Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 20
Heitustu áfanga- staðir ársins 2012 20 Lífsstíll 27. ágúst 2012 Mánudagur n Panama og Myanmar á lista yfir staði sem vert er að heimsækja ekki seinna en strax Viltu komast út í heim? Eftirfarandi leitarsíður geta reynst gagn- legar þegar verið er að skipuleggja fríið. n Dohop.is n is.hotels.com n booking.com n hrs.com n cheaphotels.com n travelzoo.com n cheapholidays.com n booking.buddy.com n thewire.com n expedia.com n travel-ticker.com n kayak.com n edreams.com Tékkaðu líka á þessu Aðrir áhugaverðir áfangastaðir á árinu að mati The New York Times eru meðal annars London, Oakland í Kaliforníu, Tókýó, Tansanía, Lhasa í Tíbet, Havana á Kúbu, Moskva, Glasgow, Puebla í Mexíkó, San Diego, Halong Bay í Víetnam, Flórens á Ítalíu og St. Vincent. Hvert? Panama Af hverju? Fyrir skipaskurðinn, gamla bæinn og strendurnar. Þrettán ár eru síðan Panama öðlaðist aftur forræði yfir skipaskurðinum sem er lífæð landsins og efnahagur landsins blómstrar. Skýjakljúfar rísa og aðkomumenn flykkjast að, meðal annars amerískir fjárfestar sem reisa hótel og koma sér upp villum fyrir síðustu æviárin. Þarna opnaði til dæmis fyrsta Waldorf Astoria-hótelið í Rómönsku-Ameríku í sumar. Fyrir ári síðan var lokið við hæstu byggingu borgarinnar, Trump Ocean Club og í byrjun næsta árs á að opna nátt- úrufræðisafnið BioMuseo sem Frank Gehry hannaði. Jafnvel gamli bærinn sem hefur verið í mikilli niðurníðslu hefur tekið stakka- skiptum. Hverfið komst á lista Unesco World Heritage árið 1997 fyrir þröngar götur, aldagömul hús og nýklassískar byggingar nýlenduríkja. Nú er þar trendí-listamanna- hverfi með galleríum, kaffihúsum og götulistamönnum auk þess sem sumir af flottustu veitingastöðum og verslunum borgarinnar er þar að finna. Aðalástæðan fyrir því að nú er rétti tíminn til þess að fara þangað er hins vegar sú að skipaskurðurinn sögufrægi á að taka miklum breytingum á næstu árum. Til stendur að breikka hann og dýpka þannig að hægt verði að tvöfalda umferðina um skurðinn. Stefnt er á að ljúka verkefninu árið 2014 þegar hundrað ár eru liðin frá því að skurðurinn var opnaður. Þá er einnig vert að hafa í huga að töluverðar líkur eru á því að ferðamönn- um muni fjölga talsvert á næstu árum. Enn sem komið er eru þeir hins vegar ekki mjög margir sem leggja leið sína út fyrir höfuðborgina. Þar er hins vegar að finna einstaka náttúru, um þriðjungur landsins er verndaður og fjórtán þjóðgarðar eru í landinu, auk regnskóga og villtra dýra. Þá eru fjölmargar litlar eyjur við Panama, einstakar strendur og kristaltær sjór. Ekki skemmir fyrir að á ákveðnum svæðum búa frumbyggjar sem lifa með menningararfi sínum nánast ósnertum. Hvenær? Aðalferðamannatíminn er frá miðjum desember og fram í miðjan apríl. Hvert? Helskinki Af hverju? Fyrir hönnunina og Steinunni Sigurðardóttur. Helsinki er á lista Lonely Planet yfir tíu vanmetnustu staði heimsins. Borgin er lítil, sjarmerandi, snyrtileg og notaleg. Þar er að finna glæsilegar byggingar í art nouveau-stíl og veitinga- staði frá 1930 og víða gætir rússneskra áhrifa. Borgin var útnefnd Heimsborg hönnunar