Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2012, Blaðsíða 6
Sagðist vera með doktorsgráðu n Stundakennara við Háskóla Íslands sem laug til um menntun sagt upp É g sé enga ástæðu til að standa í slíkri upplýsingagjöf. Það skipt- ir mestu máli hvernig úr svona er unnið, það er alveg augljóst að viðkomandi mun ekki kenna meira hjá okkur,“ segir Ástráður Eysteinsson, for- seti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, aðspurður hvort hann muni gefa upp nafn stundakennara sem sagt var upp við guðfræðideild Háskóla Íslands. Maðurinn sem um ræðir hafði verið stundakennari við deildina í nokkur ár. Hann sagðist vera með doktorspróf en nýlega kom í ljós að það var ekki rétt, maðurinn hafði aldrei lokið dokt- orsnámi sínu. Með því að nafngreina ekki manninn er því ljóst að nokkr- ir stundakennarar við skólann liggja undir grun. Nafn mannsins mun þó hafa verið fjarlægt úr starfsmannaskrá. Maðurinn fékk borgað samkvæmt þeirri menntun sem hann sagðist hafa. Háskólinn mun þó ekki kæra manninn því hann ætlar að endur- greiða skólanum ofgreidd laun en hann játaði strax doktorsprófleys- ið þegar hann var spurður út í það. Til þess að vera stundakennari við deildina hefði maðurinn þó ekki þurft að hafa doktorsgráðuna. „Það er kannski sérstaklega dapurlegt við þetta ofan á allt annað að þessi mað- ur hefði alveg ábyggilega verið ráð- inn inn sem stundakennari þó hann hefði farið rétt með. Hann þykir ágæt- lega hæfur á sínu sviði og er með það próf sem þarf til að fá stundakennslu,“ segir Ástráður og segir málið hafa ver- ið kannað eftir að ábending barst til þeirra um að hann hefði ekki dokt- orspróf. Ástráður segir slíkt ekki geta kom- ið fyrir hjá þeim kennurum sem eru fastráðnir. „Þetta er eitthvað sem gæti aldrei komið fyrir með fastakennara en það er smá glufa með stunda- kennara. Menn hafa þekkt til og talið að það væri víst að það væri farið rétt með en við þurfum bara að vera mjög formleg með þetta sama hversu vel við þekkjum fólkið.“ viktoria@dv.is 6 Fréttir 13. ágúst Mánudagur „HEFUR VAKIÐ ATHYGLI UM ALLAN HEIM“ G jörningur borgarstjórans Jóns Gnarr, sem mætti grímu- klæddur í Gleðigönguna og mótmælti meðferðinni á með- limum Pussy Riot, hefur vak- ið athygli út fyrir landsteinana. Til að mynda er fjallað um málið í rússnesk- um fjölmiðlum. Eins hafa fjölmargir tjáð sig um málið í netheimum og virðist sem flestum líki gjörningurinn vel. Framkvæmdastjóri Besta flokks- ins, aðstoðarmaður borgarstjóra og nokkrir borgarfulltrúar voru í fylgd með borgarstjóranum en vagn hans bar áletrunina Free Pussy Riot. Borgarstjórinn, sem hefur gjarnan látið sig mannréttindi varða, stillti sér upp grímuklæddur á vagni og dreifði rósum. Með því lýsti hann yfir stuðn- ingi við meðlimi rússnesku pönk- hljómsveitarinnar Pussy Riot sem eiga yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi fyrir að flytja lag samið til höfuðs Vladimír Pútín í dómkirkju Rússnesku rétttrún- aðarkirkjunnar. Herör gegn heftingu tjáningarfrelsis Árni Grétar Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Samtakanna ´78, seg- ist gera ráð fyrir því að það séu skipt- ar skoðanir um atriði borgarstjórans í Gleðigöngunni. Hann líti þó sjálf- ur svo á að Jón Gnarr hafi með þessu skorið upp herör gegn heftingu tján- ingarfrelsisins í Rússlandi. „Ég held að málið sé miklu stærra en bara Pus- sy Riot. Ástandið í Rússlandi gagnvart hinsegin fólki er slæmt og sífellt verið að vinna í því að gera það ósýnilegt. Í mörgum borgum er verið að setja lög um að þú megir ekki tjá þig í ræðu eða riti um hinsegin málefni, menningu eða fræðslu. Þetta er mjög vond staða því það er verið að gera einn þjóðfé- lagshópinn algjörlega ósýnilegan og þagga niður í honum.“ Árni Grétar er því sáttur við atriði borgarstjórans. Sterk og skemmtileg skilaboð „Það skiptir svakalega miklu máli að hann, sem opinber og pólitísk persóna, sýni stuðning sinn í verki. Það eru því ekki bara verkin sem hann vinnur inni í ráðhúsi heldur líka á svona opinber- um vettvangi sem skipta máli,“ segir Árni Grétar. Hann segir að borgarstjórinn sendi með þessu sterk og skemmtileg skila- boð út í samfélagið en einnig á heims- vísu. „Þetta hefur vakið athygli um allan heim, að hann mæti í dragi og taki þátt í gleðinni af fullum krafti. Við megum ekki gleyma því, þótt staðan sé góð hér á landi, þá er hún það alls ekki alls staðar,“ segir hann og bætir við að alþjóðasamfélagið sé sterkasti vettvangurinn til að uppræta fordóma. Það sé því mjög gott að slík opinber og pólitísk persóna, sem Jón Gnarr er, sé sýnileg og að hann nái athygli fjöl- miðla um allan heim með þessu. Á