Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 22
Sinfó leikur tónlist Disney n Í Eldborgarsal Hörpu 27–29. september S infóníuhljómsveit Íslands, í samvinnu við Eddu útgáfu og Disneyklúbbinn, hefur náð samningum við Disney Music World Wide, um tónleikana Töfra- veröld Disney, sem haldnir verða í Eldborgarsal Hörpu dagana 27. til 29. september. Um er að ræða fjöl- skyldutónleika þar sem tónleikagest- ir geta hlýtt á allar helstu tónlistar- perlur Disney-ævintýranna en þær hafa verið ófáar í gegnum tíðina. Fluttar verða bæði syrpur og lög í heild sinni en brot úr Disney-mynd- unum verða sýnd á skjá með hverju lagi. Þá munu söngvarar eins og Stef- án Hilmarsson, Felix Bergsson og Valgerður Guðnadóttir syngja þar sem það á við. Sambærilegir tónleikar hafa ver- ið haldnir víðar. Til dæmis í Dan- mörku í fyrra þar sem 22.000 manns hlýddu á Disney- lögin undir berum himni. Það hef- ur færst í aukana undanfarin ár að sinfóníuhljóm- sveitir um allan heim taki popp- lög eða jafnvel kvikmynda- eða tölvuleikjatónlist upp á sína arma og hafa slíkir tón- leikar ávallt notið vinsælda hjá almenningi. Verkefnið hefur verið tæp þrjú ár í undirbúningi enda um stóra upp- færslu að ræða en Ísland er næst í röðinni af Norðurlöndunum, á eftir Dönum, til að setja upp verk af þess- um toga. Sem fyrr sagði hafa mörg ógleymanleg lög komið fram í Disn- ey-myndum og hafa ófá þeirra hlotið Óskarsverðlaunin að launum. Hljómsveitarstjóri tónleikanna verður David Danzmayer og kynnir Felix Bergsson. 22 Menning 27. ágúst 2012 Mánudagur Opnun í Ketilhúsi Miðvikudaginn 29. ágúst klukkan 15 opnar sýningin Arsborealis – Mannlíf og menning Norðurslóða í Sjónlistamiðstöðinni – Ketilhúsi. Sýningin er liður í hátíðarhöldum vegna 150 ára afmælis Akureyrar- bæjar. Á sýningunni eru munir og efni frá Grænlandi, Íslandi, Fær- eyjum, Noregi og norðvesturhér- uðum Kanada. Björn G. Björnsson hannaði sýninguna, Aðalsteinn Ingólfsson var listrænn ráðu- nautur en verkefnisstjóri er Reynir Adólfsson. Sýningin stendur til 7. október. Jarðfræði- ganga í Viðey Hreggviður Norðdahl jarðfræðing- ur mun leiða gesti í jarðfræði- göngu um Viðey á þriðjudag. Í Viðey er elsta berg borgarlands- ins að finna og víða í eyjunni sjást stórbrotnar bergmyndanir, meðal annars fallegt stuðlaberg. Gangan stendur frá 19:15 til 22:00. Ókeyp- is er í gönguna en gjald í ferjuna fram og til baka er 1.000 krónur fyrir fullorðna, 500 krónur fyrir börn á aldrinum 7–15 ára í fylgd fullorðinna og frítt fyrir 6 ára og yngri. Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10 prósenta afslátt í Viðeyjarferjuna og í Viðeyjarstofu. 18 íslensk verk Borgarleikhúsið kynnti fyrir helgi komandi leikár en á því verða sýnd 26 leikverk og eru 18 þeirra íslensk. Í fréttatilkynningu frá leik- húsinu segir að aðsóknin undan- farin ár hafi aukist jafnt og þétt og hafi aldrei verið meiri í sögu ís- lenskra leikhúsa. Því sé leikárið nú það viðamesta í sögu leikhússins. Á meðal verka sem verða sýnd á stóra sviðinu má nefna Mary Poppins, Bastarðar, Mýs og menn, Gulleyjan, Á sama tíma að ári og BLAM! En uppsetning Borgarleik- hússins á Mary Poppins verður sú stærsta sem leikhúsið hefur ráðist í til þessa. Felix Bergsson Kynnir og syngur á tónleikunum. Lion King Lögin úr myndinni munu fá að hljóma. E inn af hápunktum Jazzhátíð- ar Reykjavíkur voru tónleik- ar Jack Magnet-kvintettsins sem fram fóru í Silfurbergi í Hörpu. Salurinn var þéttset- inn, enda stórtíðindi í íslensku tón- listarlífi að Jakob Frímann Magnús- son kæmi fram undir merkjum Jack Magnet. Frá því platan Horft í roðann kom út árið 1976 hefur Jakob Frí- mann gefið út 6 djassskotnar plötur, m.a. undir merkjum útgáfurisans Warner Brothers í Los Angeles. Fyrir hlé leiddu saman hesta sína gítarleikararnir Paul Brown og Frið- rik Karlsson ásamt hljómsveitinni Moses Hightower og Pétri Grétars- syni á slagverk. Víða var komið við á djasslendum tónlistarinnar, allt frá Grover Washington Jr. og Van Morri- son yfir í Amazing Grace. Það var hrein unun að hlusta á þessa miklu gítarsnillinga leika við hvern sinn fingur í spunanum í sjóðheitu sam- spili við Moses Hightower. Dramatískt og dásamlegt Eftir hlé var komið að stóru stund- inni. Jack Magnet sjálfur opnaði settið með tregafullum píanóleik og söng með fulltingi Jazz Magnet- kórsins – dramatískt og dásamlegt! Því næst gengu á svið úrvalslið ís- lenskra tónlistarmanna – trymbill- inn Einar Scheving, gítarleikarinn Guðmundur Pétursson, bassaleik- arinn Róbert Þórhallsson og Jóel Pálsson á tenórsaxófón. Ásamt þeim lék Pétur Grétarsson á slag- verk. Talið var í Madagascar og allt gefið í botn. Í fantaformi Í laginu Bop Along sem kom út á plötunni Special Treatment kall- aði Jakob Frímann velgjörðarmann sinn og vin frá árunum í Los Ang- eles – Paul Brown – upp á svið. Það var gaman að sjá þennan þekkta út- setjara og upptökustjóra frá borg englanna og Grammy-verðlauna- hafa leika með Jakobi Frímanni og félögum. Tónleikar Jack Magnet-kvint- ettsins voru hreint út sagt magn- aðir. Fjúsjónfrumherjinn Jakob Frímann fór á kostum á hljóm- borðinu og var í fantaformi. Með- reiðarsveinar hans voru þéttir og skiluðu sínu með glans. Það er vonandi að Jakob Frímann blási aftur til sóknar í tónleikahaldi og útgáfu á nýju efni undir merkjum Jack Magnet. n Magnaður Jakob Frímann Jack Magnet Frá því platan Horft í roðann kom út árið 1976 hefur Jakob Frímann gefið út 6 djassskotnar plötur, m.a. undir merkjum útgáfurisans Warner Brothers í Los Angeles. MynD BEnt Marinósson/BEnzo.is Skapti Örn Ólafsson skaptiorn@gmail.com Tónleikar Jack Magnet Fram komu: Jack Magnet-kvintett, Jazz Magnet-kórinn, Paul Brown, Friðrik Karlsson, Moses Hightower og Pétur Grétarsson. Silfurbergi í Hörpu, laugardaginn 25. ágúst kl. 20 „Jakob Frímann fór á kostum á hljómborðinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.