Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 2
Kostar 300 þúsund að senda börnin í sKóla 2 Fréttir 27. ágúst 2012 Mánudagur n Íslenskar fjölskyldur sligaðar vegna kostnaðar við nám n „Stór biti að kyngja“ Í slenskar fjölskyldur þurfa nú að glíma við sífellt hækkandi út- gjöld heimilisins. Foreldrar sem eiga fleiri en tvö börn á mennta- skólaaldri eru sérstaklega illa settir í ljósi ýmissa hækkana, svo sem á skóla- gjöldum, námsbókum, skriffærum og annarri skólavöru – og að ógleymdri hækkun á nemakortum Strætó. DV tók þrjú dæmi af fjölskyld- um og einstaklingum og reiknaði út kostnað vegna skólagöngu. „Fyrir venjulegt heimili þá er þetta stór biti að kyngja í einu. Það er eiginlega ekki hægt á venjulegum launum,“ segir ónefndur viðmælandi DV, sem á þrjú börn á menntaskólaaldri og verður hér eftir nefnd Eva. Að lágmarki þarf fjölskyldan að reiða af hendi um 260 þúsund krónur í upphafi skólaárs, séu þrír á mennta- skólaaldri í fjölskyldunni sem nota strætó til að komast í skólann. Þar er gert ráð fyrir innritunargjöldum og mjög litlum bókakostnaði. Um 35 af hverjum 100 fjölskyldum með fleiri en tvö börn ráða ekki við óvæntan kostnað samkvæmt tölum Hagstof- unnar og er það mikil fjölgun frá því fyrir hrun. Skólagjöld hækkað „Með strætókorti og öllu þá eru þetta rúmar 100.000 krónur á hvert barn,“ segir Eva og bætir við að það sé erfitt fyrir foreldra að finna lausnir hjá yf- irvöldum vegna stóraukinnar gjald- töku: „Það er rosalega erfitt að vera foreldri og vilja styðja börnin sín í skóla, en koma að lokuðum dyrum um lausnir. Að heyra alltaf hjá opin- berum stofnunum „því miður“ eins og þetta sé símsvari. Maður missir máttinn þegar erfitt er að finna lausn- ir en maður reynir bara að gera það.“ Gjöld vegna skólagöngu hafa hækk að nokkuð undanfarin ár. Inn rit unar gjald í Háskóla Íslands var til dæmis nýlega hækkað um 15.000 krónur, frá 45.000 og upp í 60.000. Þak er á innritunargjöldum í menntaskóla samkvæmt reglu- gerð frá menntamálaráðuneytinu en skólar hafa bætt við öðrum gjöld- um, sem nefnd eru efnis- eða tölvu- gjöld, til þess að hækka innritunar- gjöld frekar. Ef tekið er mið af fimm manna fjölskyldu þar sem öll börnin eru á menntaskólaaldri er ljóst að út- gjöldin geta orðið ansi há. Fyrir inn- ritun þriggja nemenda þar sem einn er í MR, annar í Kvennó og þriðji í MS þarf að greiða 92.000 krónur. Hækkun í strætó Nemakortið í strætó kostar 38.000 á mann og því kostar það 114.000 krónur að greiða þrjú nemakort. Það er ansi erfitt fyrir fjölskyldu sem á í erfiðleikum með að ná end- um saman að reiða af hendi slíka fjárhæð. „Það liggur við að maður bugist, en maður reynir auðvitað að finna lausnir,“ segir Eva og bætir við að mikilli hækkun á nemakortinu sé erfitt að mæta. Strætó býður upp á VISA-raðgreiðslur til þess að greiða fyrir kortin. Strætó BS og sveitarfélögin fóru af stað með verkefni árið 2007, þegar ákveðið var að gefa nemend- um á framhaldsskólastigi ókeypis nemakort. Það var ókeypis allt fram til ársins 2009, þegar ákveðið var að rukka 15.000 krónur á önn fyr- ir kortið. Árið 2011 var það hækk- að upp í 20.000 krónur og í ár kostar það 38.000. Í staðinn var ákveðið að kortið myndi gilda allt árið í stað níu mánaða áður, en sumir hafa gagn- rýnt þetta enda þurfi þeir ekki að nýta sér þjónustu Strætó á sumrin. Forsvarsmenn Strætó segja ólíklegt að verðið hækki meira í framtíðinni, að undanskildum almennum hækk- unum á gjaldskrá. Fjölskyldan sliguð Sé ofangreindu innritunargjaldi bætt við verðið á strætókortunum er talan komin upp í 206 þúsund krónur. Hóf- legur bókakostnaður í dag er um 20 þúsund krónur á nemanda og því hækkar talan upp í 266 þúsund krón- ur og allt þarf þetta að greiða í lok ágúst eða byrjun september. Eva seg- ir bókaverðið vera í kringum 30.000 Möguleiki heimilisins að ná endum saman Mjög erfittErfitt, nokkuð erfittAuðvelt 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 krónur á barn í ár og metur sem svo að hún þurfi að reiða af hendi rúm- ar 300.000 krónur nú í upphafi skóla- ársins. „Þegar maður getur dreift hlutum þá er þetta annað mál,“ segir hún. „En maður reynir bara að kom- ast í gegnum þetta.