Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2012, Blaðsíða 10
Greiddu meðlöG oG
skatta fyrir Bjarna
10 Fréttir 5. september 2012 Miðvikudagur
F
jármunir hluthafa í fjár-
festingarfélaginu Ardvis voru
meðal annars notaðir til að
greiða meðlög, skatta, Benz-
bíl, húsnæði og mat fyr-
ir framkvæmdastjórann og stærsta
hluthafann, Bjarna Þór Júlíusson.
Aðstandendur Ardvis höfðu safn-
að 130 milljónum króna í hlutafé í
lok árs 2010 samkvæmt ársreikn-
ingi félagsins Ardvis hf. fyrir það ár.
141 Íslendingur, að langmestu leyti
venjulegt launafólk, hafði þá lofað
að leggja Ardvis til samtals rúmlega
363 milljónir króna í hlutafé en áð-
urnefnd upphæð hafði skilað sér til
fyrirtækisins.
Skiptastjóri Costa, rekstrarfélags
Ardvis, Sveinbjörg Sveinbjörns-
dóttir, segir að skiptum á félaginu
ljúki brátt en það varð gjaldþrota
fyrr á þessu ári. Hún segir að kröf-
urnar í búið nemi um 30 milljón-
um króna, aðallega er um að ræða
launakröfur frá starfsmönnum sem
ekki höfðu fengið greidd laun frá fé-
laginu. Sveinbjörg segir að starfsemi
Costa verði kærð til lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu á næstunni.
„Reikningur Costa var eiginlega
einkareikningur hans [Bjarna, inn-
skot blaðamanns]. Hugmyndin virð-
ist hafa verið sú að Costa tók við
þeim peningum sem hluthafarnir
lögðu Ardvis til,“ segir Sveinbjörg.
Loðin starfsemi
DV fjallaði talsvert um Ardvis í lok
árs 2010 og í fyrra. Sérfræðingur á
fjármálamarkaði varaði við því í DV á
seinni hluta árs 2010 að Ardvis hefði
mörg einkenni píramídasvindls.
Meðal þess sem kom fram í um-
fjöllun blaðsins var að Ólafur Stef-
ánsson handboltamaður hefði sett
9,5 milljónir króna inn í verkefnið.
Aðspurður um Ardvis sagði Ólaf-
ur þá að miklar líkur væru á því að
starfsemi félagsins væri rugl. „Það
eru 99 prósent líkur á að þetta sé
rugl.“
Í stuttu máli snýst starf-
semi Ardvis um að þróa forrit á
internetinu, Corpus Vitalis, sem á
að gera fólki kleift að fjárfesta í vör-
um og þjónustu á netinu án þess
að versla beint við aðra en Ardvis.
Hugmyndin var sú að Ardvis kæmi
sér upp samningum við birgja sem
gerðu notendum forritsins kleift að
fá vörurnar á hagstæðu verði. Mikill
arður átti að verða til í þessum við-
skiptum sem átti að renna til hlut-
hafa í Ardvis sem og fátækra í heim-
inum.
Sagt ganga út á hjálp
Í viðtali við DV í lok árs 2010 sagði
Bjarni Þór að Ardvis gengi fyrst og
fremst út á að hjálpa fólki. „Þetta
gengur mest út að hjálpa fólki. Þetta
er sett upp þannig að það eru rík-
ir sem eiga eitthvert lausafé sem
fjármagna þetta, af því að við feng-
um ekki fyrirgreiðslu í bankakerf-
inu. Fjárfestarnir geta sjálfir haft eitt-
hvað upp úr þessu en þeir eru fyrst
og fremst að fjármagna hjálparstarf,
deila peningum til fólksins sem þarf
aðstoð […] Þetta er áhættufjárfesting
en við teljum þetta vera það mik-
ilvægt að við erum reiðubúnir að
leggja þetta á okkur.“
Hefur tapað 1,5 milljónum
Þá sagði Bjarni að forsvarsmenn
Ardvis ætluðu að standa sig gagnvart
hluthöfunum. „Við ætlum að standa
okkur gagnvart þessu fólki.“ Þetta virð-
ist hins vegar ekki hafa gengið eftir.
Einn af þeim fjölmörgu einstak-
lingum sem lögðu fé inn í Ardvis, 1,5
milljónir króna sem hann hefur ekki
fengið til baka, segir aðspurður að
aðstandendur Ardvis hafi sagt að er-
lendir fjárfestar ætluðu að leggja mik-
ið fé inn í fyrirtækið og að einungis
nokkrar milljónir vantaði upp á. „Já,
helvíti er að heyra þetta,“ segir mað-
urinn þegar hann heyrir um gjaldþrot
Costa og væntanlega kæru til lög-
reglunnar.
