Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2012, Blaðsíða 26
26 Fólk 13. ágúst 2012 Mánudagur Flutt út frá foreldrunum n Greta Salóme og kærastinn byrjuð að búa V ið erum loksins flutt í húsið okkar og það er alveg yndislegt,“ segir tónlistarkonan Greta Salóme Stefánsdóttir en hún og unnustinn, Elvar Þór Karlsson hjá BootCamp, höfðu hingað til búið hjá foreldrum þeirra til skiptis. „Þessi íbúð er alveg ótrúlega fín og alveg eins og við vilj- um hafa hana. Svo er vinnu- aðstaðan líka góð svo ég get setið við píanóið og æft mig,“ segir Greta Salóme en viður- kennir að nú hafi þau Elvar Þór engan bílskúr innréttað- an sem líkamsræktarstöð líkt og þau höfðu í foreldrahús- um. „Það er að vísu rétt en það er stutt úr Grafarholtinu niður í Elliðaárdalinn og við brunum bara þangað til að æfa,“ segir hún brosandi. Nýtt lag Gretu Salóme var frumflutt á föstudaginn og hún segir plötu væntan- lega fyrir jól. „Þetta lag er mun harðara en það sem ég hef verið að gera. Við ákváð- um að fara ekki í stelpu- poppið eftir Eurovision. Þor- valdur Bjarni segir að þetta sé blanda af Muse, Florence and the Machine og Gretu Salóme. Ég er mjög spennt og lagið hefur þegar fengið mjög fín viðbrögð.“ Hún hefur notið sum- arsins til hins ýtrasta. „Ég kláraði mastersritgerðina mína viku eftir Eurovision- ævintýrið og var svo spilandi úti um allt í júní. Svo fór ég til Mallorca með fjölskyldunni í þrjár vikur í júlí og hafði það alveg yndislegt. Núna er svo rútínan byrjuð aftur, fastir liðir eins og venjulega, og ég er farin að æfa CrossFit á fullu.“ Aðspurð segist hún óviss um það hvort hún færi aftur í Eurovision ef það væri í boði. „Ég ætla ekki að segja aldrei aftur en það er svo sannar- lega ekki á dagskránni eins og er. Það er svo gott að geta gert tónlist sem er ekki innan ramma þessarar keppni. Það er ótrúlegt frelsi í því.“ indiana@dv.is É g hef lengi haft áhuga á líkamsrækt og verið nokkuð duglegur síðustu tíu árin eða svo,“ segir athafnamaðurinn Róbert Wessman sem varð Íslands- meistari karla í flokki 40 til 49 ára á Íslandsmóti í tímakeppni sem fram fór á Krísuvíkurvegi í síðustu viku. „Ég byrjaði ekki að æfa hjól- reiðar eða þríþraut fyrr en fyrir um ári. Það sem ýtti mér af stað var hvatning samstarfsmanna þegar þau skoruðu á mig að taka þátt í þríþrautum erlendis gegn því að þau söfnuðu áheit- um til styrktar Rauða krossinum og UNICEF. Sú söfnun gekk vel og við afhentum Rauða krossin- um 12 milljónir króna á síðasta ári. Þetta gekk vonum framar og við ákváðum að endurtaka þetta í ár og höfum safnað um 14 milljónum króna sem mun renna til UNICEF vegna neyðar- hjálpar og menntunarverkefna í Afríku,“ segir Róbert sem tók einnig þátt í 2XU í hálfum járn- karli fyrir rúmlega tveimur vik- um og vann þar hópakeppn- ina með Alvogen-liði sínu en sú keppni samanstendur af sundi og hjólreiðum. „Ég hafði lítinn grunn í sundi þegar ég og byrjaði fyrir um ári síðan á æfingum hjá SH í Hafnarfirði þegar ég undir- bjó mig fyrir fyrstu þríþrautar- keppnirnar. Fyrstu æfingarn- ar voru erfiðar og ég ætlaði nú varla að komast yfir laugina,“ segir Róbert brosandi en bæt- ir við að tæknin hafi þó ver- ið fljót að koma: „Á nokkrum mánuðum tókst mér að auka vegalengdina í svona 2 til 3 kílómetra.  