“ Þessi kostnaður getur svo sannar- lega verið hærri séu til dæmis all- ar bækur keyptar nýjar. Skiptibæk- ur getur verið erfitt að finna. „Það er svona eins og lottóvinningur, það liggur við að það séu slagsmál um bækurnar,“ segir Eva. Þá er ljóst að einstæðir foreldrar eru mun verr staddir fjárhagslega, líkt og tölur Hagstofunnar benda til. Fá ekki vinnu Annar þáttur sem aukið getur á klyfj- ar fjölskyldunnar er sú staðreynd að atvinnuleysi hefur aukist mjög eft- ir hrun. „Krakkarnir fá ekki vinnu í Reykjavík,“ segir Eva, en öll börnin hennar sóttu um í unglingavinnunni í Reykjavík í sumar og ekkert þeirra fékk inni. Þau gátu því ekki tekið hlut- deild í kostnaðinum á sig og verða að reiða sig á tekjur foreldra sinna. Atvinnuleysi á meðal ungs fólks jókst mikið eftir hrun. Í fyrra voru 10,4 prósent þeirra sem eru á aldrin- um 16–24 ára atvinnulaus. Hæst var atvinnuleysi þessa hóps árið 2010, þegar það var 11,2 prósent. Árið 2004 var það hins vegar einungis 4,7 pró- sent. Þetta er sérstaklega slæmt fyrir háskólanema sem sjá fyrir sér sjálf- ir. Hvert ár í Háskóla Íslands kostar að lágmarki 148–183 þúsund krón- ur, sé tekið mið af bókakostnaði, strætókorti og innritunargjaldi. Þá er ótalin leiga á húsnæði og kaup á skrif- færum og annarri skólavöru. Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is „Maður missir máttinn H ei M il d : H a g S to Fa n Dæmigerðar fjölskyldur Þetta eru þrjú fyrirfram gefin dæmi um fjölskyldu eða einstakling sem þarf að greiða kostnað vegna náms. Þessi dæmi gefa glögga innsýn í kostnaðinn við það að stunda nám. eva Þrjú börn á menntaskólaaldri. Bækur: 90 þúsund krónur Strætókort: 114 þúsund krónur Innritunargjöld: 90 þúsund krónur Samtals: 294 þúsund krónur Finnbjörn og Ólína Eitt barn að hefja grunnskólagöngu Ýmis ritföng, möppur eða plöst: 2 til 6 þúsund krónur Pennaveski: 1.500 til 3.000 krónur Skólataska: 4 til 18 þúsund krónur Samtals: Á bilinu 7.500 til 27.000 krónur. eyþór Stúdent að hefja háskólanám Bækur: 25 til 60 þúsund krónur Skrásetningargjald: 60 þúsund krónur Strætókort: 38 þúsund krónur Samtals: 123 til 158 þúsund krónur Tíu þúsund tonn af þangi Þangvinnsla hefur gengið vel á yfirstandandi vertíð á Reykhól- um. Tíu þúsund tonn af þangi hafa komið að landi, þar af 3.326 tonn í júlí, sem er þriðja mesta magn í einum mánuði frá árinu 1996. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá verksmiðjunni, sem er langstærsti atvinnuveit- andinn í þorpinu á Reykhólum. Grettir, skipið sem sækir þang- ið frá þangsskurðarprömm- unum, hefur landað liðlega fimmtíu sinnum frá því í apríl. Fram kemur í tilkynningunni að hagstæð veðurskilyrði skipi stærstan þátt í því hve vel hafi gengið í sumar. Fimm þang- skurðarprammar eru notaðir: þrír í Mjóafirði og tveir í Skálm- arfirði. Haft er eftir Einari Sveini Ólafssyni framkvæmdastjóra að söluhorfur séu góðar. Braust inn og skar sig Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu fékk tilkynningu um innbrot í íbúð við Kirkjuvelli um sjöleytið á sunnudagsmorgun. Stúlka var handtekin á vettvangi grunuð um að hafa brotið rúðu og um hús- brot. Stúlkan hafði skorið sig á glerbroti og var því færð á slysa- deild. Hún var í kjölfarið færð á lög- reglustöð en þá kom í ljós að hún var eftirlýst vegna annarra mála. Fram kemur í tilkynningu frá lög- reglunni að stúlkan hafi verið í mikilli vímu þegar hún var hand- tekin. Hún var vistuð í fanga- geymslu. Lögreglan á Selfossi veitti öku- manni, sem grunaður var um ölvunarakstur, eftirför um klukk- an þrjú aðfaranótt sunnudags. Ökumaðurinn jók hraðann og reyndi að stinga lögreglu af eft- ir að hún gaf stöðvunarmerki en hann lenti utan vegar. Maðurinn var látinn gista í fangageymslu í nótt. Þá var slökkviliðið á höfuð- borgarsvæðinu kallað til þegar eldur kviknaði í gistiheimili í miðbænum aðfaranótt sunnu- dags. Eldurinn kviknaði inni á herbergi en náði ekki að breiðast út. Dælubíll var sendur á vett- vang en herbergið var reykræst eftir að eldurinn var slökktur. Eldurinn kviknaði í tusku á her- berginu en ekki er útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.