Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2012, Blaðsíða 8
ÍSLENDINGAR Í HERGAGNA- fRAmLEIðSLu 8 Fréttir 13. ágúst Mánudagur U msvif nokkurra Ís- lendinga í hergagna- iðnaði hafa aukist upp á síðkastið. Fjárfestingar- félagið Eyrir Invest tekur nú þátt í umfangsmikilli hlutafjár- aukningu hollensku fyrirtækjanna Stork Technical Services og Fokker Technologies sem áætlað er að ljúki þann 16. ágúst. Eyrir á þriðjungs- hlut í Marel og 17 prósenta hlut í Stork BV, sem á og rekur fyrirtæk- in sem verið er að endurfjármagna. Fjármagnið frá Eyri gæti numið allt að 23 milljónum evra, jafnvirði 3 milljarða íslenskra króna. Útrás tengd hergagnaiðnaði Að því er fram kemur á vefsíðu Eyris mun endurfjármögnun Stork Technical Services greiða fyrir full- um samruna félagsins við RBG Group og styrkja stöðu þess sem þjónustuaðila í olíu- og gasiðnað- inum. Hlutafjáraukning Fokker Technologies mun hins vegar styðja við félagið á sviði tækni og þjónustu fyrir flugvéla- og her- gagnaiðnaðinn. Fokker Technologies hefur átt í samstarfi við vopnafyrirtækið Lockheed Martin að undanförnu um þróun orustuflugvélar fyrir Bandaríkjaher, en Bandaríkjaher er einnig meðal stærstu viðskipta- vina RBG Group. Þá hefur Stork annast smíði vélarhluta fyrir her- þyrlur fyrirtækisins Eurocopter og framleitt búnað fyrir hergagna- framleiðendurna Raytheon og Thales. Horn fjárfestingarfélag, sem er í eigu Landsbankans og held- ur utan um hlutabréfaeign hans, á 12,5 prósent í Eyri. Þannig á banki í meirihlutaeigu ríkisins óbeina aðild að fjárfestingum í hergagna- iðnaði. Heildareignir Eyris 59 milljarðar Stjórnarformaður og stærsti hlut- hafi Eyris er Þórður Magnússon en forstjórinn er sonur hans, Árni Oddur, sem á 15,7 prósent í fé- laginu. Jón Helgi Guðmundsson, einn stórtækasti verslanaeigandi á Íslandi, á einnig hlut í Eyri og situr í stjórn félagsins. Eyrir seldi hlutabréf sín í Össuri í fyrra og nema heildareignir þess nú tæplega 400 milljónum evra, jafnvirði 59 milljarða króna. Eyr- ir tryggði sér langtímafjármögn- un frá innlendum bönkum í júlí síðastliðnum að andvirði tveggja milljarða íslenskra króna. „Það hefur greiðst úr þessu og staða félaganna er mjög góð Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is n Landsbankinn með óbeina aðild að fjárfestingunum n Eyrir leggur til 3 milljarða Stærstu eigendur Eyris Þórður Magnússon, stjórnarformaður Hlutur: 18,4 prósent. Stjórnarseta: 19 félög, meðal annars Byko, Elko, Háskólinn í Reykja­ vík, Húsgagnahöllin, Kaupás, Norvik og Össur. Stjórnarformennska: Marorka, Sigurást, SagaMedica og Remake Electric. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Hlutur: 15,7 prósent. Stjórnarseta: Eyrir Sprotar og Th. Magnússon. Stjórnarfor- mennska: Marel og Árni Oddur Þórðarson ehf. Í helgarblaði DV þann 13. júlí árið 2009 var farið yfir stöðu stærstu útrásarvíkinganna. Niðurstaða umfjöllunarinnar var sú að Þórður og Árni hefðu staðið sig best allra Íslendinga í útrásinni. Var þá sérstaklega vísað til afreka Össurar og Marels á erlendri grundu. Árið áður var Árni Oddur valinn viðskiptamaður ársins hjá Viðskiptablaðinu. Feðgarnir hafa ekki látið deigan síga í kreppunni þótt skuldastaða félaga í þeirra eigu hafi á tímabili verið slæm. Samkvæmt ársreikningi frá árinu 2010 var félagið Th. Magnússon ehf, sem er alfarið í eigu Þórðar, með neikvætt eigið fé upp á nærri 300 milljónir. Félag í eigu Árna Odds Þórðarsonar var með neikvætt fé upp á tæplega 570 milljónir króna árið 2010. Að sögn Þórðar er staða beggja félaganna önnur í dag. „Það hefur greiðst úr þessu og staða félaganna er mjög góð,“ segir hann og bætir við: „Og meira að segja árið 2010 var veruleg jákvæð eign til staðar á okkar nafni og við erum ábyrgir fyrir félögunum. Svo þetta hefur aldrei verið neitt áhyggjuefni.“ Straumborg Hlutur: 7,8 prósent. Aðaleigandi: Jón Helgi Guðmundsson. Jón Helgi er aðaleigandi Norvíkur hf. Undir Norvík heyrir á annan tug fyrirtækja, svo sem Byko, Elko, Intersport og Húsgagnahöllin. Norvik er einnig eigandi Kaupáss ehf sem er er næststærsta verslanakeðjan á íslenskum matvælamarkaði og rekur verslanir undir merkjum Krónunnar og Nóatúns. Eins og fram kemur hér að ofan situr stjórnarformaður Eyris í stjórn Norvik og í stjórnum nokkurra félaga sem undir samsteypuna heyra. Fram kom í Frétta­ blaðinu í fyrra að Straumborg hefði gert kyrrstöðusamning við lánardrottna sína árið 2010 en félagið tapaði 14,7 milljörðum króna á árunum 2008 og 2009. Kyrrstöðusamningurinn gildir fram í janúar 2013, eða í um 14 mánuði til viðbótar. Stærsti kröfuhafi Straumborgar er Arion banki og á hann einn fulltrúa í stjórn félagsins. Samkvæmt síðustu ársskýrslu sem Straumborg skilaði til Ríkisendurskoðunar er félagið með neikvætt fé upp á 6 milljarða króna. Nýlega var stofnuð vefsíða til höfuðs fyrirtækjum Jóns Helga Guðmundssonar þar sem fólk er hvatt til að sniðganga fyrirtæki hans vegna atviks sem kom upp árið 2007. Þá tók hann blaðið Ísafold úr sölu í verslunum sínum eftir að blaðið hafði fjallað um nektar­ dansstaðinn Goldfinger og eiganda hans, Ásgeir Þór Davíðsson. Horn, fjárfestingarfélag Landsbankans Hlutur: 12,5 prósent. Framkvæmdastjóri: Hermann Már Þórisson. Framkvæmdastjóri Horns, Hermann Már Þórisson, situr í stjórn Eyris. DV fjallaði í fyrra um samning Horns við eignarhaldsfé­ lagið Atorku um að Horn eignaðist hlut þess í plastframleiðslufyrirtækinu Promens. Vitnað var í fundargerð þar sem fram kom að Hermann hefði stungið upp á því að hann sjálfur yrði gerður að stjórnarformanni félagsins. Landsbankinn lét setja lögbann á birtingu DV vegna umfjöllunarinnar um Horn en nokkrum mánuðum síðar var fallið frá banninu fyrir dómstólum. Íslendingar í hergagnaiðnaði Fokker Technologies hefur starfað með Lockheed Martin að þróun orustuflugvéla fyrir Bandaríkjaher.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.