eftir að lög sem banna kaup á vændi tóku þar gildi fyrir þremur árum. Sú laga- setning væri oft nefnd sænska leiðin en sambærileg lög væru í gildi á Ís- landi. Dómsmálayfirvöld í Noregi hefðu nú boðað endurmat á lög- gjöfinni og teldu hana beinlínis hafa ýtt undir mansal. Rannsakar Lindsor Lindsor-málið svokallaða er nú til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara en frá þessu var skýrt á vef Vísis á sunnudaginn. Þar var sagt að einn af umdeildustu gjörningum hrunsins hefði verið þegar Kaupþing lánaði félaginu Lindsor Holdings Corporation 171 milljón evra þann 6. október 2008. Það var gert sama dag og neyðarlögin voru sett og sama dag og Seðlabankinn lánaði bankanum 500 milljónir evra. Aldrei hefðu fengist skýringar opinberlega hjá stjórnendum Kaupþings á málinu, en það væri nú til rannsóknar hér hjá sérstökum saksóknara. Firrir sig ábyrgð á milljarðatapi n Segir Steingrím J. bera ábyrgð á tapi ríkisins vegna björgunar Sjóvár „Hvers konar rugl er þetta? Af hverju hringir þú ekki bara í Steingrím J. Sigfússon sem tók þessa ákvörðun? B jarni Benediktsson segist enga ábyrgð bera á milljarða- tapi skattgreiðenda vegna að- komu ríkisins að björgun Sjó- vár. Hann varpar ábyrgðinni alfarið á Steingrím J. Sigfússon, efna- hags- og viðskiptaráðherra. Íslenska ríkið tapaði fjórum milljörðum króna á því að bjarga rekstri tryggingafélags- ins Sjóvár. Þetta kom í ljós á dögun- um þegar Seðlabankinn seldi allan 73 prósenta hlut sinn í Sjóvá til samlags- hlutafélagsins SF1 og fékk 7,4 millj- arða fyrir hann. Sumarið 2009 lagði íslenska rík- ið Sjóvá til 12 milljarða króna til að bjarga því frá gjaldþroti. Eignarhalds- félagið Milestone, eigandi Sjóvár, hafði gengið svo á eignir félags- ins að það uppfyllti ekki lengur skil- yrði Fjármálaeftirlitsins um gjaldþol tryggingarfélaga. Tap Sjóvár má að miklu leyti rekja til áhættufjárfestinga Milestone og tengdra félaga. Vafningur Bjarna Skemmst er að minnast umfjöllun- ar DV um eignarhaldsfélagið Vafn- ing sem fékk 10,5 milljarða króna lán hjá Sjóvá. Einnig tapaði Sjóvá þrem- ur milljörðum króna á fasteignavið- skiptum í Makaó sem einnig tengdust Vafningi. Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins og þáver- andi stjórnarformaður N1, fékk um- boð frá föður sínum og frænda sem áttu hlut í Vafningi í gegnum Skeggja ehf. og Mátt ehf. til að veðsetja hluta- bréfin í Vafningi fyrir milljarðaláni frá Glitni. Í samtali við DV fullyrti Bjarni að íslenska ríkið myndi ekki tapa neinum fjármunum vegna 12 millj- arða króna láns sem ríkið veitti Sjóvá. Til hliðar má sjá hluta af samtali Inga Freys Vilhjálmssonar, fréttastjóra DV, við Bjarna Benediktsson í desember 2009. Ber enga ábyrgð Aðspurður um þau ummæli sín seg- ir Bjarni: „Það var það sem ríkið lagði upp með – ekki satt? Þið voruð þarna að flytja fréttir af því að ég bæri ein- hverja ábyrgð á rekstri þessa félags; ég hef aldrei nokkurn tímann tekið nokkra einustu ákvörðun fyrir þetta félag. Mér finnst að Steingrímur þurfi að svara fyrir það, hvers vegna hann var að hætta skattfé almennings til að bjarga þessu félagi.“ Minntur á, að sú ákvörðun ríkisins hafi legið fyrir þegar hann lét ummælin falla segir Bjarni: „Mér fannst algerlega fráleitt að vera að skrifa af því fréttir hver niðurstað- an yrði fyrir ríkið – það var algerlega ótímabært – og enn fráleitara að vera að færa mögulegt tap ríkisins á mín- ar herðar. Í fyrsta lagi var það fjár- málaráðuneytið sem ákvað að stíga þarna inn og ég hafði nákvæmlega ekki neitt með það að gera og ég hef aldrei haft neitt með rekstur Sjóvár að gera. Eða hefur þú einhverjar aðr- ar upplýsingar?“ Bent á, að hann hafi komið að því að veðsetja hlutabréfin í Vafningi fyrir milljarðaláni frá Glitni, bregst Bjarni ókvæða við: „Nei! Bíddu, bíddu, bíddu, bíddu. Veist þú eitthvað um hvað þú ert að tala – vinur?