Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2012, Blaðsíða 24
24 Sport 13. ágúst 2012 Mánudagur Heimavöllurinn skiptir sköpum n Bandaríkjamenn unnu til flestra verðlauna á leikunum í London eins og í Peking 2008 A ð frátöldu öllu húllum- hæinu sem fylgir öllum nútíma Ólympíuleik- um eru það verðlaun- in sem öllu skipta þegar upp er staðið. Bandaríkjamenn unnu til flestra verðlauna nú sem fyrr en ekki er síður merkilegt hve heimavöllur virðist skipta miklu máli. Þannig náðu Kínverjar frá- bærum árangri á leikunum fyrir fjórum árum í Peking þegar landslið þeirra fékk alls 100 verðlaun og þar af lang- flest gullverðlaun, eða 51 alls. Í Kína unnu reyndar Banda- ríkjamenn flest verðlaun, 110 alls, en aðeins 36 gull. Á þeim leikum komu Rússar þriðju og Bretar í fjórða sætinu hvað verðlaun snerti. Í London breyttist þetta all- nokkuð. Aftur nældu banda- rískir íþróttamenn í flest verðlaun eins og í Peking en merkilegri er árangur Breta. Náðu þeir frábærum árangri og unnu íþróttamenn þeirra til 65 verðlauna. Það er æði mikil framför frá þeim 47 verðlaun- um sem Bretar náðu 2008. Mest um vert er að gullverð- launin nú voru 29 talsins á móti 19 í Kína. Að sama skapi var árangur Kínverja tölu- vert lakari nú en heima fyrir. Alls unnu kínverskir íþrótta- menn til 87 verðlauna nú. Sem er alls ekki slakur árangur en mun færri verðlaun en Kín- verjar unnu fjórum árum fyrr þegar nákvæmlega 100 medal- íur skiluðu sér í hús. Þeir voru þó ekki þeir einu sem náðu færri medalíum nú. Banda- ríkjamenn unnu til sex færri verðlauna í London en Peking þrátt fyrir að vinna flest verð- launin. Fyrsta höfnun PSG Milljarðamæringarnir að baki franska liðinu PSG láta einskis ófreistað að kaupa þá leikmenn sem þá langar í óháð útlátum. Einn þeirra sem helst var á óskalistan- um er Karem Benzem, hinn franski sóknarmaður Real Madrid, og hafði franska liðið fengið leyfi til að ræða við kappann. Þar sem pen- ingar eru ekkert vandamál hefur liðið hingað til fengið alla þá sem það hefur viljað enda flestir leikmenn í bolt- anum að spila fyrir banka- bókina en ekki áhugans vegna. En Benzema hafnaði tilboði PSG og segist engan áhuga hafa á að verða enn ein af stórstjörnum þess liðs. Hann mun því væntanlega halda áfram sparki fyrir þá hvítklæddu í Madríd en þar hefur hann fengið uppreisn æru eftir magurt gengi fyrst eftir að hann gekk til liðs við spænska liðið. Bolt fílar Ronaldo Þeim fer fjölgandi sem tjá sig um hvort Cristiano Ron- aldo er betri en Leo Messi eða öfugt. Spretthlauparinn stórkostlegi Usain Bolt er ekki í vafa; Cristiano er mun betri en Argentínumaður- inn. Hittust þessir kappar á Ólympíuleikunum og spjöll- uðu saman stundarkorn. Í kjölfarið lýsti Bolt því yfir að Ronaldo væri drengur góður og mun betri í boltanum en Messi. Bolt bætti reyndar við að hann hefði lengi haft dá- læti á Real Madrid og fylgd- ist reglulega með leikjum liðsins. Loks snýr Villa aftur Hinn skæði sóknarmað- ur Barcelóna, David Villa, snéri loks aftur í leik í æf- ingaleik liðs síns gegn Dina- mo Bukarest um helgina. Leikurinn vannst 0–2 sem kannski er vart merkilegt en þetta var fyrsti leikur Villa með liðinu um átta mánaða skeið. Munar um minna enda Villa einn af skæðari sóknarmönnum í boltan- um. Leikurinn var síðasti æfingaleikur Barcelóna áður en deildarkeppnin hefst á Spáni en liðið gerði jafntefli fyrr í vikunni við Manchester United og PSG. Flest verðlaun í Kína 2008 n Bandaríkin 110 n Kína 100 n Rússland 73 n Bretland 47 n Ástralía 45 n Þýskaland 41 Flest verðlaun í London 2012 n Bandaríkin 104 n Kína 87 n Rússland 82 n Bretland 65 n Þýskaland 44 n Ástralía 35 Betri á heimavelli Kínverskir íþróttamenn unnu til mun færri verðlauna nú en fyrir fjórum árum