rússnesku síðunni Echo er sagt frá þátttöku Jóns Gnarrs í Gleði- göngunni og atriði hans. Þar segir að borgarstjórinn hafi með þessu slegist í hóp með stórstjörnum á borð við Eli- jah Wood, Madonnu, Red Hot Chili Peppers, Franz Ferdinand, Yoki Ono, Peter Gabriel, Pete Townshend, Patti Smith og Björk sem hafa öll lýst yfir andúð sinni á meðferð rússneskra yf- irvalda á meðlimum Pussy Riot. Hylja andlit sín Fram kemur á vef íslenskra stuðnings- manna Pussy Riot að hljómsveitin samanstandi af rússneskum femínist- um sem hafi að undanförnu sett upp óauglýsta pólitíska gjörninga í Moskvu þar sem viðfangsefnin hafa meðal annars verið staða kvenna í Rússlandi. „Textar hljómsveitarinnar einkennast af femínisma, andstöðu við spillingu og beinast gegn sitjandi valdhöfum. Síðustu aðgerðum hópsins var beint gegn kosningabaráttu Pútíns forsætis- ráðherra til embættis forseta Rúss- lands,“ segir á vefsíðunni. Með klæðnaði sínum líkti Jón Gnarr eftir klæðaburði Pussy Riot en hljómsveitarmeðlimir hylja jafnan andlit sín með skærlitum lambhús- hettum. Björk Guðmundsdóttir hefur einnig látið sig málið varða en á föstu- daginn sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist styðja Pussy Riot og fordæmir þá meðferð sem meðlim- ir hennar hafa fengið. Þá býður hún hljómsveitinni að spila með sér á sviði lag sem hún samdi um réttlæti. Skrifa má undir áskorun til rúss- nesks saksóknara um að meðlimum Pussy Riot verði sleppt á vef Amnesty. Hýr gleði í rigningunni Mikil gleði ríkti í göngunni sem var farin í þrettánda sinn á laugardaginn þrátt fyrir mikla rigningu. Um 40 atriði tóku þátt í göngunni og vakti atriði Páls Óskars einnig athygli að vanda. Að sögn Ástu Kristínar Benediktsdóttur, göngustjóra hátíðarinnar, var fólk í sólskinsskapi. „Fólk söng og dansaði í rigningunni. Það var rífandi stemn- ing í bænum,“ sagði hún. Að göngunni lokinni voru haldnir tónleikar á Arn- arhóli. Á meðal skemmtikrafta voru Páll Óskar, Sigga Beinteins, Friðrik Ómar, Blár Ópal, Birna Björns, Þórunn Antonía, Friðrik Dór, Helgi Björnsson, Hafsteinn Þórólfsson, Viggó & Víóletta og Betty frá Bandaríkjunum. n Jón Gnarr klæddist í anda Pussy Riot og mótmælti heftu tjáningarfrelsi Free Pussy Riot Borgar- stjórinn var klæddur eins og meðlimir rússnesku hljóm- sveitarinnar. MYND: EYÞÓR ÁRNASON Árni Grétar Jóhannsson Framkvæmda- stjóri Samtakanna ´78 er sáttur við gjörning borgarstjórans. MYND: SAMTÖKIN ´78 Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „Ástandið í Rúss- landi gagnvart hinsegin fólki er slæmt og sífellt verið að vinna í því að gera það ósýnilegt. Eigandi Pétursbúðar: Birti mynd af meintum þjófum Baldvin Agnarsson, eigandi Pétursbúðar, birti myndir á Facebook-síðu sinni af tveimur mönnum sem hann segir hafa komið inn í Pétursbúð á laugar- dag og rænt veski af starfs- manni. Myndirnar fékk hann úr öryggismyndavél verslunar- innar. Myndirnar sem hann birti á Facebook voru fjórar talsins og segir Baldvin á Facebook-síð- unni annan manninn hafa tek- ið veskið en hinn hafa hjálpað honum með því að standa vörð. Baldvin vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar DV leitaði eft- ir því. Þjófnaðurinn var tilkynntur til lögreglu. Skömmu áður sama dag var tilkynnt um þjófn- að á hóteli við Skúlagötu þar sem tveir menn höfðu farið inn og stolið eigum starfsfólks. Lögreglan telur að um sömu þjófarnir hafi verið þar að verki.  Solveig vígslubiskup Solveig Lára Guðmundsdótt- ir var vígð til embættis vígslu- biskups á Hólum á sunnudag. Séra Solveig Lára er önnur kon- an sem tekur biskupsvígslu á Ís- landi. Biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir, vígði Solveigu í embættið. Séra Solveig Lára Guð- mundsdóttir var kjörin vígslu- biskup á Hólum í júní síðast- liðnum. Hún tekur við því starfi þann 1. september næstkom- andi. Hún var sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal í 12 ár en áður þjónaði hún sem sóknarprestur á Seltjarnarnesi í 14 ár. Hún var fyrsta konan sem kjörin var sóknarprestur í al- mennri prestskosningu á höfuð- borgarsvæðinu.  Hún hefur skrifað tvær bæk- ur; Augliti til auglitis, sem eru kristnar íhuganir handa konum og Aðgát skal höfð í nærveru sálar, sem er um lífsreynslu og úrvinnslu tilfinninga. Hún stundaði framhalds- nám í guðfræði í Þýskalandi vet- urinn 1998–1999 með áherslu á kristna íhugun og sálgæslu. Veturinn 2009–2010 lagði hún stund á nám í þjónandi forystu. Sagt upp Maðurinn hafði verið stundakennari við guðfræðideild Háskóla Íslands í nokkur ár. Hann hafði sagst vera með doktorsgráðu sem reyndist ekki vera rétt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.