Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2012, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2012, Síða 2
2 Fréttir 5. september 2012 Miðvikudagur Aron Kristjáns á Beinni línu Aron Kristjánsson, nýráðinn landsliðsþjálfari karla í handbolta, verður á Beinni línu DV.is í dag, miðvikudag, klukkan 13. Tilkynnt var um ráðningu Arons á dögun- um en hann mun fá það verð- uga verkefni að taka við keflinu af Guðmundi Þórði Guðmunds- syni, sigursælasta landsliðsþjálf- ara Íslands í handbolta. Fram undan eru spennandi verkefni hjá íslenska liðinu. Undankeppni EM 2014 hefst í lok mánaðar- ins og þá tekur íslenska liðið þátt í heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar 2013. Allir þeir sem hafa áhuga á landsliðinu eru hvatt- ir til að senda inn spurningar. Slóðin á Beinu línuna er www. dv.is/beinlina. Lesendur þurfa að vera skráðir inn á Facebook til að senda spurningar inn. Þeim lesendum, sem ekki eru á Face- book, er bent á að senda spurn- ingar á netfangið ritstjorn@dv.is. Bókhaldið enn lokað Enginn forsetaframbjóðandi hef- ur skilað inn uppgjöri eða yfirlýs- ingu vegna fjármála í tengslum við framboð sitt til embættis forseta Íslands í sumar. Frambjóðend- urnir hafa tíma til 30. septem- ber næstkomandi til að skila inn upplýsingunum en nokkrir fram- bjóðendanna gerðu mikið úr því í aðdraganda kosninganna að allir myndu opna bókhald sitt. Þess- ir sömu frambjóðendur hafa hins vegar ekki enn skilað inn gögn- um til Ríkisendurskoðunar. Kosn- ingarnar fóru fram 30. júní og eru því liðnir meira en tveir mánuð- ir frá kjördegi en lög kveða á um að frambjóðendur þurfi að standa skil á upplýsingunum innan þriggja mánaða frá kjördegi. Þ að hafa nokkrir sótt um og hætt við. Ég fatta ekki af hverju,“ segir Ásdís Jenna Ástráðsdóttir. Undanfarn- ar vikur hefur hún auglýst eftir aðstoðarfólki en Ásdís er fjöl- fötluð og þarf á aðstoð að halda við allar sínar daglegu athafnir. Það hef- ur hins vegar gengið illa að fá fólk til starfans. „Ég get ekki verið án að- stoðarfólks. Aðstoðarmanneskjurnar þurfa að vera hendur mínar og fætur. Þær þurfa líka að hafa frumkvæði að því að hjálpa mér að hugsa um heim- ilið sem er stórt eins og þú sérð,“ seg- ir hún og beinir orðum sínum að blaðamanni en fjölskyldan er ný- flutt í fallegt einbýlishús í Kópavogi. „Aðstoðarmanneskjan þarf líka að hjálpa mér hugsa um drenginn minn og manninn minn,“ segir Ásdís. Son- ur hennar heitir Adam Ástráður og er eins árs gamall. Metnaðarfullt og krefjandi starf „Það er mjög skemmtileg vinna. Þetta er bæði mjög metnaðarfullt og líka krefjandi en það er mjög gam- an að vinna við þetta. Ég er sjálf í þroskaþjálfanámi og er á lokaárinu mínu núna,“ segir Margrét Smith ein af aðstoðarkonum Ásdísar sem sér um að túlka fyrir Ásdísi í viðtalinu. Eins og er, eru aðstoðarkonurnar fjórar og skipta með sér vöktum. Nú vantar allavega eina aðstoðarmann- eskju til viðbótar og þá í 75 prósenta starf á virkum dögum, og á dagvakt- ir aðra hvora helgi. Eins og er manna aðstoðarkonurnar þær vaktir sem ómannaðar eru. „Ég vil ekki keyra hinar stelpurnar út, þær taka allar aukavaktir núna,“ segir Ásdís og horf- ir brosandi á Margréti. Byrjuð í lögfræði Ásdís hefur lengi verið ötul talskona fatlaðra á Íslandi og lætur fötlun sína ekki þvælast fyrir sér. Hún er með BA-gráðu í táknmálsfræðum, á eig- inmann og son eins og áður sagði og rekur einnig fyrirtæki í kringum þjónustu við sig sem ber nafnið Ásta Sól. Það er notendastýrð þjónusta sem felur það