hverju sem um er að kenna. M iðað við allt sem á gekk áður en Ólympíuleikarn- ir í London voru formlega settir er ekki hægt annað en taka hatt- inn ofan fyrir Bretum. Leik- arnir tókust bráðvel í alla staði og þótt samanburður við Pek- ing fjórum árum fyrr sé ósann- gjarn geta Bretar borið höfuðið hátt í samanburði. Þeir höfðu ekki ótakmarkaða peninga til að leika sér að né heldur vilja til að flytja þúsundir heimila, loka verksmiðjum eða annað það sem sjálfsagt taldist fyrir fjórum árum í Kína. Sérstaklega tókust leikarn- ir vel miðað við allt það sem miður fór í aðdraganda þeirra. Kostnaður fór margfalt fram úr áætlun og töluverður ótti var við hryðjuverk í aðdraganda leikanna. Þá gekk ekki allt smurt hvað þjónustu snerti og kalla þurfti til herinn til að dekka klúður í öryggisgæslu. Þau vandræði tilheyra for- tíðinni. Allt gekk vel og Bret- ar eru almennt sáttir. Helst eru það ferðaþjónustuaðil- ar sem kvartað hafa en fjöldi ferðamanna í London meðan á leikunum stóð var verulega undir væntingum. Árangur Íslendinga upp og niður Alltaf má deila um hvað telj- ist viðunandi árangur smærri þjóða á Ólympíuleikum en óhætt er að segja að íslenska íþróttafólkið hafi staðið sig allbærilega í London. Árang- ur handboltalandsliðsins var góður og færa má rök fyr- ir að með örlítilli heppni hefðu strákarnir getað spilað um verðlaunasæti á öðrum Ólympíuleikunum í röð. Þá er ekki síður merkilegt að ís- lenska liðið sigraði bæði þau landslið sem kepptu í kjölfarið um gullið á sunnudag en þar vann Frakkland sigur á Sví- þjóð, 22–21, í hörkuspennandi leik. Langhlauparinn Kári Steinn Karlsson endaði í 42. sæti í maraþonkeppni leik- anna og verður að teljast vel af sér vikið en keppendur alls voru vel yfir hundrað talsins. Spjótkastarinn Ásdís Hjálms- dóttir gerði sömuleiðis ágæta hluti og bætti Íslandsmet þó ekki gengi henni sem skyldi að eigin sögn. Ragna Ingólfsdótt- ir vann sinn fyrsta og eina leik á tvennum Ólympíuleikum nú í London þó sá árangur dygði skammt. Þá var sundfólkið ís- lenska töluvert frá sínu besta en þó féllu tvö Íslandsmet þar á bæ. Skotfimikappinn Ásge- ir Sigurgeirsson náði 14. og 32. sæti í skotkeppni leikanna og sagðist svekktur með það en hann var á sínum fyrstu leikum. Þá datt júdókappinn Þormóður Jónsson úr keppni eftir sinn fyrsta bardaga. Sömuleiðis gekk Óðni Birni Þorsteinssyni kúluvarpara illa. Hann var langt frá sínu besta og lauk keppni í 32. sæti. Ríó eftir fjögur ár Allir Ólympíuleikar krefjast mikils og erfiðs undirbúnings allra sem að koma. Enn eru margir sem efast um að Ríó geti haldið leikana eftir fjög- ur ár enda hefur uppbygging vegna þeirra farið hægt af stað og þjóðin er enn frem- ur að undirbúa á sama tíma Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem þar fer fram 2014. Hingað til hafa fram- kvæmdir aðeins hafist við 60 af þeim 230 byggingum sem borgin hyggst smíða sérstak- lega fyrir leikana 2016. Hætt er við að undirbún- ingur íslenskra keppenda fyr- ir næstu leika verði þó enn flóknari en hingað til því þeir fara fram í brasilísku borginni Ríó. Þar þurfa íslensku kepp- endurnir að eiga við töluvert meiri hita en í London eða Peking. Júlí og ágúst eru köld- ustu mánuðir í Ríó en meðal- hitinn er engu að síður rúm 25 stig og næturhiti að meðaltali um 19 stig. Til samanburð- ar hefur hitastigið í London þessa leika verið milli 12 og 23 stig. Næsta stopp: Ríó n Frábærum Ólympíuleikum lokið n Hitastækja í Ríó bíður keppenda á næstu leikum Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is Það sem hefði getað orðið Íslenska landsliðið í handbolta vann sigur á báðum þeim landsliðum sem kepptu um gullverðlaunin á Ólympíuleikunum í London.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.