Ég meiddist á öxl á síðasta ári og hef ekki náð að stunda sundið sem skyldi og hef því að mestu einbeitt mér að hjólreiðunum í sumar. Tím- inn í sumar á hjólinu kom mér í raun ekki á óvart. Ég hef æft vel undanfarið og þrátt fyr- ir talsverðan vind á Íslands- mótinu náði ég ágætis tíma. Ég tel þó að ég eigi ennþá talsvert inni.“ Róbert fer í aðgerð á öxl í september og stefnir að því að vera kominn á fulla ferð í þríþrautina næsta sumar. „Þá er gott að vera kominn með góðan grunn á hjólinu. Hjól- reiðarnar eru góð og holl hreyfing og skemmtileg úti- vera. Hjólið fer vel með skrokk- inn miðað við ýmislegt annað sport og er eitthvað sem flest- ir geta stundað. Hjólreiðarnar hafa verið í vexti undanfarin ár og þar er félagsskapurinn mjög góður.“ Aðspurður segist hann ekki góður í öllum íþróttum. „Ég er mikill keppnismaður og því hafa félagarnir gert í því að fá mig í eitthvað sem ég er léleg- ur í. Það sport sem ég er hvað allra lélegastur í er keila. Það er mér lífsins ómögulegt að vinna félagana í keilu og sennilega er varla til verri keiluspilari en ég á landinu.“ indiana@dv.is n Róbert Wessman er Íslandsmeistari karla 40–49 ára „Ég er mikill keppnismaður og því hafa félagarnir gert í því að fá mig í eitthvað sem ég er lélegur í Í formi Róbert er í fantaformi þrátt fyrir að vera meiddur á öxl. Hann fer í aðgerð í september og stefnir að því að vera kominn á fulla ferð í þríþrautina næsta sumar. MYNDIr Pétur Þór raGNarSSoN „Allra léleg- astur í keilu“ Ekki viss um annað Eurovision-ævintýri Greta Salóme fór strax í ritgerðarsmíði þegar hún kom heim eftir keppnina. Hún segir frelsið sem felist í því að semja lög án ramma keppninnar freistandi. 198 holur á 13 dögum G olfarinn Baldvin Vig- fússon hefur lok- ið við hringferð sína um landið. Hann lék hvorki meira né minna en 198 holur af golfi á 13 dög- um. Baldvin lék á 21 golf- velli umhverfis landið en það gerði hann til að styrkja Minningar- sjóð Sissu. Sjóðurinn var stofn- aður af Jó- hannesi Kr. Kristjáns- syni frétta- manni og fjölskyldu í nafni dóttur Jóhannes- ar, Sigrún- ar Mjallar. Sigrún lést af völd- um of stórs skammts af læknadópi og hafa Jó- hannes og fjölskylda barist hetjulega í málefnum hennar og ung- linga í svipaðri aðstöðu. Hægt var að fylgjast með ferðalagi Baldvins á Face- book-síðu hans en ferðalag- ið kostaði hann sjálfur og allur peningur sem safnaðist fór beint í minningarsjóð- inn. Á ferðalagi sínu fékk Baldvin þrjá fugla, 31 par, 73 skolla og 91 tvöfaldan skolla eða verra. Ennþá er hægt að leggja málefninu lið með því að fara inn á „21 hring- ur“ á Facebook og finna þar nánari upplýsingar. Jóhannes Kr. hefur fjallað opinskátt um málefni dóttur sinnar en hann vinnur þessa dagana að bók um lífshlaup hennar. asgeir@dv.is Sissa og Jóhannes Jóhannes vinnur að bók um líf dóttur sinnar og „hinn svarta heim“. Engin gælu- dýr eða börn Ísdrottningin Ásdís Rán fagn- aði 33 ára afmælinu sínu á sunnudaginn. Ásdís var í Búlgaríu á afmælisdaginn en ekki er vitað hvað hún gerði í tilefni dagsins. Fyr- ir afmælið hafði hún þó sett fram á Facebook-síðu sinni, í góðlátlegu gríni, vinsam- lega ábendingu til þeirra sem hefðu í hyggju að gefa henni gjafir eins og bíla, hús, bleik- ar flugvélar og annað eins, að tala við aðstoðarkonu sína sem myndi vera yfir gjafa- deildinni þennan daginn. Hún tók svo fram að hún vildi engin gæludýr eða börn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.