Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 26
V ið ákváðum að halda þetta í Gamla bíói fyr- ir þá sem eru ekki að fíla skemmtistaði og böll. Þeir sem mættu á tónleikana „back in the days“ eru nefnilega margir orðn- ir ráðsettir í dag,“ segir Gunn- ar Bjarni Ragnarsson tónlist- armaður og meðlimur hinnar goðsagnarkenndu Jet Black Joe en sveitin mun halda 20 ára af- mælistónleika þann 31. ágúst. Gunnar Bjarni segir af og frá að félagarnir í sveitinni séu orðnir ráðsettir. „Það fer ekki saman að vera sett legur og vinna í tónlist. Engu að síður hefur margt breyst. Við Palli bjuggum til að mynda hjá ömmum okkar á sínum tíma sem gerði okkur kleift að stunda tónlist. Við höfð- um ekki efni á að leigja. Í dag á maður sitt hús og land og hef- ur það fínt. En maður myndi seint teljast borgaralegur. Það passar mér ekki að vinna frá níu til fimm. Tónlistarvinnan fer fram á hinum ýmsu tímum og frelsið er nauðsynlegt. Það er samt langlífur misskilningur að músík sé ekki vinna.“ Ýmislegt hefur drifið á daga Gunnars síðan Jet Black Joe lagði upp laupana. Þar á meðal dvöl í New York þar sem hann elti drauma um frægð og frama. „Ég var í hjarta tónlistariðnað- arins, Manhattan, og gerði tvo plötusamninga og átti í sam- skiptum við þungavigtarmenn á borð við Ron Saint Germa- in,“ segir hann en Germain þessi hefur unnið með stór- stjörnum á borð við Sonic Youth, Muse, Michael Jackson og Red Hot Chili Peppers. Að- spurður segist hann ekki viss um hvort hann eigi sér enn- þá rokkstjörnudrauma. „Þetta er harður heimur. Fyrir mér snýst þetta ekki um að meika það heldur að gera tónlist sem er skapandi. En ég er ekkert af baki dottinn ennþá.“ Þegar er orðið uppselt á af- mælistónleikana og öðrum tónleikum verið bætt við sama kvöld. Gunnar Bjarni segist búast við fjölbreyttum áhorf- endaskara. „Við höfum komið saman endrum og sinnum og þá spilað fyrir allskonar fólk. Þessi tónlist lifir tíðarandann af og það er það sem heldur okkur gangandi.“ Gunnar Bjarni er barn- laus en á föstu. Hann segir kærustuna ekki eina af þeim sem hafi mætt á alla tónleika sveitarinnar á sínum tíma enda sé kærastan aðeins 23 ára. „Hún hefur samt séð okk- ur á sviði,“ segir Gunnar sem hefur komið sér vel fyrir úti í sveit fyrir utan höfuðborgina þar sem hann er meðal annars með sitt eigið stúdíó. „Þetta er langþráður draumur. Ég er alinn upp í útjaðri Hafnar- fjarðar og kann vel við að geta sótt í náttúruna út í garð. Ég hef verið með bréfdúfur og ætla að byrja aftur í því sporti næsta sumar. Bréfdúfur eru stórmerkileg dýr og því fylgir ræktun og allskonar vísindi. Svo eru það þessi persónu- legu tengsl við dýrin sem mað- ur getur ekki útskýrt frekar en margt annað í þessum heimi.“ indiana@dv.is 26 Fólk 27. ágúst 2012 Mánudagur Stelpur flottari á skautum n Æfingar Roller Derby hafnar aftur eftir sumarfrí Á huginn hefur aukist mikið. Sérstaklega eft- ir Gay-Pride og Menn- ingarnótt en þá skaut- uðum við um miðbæinn og dreifðum miðum,“ segir Sig- ríður Aðils Magnúsdóttir formaður Roller Derby á Ís- landi en stelpurnar í liðinu eru byrjaðar að æfa aftur eft- ir sumarfrí. Að sögn Sigríðar eru all- ar konur 18 ára og eldri vel- komnar á æfingarnar sem fram fara á þriðjudögum og fimmtudögum í Go-Kart Höllinni milli átta og tíu á kvöldin. „Það eru allir vel- komnir á æfingar, karlmenn líka. Nú þegar eru tveir karl- menn sem æfa með okkur og stefna að því að verða dóm- arar. Þeir stefna einnig að því að stofna karlalið eins fljótt og kostur er og hvetjum við því einnig karlmenn til að koma og prófa,“ segir hún og bætir við að ekki sé gerð krafa um skautakunnáttu eða lík- amlegt atgervi. „Ég hafði til að mynda aldrei stigið á skauta þegar ég byrjaði og er orðin alveg ágæt núna. Fé- lagsskapurinn í þessu er líka svo rosalega skemmtilegur. Við urðum fljótt mjög nán- ar og hittumst reglulega fyr- ir utan æfingar. Maður hefur eignast margar góðar vin- konur í gegnum íþróttina.