“ „Af hverju hringir þú ekki bara í Steingrím?“ Eftir að blaðamaður útskýrði fyrir Bjarna aðkomu hans að Vafnings- málinu segir Bjarni reiður: „En hvernig ertu að tengja það við þetta félag [Sjóvá]? Var ég að hætta ein- hverju skattfé almennings? Hvers konar rugl er þetta? Af hverju hringir þú ekki bara í Steingrím J. Sigfús- son sem tók þessa ákvörðun? Hann hlýtur að þurfa að svara fyrir það að skattgreiðendur landsins þurfa að, hérna, að fá stóran reikning. Þú átt ekki að tala við mig sem hefur ekki tekið neina einustu ákvörðun fyrir þetta félag.“ Spurður hvort sá samn- ingur, sem hann skrifaði undir, hafi ekki meðal annars orðið til þess að staða Sjóvár varð eins slæm og raun ber vitni, svarar Bjarni: „Nei. Ég tók enga ákvörðun fyrir Sjóvá – vinur – aldrei.“ Bjarni viðurkennir þó að hafa skrifað undir veðsamn- inginn fyrir hönd annarra en segir þó: „Það var ekki Sjóvá sem ég var að skuldbinda. Afskaplega ertu tregur.“ Spurður hvort lánið hafi ekki verið tryggt með veði í eignum Sjóvár, þar Svona var aðkoma Bjarna Aðkoma Bjarna Benediktssonar að málinu var sú að í febrúar 2008 skrifaði hann undir veðsetningarskjöl fyrir hönd föður síns og frænda þar sem eignir Vafnings voru veðsettar fyrir láni frá Glitni. Bjarni sagði frá því í viðtali við DV í árslok 2009 þegar fjallað var um aðkomu hans að Vafningsmálinu í blaðinu að hann hefði veðsett hlutabréfin í Vafningi hjá Glitni fyrir hönd föður síns og frænda þar sem þeir hefðu verið staddir erlendis. „Þeir [Benedikt og Einar, innsk. blaðamanns] voru ekki staddir á landinu og báðu mig um það fyrir sína hönd að skrifa undir ákveðinn veðsamning þar sem þeir voru að veðsetja hlutabréfin sín í félaginu... Þetta var veðsamningur sem gerður var við bankann vegna lána sem bankinn hafði veitt félaginu.“ Bjarni skrifaði því undir veðsetningarskjölin fyrir hönd eignarhaldsfélags föður síns, Hafsilfurs, eignarhaldsfélags Einars Sveinssonar, Hrómundar, sem og fyrir eignarhaldsfélagið BNT, móðurfélag olíufélagsins N1, en fyrirtækið var í eigu ættingja Bjarna. Samtals fékk Vafningur um 15 milljarða króna lánaða frá Glitni en milljarðarnir voru endurlánaðir til eignarhaldsfélagsins Þáttar International, sem einnig var í eigu Milestone og Einars og Benedikts Sveinssona. Þáttur International var einn stærsti hluthafi Glitnis. Þáttur International notaði peningana svo til að endurgreiða bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley lán sem félagið fékk til að kaupa hlutabréf í Glitni árið 2007. Morgan Stanley átti veð í hlutabréfum Þáttar International í Glitni og hótaði að leysa bréfin til sín í veðkalli ef skuldin yrði ekki greidd til baka. Vafningur tók einnig við lánum frá Sjóvá sem notuð voru til að endurfjármagna lán hjá Morgan Stanley vegna fjárfestingar Milestone í sænska fjármálafyrirtækinu Invik. Með þessum lánveitingum út úr Sjóvá til Vafnings var gengið á bótasjóð félagsins með þeim afleiðingum sem greint er frá hér að framan. Í báðum tilfellum fóru lánin frá Sjóvá og Glitni út úr íslenskum félögum og íslenska hagkerfinu og yfir í bandarískan fjárfestingar- banka. Krafa Sjóvár á hendur Vafningi var svo afskrifuð í ársreikningi SJ eignarhaldsfélags, sem áður hét Sjóvá, fyrir árið 2009 en þar segir: „Niðurfærsla viðskiptakrafna vegna Földungur ehf. og Milestone ehf. 19.287.037.“ Afskriftirnar vegna lánanna út úr Sjóvá til Vafn- ings og Milestone námu því rúmlega 19 milljörðum króna. Heildarskuldir Vafnings, nú Földungs, voru tæpir 38 milljarðar í árslok 2010 og var um helmingur vegna lána frá Sjóvá og helmingur vegna lána frá Glitni. Sjóvá og Glitnir töpuðu því þeim um 38 milljörðum króna sem lánaðir voru til Vafnings árið 2008 eftir að byrjaði að harðna á dalnum í íslenska fjármálakerfinu. Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.