í sér að Ásdís stýrir því hvernig þjónustan við sig er. En hún lætur ekki staðar numið þar. Hún hóf nám í lögfræði á dögunum og var reyndar nýkomin heim eftir annan daginn sinn þar þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði. Hefur lent í ýmsu Ásdís hefur sínar ástæður fyrir því að hafa farið í lögfræði. „Mig langar að verða mannréttindalögfræðingur af því að það hefur ýmislegt komið fyrir mig á lífsleiðinni. Ég er alveg búin að fá upp í kok af óréttlæti,“ segir Ásdís og biður Margréti að segja frá atviki sem hún lenti í þegar skrifa átti und- ir kaupsamning á húsinu sem hún er nýflutt inn í með Kevin, Adam og tengdamóður sinni. „Hún lenti í því þegar hún átti að skrifa undir kaup- samninginn að sýslumaður ætlaði ekki að taka stimpilinn sem hún not- ar til að skrifa undir gildan. Þetta er stimpill sem er með nafninu henn- ar á sem hún notar því hún getur ekki notað hendurnar til að skrifa. Hún hefur keypt íbúð áður þar sem hún fékk að nota stimpilinn. Hún fór upp á sýslumannsskrifstofu til að láta heyra aðeins í sér og gerði allt vit- laust. Það var búið að stilla lögreglu- manni upp fyrir aftan, ég veit ekki alveg af hverju,“ segir Margrét hlæj- andi. „Hún var svolítið æst því henni fannst verið að brjóta á sér. Hún fékk það síðan í gegn að fá að nota stimp- ilinn. Þarna fékk hún alveg nóg,“ seg- ir Margrét með áherslu og segir Ás- dísi ekki gefast upp. Fékk kraftinn frá mömmu Þó að það séu bara tveir dagar bún- ir af lögfræðináminu þá segir Ásdís það leggjast vel í sig en hratt sé far- ið yfir námsefnið. „Þetta er mikill lestur og það er hratt farið yfir efnið í tímum,“ segir hún. Margrét fer með henni í skólann og er henni til taks ef hún þarf á henni að halda en auk þess hefur hún táknmálstúlka með sér auk tækjabúnar sem hjálp- ar henni við námið. „Ég er með tæki, sem heitir PC eye. Þetta er tæki sem er tengt við tölvuskjá og þannig get ég stjórnað allri skrift sjálf og skrifa í raun með augunum,“ segir Ásdís. Hún viðurkennir að það sé heil- mikil vinna að vera í skóla með svona lítið barn en hún gefst ekki upp og ætlar sér að halda ótrauð áfram, svo lengi sem hún nái að ráða aðstoðar- fólk. „Ég skil ekki hvernig ég fer að þessu. En ég held að mamma mín heitin hafi gefið mér þennan kraft.“ n Ásdísi Jennu gengur erfiðlega að ráða aðstoðarfólk n Er byrjuð í lögfræði Erfitt að fá aðstoðarfólk „Ég get ekki verið án aðstoðarfólks. Aðstoðarmanneskjurn- ar þurfa að vera hendur mínar og fætur Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Vantar aðstoðarfólk Ásdís segir nokkra hafa sótt um en illa gangi að ráða í starfið. Hér er hún ásamt eiginmanni sínum, Kevin, og Margréti aðstoðar- konu sem heldur á Adam Ástráði, syni Ásdísar og Kevins. Myndir Eyþór Árnason Lætur ekkert stoppa sig Ásdís er byrjuð í lögfræði. Hana langar að verða mannréttinda- lögfræðingur enda segist hún hafa lent í ýmsu á ævi sinni. Ryðgaður af kannabisneyslu Karlmaður á þrítugsaldri slas- aðist þegar hann hjólaði á ljósa- staur í Reykjanesbæ. Hann tjáði lögreglunni á Suðurnesjum að hann hefði verið eitthvað ryðg- aður í kollinum eftir grasreyk- ingar og því hafnað á staurnum. Hann var fluttur með sjúkrabif- reið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að meiðslum hans. Þau munu vera minni háttar. Þá var lögreglu til- kynnt um að ekið hefði verið á ljósastaur í Sandgerði. Sá sem það gerði lét sig hverfa af vett- vangi, án þess að gera viðvart um ákeyrsluna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.