“ Sigríður bendir áhuga- sömum að kíkja inn á fés- bókarsíðu liðsins, RollerDer- byIceland. „Nú þegar erum við rétt í kringum 20. Til þess að komast í lið þarf maður að ná ákveðinni grunnhæfni á skautum sem er metin með skautaprófi og er nú verið að vinna að því.  Jafnframt eru tvær okkar staddar erlend- is þessa dagana þar sem þær fylgjast með leikjum, æfa með öðrum liðum, mynda tengingar og fá reynslu og ráð frá reyndari spilurum. Eins reynum við að fá er- lenda gestaþjálfara til okk- ar einu sinni á ári til að taka okkur aðeins í gegn. Þetta sport er alltaf að verða stærra og stærra á alþjóðavísu og einhverra hluta vegna er áhuginn meiri hjá konum og felst skýringin sjálfsagt í því að við höfum þurft að berj- ast mikið fyrir því að vera til í þessum íþróttaheimi karla en í Roller Derby þurfum við þess ekki, svo tökum okkur betur út á skautunum. Við erum miklu flottari!“ indiana@dv.is Fyrsta barnið á leiðinni Fréttamaðurinn knái Andri Ólafsson á Stöð 2 á von á sínu fyrsta barni. Andri og kærastan hans, Bryndís Sig- urðardóttir, eiga von á erfingja í lok janúar og samkvæmt heimildum DV ríkir mikil gleði og eftirvænting í loftinu. Andri og kærastan hafa síð- ustu daga dvalið á Spáni þar sem þau hafa meðal annars skellt sér á knattspyrnuleiki og sleikt sólina. Brúðkaupið stóð yfir í 3 daga Gestir Rokklands síðastliðinn sunnudag voru þær Eivør Pálsdóttir sem nýlega sendi frá sér plötuna Room og Patti Smith sem var á Íslandi í vik- unni og tók lagið með Russel Crowe á Bar 11 og Kex Hostel á Menningarnótt. Eivør sagði frá nýju plöt- unni sinni og ræddi í einlægni um ástina. Eivør er nýgift og sagði frá því að brúðkaup- ið sem hún hélt í sumar hafi staðið yfir í þrjá daga. Hún giftist kærastanum, Þrándi í Færeyjum, í Götu þann 14. júlí síðastliðinn og tónleika- hald í sumar hefur því verið með minna móti. Patti sagði frá hversu ánægð hún hafi verið með heimsóknina, talaði um Reykjavík og yndislegar hestaferðir sem næra and- ann. Fjör Sigríður Aðils er for- maður Roller Derby á Íslandi en að hennar sögn er þetta sport alltaf að verða stærra og stærra á alþjóðavísu. Beikon í borginni Mikið fjölmenni var á beikon- hátíð í miðborginni sem haldin var á Skólavörðustígn- um þar sem boðið var upp á beikon og með því. Hátíðin var haldin í kjölfar Alþjóðlegr- ar beikonráðstefnu í Höfða í Borgartúni. Beikonhátíð- in stóð til kl. 19 um kvöldið á veitingastaðnum Kex hostel á Skúlagötu þar sem boð- ið var upp á ennþá meira beikon og lifandi tónlist. Sig- urður Kári Kristjánsson, Gísli Marteinn Baldursson, Kol- brún Halldórsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason gæddu sér öll á beikoni, íslensku öli, hlust- uðu á lifandi tónlist og ræddu um ... já, beikon. Upplifir drauminn í sveitinni „Fyrir mér snýst þetta ekki um að meika það heldur að gera tónlist sem er skapandi. n 20 ára afmæli Jet Black Joe n Nýtur lífsins uppi í sveit með eigið stúdíó Stórafmæli Búið er að bæta við öðrum tónleikum þar sem það seldist upp á þá fyrri. Gunnar Bjarni býst við fjölbreyttum áhorfendaskara. Sáttur í sveitinni Gunnar Bjarni hefur búið í hjarta tón- listariðnaðarins, Manhattan, og gert tvo plötusamninga við stór útgáfufyrirtæki. Í dag er hann alsáttur í sveitinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.