Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2012, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2012, Síða 17
Þetta er mjög dýrt Hér þýðir nei ekki nei Baldur Helgi Benjamínsson um tæknina sem notuð er við kyngreiningu nautasæðis. – DVPáll Baldvin Baldvinsson gefur Fantasíum eina stjörnu. – Fréttatíminn Í fjölmiðlum í síðustu viku mátti greina mikinn stuðning blaða- manna við þá kröfu lögreglunnar að þeir fái heimild til að fá lista yfir alla þá einstaklinga sem voru að nota síma í Herjólfsdal á tilteknu tímabili. Fjölmiðlarnir gerðu enga tilraun til að vera gagnrýnir í umfjöllun sinni, og veltu til dæmis ekki fyrir sér að hugs- anlega voru mörg hundruð manns að nota síma á tímanum sem um ræðir, og að einhverjir þeirra kunni að hafa verið að nota óskráð frelsiskort. Þá er gengið út frá því að af- hending slíkra gagna yrði gagnleg rannsókninni. Þó er líklegra að gögn- in geri meira ógagn en gagn. Hópur grunaðra minnkar ekki, heldur stækk- ar hann verulega. Sá sem sást á um- ræddu myndbandi kann að hafa ver- ið að nota síma einhvers annars eða verið að þykjast tala í símann eða hafi reynt að hringja en ekki náð í gegn. Afvegaleiða umræðuna Svo spyr lögreglan hvort öðruvísi væri farið að ef um væri að ræða And- ers Breivik. Hér er greinilega verið að reyna að afvegaleiða umræðuna. Í stað þess að halda sig innan ramma raunveruleikans er brugðið á það ráð að vísa í óljósa hryðjuverkaógn. Hér er lögreglan að reyna að rétt- læta stórfellt brot á friðhelgi einka- lífsins. Hér er ekki verið að tala um að brjóta mannréttindi eins manns, heldur allra sem voru í Herjólfsdal á þessum tiltekna tíma sem voru ein- hverra hluta vegna að nota síma. Þetta er algjörlega óásættanlegt. Ákvörðun Hæstaréttar í þessu máli var með þeim skynsamari sem ég hef séð frá þeim um nokkra hríð og það sannast best á því að það dugði lög- reglunni ekki að reyna að réttlæta þetta með tilvísun í Anders Breivik. Reglurnar eru til staðar einmitt til að koma í veg fyrir misnotkun af því tagi sem um ræðir. Nauðsyn brýtur ekki lög Það má gagnrýna marga í þessu máli. Fjölmiðlar ættu að hafa gripið þetta endemis bull á lofti og tætt það í sig, en ekki herma gagnrýnilaust eftir lög- reglunni og gera fjarskiptafyrirtækin, sem hér voru að verja mannréttindi, að þrjótum. Sömuleiðis ætti lög- reglan ekki undir nokkrum kringum- stæðum að láta sér detta í hug að brjóta á mannréttindum, hvort sem það er vegna Breiviks eða nokkurs annars – nauðsyn brýtur ekki lög. Raunar mætti jafnframt spyrja: Hvers vegna í ósköpunum hafa síma- fyrirtækin upplýsingar til reiðu um hvaða farsímanotendur voru að nota tiltekinn farsímaturn á tilteknum tíma? Það er ekki eins og þær upplýs- ingar skipti máli upp á bókhald – eina sem skiptir máli er hversu langt sím- talið varði en ekki hvaðan var hringt. Nei, þessi gögn eru geymd í sex mánuði samkvæmt lögum sem sett voru með hraði í valdatíð Sturlu Böðvarssonar, að beiðni ríkislög- reglustjóra. Sambærileg lög eru til í fjölmörgum Evrópulöndum, þrátt fyrir að það hafi verið margsannað að geymsla á þessum gögnum gagn- ast ekki hið minnsta og gangi algjör- lega gegn alþjóðlegum viðmiðum um meðalhóf. Nú þegar hafa stjórn- arskrárdómstólar nokkurra landa dæmt þessi lög ólögleg. Íslensku út- gáfu þessara laga ætti að afnema hið snarasta. Höfundur er áhugamaður um upp- lýsingar og framkvæmdarstjóri IMMI, alþjóðlegrar stofnunar um upplýs- inga- og tjáningarfrelsi. Hlerunaráráttan heldur áfram Spurningin „Nei, hann er búinn að standa sig vel í þessari ríkisstjórn og stendur bara fyrir sínu. Þó hann hafi stigið eitt feilspor þá á hann að halda áfram.“ Pétur Björnsson 18 ára, fiðluleikari og nemi „Ef það kemur í ljós að hann hafi brotið lög, þá á hann að segja af sér.“ Sveinn Ragnarsson 50 ára, byggingatæknifræðingur „Nei. Mér finnst ekki ástæða til þess að hann segi af sér. Hann var í góðri trú um að hann væri að gera rétt.“ Róbert Þorsteinsson 50 ára, viðskiptafræðingur „Ég veit það ekki.“ Marý Heiðdal 18 ára, starfsmaður Nammibarsins „Við höfum ekki fylgst mikið með þessu en miðað við það sem við sáum í Kastljósinu, þá svona … eiginlega ekki.“ Olga Sigurðardóttir og Þorsteinn Björnsson 21 árs og 23 ára, læknanemar Á Ögmundur að segja af sér? 1 Maðurinn sem féll í Jökulsá látinn Karlmaður sem féll í Jökulsá í Lóni á mánudagskvöldið fannst látinn eftir fjögurra tíma leit. Tildrög eru óljós en maðurinn var í hestaferð. 2 Sakaður um svik og pretti Verðandi barnsfaðir Playboy-kan- ínunnar fyrrverandi Holly Madison gæti verið á leið í fangelsi. 3 Dætur Birkis Jóns skírðar Þingmaðurinn Birki Jón Jónsson eignaðist tvíbura í júnímánuði. Dagný Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, var annar skírnarvotta. 4 Telja lík Sigridar fundið Norska stúlkan sem hvarf sporlaust þann 5. ágúst síðastliðinn fannst látin á þriðjudag. 5 „Hann var yndislegur“ Minningartónleikar verða haldnir þann 11. september í minningu um Loft Gunnarsson sem lést í janúar. Hann hefði orðið 33 ára þann dag. 6 Átök í þingflokki Sjálfstæðis-flokksins Ragnheiður Elín Árnadótt- ir var sett af sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Að tillögu Bjarna Ben tekur Illugi Gunnarsson við djobbinu. Mest lesið á DV.is Kalt á Íslandi Þessum ferðamönnum þótti íslenska síðsumarið frekar kalt við Hörpu á miðvikudag. Þeir voru líka fremur illa klæddir en þó nógu harðir af sér til að taka nokkrar myndir. Mynd JGMyndin Umræða 17Miðvikudagur 5. september 2012 „Íslensku útgáfu þessara laga ætti að afnema hið snarasta Kjallari Smári McCarthy Þetta er alveg nýtt Guðmundur Steingrímsson segir þingmenn hertaka pontuna í minni háttar málum. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.