Segir stutt í hagnað
Bjarni viðurkennir aðspurður að fé-
lagið hafi meðal annars greitt fyrir
hann kaupleigu á Benz-bifreið og að
greidd hafi verið leiga á einbýlishúsi í
Grafarvoginum sem hann bjó í. „Fé-
lagið leigði hús sem ég bjó í, jú … Já,
félagið leigði bíl fyrir mig,“ segir Bjarni
og bætir við að hann hafi verið launa-
laus hjá félaginu í tvö ár og að þessar
greiðslur hafi verið ígildi launa.
Hann segir að hluthafar Ardvis
muni fá peningana sína til baka.
„Þetta fólk fær peningana sína til
baka, sannaðu til. Bíddu bara í hálfan
mánuð og sjáðu hvað gerist þá. Þetta
mun ganga hjá okkur.“
Engar upplýsingar sem DV hefur
undir höndum, og ekkert í rekstrar-
sögu Ardvis, bendir hins vegar til að
þetta sé rétt mat hjá Bjarna.
n Starfsemi rekstrarfélags Ardvis kærð til lögreglunnar
„Það eru
99 pró-
sent líkur á að
þetta sé rugl
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 8. – 9. NÓVEMBER 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 129. TBL.
100. ÁRG. – VERÐ KR. 395
S-HÓPURINN FYRIR DÓM FENGU HÁLFAN MILLJARÐ Í AFSLÁTT
ÓLAFUR
Í DULAR-
FULLRI
GRÓÐA-
MASKÍNU
n ÓLAFUR STEFÁNSSON
LAGÐI FRAM 9,5 MILLJÓNIR
n 140 MANNS HAFA
LOFAÐ 360 MILLJÓNUM
n STEFNA Á 132 LÖND OG
HÁLFAN MILLJARÐ NOTENDA
n ÆTLA AÐ ÚTRÝMA FÁTÆKT
ÍSLENDINGAR LEGGJA FÉ Í DULARFULLT VERKEFNI:
MÁR RÆDDI VIÐ HEIÐAR VIÐSKIPTI MEÐ AFLANDSKRÓNUR SKOÐUÐ
KAUPIN Á SJÓVÁ:
SÁ HELVÍTI Í PARADÍS
BERGLJÓTU ARNALDS
BOÐIÐ BARN Í KONGÓ
VIÐTAL 22–23
SVÍAKONUNGUR:
SENDI EFTIR
ÍSLENSKUM
KONUM
MARÍA SIGRÚN:
LÆRÐI AF
FRIÐRIKU
BESTU
RAFTÆKIN
NEYTENDUR 14–15
FÓLKIÐ 26
FRÉTTIR 8
SVIÐSLJÓS 28–29
ALBA
VAR
FEIMIN
FRÉTTIR 4
FRÉTTIR 2–3
BOÐA 20 MILLJARÐA ARÐ Á MÁNUÐI RANNSÓKN 10–11
Nafn Ólafs notað Forsvarsmenn Ardvis notuðu meðal annars nafn Ólafs Stefánssonar
handboltamanns til að kynna starfsemi fjárfestingarfélagsins. MyNd SkjáSkot af youtube
Segir stutt
í hagnað
Bjarni segir
stutt þar til
Ardvis skili
hagnaði.
8. nóvember 2010
Reykjavík
Grjóthálsi 10
Sími 590 6940
Reykjavík
Skeifunni 5
Sími 590 6930
Hafnarfjörður
Hjallahrauni 4
(við Helluhraun)
Sími 590 6900
Kópavogur
Skemmuvegi 6
(bleik gata)
Sími 590 6935
Reykjanesbær
Holtsgötu 52
(við Njarðarbraut)
Sími 590 6970
www.adalskodun.is
HJÁ AÐALSKOÐUN ER BÍLLINN
Í GÓÐUM HÖNDUM
HVAR HENTAR ÞÉR AÐ LÁTA SKOÐA?
Við erum með órar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og
eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka
á móti þér á þeim öllum. HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG!
Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 18 ár
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
2
-1
6
8
6
Opið kl. 8-17 virka daga
18%
afslát
tur
af sko
ðuna
rgjald
i
í tilef
ni af 1
8 ára
afmæ
li
Aðals
koðu
nar
Ef þú kemur með bílinn í skoðun fyrir hádegi
í september færðu 18% afmælisafslátt.