árið 2012, meðal annars vegna þess hve vel hefur tekist til við að nota hönnun til að bæta líf borgarbúa. Hönnun hefur lengi verið aðalsmerki Finna, þaðan komu Alvar Aalto og Múmínálfarnir. Þaðan eru líka merki eins og Iittala, Marimekko og Artek. Nú er búið að skapa hverfi sem nær utan um 25 götur og 200 verslanir sem leggja áherslu á hönnun, óháð því hvort um er að ræða húsgögn eða húsbúnað, fatnað eða aðrar tískuvörur. Út árið verða reglulegir viðburðir tengdir hönnun, í haust er hönnunarvikan á dagskrá sem og markaður þar sem unnið er með samspil fæðu og hönnunar. Þá er einnig vert að geta þess að Steinunn Sigurðar- dóttir tekur þátt í samsýningu með öðrum hönnuðum sem hafa fengið Nordic Torsten and Wanja Söderberg-verðlaunin, þeim Harri Koskinen, Henrik Vibskov og hönnunarteymin Norway Says og Front. Sú sýning stendur fram í miðjan september. Matgæðingar geta líka notið þess að borða á Michelin-stjörnustaðnum Olo, sem hefur meðal annars verið á lista yfir 50 bestu veitingastaði í heimi og útnefndur besti veitingastaður í Finnlandi. Tónlistarunn- endur geta líka notið þess að fyrr á árinu var nýtt tónlistarhús tekið í notkun. Hvenær? Eins og á flestum Norðurlöndum er sumarið tíminn. Það getur hins vegar verið mjög gaman að fara þangað í haust þótt það sé kannski farið að kólna aðeins. En þá er betra að fara fyrr en seinna. Þótt Helsinki sé afar falleg snævi þakin þá getur orðið ansi kalt þar. Hvert? Myanmar Af hverju? Fyrir óspillta menningu, nátt- úrufegurð og hof. Myanmar er víðfeðmast allra ríkja á meginlandi Suð-Austur Asíu en þriðjungur landsins er fjalllendi. Þar búa í það minnsta 135 þjóðarbrot, en hingað til hefur landið verið lokað fyrir ferðamönnum. Það kostaði mikla fyrirhöfn og fjármuni að komast þangað og langt í frá auðsótt að fá leyfi. Vegna þessarar einangrunar er landið enn óspillt af áhrifum ferðamanna og heima- menn taka vel á móti gestum. Á síðustu árum hefur þjóðin hins vegar geng- ið í gegnum miklar breytingar og árið 2010 fóru fram í landinu fyrstu frjálsu kosningarnar. Á sama tíma var frelsishetjunni og nóbels- verðlaunahafanum Aung San Suu Kyi sleppt eftir að hafa verið fimmtán ár í stofufangelsi. Fyrr á þessu ári var hún síðan kjörin á þing. Um leið er landið að opnast fyrir ferðamönnum en áhugaverðir áfangastaðir eru fjölmargir. Höfuðborgin Yangon er ljúf og þægileg, minnir á anda nýlendutímans og státar höfuðhofi landsins, hinu gullna Shwedagon-must- eri. Mandalay var höfuðborg hins síðasta forneldis Búrmamanna og samkvæmt ferðaskrifstof- unni Oriental er Inle-vatn einn sérstæðasti staður í Suð-Austur Asíu þar sem fljótandi híasintugarðar, þorp á stultum og sérstæðir Intha-fiskimenn heilla. Þá er Bagan oft talin með mestu undrum veraldar en þar eru óteljandi hof en búddatrú er langalgengust í landinu. Á Ngapali-ströndini er sjórinn kristaltær og þar er að finna dásemdar spa, Amara Ocean Resort. Hvenær? Besti tíminn til að fara til Myan- mar er frá nóvember og fram í febrúar. 1 Blómstrandi höfuðborg og einstök náttúra 2 Hönnunarveisla út árið 3 Eins og að fara aftur í tímann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.