Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 4
Í sigti sérstaks en starfar enn Hjartaaðgerðin gekk vel n Litli drengurinn er kominn heim til Íslands S igurbjörn Árni Guðmundsson er kominn heim frá Svíþjóð þar sem hann fór í hjartaað­ gerð. Sigurbjörn Árni fæddist á sjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi þess 5. ágúst. Á meðgöngu hafði komið í ljós að á vinstra nýra væri útvíkkun sem fylgst var með fram að fæðingu. Þegar hann fæddist virtist hann vera hraustur strákur og ákveðið var að bíða til næsta dags með nánari skoðun. Morguninn eftir uppgötvaði móðir hans hins vegar að hann var ekki með endaþarmsop og í kjölfar­ ið uppgötvaðist hjartagalli. Hann var því svæfður og sendur með sjúkra­ flugi suður þar sem í ljós kom að hjartagallinn var tvíþættur. Þá fór hann í aðgerð þar sem settur var upp stómapoki. Hann var síðan sendur til Lundar í Svíþjóð þar sem gerð var aðgerð á hjarta. Síðastliðinn föstudag kom Sigur­ björn Árni svo aftur heim til Íslands með foreldrum sínum og á Styrktar­ síðu fyrir dreng Guðmundsson seg­ ir að öllum heilsist rosalega vel, Sig­ urbjörn sé hinn hressasti. Í færslu frá því á þriðjudaginn, kemur fram að þá hafi hann fengið að fara í fangið á mömmu í stutta stund og það hafi verið dásamlegt. „Við vildum ekki sleppa hvort öðru aftur en nú bíður pabbinn eftir að fá hann í sitt fang en það verður vonandi á morgun.“ Fyrir áttu foreldrar Sigurbjörns Árna, þau Guðmundur Már Einars­ son og Helga Sigurveig Kristjáns­ dóttir, tvo drengi og þar sem vinir og vandamenn óttuðust að veikindum hans myndi fylgja mikill kostnaður settu þeir upp styrktarreikning fyr­ ir fjölskylduna. Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið geta einnig lagt inn á styrktarreikninginn, 062–26– 002838. Kennitalan er 240466–3339. 4 Fréttir 27. ágúst 2012 Mánudagur Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Mikið úrval frábært verð! Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Verðdæmi 125 mm hjól f / 90 kg 550,- vrnr: J71125 E lmar Svavarsson er til rann­ sóknar hjá embætti sérstaks saksóknara, en starfar sem forstöðumaður verðbréfa­ miðlunar hjá Íslandsbanka. Þetta er á skjön við þær verklags­ reglur sem bankinn segist temja sér. Elmar hóf störf hjá Glitni árið 2004 og starfaði eftir hrun hjá Íslands­ banka. Sérstakur saksóknari fór fram á gæsluvarðhald yfir Elmari í nóvem­ ber í fyrra og var hann þá sendur í leyfi, þar sem staða hans var enn að skýrast. Héraðsdómur varð ekki við gæslu­ varðhaldskröfunni. Nú er Elmar aftur tekinn til starfa, þrátt fyrir að botn sé ekki kominn í málið. Hann var sam­ kvæmt heimildum DV einn um­ svifamesti verðbréfamiðlari Glitn­ is. Bankinn segir að verklagsreglum hafi verið fylgt í hvívetna. Ekki náðist í Elmar við vinnslu fréttarinnar. Lánuðu til kaupa á eigin bréfum Málið sem Elmar er talinn vera við­ riðinn hefur ekki enn verið leitt til lykta fyrir dómstólum. Rannsókn sér­ staks saksóknara miðast að nokkrum liðum þar sem lög eru talin hafa ver­ ið brotin. Þar er meðal annars kom­ ið að Stím­málinu svokallaða, sem DV hefur áður fjallað um. Stím var einkahlutafélag í eigu ýmissa fjár­ festa sem keypti hlutabréf í Glitni og FL Group fyrir um 25 milljarða króna í nóvember 2007, þar af voru tæpir 20 fengnir að láni frá Glitni. Grunur leikur á að Elmar hafi haft aðkomu að því máli sem einn umsvifamesti verðbréfamiðlari bankans. Rassía á meðal Glitnismanna Í nóvember fór fram rassía hjá sér­ stökum saksóknara þar sem Glitn­ ismenn voru yfirheyrðir. Í kjölfarið birti saksóknari tilkynningu í fjórum liðum þar sem bankinn var grunaður um lögbrot. Í fyrsta liðnum er talað um að grunur sé um að Glitnir hafi stundað kerfisbundna markaðsmis­ notkun, með því að versla ólöglega með hlutabréf í bankanum sjálfum. Í öðrum lið var fjallað um lán­ veitingar Glitnis til ýmissa félaga, sem veitt voru til þess að kaupa hlutabréf í bankanum sjálfum. Með­ al þessara félaga er Stím. Upphaf­ legur höfuðstóll nefndra lánveitinga er sagður nema samtals 37 milljörð­ um. Í þriðja liðnum er fjallað um framvirka samninga Glitnis í hluta­ bréfum bankans og er eitthvað talið saknæmt þar. Rannsókn sérstaks saksóknara og ástæðan fyrir því að farið var fram á gæsluvarðhald yfir Elmari tengist að öllum líkindum þessum atriðum. Saklaus uns sekt er sönnuð Þegar DV sendi fyrirspurn til Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslands­ banka, var vísað á upplýsingafull­ trúa bankans. Þar fengust þau svör að í máli Elmars hafi verklagsregl­ um bankans verið fylgt í hvívetna. Allir þeir starfsmenn sem hafi feng­ ið réttarstöðu grunaðs hjá sérstök­ um saksóknara hafi farið í leyfi á meðan málin voru að skýrast. Þá segir í svari bankans að leitað hafi verið til sjálfstætt starfandi lög­ manns til þess að fara yfir meint sakarefni og ætlaðan þátt starfs­ manna til ráðgjafar. Einnig er ymprað á þeirri réttar­ farsreglu að menn séu saklaus­ ir uns sekt sannast. „Eins og gef­ ur að skilja getur bankinn ekki tjáð sig opinberlega um stöðu einstakra starfsmanna. Hins vegar hefur það komið fram opinberlega að í dóms­ úrskurði vegna gæsluvarðhalds­ kröfu umrædds starfsmanns kom fram að ekki væru taldar liggja sann­ anir fyrir því að hann hefði átt þátt í þeim brotum sem til rannsóknar eru. Dómari féllst því ekki á gæslu­ varðhaldskröfu embættis sérstaks saksóknara í umræddu máli. Rétt er að hafa í huga þá réttarfarsreglu að einstaklingar eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð.“ Fékk stöðuhækkun Við hrunið hætti Ingi Rafnar Jónsson, yfirmaður Elmars, hjá bankanum. Ingi Rafnar var hnepptur í vikulangt gæsluvarðhald í nóvember, að kröfu sérstaks saksóknara. Einnig var far­ ið fram á gæsluvarðhald yfir Elmari en dómurinn varð ekki við því. Þegar Íslandsbanki var stofnaður fékk El­ mar stöðuhækkun og var gerður að forstöðumanni verðbréfamiðlunar bankans. Hann þénar nú 1,5 millj­ ónir króna á mánuði samkvæmt tekjublaði Frjálsar verslunar. Bæði Elmar og Ingi Rafnar eru til rann­ sóknar hjá sérstökum saksóknara en þar er verið að rannsaka 15–20 mál tengd Glitni. Ingi Rafnar starfar nú hjá MP­banka. n n Er forstöðumaður hjá Íslandsbanka n Bankinn segist hafa farið að reglum Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Enn hjá Íslandsbanka Elmar Svavarsson var einn umsvifamesti verðbréfamiðlarinn hjá Glitni. Mál sem hann er tengdur er enn til rann- sóknar hjá sérstökum saksóknara en hann starfar samt hjá Íslandsbanka. Mynd PRESSPhotoS.biz „Einstaklingar eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð haustið nálgast óðfluga: Áfram svalt á landinu Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir því að áfram verði nokkuð svalt í veðri á landinu. Í dag, mánudag, gerir Veðurstofan ráð fyrir því að hitinn verði á bilinu 5–15 stig, hlýj­ ast suðvestanlands en líkur séu á næturfrosti í innsveitum aðfara­ nótt þriðjudags. Á þriðjudag verð­ ur rigning fyrir norðan og austan en annars bjartviðri. Hiti verður á bilinu 4–13 stig, hlýjast sunn­ anlands. Á miðvikudag verða skúr­ ir fyrir norðan en bjartviðri syðra. Hiti verður 3–11 stig, hlýjast sunn­ anlands. Á fimmtudag gerir Veður­ stofan ráð fyrir hlýnandi veðri en á föstudag verði rigning í flestum landshlutum. Ítarlegri veðurspá má lesa á baksíðu DV í dag. nýfæddur á spítalanum Á sinni stuttu ævi hefur hann farið í stómaaðgerð og hjartaaðgerð í Svíþjóð. Blóðslettur á bílunum Skemmdarverk voru unnin á bíl­ um starfsmanna og gesta við skemmtistaðinn Gamla Kaupfé­ lagið við Kirkjubraut á Akranesi um helgina. Héraðsfréttamiðill­ inn Skessuhorn greindi frá þessu á sunnudag en atvikið átti sér stað aðfaranótt sunnudags, líklega á tímabilinu frá klukkan 3 til 3:45. „Ef einhver hefur séð eða hefur upplýsingar um málið má sá hinn sami endilega hafa samband við lögregluna á Akranesi. Mjög lík­ legt er að sá sem var að verki hafi verið skorinn á höndum þar sem blóðslettur voru á öllum bílunum sem skemmdir voru,“ segir í til­ kynningu frá Gamla kaupfélaginu sem Skessuhorn vitnar til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.